Morgunblaðið - 13.02.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.02.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2019 TANGARHÖFÐA 13 VÉLAVERKSTÆÐIÐ kistufell.com Það er um 80% ódýrara að skipta um tímareim miðað við þann kostnað og óþægindi sem verða ef hún slitnar Hver er staðan á tíma- reiminni í bílnum þínum? Hringdu og pantaðu tíma í síma 577 1313 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Leigan „hækkar og hækkar“  Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði meira en íbúðaverð og laun á síðasta ári  Koma þarf böndum á leigumarkaðinn, segir formaður Samtaka leigjenda Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Þetta er í samræmi við okkar reynslu. Leiguverð hækkar og hækkar,“ segir Margrét Kristín Blöndal, formaður Samtaka leigj- enda en að sögn Íbúðalánasjóðs hækkaði leiguverð á höfuðborgar- svæðinu meira en íbúðaverð á milli áranna 2017 og 2018. Þetta var reiknað út samkvæmt þinglýstum leigu- og kaupsamningum sem liggja til grundvallar vísitölum sem Þjóð- skrá gefur út. „Við höfum talað fyrir því að það sé nauðsynlegt að setja verðþak á húsaleigu. Það hafa verið stjórnlaus- ar hækkanir og þessar tölur undir- strika mikilvægi þess að komið verði böndum á leigumarkaðinn. Það þarf lög og reglur um hann,“ segir Mar- grét. Hún segir að mikil þörf sé fyrir hagkvæmt leiguhúsnæði. Til dæmis séu um 800 manns á biðlista hjá Fé- lagsbústöðum. Leigusamningum fjölgar „Leiguverð hækkaði um 8,3% milli ára á sama tíma og íbúðaverð hækk- Munurinn er enn meiri á höfuð- borgarsvæðinu. Þar var munurinn á milli fjölda leigusamninga í desem- ber 2018 og janúar 2019 heil 48%. Hvað varðar fjölgun þinglýstra leigusamninga milli desember 2018 og janúar 2019 benti Margrét á að þinglýsingar í nóvember og desem- ber 2018 hafi verið í lágmarki miðað við árið allt en janúar 2019 verið svipaður og október 2018. Hún sagði alvarlegt hvað mikið sé leigt af ósam- þykktu húsnæði og um það eru ekki gerðir þinglýstir leigusamningar. Á því þurfi yfirvöld að taka strax. aði um 6,2% á höfuðborgarsvæðinu. Hagstofa Íslands tekur saman gögn um launaþróun á landsvísu og má sjá að hækkun launa milli ára er áþekk hækkun íbúðaverðs á höfuðborgar- svæðinu eða 6,5%,“ sagði í frétt Íbúðalánasjóðs í gær. Þjóðskrá Íslands birti í gær tölur um fjölda þinglýstra leigusamninga um íbúðarhúsnæði eftir landshlutum í janúar 2019. Þar kemur fram að heildarfjöldi samninga í landinu var 756 í janúar 2019 og fjölgaði þeim um 43,5% frá í desember 2018 og um 16% frá janúar 2018. Óveðurslægðin sem gekk yfir í gær- morgun olli nokkru tjóni og truflaði samgöngur. Þakplötur fuku af íþróttahúsi Hagaskóla í Reykjavík en verið var að gera við þakið. Lögregla og verk- takar voru kölluð til. Engin röskun varð á skólastarfinu. Truflun varð á akstri Strætó og ók leið 57 aðeins frá Reykjavík að Bif- röst en ekki til Akureyrar. Ferðir frá Akureyri til Reykjavíkur féllu niður. Truflanir urðu einnig á leið 51, Reykjavík-Höfn, því vagnarnir gátu ekki ekið um Hellisheiði og Sandskeið. Vegunum um Hellisheiði og Þrengsli var lokað um tíma vegna óveðursins. Stór vöruflutningabíll fór út af og lagðist á hliðina nálægt Litlu kaffistofunni. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild, en meiðsli hans voru ekki talin alvarleg. