Morgunblaðið - 09.02.2019, Síða 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2019
Júlíana Hansdóttir Aspelund, deildarstjóri hjá SjúkratryggingumÍslands (SÍ), á 50 ára afmæli í dag. Hún lærði iðjuþjálfun í Dan-mörku og bjó þar á árunum 1995-99. Hún vann fyrst á Reykja-
lundi og svo hjá Sjúkratryggingum Íslands en í millitíðinni lauk hún
við MS nám í stjórnun og stefnumótun við Háskóla Íslands. Hún er
núna deildarstjóri hjálpartækja- og næringarmála hjá SÍ.
„Þetta er mjög fjölbreytt starf. Við afgreiðum umsóknir um allar
tegundir hjálpartækja, einnota vörur og næringu, stoð- og meðferð-
artæki og tæknileg hjálpartæki, allt frá göngugrindum og upp í um-
fangsmiklar breytingar á bílum. Við sinnum ráðgjöf og kennslu, tök-
um þátt í útboðum og mörgu fleira ásamt því að taka þátt í norrænu
samstarfi. Þessa dagana erum við að hefja skipulagningu á norrænni
setstöðuráðstefnu sem haldin verður í Reykjavík 2021.“
Júlíana var formaður Iðjuþjálfafélags Íslands 2009-3013. Áhugamál
hennar eru til dæmis ferðalög, garðyrkja og útivist. Júlíana fór til
Suður-Afríku síðasta vor og skemmti sér mjög vel og í tilefni af stór-
afmælinu ætlar hún með eiginmanni og vinafólki til Kambódíu og
Víetnam í apríl, en það verður í fyrsta sinn sem hún kemur til Asíu-
landa.
„Við hjónin ætlum að fara út úr bænum í dag og vera á hóteli úti á
landi en markmiðið er að halda veglega afmælisveislu síðar.“
Eiginmaður Júlíönu er Guðmundur Hjartarson, fjármálastjóri hjá
ÍSAGA, og börn þeirra eru Snæfríður 26 ára, doktorsnemi í sálfræði
við HR, Sóllilja 24 ára læknanemi við SDU í Óðinsvéum í Danmörku,
og Ernir 21 árs laganemi við HÍ.
Hjónin Guðmundur og Júlíana stödd á Rauða torginu í Moskvu.
Heldur veglega
upp á afmælið síðar
Júlíana Hansdóttir Aspelund er fimmtug
Ó
lafur Haukur Ólafsson
fæddist 9. febrúar í
Reykjavík og ólst upp
á Reynimelnum og Bú-
staðablettinum. „Þá
voru afi minn og föðurbróðir með
býli þar. Þarna voru hestar, svín,
kýr og hænur og sitt lítið af hverju.
Afi kenndi mér að veiða í Þing-
vallavatni í bústað sem hann átti,
þeim fræga sem var rifinn í fyrra.
En ég byrjaði að veiða silung áður
en ég man eftir mér. Ég bjó í Sví-
þjóð í sex ár, einn mánuð og tvo
daga, frá 1959 og þar veiddi ég alls
staðar þar sem ég komst í vatn. Við
bjuggum víða úti því pabbi var í
framhaldsnámi í kvensjúkdóma- og
fæðingarlækningum og tók þær
stöður sem hann átti kost á.“
Ólafur varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1969 og lauk
cand.oecon. í viðskiptafræði frá Há-
skóla Íslands 1974.
„Ég fór að vinna á háskóla-
árunum í fyrirtæki afa míns og
frænda, Guido Bernhöft, en þeir
stofnuðu heildverslunina H. Ólafs-
son & Bernhöft árið 1929. Ég byrj-
aði að vinna með Guido þegar hann
var um sjötugt og við áttum í sam-
starfi í 25 ár, en hann varð 96 ára.“
Ólafur hefur verið forstjóri fyr-
irtækisins frá maí 1974. Fyrirtækið
hefur flutt inn ýmis merki en síð-
ustu árin aðallega verið með vörur
frá Colgate Palmolive. „Svo hef ég
átt í góðu samstarfi við frændur
mína í O. Johnson & Kaaber.“
Ólafur sat í stjórn Félags ís-
lenskra stórkaupmanna 1979-86.
Hann var endurskoðandi Versl-
unarbanka Íslands 1982-91 og sat í
stjórn Stangaveiðifélags Reykjavík-
ur 1982-1996.
„Stangveiðar hafa verið eitt af
stóru áhugamálunum, þær hafa
minnkað aðeins en kannski maður
Ólafur H. Ólafsson forstjóri – 70 ára
Fjölskyldan Ólafur og Sigurbjörg ásamt börnum, tengdabörnum og barnabörnum um síðustu áramót.
Byrjaði snemma í
æsku að veiða silung
Reykjavík Magnûs Óli Hall-
dórsson fæddist 25. júní 2018
kl. 9.07 í Poole á Englandi.
Hann vó 3.905 g en ekki er vit-
að nákvæmlega um lengdina
því það tíðkast ekki á spít-
alanum í Poole að mæla lengd
við fæðingu. Foreldrar hans
eru Jenný Magnúsdóttir og
Halldór Fannar Gíslason.
Nýr borgari
Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.