Morgunblaðið - 13.02.2019, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2019
AÐALFUNDUR MAREL HF. 2019
Dagskrá:
• Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt grein 4.13 í samþykktum félagsins.
• Skýrsla um framkvæmd starfskjarastefnu.
• Tillaga um kaupréttarkerfi.
• Tillaga um lækkun hlutafjár.
– Lækkun á eigin hlutum félagsins vegna undirbúnings mögulegrar tvíhliða skráningar félagsins.
• Breytingar á samþykktum félagsins:
– Grein 15.1 – heimild stjórnar til útgáfu nýrra hlutabréfa í tengslum við kaupréttarsamninga starfsmanna að nafnverði allt
að kr. 35.000.000 endurnýjuð til fimm ára;
– Grein 15.2. – heimild stjórnar til útgáfu nýrra hlutabréfa í tengslum við möguleg fyrirtækjakaup félagsins að nafnverði allt
að kr. 100.000.000 endurnýjuð til fimm ára;
– Nýrri grein 15.3. verði bætt við samþykktir félagsins þess efnis að stjórn félagsins hafi heimild til útgáfu nýrra
hlutabréfa að nafnverði allt að kr. 100.000.000 í tengslum við mögulega tvíhliða skráningu félagsins. Hluthafar falli frá
forkaupsrétti vegna útgáfunnar.
• Tillaga um að heimila félaginu að kaupa eigin hlutabréf.
• Önnur mál, löglega borin fram.
Fundarstörf munu fara fram á ensku.
Sérstaklega er bent á að þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn skulu tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins
að minnsta kosti fimm sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar, þ.e. fyrir kl. 16:00 föstudaginn 1. mars.
Hluthafar eiga rétt á að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á hluthafafundi og skal kröfu þar um fylgja rökstuðningur eða
drög að ályktun til stjórnar. Til þess að tillögur frá hluthöfum sem leggja á fyrir á fundinum verði teknar þar til umræðu
verður að skila þeim til stjórnar félagsins eigi síðar en tíu dögum fyrir fundinn, þ.e. fyrir kl. 16:00 sunnudaginn 24. febrúar.
Hafi hluthafar krafist þess að tiltekið mál eða ályktun verði tekin fyrir verða endanleg dagskrá og tillögur uppfærðar á
vefsvæði félagsins eigi síðar en þremur dögum fyrir hluthafafundinn.
Á aðalfundarvef félagsins, www.marel.com/agm, er að finna allar frekari upplýsingar í tengslum við aðalfundinn, þ.m.t.
frekari upplýsingar um rétt hluthafa til að fá mál sett á dagskrá hluthafafundar og leggja fram ályktunartillögur fyrir
fundinn, drög að dagskrá fundarins, tillögur stjórnar félagsins, ársreikning félagsins fyrir árið 2018, upplýsingar um
heildarfjölda hluta og atkvæðafjölda í félaginu m.v. 12. febrúar 2018, umboðsform auk upplýsinga um skjöl sem lögð
verða fyrir fundinn.
Ekki er gert ráð fyrir að atkvæðagreiðslur á aðalfundinum verði skriflegar nema einhver fundarmanna krefjist þess eða
fundarstjóri úrskurði um annað. Ekki verður hægt að greiða atkvæði með rafrænum hætti á fundinum. Óski hluthafi að
taka fyrirfram þátt í atkvæðagreiðslu bréflega eru atkvæðaseðlar aðgengilegir á framangreindri vefsíðu aðalfundarins
ásamt nánari upplýsingum um framkvæmd bréflegrar atkvæðagreiðslu. Atkvæði þurfa að berast á skrifstofur félagsins að
Austurhrauni 9, 210 Garðabæ fyrir kl. 15:30 á aðalfundardag 6. mars.
Endanleg dagskrá fundarins og tillögur verða gerðar aðgengilegar hluthöfum sjö dögum fyrir fundinn á framangreindum
vef félagsins sem og á skrifstofu félagsins að Austurhrauni 9, 210 Garðabæ.
Hluthafi getur látið umboðsmann sækja aðalfund fyrir sína hönd. Umboðsmenn hluthafa skulu framvísa skriflegum
umboðum við inngang. Atkvæðaseðlar og önnur gögn verða aðgengileg á fundarstað frá kl. 15:30.
