Morgunblaðið - 13.02.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.02.2019, Blaðsíða 6
Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Árin 2015, 2016, 2017 og 2018 eru fjögur hlýjustu árin á jörðinni frá því samfelldar mælingar hófust. Ár- ið 2018 var um einni gráðu hlýrra en meðalhiti jarðar fyrir iðnbyltingu, með óvissu um plús/mínus 0,3 gráð- ur, og er fjórða hlýjasta árið. Eru þetta niðurstöður frá fimm stofnunum sem meta þróun hnatt- ræns meðalhita, en greint er frá þessu á vefsíðu Veðurstofu Íslands. Petteri Taalas, framkvæmda- stjóri Alþjóðaveðurfræðistofnunar- innar (WMO) segir í tilkynningu frá WMO langtímahneigð meðalhita skipta meiru máli en röðun ein- stakra ára og að hneigðin sé sú að meðalhiti sé einungis á uppleið. Hlýnun bæði í hafi og á landi sé for- dæmalaus og 20 hlýjustu árin hafi átt sér stað á síðustu 22 árum. „Hitastig er einungis hluti af sögunni. Öfgafullt veður hefur haft áhrif á mörg ríki og milljónir manna með skelfilegum afleiðingum fyrir efnahag og vistkerfi,“ segir hann og heldur áfram: „Stór hluti þessara veðuröfga eru í samræmi við það sem búast má við af breytingum á loftslagi. Þetta er sá veruleiki sem við verðum að horfast í augu við. Samdráttur í losun gróðurhúsa- lofttegunda og aðlögun að áhrifum loftslagsbreytinga ættu að vera for- gangsmál á heimsvísu.“ Veður þá og nú á SV-horninu Í gær, 12. febrúar, vöknuðu íbú- ar suðvestan til á landinu við hvass- viðri og bleytu og tókust sums stað- ar þakplötur á loft. Má nú búast við mildu veðri eða vægu frosti með of- ankomu og þurru á víxl næstu daga. Á sama tíma í fyrra, 11. febrúar 2018, gekk aftakaveður yfir landið og sátu margir fastir vegna ófærðar, lokana, slysa og seinkaðra eða af- lýstra flugferða. Þannig urðu til að mynda um ellefu þúsund flug- farþegar fyrir truflunum vegna röskunar á flugi. Mest voru 330 björgunarsveit- armenn að störfum víðs vegar um landið á þessum degi, þar af 138 á höfuðborgarsvæðinu, og sinntu þar útköllum vegna árekstra, fastra bíla og umferðarteppu. Þá voru þak- plötur að fjúka og vandræði sköp- uðust á sumum byggingarsvæðum vegna veðurofsans. Ári þar á undan, 13. febrúar 2017, greindi Morgunblaðið frá því að vorverk væru hafin í borginni. „Hópur fólks fór um götur og garða við Laugarnestanga um helgina í þeim tilgangi að hirða rusl sem liggur á víðavangi. [...] Þótt febrúar sé tæplega hálfnaður var eins og vorverkin væru hafin. Veðrið var gott og fólk að hreinsa til eftir veturinn,“ sagði á forsíðu blaðsins. Í sama blaði var einnig greint frá því að hitamet frá árinu 1998 hafi fallið þegar hiti mældist hæstur 19,1 gráða á Eyjabökkum, sem er sjálf- virk veðurstöð í rúmlega 650 metra hæð norðan Vatnajökuls. Ástæða þessa veðurs var sagt mjög hlýtt loft sem hafi farið yfir og skilað sér vel niður á Austfjörðum og sums staðar við norðausturströndina. Þá var enn fremur sagt frá því að um 70 manns hafi sofið utandyra í biðröð fyrir utan verslun í Reykja- vík í von um að ná sér í Kanye West- skó. Hvort það tengist beinlínis mildu veðri skal þó ósagt látið. Sveiflur milli ára skipta litlu Einar Sveinbjörnsson veður- fræðingur segir mælingar sýna að hitastig á jörðinni hafi meira og minna verið á uppleið undanfarin ár. „En þetta er þó auðvitað ekki allt bein lína. Þannig var síðasta ár ívið svalara en 2017, en samt hlýrra en 2015. Það er því alltaf einhver tröppugangur í þessu enda er ekk- ert í náttúrunni bein lína upp á við eða niður á við – það eru alltaf sveifl- ur í þessu sem öðru,“ segir Einar í samtali við Morgunblaðið og bætir við að breytileiki á milli ára skipti í raun ekki máli þegar horft sé á stóru myndina. Þróunin sé á einn veg. „Til lengri tíma litið skiptir þetta ekki máli. Við sjáum mjög greinilega hlýna á 20 til 30 árum,“ segir hann. - En hvaða breytingar sjáum við nú þegar í okkar nærumhverfi sem rekja má til hlýnandi veðurs? „Það sjá það allir að landið er að gróa upp. Nú vex birkikjarr um allt og á hærri svæðum en áður. En auðvitað spilar landnýting og beit inn í þetta líka. Svo sjáum við hvern- ig jöklar hafa rýrnað beint fyrir framan nefið á okkur,“ segir hann og bendir einnig á breytingar í líf- ríki hafsins. „Þar má til dæmis nefna breytingar á göngumynstri loðnu.