Morgunblaðið - 13.02.2019, Blaðsíða 25
bara að standa sig eða verða
gjaldþrota ella. Bóa kynslóð sótti
mikið í iðnnám og hann lét sitt þar
ekki eftir liggja. Starfaði og lærði
vélsmíði í Sindra og eignaðist þar
marga vini sem hann talaði títt
um. Hans kynslóð byggði húsin
sín sjálf eða flutti inn í íbúðirnar
hálfkaraðar. Byggingarefnið var
jafnvel sótt í strætó og það gerði
Bói eins og hinir.
Bói var mikill vinur vina sinna,
hlýlegur og þægilegur í viðmóti
greiðvikinn heiðarlegur í sam-
skiptum léttur í lund en einnig
þéttur fyrir ef á reyndi. Þannig
viljum við muna mág minn, bróð-
ur og vin í hálfa öld. Hvíl í friði.
Elín Magnúsdóttir og
Ingólfur Kristmundsson.
Elsku Bói afi, nú ertu farinn frá
okkur. Það er svo ótrúlega skrítið
að þú sért ekki lengur hjá okkur.
Þú varst alltaf svo góður við okk-
ur öll. Ég man til dæmis þegar við
Maggi bróðir fluttum upp í
Fannafold eftir slysið, til Önnu og
Jóa og þar með frá þeim degi
varðst þú Bói afi minn, samt
varstu pabbi bróður míns. Þú
varst með svo stórt hjarta og þú
passaðir alltaf upp á allt og alla.
Mikið var gaman að heyra söguna
af því hve spenntur þú varst að fá
að sjá mig þegar ég fæddist og að
þú hafir mætt upp á fæðingar-
deild og gefið mér lítinn sætan
galla. Alltaf frá því að ég fæddist
hefur þú verið til staðar fyrir mig í
lífinu þó að það væri ekki alveg
þannig á tímabili en seinna meir
var það. Þú gafst mér dýrmæt-
ustu gjöfina sem mér hefur verið
gefin og það er hin fjölskyldan
mín; Helga og Kjartan í Vaðnesi.
Ég er þér óendanlega þakklát fyr-
ir hana. Það var alltaf svo gaman
að fá þig til okkar í afmælisveislur
eða í matarboð, þú varst alltaf svo
sæll og glaður og þú varst svo
stoltur af okkur og stelpunum
okkar Ásthildi Ben og Ágústu
Ben. Það var svo líka gaman að fá
að sjá og heyra hve stoltur þú
varst af honum Magga Loga þín-
um. Þú safnaðir í möppu öllum
greinum um hann og hans gjörn-
ingalist. Takk innilega fyrir allar
góðu stundirnar okkar í lífinu. Við
elskum þig alltaf jafn heitt og
söknum þín sárt. Knúsaðu þær
fyrir okkur þangað til næst.
Svala Birna, Davíð Ben
og stelpurnar.
Það var upp úr 1970 sem ég
kynntist Bóa. Fyrsta minning mín
um hann er þegar þau Anna dóttir
hans heimsóttu okkur að Hlíðar-
dalsskóla í Ölfusi. Í þá daga var
sem Hlíðardalsskóli væri hinum
megin á hnettinum. Ferðin frá
Reykjavík gat oft tekið á eins og
ýmsir muna. Vegirnir voru oft
slæmir og ferðin gat reynt vel á
bæði bíl og ferðamenn. Því voru
gestakomur mjög þakkarverðar
og vel þegnar.
Mér líkaði strax vel við Bóa.
Þægilegt viðmót hans hafði ró-
andi áhrif. Ég kunni sannarlega
að meta ljúfmennsku hans og
hjálpsemi. Hann ók okkur stund-
um austur þegar bíllinn okkar bil-
aði í bænum, sem gerðist nokkuð
oft!
Gegnum árin hittumst við oft í
fjölskylduboðum og alltaf var
hann sami mildi og þægilegi mað-
urinn, hafði alltaf eitthvað já-
kvætt og uppbyggilegt að segja
við mann. Fyrir mér var hann
sem klettur stöðugleika. Hann
var athugull, aldrei með læti eða
sýniþörf, heldur maður sem alltaf
var hægt að reiða sig á.
Innilegustu samúðarkveðjur til
allra ástvina Bóa heitins. Blessuð
sé minningin um þennan góða
mann.
Karen Elizabeth.
