Morgunblaðið - 09.02.2019, Síða 27
MESSUR 27á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2019
AKUREYRARKIRKJA | Einsöngsmessa kl.
11. Helena G. Bjarnadóttir syngur kirkjulegar
aríur og sönglög eftir J.S. Bach, G.F. Händel og
Atla Heimi Sveinsson. Organisti er Eyþór Ingi
Jónsson. Prestur er Hildur Eir Bolladóttir.
Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11.
Lína langsokkur kemur í heimsókn. Umsjón
Sonja Kro og Sigríður Hulda Arnardóttir.
AKURINN kristið samfélag | Samkoma kl.
14. Biblíufræðsla, söngur og bæn.
ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Bisk-
upsvísitasía. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sig-
urðardóttir, vísiterar Ássöfnuð og prédikar við
messuna. Sigurður Jónsson sóknarprestur
þjónar fyrir altari. Kristný Rós Gústafsdóttir
djákni annast samverustund sunnudagaskól-
ans. Félagar úr Kór Áskirkju leiða messusöng.
Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Léttur há-
degisverður og kaffi í Ási, efri safnaðarsal kirkj-
unnar, að messu lokinni.
ÁSTJARNARKIRKJA | Messa kl. 11. Kór
Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Keiths
Reed. Prestur er Arnór Bjarki Blomsterberg.
Sunnudagaskóli á sama tíma undir stjórn
Bjarka Geirdal Guðfinnssonar. Hressing og
samfélag á eftir.
BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli kl. 11
í Brekkuskógum 1. Umsjón með stundinni
hafa Sigrún Ósk, Guðmundur Jens og Þórarinn
Kr. Ólafsson.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson þjónar. Kór Breið-
holtskirkju syngur, organisti er Örn Magn-
ússon. Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjá
Steinunnar Leifsdóttur. Ensk bænastund kl.
14. Sr. Toshiki Toma þjónar.
BÚSTAÐAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11.
Daníel Ágúst, Sóley Adda, Jónas Þórir og Pálmi
leiða samveruna. Foreldrar og afar og ömmur
hvött til þátttöku með börnunum. Guðsþjón-
usta kl. 14. Kór Bústaðakirkju syngur, Jónas
Þórir við hljóðfærið. Messuþjónar aðstoða.
Prestur Pálmi Matthíasson. Heitt á könnunni
og spjall eftir messu.
DIGRANESKIRKJA | Messa klukkan 11. Sr.
Gunnar Sigurjónsson. Organisti Kristján Hrann-
ar Pálsson. Söngvinir, kór eldri borgara í Kópa-
vogi, leiða safnaðarsöng. Léttur málsverður í
safnaðarsal eftir messu. Sunnudagaskóli á
sama tíma í kapellu á neðri hæð.
Dómkirkja Krists konungs, Landakoti |
Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30
á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku.
Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau.
kl. 16 á spænsku og kl. 18 er vigilmessa.
DÓMKIRKJAN | Messa klukkan 11, prestur
Elínborg Sturludóttir. Barnastarf á kirkjuloftinu
á sama tíma. Dómkórinn syngur undir stjórn
Kára Þormar dómorganista. Minnum á bíla-
stæðin við Alþingi, gegnt Þórshamri.
FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta og
sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunn-
arsson þjónar og predikar. Kór kirkjunnar syng-
ur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur. Ein-
söngur Inga Backman og Kristín R.
Sigurðardóttir. Matthías Stefánsson leikur á
fiðlu. Sunnudagaskóli á sama tíma. Meðhjálp-
ari Jóhanna Freyja Björnsdóttir. Kaffi og djús
eftir stundina.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta kl.
14. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson leiðir stund-
ina. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við
Tjörnina leiða tónlistina ásamt Gunnari Gunn-
arssyni, organista. Fermingarbörn, og fjöl-
skyldur þeirra, eru hvött til að mæta.
GLERÁRKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli
kl. 11. Sameiginlegt upphaf í messu. Sr. Gunn-
laugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju
syngur undir stjórn Valmar Väljaots organista.
Umsjón með sunnudagaskóla: Sunna Kristrún
djákni.
GRAFARVOGSKIRKJA | Messa með alt-
arisgöngu klukkan 11. Sr. Arna Ýrr Sigurð-
ardóttir þjónar og kór Grafarvogskirkju syngur.
Organisti er Hákon Leifsson. Sunnudagaskóli
á neðri hæð kirkjunnar kl. 11. Dans, söngvar
og sögur. Pétur Ragnhildarson hefur umsjón og
Stefán Birkisson leikur á píanó.
GRAFARVOGUR - KIRKJUSELIÐ Í SPÖNG |
Messa klukkan 13. Sr. Guðrún Karls Helgu-
dóttir þjónar og Vox Populi syngur. Organisti er
Hilmar Örn Agnarsson.
GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Vox Fem-
inae syngur. Organisti er Ásta Haraldsdóttir og
prestur María Ágústsdóttir. Messuþjónar að-
stoða. Samskot renna til Kristniboðs-
sambandsins. Heitt á könnunni. Ferming-
arfræðsla á laugardag kl. 10.30-14. Kyrrðar-
og fyrirbænastund í kapellunni á þriðjudag kl.
