Morgunblaðið - 13.02.2019, Page 22

Morgunblaðið - 13.02.2019, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2019 ✝ Hafsteinn Sig-urjónsson var fæddur í Reykjavík 18. mars 1925. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Grund 30. janúar 2019. Foreldrar hans voru Ólöf Guðrún Elíasdóttir frá Laugalandi í Ísa- fjarðardjúpi, f. 6. ágúst 1897, d. 20. maí 1950, og Sigurjón Jóhannesson, ættaður frá Torfalæk í Húnavatnssýslu, f. 18. janúar 1892, d. 1. október 1961. Hafsteinn átti fjögur systkini, þau Guðmund, Elías, Halldóru og Henný, sem öll eru látin. hans er Tinna Eysteinsdóttir, Elín og Tumi. 2) Sólveig Soffía, f. 22. október 1959, gift Rann- veri H. Hannessyni, synir þeirra eru Heiðar Kári, kvæntur Veru Knútsdóttur, Hafsteinn, unnusta hans er Día Þorfinnsdóttir, og Hannes. 3) Jórunn Ingibjörg, f. 14. október 1960, gift Ólafi Gísla Magnússyni, sonur þeirra er Orri. 4) Marteinn Már, f. 13. október 1967. Hafsteinn og Freyja eiga fjögur barnabarna- börn. Hafsteinn lauk sveinsprófi í múriðn í Reykjavík 1960 og prófi frá Meistaraskóla Iðnskól- ans 1965. Hann vann að iðn sinni fram til sjötugs. Freyja og Haf- steinn byggðu sér raðhús í Hvassaleiti í Reykjavík þar sem þau bjuggu lengst af, síðar í Gljúfraseli og síðustu árin að Aflagranda 40. Útför Hafsteins verður gerð frá Landakotskirkju í Reykjavík í dag, 13. febrúar 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. Hinn 18. apríl 1957 kvæntist Haf- steinn Freyju Antonsdóttur ljós- móður, f. 11. mars 1924, d. 11. septem- ber 2012. Foreldrar hennar voru Sól- veig Soffía Hall- grímsdóttir, f. 27. nóvember 1899, d. 18. apríl 1934, og Vilhelm Anton Antonsson útgerðarmaður á Dalvík, f. 11. september 1897, d. 5. mars 1985, Börn Freyju og Hafsteins eru: 1) Ólöf Guðrún, f. 25. ágúst 1957, gift Ásgrími L. Ásgríms- syni, börn hennar og Björns G. Jónssonar eru Freyr, unnusta Að morgni 30. janúar hafðir þú skilið við. Sólin sendi sólstafi sína inn um gluggann þinn í síðasta sinn og svipur þinn lýsti af hvíld en um leið dugnaði og staðfestu. Staðfestu fyrri tíma. Við munum best eftir pabba úti að dytta að húsinu, mála, moka snjó eða vinna í garðinum. Hann vann langan vinnudag langt fram eftir aldri og var heilsuhraustur alla tíð. Pabbi fór snemma á morgnana til vinnu, oft út í ískaldan morguninn og kom heim um kvöldmat. Þá fór hann í bað, hengdi múrfötin í múrskáp- inn á baðinu uppi og ef vel viðraði gerði hann Müllersæfingar á svölunum og andaði að sér kvöld- sólinni. Á eftir settist hann í hús- bóndastólinn inni í stofu og gladdist yfir góðu dagsverki. Stundum var kveikt í vindli líka og við systurnar kepptumst við að færa honum inniskóna. Dugnaðurinn og eljan við að koma okkur systkinunum til manns einkenndi ykkur mömmu. Trúin á að við stæðum okkur vel í lífinu. Á sunnudögum fór hann með okkur í sund, út í vita að skoða sjófuglana, í fjöru eða kenndi okkur á skauta og skíði. Á jólanótt var farið í Landa- kotskirkju um miðnættið til að anda að sér hátíðleikanum og til að líta hina fögru jötu augum. Á nýársnótt var alltaf sérstök stemning þegar pabbi spilaði uppáhaldsplöturnar sínar og fór með okkur á brennu. Að njóta stundarinnar kunnir þú, pabbi, og oft var kátt í Hvassaleiti þegar mamma og pabbi buðu vinum og ættingjum heim, þá var hlegið dillandi