Morgunblaðið - 09.02.2019, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.02.2019, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2019 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Gunnar Guðbjörnsson, óperusöngv- ari og skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz, segist vera óþreytandi að breiða út fagnaðarerindi óperulistar- innar. Hann er maður sem lætur verkin tala og boðar nú mikinn fögn- uð í formi viðtalstónleikaraðarinnar Da Capo í Salnum í Kópavogi, sem hefst kl. 16 í dag, laugardag 9. febrú- ar. Fyrsti gesturinn er Elmar Gil- bertsson óperusöngvari og saman fara þeir kollegarnir yfir söngferil hans, lífið og listina. Og síðan koma þau til hans koll af kolli, óperusöngv- ararnir Kristinn Sigmundsson, Dís- ella Lárusdóttir, Bergþór Pálsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir, og að end- ingu Þóra Einarsdóttir hinn 18. maí. Meðleikari allra er Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari. „Þetta er fjölbreyttur hópur og í rauninni tvær kynslóðir. Annars veg- ar mín kynslóð óperusöngvara, sem er hokin af reynslu og þegar orðin hálfgerð goðsögn í íslensku sönglífi, og hins vegar sú sem núna stendur á hátindi ferilsins,“ segir Gunnar og heldur áfram: „Hugmyndin að við- talstónleikunum er fengin úr ýmsum áttum. Ég hef auðvitað hlustað á mikið af viðtölum við listamenn gegn- um tíðina, til dæmis þegar Jón Ólafs- son ræddi við söngvaskáld í frábær- um viðtalsþáttum á RÚV fyrir mörgum árum. Þótt fyrirmyndirnar séu héðan og þaðan, dregur nálgunin kannski helst dám af viðtalsþáttum við óperusöngvara, sem voru á dag- skrá í þýska sjónvarpinu og nutu mikilla vinsælda þegar ég bjó og starfaði þar ytra. Eftir að hafa þróað hugmyndina bar ég hana upp við Aino Freyju, forstöðukonu Salarins, sem sá ekkert því til fyrirstöðu að hefjast handa við undirbúninginn.“ Í tali og tónum Da Capo er vísun í tónlistarmál, sem þýðir frá byrjun og er að sögn Gunnars táknrænt fyrir viðtals- tónleikaröðina, því meiningin sé að fara yfir feril listamannanna eins og hann leggur sig; námið og allan þann tíma sem listamennirnir hafa lifað í söngnum, eins og hann orðar það. Í tali, tónum, myndum og – ef allt gengur eftir – með leikbúninga úr helstu óperuverkum á gínum til að auka stemninguna. „Þetta verður meira en bara al- mennt spjall, stefnan er að gera ákveðnum bautasteinum á ferlinum vel skil og gefa gestum innsýn í um- hverfið sem listamennirnir hafa lifað og hrærst í til þessa dags, skoðanir þeirra og lífsviðhorf. Ég er svo lán- samur að Íslenska óperan ætlar að hjálpa mér um myndefni, sem varpað verður á tjald til að styðja við frá- sögnina og sönginn, því gestir mínir munu auðvitað taka lagið.“ Gunnar og viðmælendur hans und- irbúa viðtölin upp að vissu marki, en þó ekki svo að hvergi sé hvikað frá handritinu. „Það er ekkert gaman að viðtölum nema þau séu „spontant“ eða að hluta óundirbúin, skulum við segja. Ég vil fá að vita mikið, en þó ekki alltof mikið til þess að spjallið verði meira lifandi – mig langar til að láta koma mér á óvart rétt eins og ég vil koma áheyrendum á óvart. Ann- ars er ég rétt byrjaður að fara í gegn- um það sem helst væri mikilvægt að snerta á. Með tilliti til myndefnisins verðum við auðvitað að gæta þess að tala inn í einhverja ramma, þótt ég láti söngvarana að langmestu leyti um efnisskrána.