Morgunblaðið - 13.02.2019, Page 19
19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2019
Í fæðuleit Reykvískar grágæsir í leit að fæðu undir snjónum. Grágæsin er að mestu farfugl en veturseta hefur aukist mjög á síðustu árum, einkum á Suðurlandi, líklega vegna hlýnandi veðráttu.
Hari
Þegar þessar línur birtast á síð-
um Morgunblaðsins ætti ég að
vera á fundi á Fáskrúðsfirði, gangi
allt samkvæmt áætlun. Ég lagði af
stað í hringferð um landið síðast-
liðinn sunnudag ásamt félögum
mínum í þingflokki Sjálfstæðis-
flokksins. Við höfum átt fundi,
heimsótt vinnustaði og átt samtöl
við hundruð manna. Engu er lík-
ara en að við höfum verið í suðu-
potti hugmynda og ábendinga.
Laugarbakki í Miðfirði, Blöndu-
ós, Skagaströnd, Sauðárkrókur, Ólafsfjörður,
Dalvík, Akureyri, Mývatnssveit, Húsavík, Þórs-
höfn, Vopnafjörður, Seyðisfjörður, Egilsstaðir,
Reyðarfjörður, Neskaupstaður og Eskifjörður,
eru að baki. Eftir Fáskrúðsfjörð verður farið til
Djúpavogs, og þaðan til Hafnar í Hornafirði og
á Kirkjubæjarklaustur. Á morgun, fimmtudag,
verður fundur í Vík í Mýrdal og síðan verður
stefnan tekin á höfuðborgarsvæðið. Suðurlands-
undirlendið, Suðurnes, Vesturland, Snæfellsnes
og Vestfirðir verða heimsótt á næstu vikum.
Fyrir þingmenn er fátt mikilvægara en að
vera í góðum tengslum við kjósendur. Þeir
þurfa að þekkja aðstæður þeirra, kunna að
hlusta og taka gagnrýni. En þingmenn þurfa
ekki síður að vera tilbúnir að setja fram hug-
myndir sínar – rökræða hugsjónir og stefnu
beint og milliliðalaust við þá sem veita þeim um-
boð.
Lítil og stór
Þau eru mörg málin – lítil og stór – sem fólk
hefur viljað ræða við okkur þingmenn og ráð-
herra. Samgöngumál eru alltaf á
dagskrá sem og öflug ljósleiðara-
tenging um allt land. Á lands-
byggðinni sjá menn tækifærin sem
felast í öruggum og góðum sam-
göngum og nettengingum. Störfin
– ekki síst hjá ríkisstofnunum –
verða ekki háð staðsetningu held-
ur miklu fremur því hvar hæfi-
leikaríkur starfsmaður vill búa.
Raforkuöryggi skiptir sköpum
fyrir landsbyggðina og uppbygg-
ing dreifikerfisins er forsenda þess
að atvinnulíf fái að eflast og þróast.
Fyrir landsbyggðina er það lífsspursmál að sjáv-
arútvegur fái að dafna og að starfsumhverfi
landbúnaðar verði ekki lakara en gerist í ná-
grannalöndunum, a.m.k. að regluverkið og kerf-
ið séu ekki að leggja þyngri byrðar á íslenska
bændur en starfsbræður þeirra í öðrum löndum.
Eins og reikna mátti með eru skoðanir skiptar
um hvernig standa á að uppbyggingu fiskeldis
og hversu hratt eigi að fara. Fáir hafna veg-
gjöldum en margir eru mér sammála um að
samhliða verði að endurskoða gjaldakerfi á um-
ferðina. Tækifæri í ferðaþjónustunni eru ofar-
lega í huga flestra á Norðurlandi en um leið er
hamrað á nauðsyn þess að byggja upp alþjóð-
legan millilandaflugvöll á Akureyri, þó að einnig
sé bent á Aðaldalinn og jafnvel Sauðárkrók.
Menntamál og heilbrigðismál eru jafn mikil-
væg á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu.
Þeir sem á annað borð ræddu um bankakerfið
eru á því að ríkið eigi að selja Íslandsbanka en
vilja að ríkið haldi góðum hlut eftir í Lands-
banka. Launahækkun bankastjóra Landsbank-
ans kemur illa við alla.
Það sem ekki er rætt
Mér hefur fundist athyglisvert að enginn sem
ég hef rætt við hefur að fyrra bragði minnst á
Evrópusambandið og hugsanlega aðild Íslands.
Ekki einn einasti hefur haft áhuga á að rökræða
þriðja orkupakkann. Margir hafa hins vegar
áhyggjur af Alþingi – eru á því að þar séum við
of innhverf og upptekin af málum sem skipta
engu fyrir afkomu almennings. Þessu verður illa
mótmælt.
Ónefnd eru hins vegar önnur mál sem eru
mörgum hugleikin s.s. varðstaða um Reykjavík-
urflugvöll og að innanlandsflug sé raunveruleg-
ur valkostur fyrir almenning. Skattamál og sér-
eignastefnan eru mikið rædd.
