Morgunblaðið - 13.02.2019, Side 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2019
Djassbræðingshljómsveitin Gamm-
ar kemur fram í fyrsta skipti í meira
en aldarfjórðung á tónleikum kl. 21 í
kvöld í Múlanum á Björtuloftum, 5.
hæð í Hörpu. Björn Thoroddsen gít-
arleikari, Stefán S. Stefánsson saxó-
fónleikari og Þórir Baldursson, pí-
anó- og orgelleikarar, spiluðu með
hljómsveitinni frá því hún var stofn-
uð 1984 og meðan hún starfaði til
ársins 1992. Bjarni Sveinbjörnsson
bassaleikari bættist fljótlega í hóp-
inn, en Sigfús Óttarsson trommu-
leikari hefur ekki áður spilað í nafni
Gamma.
Að sögn Björns kviknaði sú hug-
mynd að stilla aftur saman strengi
sína þegar þeir Stefán hittust fyrir
tilviljun og spjölluðu saman yfir ein-
um bjór eða svo. „Við ákváðum
þarna að endurvekja Gamma og þar
sem við stöndum við okkar orð
hringdum við í hina og þeir voru allir
til í slaginn. Við hlökkum mikið til og
kannski látum við einhverjar gamlar
sögur flakka með á tónleikunum,“
segir Björn og á við sögur frá ferl-
inum, sem þeir félagar rifja stundum
upp sín á milli.
Allir starfandi músíkantar
Allir í Gamma eru starfandi músí-
kantar, spilandi úti um allar trissur,
en algjörlega hver í sínum geiranum
eins og Björn segir. „Stefán er í
Stórsveit Reykjavíkur, ég er mikið
að spila í Ameríku, Bjarni rekur tón-
listarskóla, Sigfús spilar í annarri
hverri hljómsveit á Íslandi og Þórir
er með ýmis tónlistarverkefni á sín-
um snærum.“
Á tónleikum Múlans leika þeir fé-
lagar nýtt efni í bland við eldri lög.
Hljómsveitin var á sínum tíma býsna
atkvæðamikil í djass- og rokktónlist-
inni og gaf út þrjár hljómplötur með
frumsömdu efni. „Við höfum engu
gleymt,“ segir Björn. Helsta ástæða
þess að sjálfur lagði hann fyrir sig
tónlist er hrifning hans af þeim
bræðingi af djass-, rokk- og popp-
tónlist sem Gammar leggja áherslu
á.
Gríðarlegur þroski
Spurður hvort hljómsveitin hafi
átt einhverja smelli á árunum áður
rifjar hann upp að lögin Fuglin og
Gammað frammí hafi fengið mjög
mikla spilun á nýstofnaðri útvarps-
stöð, Rás 2. Þótt tónleikar Gamma
séu einstakur viðburður eru þeir
ekki einstakir í þeim skilningi að
vera einu tónleikar sveitarinnar í
nánustu framtíð. Að minnsta kosti
ekki ef Björn fær einhverju ráðið.
„Ég held að við höldum áfram að
hittast og gera eitthvað sniðugt sam-
an. Mér líst þannig á félagsskapinn.
Okkur þykir bæði vænt hver um
annan og höfum gaman af að spila
saman. En svo gæti soðið upp úr,“
segir Björn, en meinar ekki neitt
með því síðasta. Enda er að hans
sögn gríðarlegur þroski samankom-
inn í hljómsveitinni.
Gammar hafa
engu gleymt
Djassbræðingssveitin Gammar F.v. Bjarni Sveinbjörnsson, Sigfús Ótt-
arsson, Stefán S. Stefánsson, Björn Thoroddsen og Þórir Baldursson.