Við munum minnast Kristins
sem yndislegasta afa barnabarna
okkar, þeirra Helga og Ville.
Kristinn var mikilvæg stoð á
Íslandi fyrir barnabörnin í Finn-
landi.
Við minnumst jólanna sem
Kristinn kom til Finnlands og
varði jólunum með okkur og við
gátum sýnt honum alvöru finnsk
jól með allri fjölskyldunni og
hversu stoltur hann var af að eiga
þessi tengsl við Finnland.
Takk Kristinn, fyrir að fá tæki-
færi til að kynnast þér.
Hvíldu í friði, elsku Kristinn.
Pentti, Tuula og Päivi.
Nú er fallinn frá kær vinur
Kristinn Magnússon og af virð-
ingu við hinn látna er mér bæði
ljúft og skylt að standa við gefið
loforð.
Leiðir okkar Kristins lágu
saman fyrir um 30 árum á
Kleppsmýrarvegi 8. Kristinn
flutti þangað með teiknistofu sína,
Teiknivang, og ég var búinn að
vera þar með minn rekstur í
nokkur ár. – Það leið ekki langur
tími þar til kunningsskapur
myndaðist og skipti þar engu máli
34 ára aldursmunur og að end-
ingu urðum við mjög góðir vinir.
Kaffiborðið í Bólsturverki
geymir mikla sögu. Þar hafa á 35
ára tímabili margir góðir sögu-
menn og vitringar drukkið kaffi
og fleira og látið ljós sitt skína.
Þar hafa mörg mál verið krufin til
mergjar og pólitískar orrustur
verið háðar með svo að segja eng-
um árangri. Megináherzlan var
alltaf að vera aldrei sammála. Í
þessum orrustum lék Kristinn
stórt hlutverk fyrir Framsóknar-
flokkinn og var eiginlega alltaf
einn um það. Ég man ekki til þess
að við höfum nokkurn tímann ver-
ið sammála um eitt smáatriði í
pólitík, hvað þá um eitthvað sem
skipti máli þar. Stundum sauð
upp úr og vinur minn rauk á dyr
og það kom fyrir að hann sæist
ekki næsta dag við kaffiborðið.
Stundum birtist hann þar næsta
dag, stoppaði í dyragættinni og
spurði með kankvíslegu brosi
hvort hann mætti stíga inn fyrir,
en oftar var það þannig að ég
þurfti að skreppa yfir ganginn og
biðja hann afsökunar á einhverju
sem ég eða aðrir höfðu sagt og
samstundis varð allt gott aftur og
hægt að byrja að kýta á ný. Þetta
var eina skuggahliðin á vináttu
okkar og við hefðum svo sannar-
lega ekki viljað hafa það öðruvísi.
Þvermóðska hans var alveg ynd-
isleg og varð til þess að eitt sinn
sendi ég honum jólakort þar sem
ég skrifaði: „Gleðileg jól og far-
sælt komandi ár, gamli þver-
haus!“ Þetta kunni Kristinn vel að
meta og sýndi fjölskyldu sinni
kortið, afar stoltur.
Það var svo sem rætt um fleira
en pólitík, svo sem samskipti
kynjanna og fleira, en það er
óþarft að rekja það hér.
Eins og áður sagði stofnaði
Kristinn og rak Teiknistofuna
Teiknivang. Verkefnin voru
margvísleg.
Hann teiknaði mikið fyrir
ÍSAL, hann var í verkefnum fyrir
fiskiðnaðinn, t.d. fyrir vin sinn
Stefán, bæði í Noregi og Svíþjóð
og svo teiknaði hann sumarbú-
staði og tjaldvagna. Síðustu árin
teiknaði hann nánast eingöngu
sumarbústaði.
Og þar kemur punkturinn um
loforðið sem ég nefndi í upphafi.
Kristinn var ekki arkitekt, en
einn af fyrstu tækniteiknurum á
Íslandi og ef ég man rétt; einn af
stofnendum og fyrsti formaður fé-
lags tækniteiknara. Hann sagðist
alltaf vera járnsmiður og tók af
mér loforð um að skrifa um hann
minningargrein að honum látn-
um, um „járnsmiðinn sem teikn-
aði 1.000 sumarbústaði“.
Nú er Snorrabúð stekkur og
allir gömlu vitringarnir við kaffi-
borðið gengnir nema undirritaður
og Örn. Úlfar, Ragnar og Sigur-
jón taka eflaust vel á móti sínum
gamla vini og panta einn góðan til
að krydda samkomuna.