12.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili |
Guðsþjónusta í umsjón Félags fyrrum þjónandi
presta klukkan 14 í hátíðasal Grundar. Prestur
er Kristján Valur Ingólfsson, fyrrverandi vígslu-
biskup í Skálholti. Grundarkórinn leiðir söng
undir stjórn Kristínar Waage organista.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðs-
þjónusta kl. 11. Prestar sr. Karl M.Matthías-
son og Leifur Ragnar Jónsson, organisti Hrönn
Helgadóttir og kór Guðríðarkirkju syngur.
Barnastarf í umsjá Böðvars og Bryndísar Böðv-
arsdóttur. Fermingarbörn er hvött til að mæta í
messuna með foreldrum og það á að máta
fermingarkyrtlana eftir messuna. Boðið verður
upp á vöfflur með rjóma eftir messuna.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Fjölskylduguðs-
þjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Barnakór
kirkjunnar syngur undir stjórn Helgu Lofts-
dóttur. Sunnudagaskólinn, sem Bylgja Dís ann-
ast, tekur þátt í stundinni. Prestur er Stefán
Már Gunnlaugsson. Hilmar Örn Agnarsson leik-
ur á orgel og píanó. Hressing á eftir.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf
kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og
þjónar fyrir altari. Hópur messuþjóna aðstoðar.
Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja.
Organisti er Hörður Áskelsson. Umsjón barna-
starfs Inga Harðardóttir. Tónleikar laugard. kl.
14 í samstarfi tónlistardeildar LHÍ og Listvina-
félags Hallgrímskirkju. Bænastund mánud. kl.
12.15. Fyrirbænatstund þriðjud. kl. 10.30. Ár-
degismessa miðvikud. kl. 8. Kyrrðarstund
fimmtud. kl. 12.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa kl. 11.
Kór Hjallakirkju leiðir söng undir stjórn Láru
Bryndísar organista. Prestur er Bolli Pétur
Bollason.
Sunnudagaskólinn er á sínum stað á sama
tíma í safnaðarheimilinu og það eru þau Mark-
ús og Heiðbjört sem sjá um hann.
Hjúkrunarheimilið Skjól | Guðsþjónusta kl.
13.30. Athugið breyttan tíma að þessu sinni.
Biskupsvísitasía. Biskup Íslands, frú Agnes M.
Sigurðardóttir, vísiterar Skjól og prédikar við
guðsþjónustuna. Séra Sigurður Jónsson þjón-
ar. Organisti er Bjartur Logi Guðnason. Vinir og
vandamenn heimilisfólks velkomnir með sínu
fólki.
HREPPHÓLAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14.
Kirkjukórinn syngur undir stjórn Stefáns Þor-
leifssonar. Dagur Fannar Magnússon guð-
fræðinemi prédikar. Molasopi.
HRUNAKIRKJA | Hversdagsmessa fimmtu-
daginn 14. febrúar kl. 20.30. Kirkjukórinn
syngur dægurlög við undirleik hljómsveitar
hússins.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Sam-
koma kl. 11. Translation into English. Sam-
koma á spænsku kl. 13. Reuniónes en esp-
añol. Samkoma á ensku kl. 14. English
speaking service.
INNRA-Hólmskirkja | Guðsþjónusta kl. 14.
Prestur Jón Ragnarsson. Fermingarbörn og for-
eldrar sérstaklega velkomin.
KÁLFATJARNARKIRKJA | Guðsþjónusta í
Álfagerði kl. 16. Kór Kálfatjarnarkirkju syngur
undir stjórn Kára Allanssonar. Prestur er Arnór
Bjarki Blomsterberg. Gott kirkjukaffi og sam-
félag á eftir.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Fjölskyldumessa kl.
11. Jón Jósep Snæbjörnsson leikur á gítar og
leiðir söng. Barnakór Keflavíkurkirkju kemur
fram undir stjórn Freydísar Kneifar Kolbeins-
dóttur. Helga Sveinsdóttir gefur Rebba ref rödd
sína. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar. Súpa og
brauð.
Kirkja heyrnarlausra | Messa í Grens-
áskirkju kl. 14. Kristín Pálsdóttir þjónar fyrir
altari. Táknmálskórinn syngur undir stjórn Ey-
rúnar Ólafsdóttur. Kaffi og kaka eftir messu.
KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Sigurður Arnarson sóknarprestur þjónar fyrir
altari. Þorgils Hlynur Þorbergsson guðfræð-
ingur prédikar. Kór Kópavogskirkju syngur und-
ir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar.
Sunnudagaskólinn verður í safnaðarheimilinu
Borgum kl. 11.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa og barnastarf
kl. 11. Félagar úr Fílharmóníunni syngja undir
stjórn Magnúsar Ragnarssonar organista.
Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar.
Sara Grímsdóttir og Hafdís Davíðsdóttir leiða
barnastarfið. Léttur hádegisverður í safn-
aðarheimilinu að messu lokinni.
LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Kórinn
Góðir grannar ásamt Arngerði Maríu Árnadótt-
ur. Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari og
prédikar. Sunnudagaskóli á meðan. Kaffi og
samvera á eftir. Helgistund kl. 13 Betri stof-
unni, Hátúni 12, með sr. Davíð Þór og Arngerði
Maríu.
Þriðjudagur 12. 2. Kyrrðarbæn kl. 20. Kristin
íhugun.
Miðvikudagur 13. 2. Helgistund kl. 14 Fé-
lagsmiðstöðinni Dalbraut 18-20.
Fimmtudagur 14. 2. Foreldrasamvera kl. 9.30-
11.30 á Kaffi Laugalæk. Kyrrðarstund og opið
hús í Áskirkju kl. 12.
LÁGAFELLSKIRKJA | Kvöldguðsþjónusta kl.
20. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjónar fyrir altari
og flytur hugvekju. Rut Magnúsdóttir djákni að-
stoðar. Kirkjukór Lágafellskirkju syngur og leið-
ir almennan safnaðarsöng undir stjórn Þórðar
Sigurðarsonar, organista. Kirkjuvörður er Kol-
finna Rut Schjetne.
Sunnudagaskóli kl. 13 undir stjórn Berglindar
og Þórðar.
www.lagafellskirkja.is
NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11.
Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju
leiða safnaðarsöng. Organisti er Steingrímur
Þórhallsson. Prestur er Skúli S. Ólafsson. Sög-
ur, söngur, gleði og gaman í sunnudagaskól-
anum. Umsjón Katrín Helga Ágústsdóttir,
Gunnar Tómas Guðnason og Ari Agnarsson.
Kaffi sopi og samfélag á Torginu eftir messu.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Guðsþjónusta
sunnudag kl. 14.
Prestur er Pétur Þorsteinsson. Messugutti er
Petra Jónsdóttir. Barnastarfið er á sínum stað í
höndum Heiðbjartar Arneyjar og Markúsar.
Óháði kórinn leiðir söng og messusvör undir
stjórn Kristjáns Hrannars. Ólafur Kristjánsson
tekur vel á móti öllum. Maul á eftir.
SALT kristið samfélag | Sameiginlegar sam-
komur Salts og SÍK kl. 17 alla sunnudaga í
Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60, 3.
hæð. Yfirskrift: Út úr kassanum. Ræðumaður
Guðlaugur Gunnarsson. Barnastarf. Túlkað á
ensku.
SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ólafur Jóhann Borg-
þórsson þjónar, organisti Tómas Guðni Egg-
ertsson, félagar úr Kór Seljakirkju leiðir safn-
aðarsöng. Barn verður borið til skírnar við
guðsþjónustuna.
SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta
og sunnudagaskóli kl. 11. Allir sálmar guðs-
þjónustunnar eru í dúr en ekki moll. Bjarni Þór
Bjarnason sóknarprestur þjónar. Friðrik Vignir
Stefánsson er organisti. Leiðtogar sjá um
sunnudagaskólann. Félagar úr Kammerkór
Seltjarnarneskirkju syngja. Kaffiveitingar og
samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11.
Egill Hallgrímsson sóknarprestur annast
prestsþjónustuna. Organisti er Jón Bjarnason.
STÓRA Núpskirkja | Guðsþjónusta kl. 11.
Kirkjukórinn syngur undir stjórn Þorbjargar Jó-
hannsdóttur organista. Barn borið til skírnar.
STÓRUBORGARKIRKJA Grímsnesi |
Bæna- og kyrrðarstund kl. 17. Egill Hall-
grímsson sóknarprestur leiðir stundina.
TORFASTAÐAKIRKJA Biskupstungum. |
Guðsþjónusta kl. 14. Prestur er Egill Hall-
grímsson. Organisti er Jón Bjarnason.
VÍDALÍNSKIRKJA | Messa kl. 11. Í tilefni af
30 ára afmælis ABC barnahjálpar mun Laufey
Birgisdóttir framkvæmdarstjóri ABC vera með
kynningu og hugleiðingu. Félagar í kór Vídal-
ínskirkju syngja og organisti er Kristín Jóhann-
esdóttir. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar fyrir alt-
ari ásamt messuþjónum. Sunnudagaskóli á
sama tíma sem Matthildur Bjarnadóttir leiðir
ásamt fræðurum sunnudagaskólans.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Guðsþjón-
usta kl. 11. Kór Víðistaðasóknar syngur.
Sunnudagaskóli kl. 11. Hressing í safnaðarsal
á eftir.
Orð dagsins:
Dýrð Krists.
(Matt. 17)
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Laugardælakirkja
SÉRBLAÐ
Tíska&
förðun
Fylgir Morgunblaðinu
föstudaginn 15. febrúar
Fjallað er um tískuna í förðun,
snyrtingu, fatnaði og fylgihlutum auk
umhirðu húðarinnar, dekur o.fl.
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til mánudagsins 11. febrúar
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
–– Meira fyrir lesendur