Morgunblaðið - 09.02.2019, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 09.02.2019, Qupperneq 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2019 ✝ Einar RagnarSigurbrands- son fæddist 20.6. 1935 í Haga á Barðaströnd. Hann lést 3.2. 2019 á sjúkrahús- inu á Patreksfirði. Foreldrar hans voru Ólafía Guð- munda Hjálm- arsdóttir, f. 29.6. 1907, d. 5.12. 1997, og Sigurbrandur Krist- ján Jónsson, f. 21.3. 1880, d. 19.9. 1966. Systkini Einars voru: Krist- ján Hugi, f. 18.6. 1937, d. 27.8. 2017, Guðmunda Hjálmfríður, f. 2.10. 1943, d. 15.8. 2015, og Sigrún, f. 6.8. 1949, d. 2.3. 1950. Systkini samfeðra voru: Ágúst, 7.8. 1898, d. 21.11. 1966, Ingigerður, f. 22.8. 1901, d. 26.1. 1994, Anna, f. 7.1. 1908, d. 3.11. 1978, Einar Guð- brandur, f. 1.1. 1910, d. 11.10. 1932, Sigríður, f. 2.12. 1911, d. 24.5. 1994, Jónína, f. 21.10. 1913, d. 7.3. 1978, og Ásta, f. 24.6. 1918, d. 6.10. 2000. Einar giftist 17.6. 1961 Díönu Ásmundsdóttur, f. 10.8. 1942, d. 4.12. 1990. Foreldrar Díönu voru Pála Margrét Sigurðardóttir og Ásmundur Kristmann Jak- obsson. Börn þeirra: 1) Ása Gréta, f. 27.11. 1960, á hún fjögur börn og þrjú barnabörn. 2) Ólafía Sigrún, f. 17.9. 1963, á hún fjögur börn og fimm barnabörn. 3) Hjálmar Ingi, f. 17.6. 1965, á hann tvö börn. 4) Jakob, 4.6. 1967, á hann tvö börn og eitt fóst- urbarn. 5) Auðbjörg Jóhanna, f. 15.5. 1979, á hún eitt barn. Einar ólst upp á Grænhól á Barðaströnd og aðstoðaði við búskap þar. Hann keyrði vöru- bíl fyrir kaupfélagið á Króks- fjarðarnesi fyrst þegar hann fór að heiman til að vinna. Einnig vann hann á vertíðum í Grindavík og Tálknafirði. Ein- ar og Díana hófu búskap á Ytri-Múla 1961 og vann hann við búskapinn alla sína starfs- ævi. Einar lagði einnig stund á grásleppuveiðar með bú- skapnum og vann í slátur- húsinu á haustin. Hann var mikill músíkmaður og spilaði á harmonikku á góðri stundu. Útförin fer fram frá Haga- kirkju í dag, 9. febrúar 2019, klukkan 14. Sæll frændi, sagði hann, komdu inn, fáum okkur kaffi. Það að hafa setið í eldhúsinu á Ytri-Múla eru forréttindi sem ég mun aldrei gleyma. Olíueldavélin vel heit og Einsi frændi minn að skenkja manni bolla af góðu kaffi með útsýni út á Breiðafjörðinn, á borðinu er kanna með mjólk og rjómaskán á henni. Í minning- unni er alltaf gott veður, bjart en líklega aðeins vindur eins og oft á Barðaströnd. Bushnell- sjónaukinn í glugganum og líka annar eldri og maður kíkti út á Breiðafjörðinn. Á góðum degi sást út í Oddbjarnarsker. Minn- ingin er ekki ólík því að koma til Ólu frænku móður hans, þar var einnig gott að vera og vel heitt í skonsunni hennar á Grænhól. Ég á bara góðar minningar af Barðaströnd og fólkinu, hefur mér alltaf þótt gott að vera þar þótt ferðunum hafi fækkað á seinni árum, sökum aðstöðu- leysis. Sem barn var það sem að fara í ævintýraheim að fá að fara að Ytri-Múla, Díana var eftirminnileg kona sem kvaddi allt of fljótt, það var gaman að fara út að leika og gramsa og skoða bílana sem voru á kant- inum fyrir ofan fjósið, yfirleitt bátur, líka að skoða hreiður smáfugla sem höfðu gert sér heimili á þessum stöðum. Það var eitthvað við að hitta Einsa, hann var hreinn og beinn, hafði einstaklega góða nærveru og vildi allt fyrir mig gera. Þeir bræður Einar og Krist- ján skynjuðu þann trega í mér að vera ekki með afdrep þarna fyrir vestan og voru báðir búnir að fyrra bragði að bjóða mér að vera þegar mér hentaði. Því miður var ég ekki nógu dugleg- ur að nýta mér það en þó gisti ég hjá þeim báðum ef ég fór vestur á rjúpu. Voru þeir líkir hvað það varð- aði að þar skorti mann ekkert, vel veitt í