Að leiðarlokum þakka ég
Kristni fyrir ánægjulega og lær-
dómsríka samfylgd og kveð hann
með söknuði og votta fjölskyldu
hans innilega samúðarkveðju.
Loftur Þór Pétursson.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2019 25
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Foreldramorgnar kl. 9.30-
11.30. Jóga með Grétu 60+ kl. 12.15 og 13.30. Söngstund kl. 13.45.
Kaffi kl. 14.30-15.20. Bókaspjall með Hrafni kl. 15.
Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 12.
Léttur hádegisverður á eftir gegn vægu gjaldi. Opið hús í safnaðar-
heimili kirkjunnar kl.13-16. Þar verður boðið upp á stólaleikfimi og við
fáum heimsókn frá hannyrðaversluninni Ömmu mús. Kaffi og með
því í boði kirjunnar. Allir velkomnir.
Árskógar Handavinna með leiðb. kl. 9-16. Opin smíðastofa kl. 9-16.
Stóladans með Þórey kl. 10. Ganga um nágrennið kl. 13. Opið hús, t.d.
vist og bridge kl. 13-16. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-
12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, Allir velkomnir.
Sími 535 2700.
Boðinn Handavinnustofa opin frá 9-15, leiðbeinendur í handavinnu
mæta kl. 13.30. Vatnsleikfimi kl. 14.30. Harmonikkuspil og söngur kl.
13.30. Leshópur kl. 15.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10-
10.30. Boccia kl. 10.40-11.20. Spiladagur, frjáls spilamennska kl. 12.30-
15.50. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15.
Breiðholtskirkja Eldriborgara starf Breiðholtskirkju er kl. 13.15
"Maður er manns gaman" er alla miðvikudaga. Byrjum með
kyrrðarstund kl. 12 og eftir hana er súpa og brauð. Allir hjartanlega
velkomnir
Bústaðakirkja Í dag er félagsstarfi Bústaðakirkju boðið í heimsókn í
Grensáskirkju. Mæting er þar kl. 14 þar sem séra María Ágústsdóttir
tekur á móti okkar fólki. Hólmfríður djákni í Bústaðakirkju verður einn-
ig á staðnum. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest í Grensáskirkju.
Ekkert starf verður í safnaðarsal Bústaðakirkju þennan dag.
Dalbraut 18-20 Handavinnusamvera kl. 9, samverustund frá
Laugarneskirkju kl. 14, verslunarferð í Bónus kl. 14.40.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Við hringborðið kl. 8.50, blöðin
liggja frammi. Línudans kl 10-11.15. Hádegismatur kl. 11.30. Tálgun
með Valdóri kl. 13.30-16. Síðdegiskaffi kl. 14.30.
Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Upplestur kl. 10.10. Boccia kl. 13.30.
Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir!
Garðabæ Vatnsleikf. Sjál. kl. 7.30/15. Kvennaleikf. Sjál. kl. 9.30.
Liðstyrkur. Sjál. kl. 10.15. Kvennaleikf. Ásg. kl. 11.30. Gönguhópur fer
frá Jónshúsi kl. 10. Stólajóga kl. 11. Bridge í Jónshúsi kl. 13. Leir í
Smiðju, Kirkjuhvoli kl. 13. Frí í Zumba í Kirkjuhv. kl. 16.15.
Gerðuberg 3-5 111 RVK Opin handavinnustofan kl. 8.30-16.
Útskurðurm/leiðbeinanda kl. 9-12. Leikfimi, línudans kl. 11-12 Helgu
Ben kl. 11-11.30, útskurður/pappamódel m/leiðb. kl. 13-16. Félagsvist
kl. 13-16. Allir velkomnir.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 Boccia - opinn tími, kl. 9.30 glerlist,
kl. 13 félagsvist, kl. 13 postulínsmálun.
Grensaskirkja Samvera eldri borgara kl. 14-15.30. Helgistund, bingó
(fyrsta miðvikud. í mánuði) fræðsla, söngur og kaffiveitingar Verið
hjartanlega velkomin.
Guðríðarkirkja Kl. 13.10 helgistund og söngur í kirkjunni. Hilmar
Oddsson kvikmyndaleikstjóri : Hvernig verður kvikmynd til ? Kaffi og
meðlæti kr. 500, Hlökkum til að sjá ykkur. Sr. Karl, sr. Leifur, Hrönn og
Lovísa.