hlátri með ýmsum tónbrigðum. Þegar á móti blés hjá okkur fjölskyldunni horfðist pabbi í augu við lífið og byggði sér hús og þau mamma ræktuðu blómagarð- inn sinn í Gljúfraseli. Sumarbústaðurinn í Öndverð- arnesi varð líka til og mamma og pabbi og fjölskyldan áttu þar góðar stundir og barnabörnin bættust í hópinn. Pabbi sýndi einstaka natni við litlu krílin. Pabbi og mamma höfðu yndi af því að ferðast og upplifa náttúru og framandi menningu og það var einmitt í Evrópuferðinni 1955 sem þeirra ævintýri hófst. Við grátum gamla tíma. Sól þína í hjarta og sinni. Þú kunnir listina að lifa og einnig listina að deyja. Sárt var að kveðja er sofn- aðir þú síðasta blundinn, en við fundum í brosinu að þú treystir lífinu, fórst inn í nóttina fullur ör- yggis og æðruleysis. Lærdómur okkur eftirlifendum um lífsgildi fyrri kynslóða. Þörf er á að þakka atlætið, hlýjuna, gamansemi og smitandi hlátur. Við kveðjum þig með klökkva. Takk fyrir allt pabbi. Afi, afi, gleðigjafi okkar allra. Dýpsta sæla og sorgin þunga, svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum.) Systkinin, Ólöf, Sólveig, Jórunn og Marteinn. Það er stillt, kalt og fallegt vetrareftirmiðdegi og sólin er að setjast. Engin ský sjást á himni en hann er litaður öllum heimsins pastellitum. Slíkt veður fær mig til þess að hugsa um eitthvað fal- legt og gott sem minnir mig á for- tíðina. Þá leitar hugurinn oft í hlýjar og góðar minningar með afa. Afi minn Hafsteinn hefur verið mér afar kær á minni 26 ára löngu ævi. Hann er eini afinn sem ég hef þekkt af einhverju viti og nú á seinni árum var hann einn besti vinur minn. Hann var ávallt trúr sínu fólki, hláturmildur, glettinn, jákvæður, bjartsýnn og lífsglaður. Nú undir það síðasta hittumst við nær daglega og hafði ég alltaf gaman af, enda var afi minn yndislegt gamalmenni. Hann lýsti upp hvert einasta her- bergi sem hann kom í á Grund, þar sem hann dvaldi síðustu ár lífsins, og alls staðar var honum fagnað, hvort sem var af starfs- mönnum eða öðru heimilisfólki. Hann hafði mikla unun af því að snúa gráum hversdagsleikanum í glettinn leik og fá fólk til þess að hlæja með sér. Skemmtilegast fannst honum þó að gera góðlát- legt grín að sjálfum sér og þeim sem honum stóðu næst. Þetta var allt svo góðlátlegt og yndislegt að hætti afa og allir sem hann þekktu vita nákvæmlega hvað meint er hér. Nú þegar þessi góði og hlýi maður er horfinn á braut er svo margs að minnast. Elsku afi, ég man sumarkvöld í sumarbústaðnum þar sem þú sagðir okkur barnabörnunum frá hverju einasta tré í Freyjulund- inum þínum sem þú varst svo stoltur af. Ég man þegar ég og Tumi fórum agnarsmá með þér í heimsókn til Ella bróður þíns og Sigrúnar og við fengum yndisleg- ar móttökur og fullt af góðgæti. Ég man þína snilldarlegu orð- heppni og öll hlátrasköllin sem fylgdu svo oft í kjölfarið. Ég man hvað þér þótti alltaf gott að hitta okkur, fjölskylduna þína, og hvað þú varst gjarn á að segja okkur það. Ég man áramótadansinn ykkar ömmu hver einustu áramót og hvað ég fylltist miklu stolti yf- ir því að vera barnabarn ykkar á þeirri stundu. Ég man þegar þið Heibbi áttuð stórkostlegt mo- ment með gömlu norsku konunni á bar einum á Tenerife og allir hlógu með. Ég man hlýjuna og kærleikinn sem af þér skein þeg- ar þú áttaðir þig á því að ég væri komin