Morgunblaðið - 13.02.2019, Side 11

Morgunblaðið - 13.02.2019, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2019 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið K371 sófi Fáanlegt í leðri og tauáklæði, margir litir 3ja sæta 2ja sæta og stólar Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 Erum á facebook GLÆNÝ ÝSA SALTFISKHNAKKAR Opið virka daga 10.00 - 18.15 laugardaga 11.00 - 14.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | sími: 588 8686 ÞORSKHNAKKAR GLÆNÝ LÚÐA Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði beint í ofninn N FRÁ NÝLÖGUÐ HUMARSÚPA HROGN OG LIFUR Eyjólfur Eyjólfsson, stjórnarmaður í Félagi húsgagna- og innréttinga- framleiðenda, gagnrýndi Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóra Samiðnar, fyrir að vera samtímis fulltrúi verkalýðs- félaga iðnaðar- manna og í stjórn félags sem útvist- ar vinnu úr landi. Varðar málið upp- byggingu Bjargs á leiguhúsnæði en fjallað er um mál- ið hér til hliðar. Spurður um þessa gagnrýni segir Þorbjörn að í fyrsta lagi þurfi að hafa í huga að verkalýðshreyfingin sé að byggja íbúðirnar fyrir lægst launaða fólkið. Setur mjög þröngan ramma „Í öðru lagi setur löggjafinn mjög þröngan ramma um kostnaðinn og leiguna og við höfum engar fjárhags- legar forsendur til að fara út fyrir rammann. Um þetta skýra markmið er félagið Bjarg stofnað. Við viljum að sem mest sé framleitt af íslenskum verktökum en þeir verða þá að vera tilbúnir að vera innan rammans sem löggjöfin setur. Það er ekki auðvelt að vinna í þessu umhverfi og mér þætti óábyrgt ef fulltrúar stéttarfélaga treystu sér ekki til að vera í þessu verkefni og stýra því og reyna þá að gæta allra þessara hagsmuna þ.e bæði leigjanda og íslenskra iðnaðarmanna,“ segir Þorbjörn. Hann bendir svo á að aðstæður á ís- lenskum byggingamarkaði hafi breyst síðan verkefni Bjargs hófst. „Þegar við fórum af stað á sínum tíma, fyrir rúmu ári, var ekki mikill áhugi hjá íslenskum verktökum á að koma til samstarfs við okkur. Þegar við fórum af stað með þetta verkefni var gríðarleg vöntun á íslenskum iðn- aðarmönnum og sú vöntun er auðvit- að enn þá. Nú virðist markaðurinn vera að hægja á sér og innlendir að- ilar sýna vaxandi áhuga á samstarfi og það er frábært. Það er klárt að við munum horfa til þess áhuga í framtíð- inni,“ segir Þorbjörn. Hann segir aðspurður að ef farnar hefðu verið hefðbundnar leiðir og verkin boðin út í stað þess að fara samningsleiðina hefði þensla á bygg- ingamarkaði speglast í verði fyrstu íbúða Bjargs, þar með talið á Akra- nesi. „Líklega hefðum við ekki farið á stað því okkur hefði ekki tekist að vera innan þeirra marka sem okkur eru sett. Heilt yfir tel ég að okkur hafi tekist vel til en við viljum að sem mest sé framleitt á Íslandi. En í þessu sam- bandi er rétt að benda á að um 40 ís- lenskir verktakar eru nú að störfum hjá Bjargi og þeim mun aðeins fjölga. Efnin að mestu innflutt Íslenskur byggingariðnaður er orðinn alþjóðlegur og húsin sem við erum að framleiða eru samsett úr efn- um og hlutum sem framleiddir eru um allan heim. Íslenskt hráefni sem við notum t.d. í fjölbýlishús er í mörg- um tilfellum fyrst og fremst mölin, einangrunin og í sumum tilfellum eru gluggar og hurðir framleidd hér á landi. Þessi þróun er ekki bundin við Ísland, því við sjáum þetta allt í kring- um okkur. Þetta á sér líka stað í innréttinga- smíðinni. Hráefni sem er notað í inn- réttingar er að langstærstum hluta flutt inn og framleitt annars staðar. Við þurfum hins vegar að horfa til þess að hér séu góð og vel launuð störf fyrir íslenska iðnaðarmenn,“ segir Þorbjörn sem hvetur innlenda framleiðendur til að kanna möguleika á smíði einingahúsa úr timbri. Hann viti að fleiri aðilar en Bjarg horfi til þess að reisa slík einingahús á Íslandi. Til dæmis sé verið að reisa norsk ein- ingahús í Keflavík. Verkalýðsfélög sýndu ábyrgð með þátttöku  Framkvæmdastjóri Samiðnar vísar til hagsmuna leigjenda Morgunblaðið/Hari Uppbygging Þensla hefur verið á byggingamarkaði undanfarið.Þorbjörn Guðmundsson Katrín Jak- obsdóttir for- sætisráðherra hefur skipað Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, fv. borgarstjóra og þingmann Sam- fylkingarinnar, skrifstofustjóra yfir nýrri skrif- stofu jafnrétt- ismála í forsætisráðuneytinu. Um- sækjendur um embættið voru 30 talsins. Ráðgefandi hæfnisnefnd mat sex umsækjendur vel hæfa og var Steinunn Valdís ein þeirra, að því er segir í tilkynningu frá forsætisráðu- neytinu. Steinunn Valdís lauk BA- prófi í sagnfræði frá HÍ árið 1992 og viðbótardiplóma í opinberri stjórn- sýslu frá sama skóla árið 2018. Árin 1986-1987 var hún stjórnarráðs- fulltrúi á launaskrifstofu fjármála- ráðuneytis, borgarfulltrúi árin 1994- 2007 og borgarstjóri í Reykjavík 2004-2006. Steinunn Valdís átti sæti á Alþingi 2007-2010. Frá 2011-2017 starfaði hún í innan- ríkisráðuneytinu en frá febrúar 2017 hefur hún starfað á skrifstofu ferða- mála í atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytinu, bæði sem sérfræð- ingur og staðgengill skrifstofustjóra. Steinunn Valdís skipuð skrifstofustjóri Steinunn Valdís Óskarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.