Hringferð þingmanna Sjálfstæðisflokksins
treystir ekki aðeins tengslin við almenning held-
ur eykur skilning á þeim tækifærum sem eru
um allt land ef rétt er staðið að verki. Um leið
skynjum við sem skipum þingflokkinn okkur
betur á þeim áskorunum sem einstök byggðar-
0lög standa frammi fyrir. Óhætt er að halda því
fram að frá fjörlegum fundum og hreinskiptnum
samræðum, getum við bætt verkefnalista okkar
verulega. Sum verkefnin eru einföld og auðvelt
að leysa. Önnur verkefni eru flóknari og krefjast
undirbúnings og nýrrar hugsunar.
„Blæðandi hjarta“
Á hringferðinni rifjaðist upp að fyrir nær
þremur árum skrifaði ég um einn merkasta
stjórnmálamann Bandaríkjanna síðustu ára-
tuga liðinna aldar. Jack Kemp, fulltrúadeild-
arþingmaður repúblikana og húsnæðismála-
ráðherra, (1935-2009) var hægrimaður –
íhaldsmaðurinn með hið meyra, blæðandi
hjarta. Hann var maður drenglyndis í stjórn-
málum, taldi sig eiga pólitíska andstæðinga en
enga pólitíska óvini. Í hverjum andstæðingi sá
hann mögulega bandamenn og var óhræddur
við að hrósa demókrötum og eiga við þá sam-
vinnu til að vinna að hagsmunum almennings.
Kemp var ástríðufullur stjórnmálamaður
sem óf saman hugsjónir hægri mannsins við
mannúð og samkennd. Í áðurnefndri grein benti
ég á að við sem skipum okkur í sveit íslenskra
hægrimanna getum sótt ýmislegt úr Kemp-
smiðjunni. „Ekki síst hvernig hægt er að standa
fast á hugsjónum, falla ekki í freistni lýð-
skrumsins og átta sig á að þeir sem ekki eru
sammála eru mótherjar en ekki óvinir. Við gæt-
um jafnvel fundið í smiðjunni ástríðuna og enn
eina staðfestingu þess hvernig samkennd og
mannúð eru órjúfanlegur hluti af frelsi ein-
staklingsins.“
Jack Kemp var óþreytandi að minna flokks-
systkini sín á skyldur þeirra að vinna að al-
mannaheill. Hver og einn hefur skyldur gagn-
vart náunganum. Fundirnir og samtölin sem við
þingmenn Sjálfstæðisflokksins höfum átt síð-
ustu daga, hafa styrkt mig í þeirri trú að við
hefðum gott af að sækja í smiðju merkilegs
stjórnmálamanns.
Eftir Óla Björn Kárason
» Fyrir þingmenn er fátt mik-
ilvægara en að vera í góðum
tengslum við kjósendur. Þeir
þurfa að þekkja aðstæður
þeirra, kunna að hlusta og taka
gagnrýni.
Óli Björn Kárason
Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins.
Suðupottur hugmynda og ábendinga
IKEA á Íslandi er langstærsti
söluaðili innréttinga á landinu, en
fjórir af hverjum tíu á einstak-
lingsmarkaði velja að beina við-
skiptum til IKEA þegar kemur að
eldhúskaupum og er hlutfallið enn
hærra þegar kemur að fataskáp-
um. Ástæða vinsælda IKEA á al-
mennum neytendamarkaði er fjöl-
þætt, en það er fyrst og fremst
verð og gæði, auk þess sem nota-
gildi, þjónusta og útlit leika þar
stórt hlutverk. Þetta er ástandið á
einstaklingsmarkaði, þar sem viðskiptavinum
er frjálst að velja.
Í gegnum árin hefur það vakið undrun mína
að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þá tókst IKEA
aldrei að brjóta sér leið inn á verktakamark-
aðinn. Þetta var sérstakt í ljósi ofangreindra
vinsælda, gæða vörunnar og verðs. Verktakar
sáu sér greinilega ekki hag af samstarfi og kusu
að nýta sér aðrar leiðir með þá tilheyrandi
kostnaðaraukningu fyrir endanlegan kaupanda.
Bjarg íbúðafélag var stofnað af ASÍ og
BSRB árið 2016 til að takast á við þann gríð-
arlega vanda sem við er að etja á húsnæðis-
markaði. Vandinn er annars vegar almennur
skortur á íbúðum, en ekki síður það að íbúða-
verð hefur verið svo hátt að ungt fólk og lág-
tekjuhópar hafa ekki getað fundið húsnæði við
hæfi.
Bjarg hefur sett sér þau skýru og jafnframt
háleitu markmið að takast á við
bæði skortinn á húsnæði, með
því að byggja mikinn fjölda
íbúða, og einnig að tryggja að
kostnaður við íbúðirnar sé sem
minnstur, þannig að hægt verði
að bjóða íbúðirnar á sem lægstu
verði.