í heimsókn til þín á Grund- ina okkar góðu. Allar þessar minningar og fleiri til fá mitt litla sorgmædda hjarta til þess að fyllast þakklæti. Ég er óendanlega þakklát fyrir allt það sem þú kenndir mér, fyr- ir að hafa kynnst þér svona vel í seinni tíð og fyrir dýrmætar stundir okkar saman sem aldrei munu renna mér úr minni. Ég er einstaklega þakklát fyrir síðast- liðið aðfangadagskvöld þar sem var svo gaman hjá okkur tveim- ur, góður matur, göngutúr á jóla- nótt og skálað í sérríi fyrir gömlu góðu dögunum. Elsku afi, þú hefur kennt mér að taka lífið ekki of alvarlega, horfa á það björtum og jákvæð- um augum, njóta líðandi stundar og þakka fyrir það sem maður á hverju sinni. Þannig varst þú alla daga. Þannig ætla ég líka að reyna að lifa lífi mínu. Þú verður mér ávallt ofarlega í huga elsku afi. Takk fyrir allt. Elín. Hafsteinn Sigurjónsson ✝ Kristín Andrés-dóttir fæddist í Reykjavík 25. októ- ber 1947. Hún lést á Landspítalanum 3. febrúar 2019. Foreldrar henn- ar voru Andrés Sig- hvatsson, f. 10. júlí 1923, d. 27. ágúst 2014, og Júlíana Viggósdóttir, f. 2. ágúst 1929, d. 14. desember 2000. Systkini Kristínar eru Sighvatur, f. 26.3. 1949, d. 1.7. 1989, Margrét Lilja Rut, f. 6.6. 1955, d. 8.8. 1994, Árelía Þórdís, f. 4.12. 1956, d. 8.8. 2010, Andrés Jón Andrésson, f. 1.2. 1960, Lára Halla Andrésdóttir, f. 15.3. 1965, Viggó Andrésson, f. 7.1. 1967, og Finnur Andrésson, f. 10.4 1971. Eftirlifandi eiginmaður Krist- María Guðmundsdóttir; b) Krist- inn Jón, dóttir hans er Írena Ósk; c) Tinna Björk og d) Róbert Máni. Sambýliskona Þorkels er Hafsteina Gunnarsdóttir og á hún þrjú börn. 3) Kristinn Jón Gíslason, f. 13.5. 1972. Sonur hans er Aron Steinn. 4) Stein- grímur Gíslason, f. 4.3. 1977, d. 26.4. 2016. Synir hans eru Balt- asar Breki og Tristan Andri. Kristín fæddist í Reykjavík en fluttist ung með foreldrum sín- um til Ragnheiðarstaða í Flóa, þar sem föðurforeldrar hennar voru með búskap. Þar bjó hún fyrstu ár ævi sinnar en fluttist svo til Reykjavíkur með foreldr- um sínum, þar sem hún stofnaði síðar fjölskyldu. Þaðan fluttist hún til Hafnarfjarðar, þar sem hún bjó til æviloka. Kristín vann ýmis störf um ævina. Hún var í fiskvinnslu, pakkaði inn dag- blöðum til útburðar en vann mestan hluta ævinnar við að- hlynningu, ýmis þjónustustörf og við kynningarstörf í versl- unum. Kristín verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 13. febrúar 2019, klukkan 13. ínar er Valdimar Þór Haraldsson, f. 14.8. 1957. For- eldrar hans voru Haraldur Helga- son, f. 29.11. 1924, d. 14.6. 1996, og Jóna Soffía Tómas- dóttir, f. 26.6. 1924, d. 3.11. 2007. Systk- ini Valdimars eru Helga Bjarnadóttir, Erla Haraldsdóttir og Tómas H. Haraldsson. Börn Valdimars af fyrra hjónabandi eru Rósa Birgitta Ísfeld og Guð- steinn Þór. Kristín var áður gift Bennie Lee Love, f. 10.12. 1945, og síðar Gísla Steingrímssyni, f. 1.7. 1949. Börn Kristínar eru 1) Kristinn Jón Benniesson, f. 14.1. 1964, d. 4.4. 1972. 2) Þorkell Love, f. 8.5. 