Stjórn Marel hf.
Aðalfundur Marel hf. verður haldinn í höfuðstöðvum félagsins að
Austurhrauni 9, 210 Garðabæ, miðvikudaginn 6. mars nk., kl. 16:00.
Keilir, nýtt skip Olíudreifingar, er
væntanlegur til Reykjavíkur í dag
eftir rúmlega tveggja vikna sigl-
ingu frá Tyrklandi, þar sem skipið
var smíðað hjá Akdeniz-skipa-
smíðastöðinni. Hörður Gunnarsson,
forstjóri Olíudreifingar, segir að
skipið hafi hreppt vonskuveður á
leiðinni, ekki síst á Miðjarðarhaf-
inu, en hafi reynst mjög vel. Skip-
stjóri er Ómar Nordal og eru fjórir
í áhöfn og verður skipinu formlega
gefið nafn við móttökuathöfn á
föstudag.
Nýja skipið er 49 metra langt og
á að sigla með olíu á hafnir lands-
ins. Það er búið átta farmgeymum
og getur flutt allar tegundir elds-
neytis sem eru í boði hérlendis. Það
fer í rekstur strax um næstu helgi
og leysir Laugarnesið af hólmi, en
það er orðið 40 ára gamalt skip.
Laugarnesið er á söluskrá og hafa
tveir aðilar sýnt því áhuga, að sögn
Harðar.
Þetta er fyrsta nýsmíði á olíu-
skipi fyrir Íslendinga síðan olíu-
flutningaskipið Keilir var smíðað í
Kína fyrir Olíudreifingu árin 2000-
2002. Það var mun stærra skip og
tók fimm milljón lítra (6.000 DWT)
samanborið við 750 þúsund lítra í
nýja skipinu. Gamli Keilir var síðar
seldur úr landi.
Burðargeta nýja Keilis er um 230
rúmmetrum meiri en Laugarness.
Það mælist 499 brúttótonn en
Laugarnesið 378 brúttótonn. Dælu-
afköst aukast verulega og gang-
hraði verður umtalsvert meiri en á
Laugarnesinu. Skipið er búið
tveimur 750 kW Yanmar-aðal-
vélum.
Olíuskipið
Keilir til
landsins
Ljósmynd/Akdeniz
Keilir í reynslusiglingu Skipið hreppti leiðindaveður á Miðjarðarhafi er siglt var í átt til Gíbraltar, en stóð sig með prýði.
Samkvæmt
könnun VÍS á
stefnuljósa-
notkun öku-
manna var áber-
andi hve seint
ökumenn gáfu
stefnuljós áður
en þeir beygðu.
Var könnunin
gerð við gatnamót Suðurlands-
vegar og Biskupstungnabrautar
skammt vestan við Selfoss.
Mikill meirihluti ökumanna á
þessum stað gaf stefnuljós, eða
93%. Þegar fylgst var með bílum
sem óku í átt að Selfossi, og voru að
beygja inn á Biskupstungnabraut-
ina, gáfu 60% þeirra stefnuljósin of
seint, þ.e. um leið og þeir beygðu
inn á fráreinina eða eftir að komið
var inn á hana. Skv. könnunum
Samgöngustofu er skortur á stefnu-
ljósanotkun annarra ökumanna það
sem pirrar ökumenn mest í umferð-
inni, segir í frétt frá VÍS.
Flestir ökumenn
nota stefnuljós en
gefa þau seint
Fyrirtækið
Heilsa ehf. hefur
í samráði við
matvælaeftirlit
Heilbrigðiseftir-
lits Reykjavíkur
innkallað Sól-
gæti döðlur
vegna þess að
skordýr hafa
fundist í vörunni.
Viðskiptavinum,
sem hafa keypt vöruna, er bent á að
neyta hennar ekki og farga eða
skila henni til seljanda. Hafa döðl-
urnar fengist hjá Nettó, Heilsuhús-
inu, Fjarðarkaupum, Melabúðinni,
Seljakjöri, Pétursbúð, Verslun Ein-
ars Ólafssonar og Kjörbúðinni á
Blönduósi.
Döðlur með skordýr-
um innkallaðar
Döðlur frá Sólgæti
innkallaðar.