Gullsmári Myndlist kl. 9. Postulínsmálun/kvennabridge /silfursmíði
kl. 13. Línudans lengra komnir kl. 16. Línudans fyrir byrjendur kl. 17.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Boccia kl.10-11, vantar þátttakendur í hópinn. Útskurður með
leiðbeinanda, kl. 9-12, 500kr skiptið, allir velkomnir. Opin handavinna
kl. 9-14. Hádegismatur kl. 11.30.
Hraunsel Kl. 10 aðra hverja viku, bókmenntaklúbbur, kl. 11 línudans,
kl. 13 Bingó, kl. 13 handverk, kl. 16 Gaflarakórinn.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, jóga með Carynu kl. 9,
útvarpsleikfimi kl. 9.45, zumba og leikfimi með Carynu kl. 10 og
hádegismatur kl. 11.30. Handavinna kl. 13, liðleiki á stólum og slökun
með Önnu kl. 13.30 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Korpúlfar Tölvufærninámskeið Korpúlfa í samvinnu við Borgar-
holtsskóla í dag, 15 nemendur kl. 8 til 10 og 15 nemendur kl 10 til 12
söfnumst saman í Borgum og göngum saman yfir í skólann.
Gönghópur kl. 10 frá Borgum. Korpúlfabingó í Borgum í dag kl. 13 og
alltaf gott með kaffinu á eftir. Qigon með Þóru kl. 16.30 í Borgum.
Langholtskirkja Samvera eldri borgara hefst á helgistund í kirkjunni
kl. 12.10, því næst er snæddur hádegisverður í safnaðarheimilinu.
Söngur, spil eða handavinna og að lokum miðdegiskaffi.
Verið hjartanlega velkomin.
Norðurbrún 1 Morgunleikfimi kl. 9.45, lesið úr blöðum kl. 10.15,
trésmiðja kl. 9-12, upplestur kl. 11-11.30. Félagsvist kl. 14-16,
bókasafnshópur kl. 14, Bónusbíllinn kl. 14.40. Opin samvera kl. 16.
Viðtalstími hjúkrunarfræðings kl. 10-12.
Seltjarnarnes Gler og bræðsla á neðri hæð félagsheimilisins kl. 9.
og 13. Leir, Skólabraut kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Kyrrðar-
stund í kirkjunni kl. 12. Timburmenn Valhúsaskóla kl. 13. Handavinna
Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.40. Ath. að
bingóið sem fyrirhugað var nk. fimmtudag 14. feb. fellur niður vegna
heimsóknar eldri borgara í Ísl. Erfðagreiningu.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á
könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur
hittist kl. 13. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30. Allir vel-
komnir. Síminn í Selinu er: 568 2586.
Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Göngu-hrólfar ganga frá Ásgarði
Stangarhyl 4, kl. 10. Kaffi og rúnstykki eftir göngu. Söngfélag FEB
kóræfing kl. 16.30, stjórnandi Gylfi Gunnarsson.
Félagslíf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs-
salnum. Sjómannatrúboð Fær-
eyinga kynnt. Hugvekja Ólavur
Jacobsen. Allir velkomnir.
200 mílur
Smá- og raðauglýsingar
Ljósan mín, Elín
Sigurðardóttir, er
látin. Í huga mér er
sár söknuður og
minningar sækja að.
Ég man hvað ég sem barn var
hreykin og stolt ef ég hitti Ljósu
mína á förnum vegi. Þessi fal-
lega og glæsilega kona stoppaði
ævinlega og faðmaði mig að sér
eins og að hún ætti mig. Ég fékk
nafnið hennar þar sem ég var
fyrsta barnið sem hún tók á
móti þegar hún hóf störf sem
ljósmóðir á Dalvík og í Svarf-
aðardal. Mér fannst ég hafa
einkarétt á því að kalla hana
Ljósu og var ekki sátt þegar
móðir mín reyndi að koma mér í
skilning um að hún væri ljósa
allra barnanna sem hún hjálpaði
í heiminn.
Myndin sem ég dreg upp hér
er liðlega 70 ára gömul. Í lítilli
risíbúð nyrst á Dalvíkinni eru
tvær konur að hjálpast að við að
koma stelpukorni í heiminn.
Þarna eru örlagagyðjurnar mín-
ar að störfum og ég að fæðast.