“ Breytt starfsumhverfi Sjálfur er gestgjafinn mjög spenntur fyrir að rekja garnirnar úr kollegum sínum og samferðafólki, sem man tímana tvenna og getur til dæmis rifjað upp hvernig var að syngja í Íslensku óperunni í Gamla bíói í gamla daga miðað við í Hörpu hin síðari ár. „Starfsumhverfi óperu- söngvara hefur breyst gríðarlega, Núna eru yfirleitt bara fjórar eða fimm sýningar á hverri uppfærslu fyrir fullu húsi, en voru allt að tutt- ugu og fimm hér áður fyrr og kannski þrisvar sinnum yfir helgi.“ Gunnar gerir ráð fyrir að viðtals- tíminn verði um 80 mínútur og trú- lega meira tal en tónar. Hann hlakk- ar til að taka á móti fyrsta gestinum, Elmari Gilbertssyni. Raunar tekur Gunnar fram að sér sé það einstak- lega ljúft. Elmar hefur starfað í óp- eruhúsum víðsvegar í Evrópu, en komið reglulega til Íslands í verkefni fyrir Íslensku óperuna, Sinfóníu- hljómsveit Íslands, Listvinafélag Hallgrímskirkju og fleiri. Árin 2014 og 2016 hlaut hann Grímuverðlaunin sem söngvari ársins og Íslensku tón- litarverðlaunin í sama flokki. Í sömu rullunum „Þótt Elmar væri nemandi og ég kennari í Söngskóla Sigurðar Dem- entz á sama tíma fyrir margt löngu, þá kenndi ég honum aldrei. Hins veg- ar lágu leiðir okkar oft saman í sam- söng, á ýmsum viðburðum innan skólans og víðar. Við erum báðir ten- órar og eigum það líka sameiginlegt að hafa sungið margar sömu rullurn- ar gegnum tíðina,“ segir Gunnar og nefnir sem dæmi „Don Ottavio“ í óp- erunni Don Giovanni eftir Mozart í Íslensku óperunni. Hann árið 1988, Elmar árið 2016. Gunnari telur koma sér til góða í viðtalstónleikaröðinni að hafa reynslu af blaðamennsku frá því hann rak Menningarpressuna, hlið- armiðil Pressunnar, um tveggja ára skeið. „Svo var ég ritstjóri Viljans, skólablaðs Versló í gamla daga,“ rifjar hann upp. Saga óperunnar á Íslandi og íslenskra óperusöngvara fyrr og nú brennur á Gunnari. Hann telur ekki útilokað að smám saman reki hann sig aftur á bak í tíma og fjalli með einum eða öðrum hætti um löngu gengna söngvara. Skrautfjaðrir í gamla daga „Risastór saga, sem mér er annt um að falli ekki í gleymskunnar dá. Því er öðruvísi farið núna en þegar ég var strákur og helstu óperusöngv- arar þjóðarinnar voru fjölskylduvinir gegnum „Síðasta lag fyrir fréttir“ í Ríkisútvarpinu. Þótt margir þekki nöfn stórsöngvara á borð við Stefán Íslandi, Pétur Á. Jónsson og Maríu Markan, vita Íslendingar ekki endi- lega mjög mikið um sögu þeirra. Sjálfum finnst mér til dæmis alveg magnað að María söng í Metropolit- an-óperunni í New York og Glynde- bourne á Bretlandi og að í byrjun 20. aldar voru íslenskir tenórar helstu skrautfjaðrir Konunglegu dönsku óperunnar.“ Gunnar er hafsjór fróðleiks um söngvara í framvarðarsveit íslenskra óperusöngvara í áranna rás og með ýmsar hugmyndir í kollinum um vettvang og leiðir til að hlúa að arf- leifð þeirra. En fyrst ætlar hann að einbeita sér að óperusöngvurum ofar moldu. „Næstu árin gæti ég verið með tugi kollega mína í viðtalsþáttaröð- inni, ef því væri að skipta. Við eigum með ólíkindum marga góða óperu- söngvara og alltaf bætast nýir í hóp- inn,“ segir hann og bætir við að lík- lega tæmist listinn aldrei. Þegar hafa níu óperusöngvarar verið bókaðir í viðtöl hjá honum í Salnum. Da Capo. Óperusöngvari lætur verkin tala Morgunblaðið/Árni Sæberg Tal og tónar Gunnar Guðbjörnsson er stjórnandi Da Capo-tónleikaraðarinnar þar sem tal og tónar stíga dans.  