“ Morgunblaðið/Hari 12. febrúar 2019 Á sama stað liggur nú smá snjóföl eftir frosthörkur og lítið um vorverk. Morgunblaðið/Golli Langtímaþróun er sögð á einn veg 1,25° 1,00° 0,75° 0,50° 0,25° 0,0° -0,25° Þróun hnattræns meðalhita frá 1850 1850 1875 1900 1925 1950 1975 2000 2025 Heimild: Met Office Hitavik (°C) miðuð við 1850-1900 Meðaltal þriggja hnattrænna mælinga  Síðustu fjögur ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því samfelldar mælingar hófust  Sveiflur milli ára segja lítið 12. febrúar 2017 Hópur fólks sinnti vorverkum við þessa hljóðmön við Sæbraut í Reykjavík. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2019 Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI, TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI? Fjölmör stuttnáms í handve g keið rki. Skráning og upplýsingar á www.handverkshusid.is Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Við tökum þessar athugasemdir Orkustofn- unar alvarlega og munum breyta okkar vinnu- lagi,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsinga- fulltrúi Veitna. Fyrirtæk- inu var óheimilt að hækka orkureikning viðskiptavin- ar um ríflega helming í því skyni að þrýsta á viðkom- andi um að skila upplýsing- um af rafmagns- og heita- vatnsmælum. Sá kvartaði til Orku- stofnunar sem fór yfir mál- ið og sagði heimild til hækkunar, eins og framan er lýst, ekki vera til staðar, eins og fram kom í blaðinu í gær. Það var síðasta vor sem starfsmaður Veitna fór að íbúðarhúsi í Garðabæ í því skyni að lesa af mælum fyrir heitt vatn og rafmagn. Enginn var heima og því var skilið eftir bréf þar sem húsráðandi var beðinn um að senda upplýs- ingar. Skilaboðum þessum var ekki sinnt og því fór svo að Veitur hækkuðu reikninginn til að ná sínu fram. Hækkunin var rúmlega 100% og upphæðin, tæplega 38 þúsund krónur, var gjaldfærð á kreditkort viðskiptavinarins, sem þá fyrst tók við sér. Þetta mátti fyrirtækið hins vegar ekki, samkvæmt úrskurði Orku- stofnunar, sem þó tekur undir að dreifiveitum séu verulegar skorður settar að þetta megi ekki. Förum alltaf mildustu leiðina „Við reynum alltaf að fara mildustu leiðina til þess að fá upplýsingar um mælastöðu og um þetta hafa gilt ákveðnir ferlar. Á minnst fjögurra ára fresti þarf starfsmaður frá okkur svo að fara á staðinn og lesa af mælum til að staðfesta allt. Almenna reglan er að viðskipta- vinir lesa sjálfir af mælum og senda okkur upplýsingar. Út frá því og almennri viðskipta- sögu eru reikningar gerðir. Ef fólk skilar ekki upplýsingum þá reynum við með öllum leiðum að ná til viðkomandi, skilja eftir skilaboð, sendum tölvupóst eða smáskilaboð eða þá hringjum,“ segir Ólöf og heldur áfram: Endurgreiðum strax „Ef þetta skilar engu höfum við eftir nokk- urra mánaða ferli hækkað reikninginn, en endurgreiðum viðkomandi álagninguna strax og upplýsingar berast. En nú liggur fyrir að ekki megi hækka reikninginn til að skapa þrýsting og hefur þessu verklagi verið breytt. Við hækkum ekki lengur áætlun og vinnum nú í því að koma upp breyttu fyrirkomulagi.“ Veitur breyta vinnulagi við álestur  Brugðist við úrskurði Orkustofnunar  Mega ekki hækka reikninga til að skapa þrýsting um álestur Morgunblaðið/Sigurgeir S. Orkuveituhúsið Reikningarnir séu réttir. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.