Morgunblaðið - 13.02.2019, Page 4

Morgunblaðið - 13.02.2019, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2019 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10,1 kg Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Veður víða um heim 12.2., kl. 18.00 Reykjavík 3 skúrir Hólar í Dýrafirði 0 slydda Akureyri 4 léttskýjað Egilsstaðir 3 heiðskírt Vatnsskarðshólar 5 alskýjað Nuuk -3 skýjað Þórshöfn 7 rigning Ósló 0 snjókoma Kaupmannahöfn 2 léttskýjað Stokkhólmur -1 heiðskírt Helsinki -2 léttskýjað Lúxemborg 4 léttskýjað Brussel 7 léttskýjað Dublin 12 skýjað Glasgow 11 skýjað London 10 skýjað París 6 alskýjað Amsterdam 7 léttskýjað Hamborg 6 skýjað Berlín 5 léttskýjað Vín 3 léttskýjað Moskva 1 súld Algarve 18 léttskýjað Madríd 14 heiðskírt Barcelona 15 heiðskírt Mallorca 15 léttskýjað Róm 13 heiðskírt Aþena 13 skýjað Winnipeg -10 snjókoma Montreal -15 alskýjað New York -3 snjókoma Chicago 0 snjókoma Orlando 24 þoka  13. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:31 17:54 ÍSAFJÖRÐUR 9:47 17:48 SIGLUFJÖRÐUR 9:30 17:31 DJÚPIVOGUR 9:03 17:21 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á fimmtudag og föstudag Suðvestlæg átt 5-13 m/s og víða él, en lengst af þurrt og bjart að mestu um landið norðaustanvert. Frost 0 til 6 stig, en hiti 0 til 4 stig við suðurströndina. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Breytileg átt 5-10 m/s, en norðlæg átt 8-15 síðdegis og sums staðar dálítil él. Talsverð slydda eða rigning suðaustantil eftir hádegi, en snjókoma norðaustantil undir kvöld. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Auðvitað á fólk erfitt með að melta svona ákvarðanir,“ segir Friðbert Traustason, framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrir- tækja. Tíðindi af launahækkunum Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, hafa mælst illa fyrir í þjóðfélag- inu, en laun bankastjórans námu 44 millj- ónum króna í fyrra. Hafa þau hækkað um 82% á skömmum tíma. Margir hafa bent á að umræddar hækkanir sendi kolröng skilaboð inn í yfirstandandi kjaraviðræður. „Það er alveg ljóst að svona launa- hækkanir, hvort sem það er þarna eða annars staðar, koma sér alltaf illa í svona viðræðum. Það er alveg sama hver á í hlut. Við munum nú al- veg þegar ráðherrarnir fengu 45 prósent hækkun árið 2016, það er enn verið að ræða þá hækkun. Allar svona vitleysishækkanir setja strik í kjaraviðræður. Menn hljóta að geta gert þetta á lengra tímabili,“ segir Friðbert. Þegar hann er spurður hvort þessi launahækkun hleypi illu blóði í starfsmenn fjármálafyrirtækja segir hann að vitað mál hafi verið að bankastjóri Landsbankans hafi ver- ið á lægri launum en kollegar hennar og að einhvers konar jöfnun myndi eiga sér stað. „En þetta eru tíföld meðallaun gjaldkera í bankanum. Þeir hefðu mátt vita að þessi umræða myndi koma upp. Þegar ákvörðun um þessa launahækkun var tekin lá einnig fyrir að erfiðar kjaraviðræður væru fram undan. Auðvitað eiga menn að halda í sér.“ Friðbert hefur áður viðrað áhyggjur sínar af gangi kjara- viðræðna. Hann sagði í viðtali á síð- um þessa blaðs í upphafi mánaðar að kjaradeila stéttarfélaganna fjögurra í ASÍ og SA, sem er til sátta- meðferðar í Karphúsinu, liti allar aðrar kjaraviðræður á vinnumarkaði án sýnilegs árangurs. Þá gagnrýndi hann aðkomu ríkisstjórnarinnar og yfirlýsingar ráðherra við upphaf kjaraviðræðna, venjulega komi ríkið að kjaramálunum á síðustu stigum viðræðna. „Ég sé ekki betur en að allar kjaraviðræður séu eiginlega stopp út frá hugsanlegri aðkomu stjórn- valda. Það eru allir að bíða eftir öll- um og enginn þorir að taka af skarið. Það þorir enginn að nefna launatölur því það er verið að bíða eftir tillögum um skattabreytingar, barnabætur og húsaleigubætur. Þessir fundir í Karphúsinu virðast því algerlega til- gangslausir,“ segir Friðbert en þriðji formlegi samningafundur SSF og Samtaka