1966, börn hans eru: a) Eva Dögg. Dóttir hennar er Berglind Elskuleg móðir mín og tengdamóðir er fallin frá eftir erfið veikindi. Þegar hringt var til okkar á sunnudagsmorgni stöðvaðist tíminn um sinn, allri þessari baráttu hennar við sjúkdóminn var lokið og hún farin frá okkur. Eftir stendur stórt tómarúm og söknuður. Það var aðdáunarvert að hún skyldi koma til okkar um jólin, það sýndi hversu sterk hún var og áttum við yndislegt aðfanga- dagskvöld saman. Minningarnar um yndislega konu lifa, hún sem hugsaði allt- af um að hjálpa öllum öðrum þó svo hún væri að glíma við sín eigin vandamál og vanlíðan, hún var alltaf hlý og tilbúin að gefa öllum styrk og ást og sama viðmótið sýndi hún einnig þessa sex mánuði sem hún dvaldi uppi á spítala. Hún sýndi þvílíkt æðruleysi og gat grínast í starfsfólkinu þó svo hún væri mjög alvarlega veik. Lífið var henni ekki alltaf auðvelt, það var henni mikið áfall þegar frumburður hennar drukknaði aðeins átta ára gam- all í Vesturbæjarlaug Reykja- víkur og yngsti sonur hennar Steingrímur fórst í bílslysi árið 2016 í Danmörku, hann var augasteinninn þeirra og tók það mikið á þau hjónin. En þrátt fyrir erfiðleika var hún lífsglöð og hafði gaman af að ferðast og ferðuðust hún og Valdi mað- urinn hennar mikið saman, þau voru svo náin og miklir sálu- félagar og er hans missir mikill. Hún talaði um að við færum öll saman til Spánar þegar henni batnaði og hélt hún í þá von allt fram á síðasta dag. Það var alveg sama hvernig aðstæð- ur voru hjá henni það var alltaf sama viðmótið – bið að heilsa og kvaddi hún alltaf með þess- ari setningu, kysstu hana og knúsaðu hana frá mér og ég elska ykkur. Það verður tómlegt en betra að vita að hún sé komin á góð- an stað þar sem hún getur heillað alla upp úr skónum eins- og hún hefur alltaf gert með sinni góðu nærveru, hlýju og fyndni því hún var mikill húm- oristi og einstaklega orðheppin manneskja. Guð geymi þig og hvíldu í friði, elsku besta mamma og tengdamamma, við kveðjum þig á sama hátt og þú kvaddir okk- ur alltaf með því að segja við elskum þig og kysstu og knús- aðu alla frá okkur, elsku besta mamsa eins og þú kallaðir þig alltaf. Margt þú hefur misjafnt reynt, mörg þín dulið sárin. Þú hefur alltaf getað greint, gleði bak við tárin. (J.Á.) Þinn sonur og tengdadóttir, Þorkell Love og Hafsteina Gunnarsdóttir. Elsku amma mín, ég trúi ekki að þú sért farin frá okkur. Eftir alltof stutta samveru standa eftir brotin hjörtu og mikill söknuður. Það sem mun hjálpa og hlýja eru allar minn- ingarnar. Mig langar svo að þakka þér fyrir allt saman, allar stund- irnar okkar í Blikaásnum. Ég man að mér fannst alltaf svo gott að koma heim til ömmu, það var alltaf eitthver sérstök lykt sem mér fannst svo nota- leg. Ég man skemmtilegu heimsóknirnar okkar til Dísu frænku, ég fékk alltaf þvílíkt dekur frá ykkur báðum. Ég man líka alltaf þegar afi sótti mig á Umferðarmiðstöðina um helgar og ég fékk að gista hjá ykkur, ég mátti sko alltaf vaka lengi hjá ömmu og ég fékk svo mikið dekur, popp og gos, og svo spjölluðum við amma og horfðum á myndir fram eftir. Ég sé svakalega mikið eftir að hafa ekki verið duglegri að koma til þín á seinni árunum og vera til staðar. En ég er jafn- framt líka rosalega þakklát fyr- ir að hafa fengið svona mikinn tíma með þér seinustu dagana, öll knúsin kossarnir og öll fal- legu orðin og allur húmorinn sem vék ekki frá þér þrátt fyrir erfið veikindi. Berglind María elskaði þig svo mikið hún sá ekki sólina fyrir þér þegar hún var hjá þér, enda varð hún mjög sár þegar ég sagði henni fréttirnar og vildi fá mynd inn í herbergið sitt til