Viðtalstónleikaröðin Da Capo hefst í Salnum í dag  Elmar Gilbertsson óperusöngvari verður fyrsti gestur kollega síns, Gunnars Guðbjörnssonar  Söngferillinn, lífið og listin í brennidepli Morgunblaðið/Styrmir Kári Fyrsti gestur Elmar Gilbertsson. Opnunarmynd Franskrarkvikmyndahátíðar í ár ergamanmyndin Le grandbain, sem í íslenskri þýð- ingu nefnist Að synda eða sökkva sem er þýðing á enska titlinum en ekki þeim franska en bein þýðing á honum væri Stóra baðið. Myndin fjallar um þunglyndan mann á miðjum aldri, Bertrand, sem leikinn er af hinum mjög svo mæðulega Mathieu Amalric. Hann hefur verið frá vinnu í tvö ár og fjölskyldan er alveg að gefast upp á honum. Dag einn kemur hann auga á aug- lýsingu í sundlaugarbyggingu, hóp- ur karla sem æfa samhæft sund er að leita að nýjum liðsmönnum. Bertrand slær til og hittir fyrir sjö karla sem eru á svipuðum aldri og hann sjálfur og býsna langt frá því að vera íþróttamannslegir, allir heldur vöðvarýrir og skvapholda. Engin skýring er gefin á því hvers vegna þessir menn eru að æfa þessa óvenjulegu íþrótt sem þeir virðast alls ekki ráða við. Þeir eru litnir hornauga af vöðvastæltu liði sund- knattleiksmanna sem æfa alltaf á eftir þeim og mætir Bertrand for- dómum mágs síns sem þykir sund- fimi ekki nógu karlmannleg íþrótt og gerir grín að honum. En áhuginn er mikill hjá hinum miðaldra sundköppum sem allir hafa sína djöfla að draga og njóta bæði vináttu og samúðar hver annars. Þegar þeir frétta af heimsmeistara- móti karla í sundfimi sem halda á í Noregi, ákveða þeir að slá til og skrá sig sem landslið Frakklands. Taka þá við langar og strangar æfingar. Frakkar eru færir í að gera kvik- myndir á borð við þessa, léttar og mannlegar gamanmyndir sem virð- ast fyrst og fremst eiga að auka vel- líðan bíógesta. Untouchables, sem sýnd var á hátíðinni fyrir nokkrum árum, er gott dæmi um eina slíka og sló eftirminnilega í gegn. Le grand bain mun hafa gert það líka í Frakk- landi enda fínasta afþreying og oft hægt að hlæja að kjánalegu körl- unum. Grín er gert að hinum ýmsu vandamálum sem karlar um og yfir miðjan aldur þurfa að glíma við en fullmiklu púðri er samt eytt í drama- tísk vandræði þeirra í einkalífinu og kemur því miður niður á heildar- myndinni. Óþarfa dramatík á köfl- um sem hefði mátt sleppa og veldur því að maður finnur fyrir lengdinni sem er 122 mínútur. Önnur ástæða þess að maður finnur fyrir lengdinni er ofhlæði í handritinu, hliðarsög- urnar eru of margar og myndin er fyrir vikið keyrð hratt áfram og þeg- ar yfir lýkur trúir maður varla að hún hafi ekki verið lengri. Þá má líka finna ýmsar klisjur í handritinu sem eru fyrirsjáanlegar og á það sérstaklega við um endi mynd- arinnar. En einvalalið leikara og ágætis- grín í heildina bjarga myndinni fyrir horn og hlógu bíógestir innilega að fíflalátunum, svona oftast nær. Myndin höfðar líklega frekar til þeirra sem eldri eru, um og yfir miðjan aldur, í ljósi umfjöllunarefn- isins og margt er býsna vel gert í henni, t.d. myndatakan í sundatrið- unum og myndin heldur athygli manns allan tímann þó stundum leiðist manni hin löngu, dramatísku atriði, sem fyrr segir. Le grand bain fjallar um átta karla í samhæfðu sundi en handrits- höfundar höfðu sem betur fer vit á því að hafa tvær konur í aðalhlut- verkum en báðar leika þjálfara liðs- ins. Sumsé ágætisbyrjun á Franskri kvikmyndahátíð 2019 sem finna má upplýsingar um á smarabio.is/fff. Spaugilegir Karlarnir sem æfa samhæft sund í Le grand bain eru ekki mjög íþróttamannslegir, eins og sjá má, en leyna heldur betur á sér. Flýtur oftar en hún sekkur Háskólabíó Að synda eða sökkva/Le grand bain bbbmn Leikstjóri: Gilles Lellouche. Handrit: Gilles Lellouche, Ahmed Hamidi og Juli- en Lamroschini. Aðalleikarar: Mathieu Amalric, Guillaume Canet, Benoît Poel- voorde, Jean-Hugues Anglade, Virginie Efira, Leïla Bekhti og Marina Foïs. Frakkland og Belgía, 2018. 122 mín. Sýnd á Franskri kvikmyndahátíð. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.