atvinnulífsins fer fram eftir hádegi í dag. „Vitleysis- hækkun“ og kemur sér illa  Gagnrýnir tímasetningu og fram- kvæmd launahækkunar bankastjóra Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Landsbankinn Launahækkun bankastjórans harðlega gagnrýnd. Lilja Björk lægst » Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, er með lægstu launin af banka- stjórum þremur stærstu bank- anna þrátt fyrir umræddar hækkanir, 3,8 milljónir á mán- uði. » Birna Einarsdóttir, banka- stjóri Íslandsbanka, er með 4,8 milljónir á mánuði með árang- urstengdum greiðslum » Höskuldur Ólafsson, banka- stjóri Arion banka, var með 5,9 milljónir alls á mánuði í fyrra. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er samtal í gangi og lítið annað hægt að segja á þessu stigi. Ég get ekki sagt hvað kemur út úr þessu samtali og með hvaða móti,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusam- bands Íslands. Drífa á sæti í sex manna vinnuhópi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar- ins sem ræðir með hvaða hætti stjórnvöld geti liðkað fyrir kjara- samningum. Auk Drífu sitja í hópn- um Sonja Ýr Þorbergsdóttir, for- maður BSRB, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sem fulltrú- ar vinnumarkaðarins. Þrír ráðuneyt- isstjórar eru fulltrúar stjórnvalda í hópnum. Hópurinn fundaði í gær- morgun og mun hittast minnst einu sinni til viðbótar í þessari viku. „Það eru engar skuldbindingar komnar og ekki búið að letra neitt í stein. Það er einfaldlega verið að skoða hvað sé mögulega í stöðunni. Þetta hangir allt saman, kjaravið- ræður og útspil stjórnvalda,“ segir Drífa um fundahöld hópsins. Kjaraviðræður halda sömuleiðis áfram. Starfsgreinasambandið og Samtök atvinnulífsins funduðu síð- degis í gær. Í dag klukkan tíu hittast hjá Ríkissáttasemjara fulltrúar SA og fulltrúar Eflingar, Verkalýðs- félags Akraness, Verkalýðsfélags Grindavíkur og VR. Auk þess eru fundir hjá Starfsgreinasambandinu og iðnaðarmönnum með SA á fimmtudag. ASÍ verður með reglu- bundinn samninganefndarfund næstkomandi mánudag en þar hitt- ast formenn landssambanda og stærstu félaganna auk forseta og varaforseta til að skoða stöðuna í heild sinni. Sjálf vill Drífa sem minnst segja um hvernig henni lítist á blikuna í kjaraviðræðum: „Það er mikill mun- ur eftir dögum hvernig tilfinning mín er.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði síðdeg- is í gær að staðan í kjaraviðræðum væri viðkvæm. „Viðræður eiga sér stað við marga aðila í einu og það eru margir sem koma að þeim. Við verð- um að vera vongóð enda fer verk- efnið ekki frá okkur,“ sagði hann. Halldór vildi ekki segja margt um fundahöld varðandi aðkomu ríkisins en tók undir með Drífu að allt héngi þetta saman, samningar og útspil stjórnvalda: „Ráðherrar hafa talað skýrt um það að forsenda aðkomu ríkisins séu skynsamlegir kjara- samningar.“ Morgunblaðið/Eggert Fundur Stíf fundahöld eru hjá Ríkissáttasemjara og víðar. Hér eru fulltrúar SA með Bryndísi Hlöðversdóttur. Áfram fundað um aðkomu stjórnvalda  Stíf fundahöld í kjaraviðræðum  Staðan sögð viðkvæm Í nýrri könnun sem Gallup framkvæmdi meðal fé- lagsmanna Eflingar – stétt- arfélags kemur fram að tæp- lega 80% félagsmanna telja kröfugerð félagsins sanngjarna og sama hlutfall segist hlynnt því að fara verkfall til að knýja á um launakröfur verkalýðs- félaganna. Í tilkynningu kemur fram að stuðningur við kröfur og verk- fallsaðgerðir auk væntinga um launahækkanir í kjölfar kjara- samninga hefur tilhneigingu til að vera meiri meðal félaga af erlendum uppruna. Spurningarnar voru lagðar fyrir fullvinnandi félagsmenn Eflingar 19.-26. janúar. Haft var samband við 4.758 félagsmenn og þar af svöruðu 1.350. Niður- stöður voru vigtaðar út frá at- vinnugrein og uppruna. 80% hlynnt verkfalli KÖNNUN HJÁ EFLINGU Friðbert Traustason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.