að minnast þín alltaf. Á föstudeginum áður en þú kvaddir kom ég í heimsókn og eyddi öllu kvöldinu hjá þér, það var alltaf jafn notalegt að finna nærveru þína og vera hjá þér og þó að þú hafir ekki getað sagt mikið þá náðirðu samt að koma því að að þú elskaðir mig og það bræddi mig inn að hjarta. Fallega brosið sem ég fékk hjá þér rétt áður en ég fór heim og kossinn sem ég gaf þér á ennið þegar ég kvaddi þig á leiðinni heim er það sem yljar mér og ég veit innst inni í dag að þetta var kveðjustundin. Ég elska þig, amma, og ég veit að þér líður betur að vera ekki að kljást við veikindin þín, komin til allra sem þú hefur saknað. Ég bið að heilsa öllum og ég sé þig þegar minn tími kemur. Ég elska þig og sakna þín um alla ævi, ég veit að þú ert umvafin englum, ég mun minnast þín hvern dag. Þín ömmustelpa, Eva. Komið er að kveðjustund. Stína frænka, Kristín Andrés- dóttir, hefur fengið hvíld frá erfiðum veikindum. Við hitt- umst síðast þremur dögum áð- ur en hún dó og þegar ég skil- aði kveðju frá systkinum mínum sagði hún mér hvíslandi að þau hefðu öll hringt í hana fyrr um daginn. Og hún bað mig að faðma þau öll frá sér. Ég kvaddi hana glöð í hjarta, því ég vissi að þótt hún væri orðin mikið veik fyndi hún fyrir hugsunum og bænum sinna nánustu, jafnvel þótt þeir væru víðs fjarri. Stína var þriðja barnabarn ömmu okkar og afa, Kristínar og Sighvats. En hún var fyrsta stúlkan og auðvitað var hún skírð í höfuðið á ömmu Krist- ínu. Hún bjó í nokkur ár með foreldrum sínum hjá ömmu og afa á Ragnheiðarstöðum og þær voru ófáar næturnar sem sú litla fékk að sofa inni hjá ömmu sinni og afa, sem önn- uðust hana eins og sitt eigið barn. Þær nöfnur tengdust því nánum böndum og eftir að amma og afi fluttu til Keflavík- ur kom Stína oft til þeirra og dvaldi hjá þeim um lengri eða skemmri tíma. Ekki er hægt að segja að líf- ið hafi verið dans á rósum hjá elsku Stínu. Sextán ára gömul eignaðist hún sinn fyrsta son, Kristin Jón, en hann lést af slysförum aðeins átta ára gam- all. Og fyrir þremur árum lést yngsti sonur hennar, Stein- grímur, einnig af slysförum. En það voru ekki bara synir henn- ar sem létust langt fyrir aldur fram. Bróðir hennar, Sighvatur, lést aðeins fertugur að aldri, og systir hennar, Margrét Lilja Rut var aðeins 39 ára gömul þegar hún lést. Enn ein syst- irin, Árelía Þórdís, lést síðan í kjölfar veikinda, aðeins 53 ára gömul. Hún þurfti svo sjálf að glíma við krabbamein aðeins rúmlega þrítug en hafði betur í þeirri baráttu. Það er erfitt að ímynda sér hvaða áhrif öll þessi áföll hafa haft á Stínu og fjölskyldu henn- ar. En hitt er víst að þau hafa alla tíð haldið á lofti minningu hinna látnu og víst er að Stínu verður minnst með virðingu og söknuði. Það hefur líklega verið hin létta lund sem kom Stínu í gegnum lífið þrátt fyrir öll þessi áföll. Hún var hrókur alls fagnaðar hvar sem hún kom, glettin og glöð, stríðin og stráksleg og hörkudugleg. Hún var hlý og brosmild, hvort sem hún var í fjölskylduboði eða að kynna matvörur í einhverri versluninni, og þannig munum við ætíð minnast hennar. Við sendum Valda, Kela, Didda, systkinum og fjölskyldu Stínu innilegar samúðarkveðj- ur. Hvíl í friði, elsku frænka. Margrét Pálsdóttir og systkini. Kristín Andrésdóttir Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.