mat og drykk sama á hvorum staðnum maður var. Nú er hann Einsi minn allur, það má segja að hann sé síð- astur af sinni kynslóð í fjöl- skyldunni minni, allt þetta góða fólk horfið á braut. Afi Nonni, amma Klara, Óla, Fríða, Stjáni og nú Einsi. Ég sakna þeirra allra og bið fyrir góðar kveðjur í sumar- landið. Góða ferð, Einsi frændi. Kveðja, Kristinn (Kiddi). „Það býr gott fólk á Ytri- Múla og ykkur er óhætt að senda drengina þangað. Bærinn er kannski ekki stór og alltaf einhverjir aukakrakkar í sveit en Einar og Díana eru öðlings- hjón svo það sakar ekki að spyrja hvort þau hafi pláss fyrir tvo stráka í nokkrar vikur.“ Eitthvað á þessa leið hljómaði svarið sem faðir okkar, Tryggvi á Lambavatni, fékk þegar hann hringdi í kunningja sinn á Ströndinni vorið 1982. Á þeim tíma var samgangur milli Rauð- sendinga og Barðstrendinga ekki nándar nærri eins mikill og nú. Tryggvi vissi að búið var á Ytri-Múla en húsráðendur þar þekkti hann ekki. En af hverju skyldu hjón af Rauðasandi hafa viljað koma strákunum sínum fyrir í næstu sveit um hábjarg- ræðistímann? – Jú, tilefnið var árlegt sundnámskeið á Kross- holti. Krakkar í Rauðasands- hreppi skyldu læra að synda eins og aðrir þótt fara þyrfti í næstu sveit og fá inni hjá vel- viljuðum íbúum á Ströndinni. Og þannig æxlaðist það að tveir drengir frá Rauðasandi, 10 og 11 ára, fluttu í fjögur sumur, og voru nokkrar vikur í senn, inn á Barðaströnd til að læra að synda. Mikil var gæfa okkar bræðra að kynnast þeim sómahjónum Einari og Díönu á Múla. Vin- áttan sem þarna myndaðist við þau og þeirra fólk, auðgaði líf okkar enda var ætíð kært á milli heimilanna upp frá þessu. Bærinn á Ytri-Múla er vissu- lega hvorki stór né íburðarmik- ill en hjartagæska húsráðenda bjó til nóg pláss fyrir alla. Að pakka niður sunddóti og stíg- vélum á vorin, keyra með mömmu og pabba yfir Kleifa- heiði til fundar við Einar og fjölskyldu sem fagnaði okkur eins og uppáhaldsfrændum, setjast í litla hlýlega eldhús- krókinn, þiggja rausnarlegar góðgerðir og fylgjast með Ein- ari drekka kaffið sitt úr sama skörðótta bollanum; þetta var árviss sumarkoma sem gladdi okkur alltaf jafnmikið. Meðfram sundnámi fengum við að vera með í almennum bústörfum, sem var sannkallað ævintýri fyrir tvo áhugasama sveita- stráka. Mikill fengur að fá inn- sýn í störf og venjur sem ríktu á öðrum bæ þar sem ýmislegt var frábrugðið því sem við átt- um að venjast. Sjóndeildar- hringurinn víkkaði eftir hverja sumardvöl hjá Einari. Stundum máttum við sækja Múlakýrnar alla leið út undir Miðhlíð sem er talsverður spotti og miklu lengri leið en við vorum vanir að fara eftir Lambavatnskún- um. Sárt en jafnframt lærdóms- ríkt var að fylgjast með þeim missi sem heimilisfólkið mátti glíma við í kjölfar niðurskurðar fjárstofnsins á bænum vegna riðuveiki. Og svo var það „Breiðafjarðarkjúklingurinn“ hennar Díönu! Það nýstárlega góðgæti höfðum við aldrei áður bragðað enda ekki neinn vesæll kjúklingur þar á ferð heldur bragðsterkur skarfur úr Breiða- firði. Að leiðarlokum þökkum við vini okkar Einari Sigurbrands- syni góða viðkynningu og fær- um fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Eyjólfur og Þorsteinn Tryggvasynir. Einar Ragnar Sigurbrandsson Elsku amma. Nú sit ég í skjóli nætur með ritföng í hendi reiðubúinn að fanga minningar um þig. Minningarn- ar eru ótal margar og varla hægt að segja að ein sé sérstak- ari en önnur því það var alltaf sérstakt að vera í návist þinni. Þú hafðir einstakt lag á að láta manni líða vel en einu skiptin sem þú aðstoðaðir mig við að líða illa var þegar þú fékkst mig til að