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höf- uðborgarsvæðisins var veðrið „stjörnuvitlaust“ á þessum slóðum. Óveðrið gerði usla  Þakplötur fuku og truflun á umferð Morgunblaðið/Hari Hagaskóli Þakplötur fuku af íþróttahúsinu í óveðrinu í gær. Brottfarir frá Keflavíkur- flugvelli voru 182.344 í janúar, borið saman við 190.219 brottfarir í janúar í fyrra. Það er 4,3% sam- dráttur milli ára. Ferða- málastofa hefur sundurgreint brottfarirnar milli innlendra og er- lendra ferðamanna. Niðurstaðan er að 139.055 brottfarir erlendra ferða- manna hafi verið í janúar en 147.569 í janúar í fyrra. Það samsvarar 5,8% samdrætti milli ára. Til samanburðar áætlaði Isavia í nýrri farþegaspá að 147.114 brott- farir erlendra ferðamanna yrðu í janúar, 0,3% færri en árið áður. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir þennan mikla mun á rauntölum og spá Isavia renna stoðum undir þá spá Ferðamálastofu að meiri samdráttur verði í komum erlendra ferðamanna á fyrri hluta árs en Isavia áætlar í nýrri spá sinni. baldura@mbl.is Bendir til meiri sam- dráttar Skarphéðinn Berg Steinarsson  Mun færri ferða- menn en Isavia spáði Umferðin á höf- uðborgarsvæðinu jókst um 1,6% í nýliðnum jan- úarmánuði. Það er heldur minni aukning en að jafnaði í janúar, að sögn Vega- gerðarinnar. Þrátt fyrir það hafa aldrei fleiri ökutæki ekið um þrjú mælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborg- arsvæðinu í janúar en nú. Umferðin jókst mest yfir mæli- snið á Vesturlandsvegi ofan Ártúns- brekku eða um 3,5%. Um hin sniðin varð 0,7% aukning fyrir hvort snið um sig. Umferðin var mest á föstu- dögum og minnst á sunnudögum. gudni@mbl.is Metumferð bíla í janúar Umferð Mest á föstudögum. Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur buðu þing- mönnum Reykjavíkurkjördæmis norður til mál- þings í Ráðhúsi Reykjavíkur í gærkvöld. Nú standa yfir kjördæmadagar þegar þingmenn heimsækja kjördæmi sín. Öllum þingmönnum kjördæmisins var boðið til málþingsins að ræða um málefni miðborgar- innar, gera grein fyrir stefnu sinni og svara spurningum íbúanna. Íbúasamtökin buðu til mál- þings í október 2018 en því var aflýst þegar ein- ungis þrír þingmenn af ellefu þáðu boð um að koma. Nú höfðu helmingi fleiri boðað komu sína á málþingið. Um 45-50 manns voru mættir við upphaf fundarins og bar ýmislegt á góma, m.a. bílastæðamál í miðborginni. Þingmenn og íbúar ræddu málefni miðborgar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur buðu þingmönnum Reykjavíkur norður til málþings í gær Hvalfjarðargöng voru lokuð vegna umferð- arslyss frá því um klukkan tíu í gærmorgun og fram yfir hádeg- ið. Tveir bílar lentu í aftan- ákeyrslu rétt innan við nyrðri munna Hvalfjarðarganga og voru tveir slasaðir fluttir á Landspít- alann. Annar var sagður töluvert meira slasaður en hinn. Ýmislegt benti til þess að annar hinna slösuðu hefði ekki verið inni í bílnum þegar slysið varð, samkvæmt heimildum. Sjúkrabílar voru sendir bæði frá Reykjavík og Akranesi. Dælubíll frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og björgunarsveitarfólk af Kjalarnesi voru að störfum á vettvangi. Tölu- vert brak var úr ökutækjunum og lak úr þeim olía. Einnig kom bíll frá Hreinsitækni til að þrífa vettvang- inn. Hvalfjörður Tveir slösuðust. Hörð aftan- ákeyrsla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.