Þetta er í grunninn tilgangur
þessa félags og er hann skýr.
Útvega fjölda vandaðra íbúða
fyrir aðildarfélaga ASÍ og
BSRB á eins góðu verði og frek-
ast er unnt. Hvergi kemur fram
að það sé hlutverk þessa félags
að huga að öðrum þáttum en þessum.
Til að hægt sé að efna loforðið um ódýrar
íbúðir, þá verður að leita allra leiða og velta við
hverjum steini í þeim tilgangi að ná niður kostn-
aði. Í ljósi þess var t.a.m. farið í verðkönnun á
innréttingahlutanum og var bæði verið að meta
verð vörunnar auk þess sem horft var til gæða
og fyrirhugaðrar endingar, eða með öðrum orð-
um, innréttingarnar þurftu að uppfylla ákveðin
gæði en vera innan ákveðins verðbils.
Ég gef mér það að allir þeir aðilar sem tóku
þátt hafi setið við sama borð í þessu enda mark-
miðið skýrt, að ná sem bestu verðum. Allir hafi
fengið svipaðar kynningar og sömu forsendur
til að hafa til hliðsjónar.
Af þeim fimm fyrirtækjum sem tóku þátt í
þessari verðkönnun í upphafi stóð IKEA að lok-
um uppi sem sá aðili sem bauð best og ákvað
Bjarg að ganga til samninga við IKEA.
Að mínu mati er þetta ferli eins heilbrigt og
frekast má vera og það lögmál markaðarins að
taka besta tilboðinu virt. Þetta mun tryggja
endanlegum notendum, þ.e.a.s. fyrirhuguðum
íbúum, besta mögulega verðið. Þessu eru ekki
allir sammála og hafa hagsmunaaðilar í sam-
keppni við IKEA ýmislegt við það að athuga að
byggingafélagið Bjarg standi við það hlutverk
sitt og loforð að byggja ódýrt.
Allskonar fullyrðingum er fleygt fram án
þess að viðkomandi hafi yfirhöfuð hugmynd um
lykilstaðreyndir. Allt í þeim tilgangi að gera
viðskiptin tortryggileg. Sagt er að þetta sé nán-
ast félagslegt undirboð, þar sem framleiðslan
fari öll fram í láglaunalöndum og að verið sé að
hafa vinnu af íslenskum iðnaðarmönnum.
Stór hluti innréttinganna sem Bjarg er að
taka frá IKEA kemur frá Austurríki, Svíþjóð,
Ítalíu og Slóvakíu sem varla teljast nein sérstök
láglaunalönd, en hluti þeirra kemur frá Póllandi
og Litháen. Þessar innréttingar eru framleidd-
ar í stórum verksmiðjum, þar sem mannshönd-
in kemur varla nærri og er launaliður fram-
leiðslunnar því hverfandi.
Af heildarkostnaði þessa verkefnis er 51%
innlendur kostnaður og eru það að megninu til
laun. Að þessu verkefni kemur mikill fjöldi
starfsmanna við hönnun, uppskipun, samtínslu,
akstur, samsetningu og uppsetningu. Bróður-
parturinn er starfsmenn IKEA sem njóta kjara
langt yfir lágmarkslaunum. Af heildarkostnaði
við þetta verkefni er erlendur launaliður undir
10%.
Ef innlendir framleiðendur ætluðu að fram-
leiða allar þessar innréttingar þá þyrftu þeir að
flytja inn vinnuafl frá útlöndum, því ekki er um
auðugan garð að gresja hér heima miðað við nú-
verandi atvinnustig.
Maður getur því spurt sig hvort það sé betra
að Pólverji vinni þessa vinnu á heimaslóðum,
eða hér á Íslandi þar sem honum stendur til
boða að deila sameiginlegu rými með 15 sam-
löndum sínum á okurleigukjörum.
Allt of oft hafa góðar áætlanir koðnað niður
og menn beygt af leið vegna þess að það mátti
ekki styggja einhvern og alltaf skal litli maður-
inn fá að borga fyrir það. Vandamálið sem við
stöndum frammi fyrir í dag er áður óséður
skortur á ódýru húsnæði, ekki atvinnustaða og
horfur iðnaðarmanna, sem er, eftir því sem best
er vitað mjög góð, sem og kjör þeirra.
Ég fagna því að stjórnendur Bjargs hafi stað-
ið styrkum fótum í þessu samhengi og ekki látið
tapsára bjóðendur slá sig út af laginu. Ég vona
að þeir haldi áfram að leita og taka bestu tilboð-
unum, hvaðan sem þau kunna að koma, almenn-
ingi í landinu til góða.
Að standa í lappirnar
Eftir Þórarin H. Ævarsson » Til að hægt sé að efna lof-
orðið um ódýrar íbúðir, þá
verður að leita allra leiða og
velta við hverjum steini í þeim
tilgangi að ná niður kostnaði.
Þórarinn H. Ævarsson
Höfundur er framkvæmdastjóri IKEA.