Myndin af þeim verður ljóslif-
andi í huganum. Ung móðir að
fæða sitt annað barn og ljós-
móðirin sem rétt hafði losað tví-
tugsaldurinn og nýútskrifuð að
taka á móti fyrsta barninu í sínu
embætti. Báðar höfðu undirbúið
sig eins og kostur var. Móðirin
tilvonandi hafði vandað til allra
verka heima svo allt yrði í sem
bestu lagi þegar nýja ljósmóð-
irin kæmi. Þegar kallið kom tók
ljósan til í tösku sína tæki og tól
sem nota þurfti við fæðinguna
og gekk svo norður endilanga
Dalvíkina, örlítið kvíðin og með
bæn í huga um að allt gengi nú
að óskum. Þetta var stór stund
hjá þeim báðum en allt gekk
eins og í sögu til gleði og léttis
fyrir ljósmóðurina og foreldr-
ana. Það kom sér vel að fæð-
ingin gekk bæði fljótt og vel þar
sem að mikið stóð til hjá ungu
ljósunni þetta kvöld en þá ætl-
uðu hún og kærastinn hennar,
Óskar Jónsson, að setja upp
hringana. Óskar lést fyrir rétt-
um þremur árum. Þá voru þau
hjón búin að ganga samhliða
hátt í sjötíu ár, eignast fimm
Elín Sigurbjörg
Sigurðardóttir
✝ Elín Sigur-björg
Sigurðardóttir
fæddist 30. maí
1928. Hún lést 28.
janúar 2019.
Útförin fór fram
9. febrúar 2019.
mannvænleg börn
og fjölda annarra
afkomenda. Oft var
Óskar í gegnum ár-
in búinn að stríða
mér á því að ég
hefði næstum haft
af honum trúlof-
unina. Hann kallaði
mig nöfnu og var
mér alltaf hlýr og
góður. Ég minnist
hans með mikilli
væntumþykju.
Ljósa mín hefur haldið ótrú-
legri tryggð við mig í liðlega 70
ár. Frá því að ég fyrst dró and-
ann hafði hún áhuga á velferð
minni. Hún hefur alltaf munað
eftir afmælinu mínu. Hún hefur
hringt og hyllt mig með gjöfum
og kortum og/eða heimsóknum á
merkisdögum í lífi mínu. Í smáu
og stóru hefur hún sýnt lífi mínu
og starfi áhuga.
Þegar Ljósa mín hóf störf aft-
ur eftir hlé við eigin barneignir
og uppeldi þá varð hennar
fyrsta verkefni að taka á móti
einu minna barna heima á Dal-
vík og var mamma viðstödd. Já,
þær eru svo sannarlega örlaga-
gyðjurnar mínar, móðir mín og
Ljósa. Á milli þeirra hefur alltaf
verið hlýja og virðing og líf
þeirra fléttast saman á ýmsa
vegu og nú um hríð höfðu þær
verið samhliða á Dalbæ.
Lítið ljóð sem faðir minn orti
til Ellu ljósu á 50 ára afmæli
hennar í orðastað móður minn-
ar.
Ég gleymi aldrei þeirri stóru stund,
þú stóðst við mína hvílu hrærð í lund.
Við ljósustörfin fyrsta þolraun þín
þegar fæddist Ella dóttir mín.
Með fórnarvilja og ljúfri líknarmund
er líkt á komið var og þessa stund.
Við öllu hefur brugðist beint og rétt
og burðarhríðar margra kvenna létt.
Með þökk og djúpri virðing, vina mín,
á veg nú leitar hugur minn til þín.
Með hjartans ósk um sæmd og
sigurgjöld,
já, sigrakona verið hálfa öld.
(AG)
Takk fyrir mig, elsku Ljósan
mín. Ég veit að ferð þín til Sum-
arlandsins verður farsæl og
heimkoman hamingjurík.
Öllum afkomendum og öðrum
aðstandendum Elínar Sigurðar-
dóttur sendum við hjónin okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Elín Antonsdóttir.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Minningargreinar
Ástkær dóttir okkar og systir,
TINNA MJÖLL SNÆLAND
HALLDÓRSDÓTTIR,
lést þriðjudaginn 5. febrúar.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 15. febrúar klukkan 13.30.
Halldór Torfi Torfason Unnur Kristjánsdóttir
Tómas Leó
Maron Trausti