borða yfir mig, því aldrei virtist ég borða nóg. Þegar ég var aðeins tveggja ára gamall varstu byrjuð að taka mig með á skíði og skíðaðir með mig milli lappanna þar til ég bar mig sjálfur. Hvorki fyrr né síðar hef ég kynnst eins dug- mikilli manneskju og þú varst. Aldrei sastu auðum höndum, enda var alltaf allt fullkomið í kringum þig. Sokkar og nær- buxur voru meira að segja straujuð. Það var ekki nóg með að þú eldaðir dýrindis máltíðir fyrir okkur hvert kvöld heldur Anna Gunnlaug Eggertsdóttir ✝ Anna Gunn-laug Eggerts- dóttir fæddist 4. júlí 1928. Hún lést 30. janúar 2019. Anna Gunnlaug var jarðsungin 7. febrúar 2019. útbjóstu rétt fyrir fuglana sem leit nokkuð girnilega út líka. Ég mátti ekki smakka: „Þetta er ekki fyrir þig, þetta er fyrir fuglana.“ Alltaf stóðstu við bakið á mér og varðir mig fyrir söngli ósnoturra eins og sagt er í Hávamálum. Margur er ekki í lagi, nema um þann sé sungið. Einn besti tími lífs míns var þegar ég og frændsystkin mín lékum okkur uppi í sumarbú- stað, sælureit fjölskyldunnar. Við fórum í útreiðartúra, að veiða, hoppa yfir skurði og stundum óvart ofan í, við lékum lausum hala. Einu varð maður þó að gegna og það var hringing kúabjöllunnar því það var merki um að maður ætti að skila sér heim. Ég varði nánast öllum sumrum hjá þér, áhyggjulaus, sæll og glaður. Öll fjölskyldan kom reglulega uppeftir til að verja stundum saman. Mikið hlegið, mikið gaman. Þetta og meira til var hægt vegna þín. Amma ég hef elskað þig, dáð og dýrkað. Viskuorð frá ömmu svona í lokin: „Þetta fer allt ein- hvern veginn.“ Friðrik Hover. Minningarvefur á mbl.is Minningar og andlát Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru aðgengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.        þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber að höndum og aðrar gagnlegar       við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlátVeist þú hvert eignir þínar renna eftir þinn dag? Kynntu þér málið á heimasíðu okkar, www.útför.is. Þar getur þú m.a. sett inn þínar forsendur í reiknivél. Við aðstoðum þig við gerð erfðaskrár, kaupmála og við dánarbússkipti. Katla Þorsteinsdóttir, lögfræðingur Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur og bróðir, HÁLFDAN JÓNSSON, Hörgsholti 31, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans, Kópavogi, miðvikudaginn 30. janúar. Jarðarför fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Júlíus A. Hálfdanarson Matthías Hálfdanarson Lovísa Grétarsdóttir Brynja Guðmundsdóttir Kara R.M. Júlíusdóttir Guðmundur Matthíasson Tera R.J. Júlíusdóttir Máni Matthíasson Margrét A. Júlíusdóttir Aron Bjarki Hallsson Jón O. Brynjólfsson Guðný Hálfdanardóttir Brynjólfur Jónsson Guðbjörg Jónsdóttir Hreinn Jónsson Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN MAGNÚSSON, Bói, Norðurbrún 1, áður Kleppsvegi 30, lést á Landspítalanum í Fossvogi 1. febrúar. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 13. febrúar klukkan 13. Þökkum starfsfólki á A-6 fyrir góða umönnun og hlýju. Yngvi Þór Kristinsson Guðlaug A. Sigurfinnsdóttir Anna Kristinsdóttir Haukur Kristinsson Kristinn M. Kristinsson Magnús Logi Kristinsson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, KARÓLÍNA LÁRUSDÓTTIR myndlistarkona, lést 7. febrúar á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Jarðarförin verður auglýst síðar Stephen Lárus Stephen Louise Harris Samantha Percival Christophe Riera Boyd, Ida, Elis, Abigail, Owen Davíð útfararstjóri 551 3485 - www.udo.is Óli Pétur útfararstjóri

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.