Djassbræðingur í Múlanum í kvöld
Málstofa sem ber yfirskriftina Nor-
rænar umræður um #metoo-
hreyfinguna í menningargeiranum
verður haldin í Norræna húsinu í
dag, miðvikudag, milli kl. 13 og
15.30. Í kynn-
ingu á málstof-
unni er rifjað
upp að rúmt ár
sé síðan
#metoo-
hreyfingin kom
fram á sjón-
arsviðið þar
sem konur úr
ólíkum atvinnu-
greinum deildu
reynslu sinni af
kynferðislegri áreitni. „Menning-
argeirinn var þar engin undantekn-
ing og var í raun upphafspunktur
hreyfingarinnar. Hreyfingin batt
enda á þögnina sem hafði að mestu
áður ríkt og hjálpaði til við að skapa
samfélagslega umræðu um kynferð-
islegan áreitni og valdmisbeitingu á
vinnustöðum. En hvað gerðist eftir
það og hvað lærðum við? Enn er þörf
á umræðunni og vitundundarvakn-
ingu um kynferðislega áreitni á
Norðurlöndunum. Þess vegna stend-
ur Norræna ráðherranefndin að
málstofum um þetta málefni á öllum
löndum á Norðurlöndum. Í hverju
landi förum við yfir #metoo-
hreyfinguna og ræðum einnig að-
gerðir hins opinbera og horfum fram
á veginn og ræðum næstu skref.“
Aðalfyrirlesari og stjórnandi pall-
borðsumræðuraðarinnar er sænski
rithöfundurinn, blaðamaðurinn og
dagskrágerðarmaður sænska sjón-
varpsins Alexandra Pascalidou. Auk
hennar flytja erindi þau Ásta Jó-
hannsdóttir, nýdoktor frá Félags-
vísindastofnun Háskóla Íslands;
Halla Gunnarsdóttir, sérstakur ráð-
gjafi ríkisstjórnarinnar í jafnréttis-
málum; Helgi Héðinsson, sálfræð-
ingur hjá Lífi og sál, og Hreindís
Ylva Garðarsdóttir Hólm, leikkona
og ein af forsprökkum #metoo
kvenna í sviðslistum og kvikmynda-
gerð. Aðgangur er ókeypis. Erindi
og umræður verða á ensku. Streymt
verður beint frá fundinum á vefnum:
https://nordichouse.is/event/
norraenar-umraedur-um-metoo-
hreyfinguna-i-menningargeir-
anum/.
Norræn málstofa um
#metoo haldin í dag
Alexandra
Pascalidou
Damsel
Metacritic 63/100
IMDb 5,6/10
Bíó Paradís 20.00
Shoplifters
Morgunblaðið bbbbb
Metacritic 93/100
IMDb 8,1/10
Bíó Paradís 17.40
Heavy Trip
Metacritic 72/100
IMDb 7,2/10
Bíó Paradís 22.00
Nár í nærmynd
IMDb 8,0/10
Bíó Paradís 22.15
Transit
Metacritic 77/100
IMDb 7,0/10
Bíó Paradís 20.00
Roma
Morgunblaðið bbbbb
Metacritic 95/100
IMDb 8,6/10
Bíó Paradís 17.30
Antony & Cleopatra -
National Theatre
Live
Bíó Paradís 20.00
Tryggð Morgunblaðið bbbbn
Háskólabíó 18.10, 21.00
Bíó Paradís 18.00
Instant Family
Metacritic 57/100
IMDb 7,6/10
Sambíóin Álfabakka 19.50,
22.20
Sambíóin Egilshöll 17.30,
20.00, 22.30
Glass 16
Metacritic 41/100
IMDb 7,9/10
Sambíóin Álfabakka 19.30,
22.20
Sambíóin Egilshöll 22.20
Að synda eða
sökkva Morgunblaðið bbbmn
IMDb 7,2/10
Háskólabíó 17.50
Fall Bandaríkja-
veldis Metacritic 63/100
IMDb 7,4/10
Háskólabíó 20.50
Lovísa missir af lest-
inni IMDb 7,1/10
Háskólabíó 18.00
Lýðurinn og
kóngurinn hans IMDb 6,2/10
Háskólabíó 20.40
Skýrsla 64 16
Smárabíó 19.50, 22.20
Borgarbíó Akureyri 17.00,
19.30
The Favourite 12
Ath. Íslenskur texti.
Morgunblaðið bbbbb
Metacritic 90/100
IMDb 7,9/10
Háskólabíó 18.00, 20.30
Vice Laugarásbíó 18.00, 21.00
Smárabíó 19.30, 22.00
(LÚX), 22.20
Borgarbíó Akureyri 21.50
Mary Queen of
Scots 16
Metacritic 60/100
IMDb 6,5/10
Smárabíó 17.00
Green Book 12
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 70/100
IMDb 8,3/10
Sambíóin Egilshöll 17.20
Sambíóin Kringlunni 16.10,
19.00, 21.45
The Upside Metacritic 45/100
IMDb 5,5/10
Laugarásbíó 18.00
Escape Room 16
Metacritic 50/100
IMDb 6,4/10
Smárabíó 22.30
Aquaman 12
Metacritic 53/100
IMDb 7,9/10
Sambíóin Álfabakka 20.40
Bohemian
Rhapsody 12
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 49/100
IMDb 8,4/10
Laugarásbíó 21.00
Smárabíó 16.00 (LÚX)
A Star Is Born 12
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 88/100
IMDb 8,3/10
Sambíóin Kringlunni 19.00
The Lego Movie 2
Metacritic 64/100
IMDb 7,4/10
Laugarásbíó 18.00
Sambíóin Álfabakka 17.00,
17.40, 19.20, 20.00, 22.20
Sambíóin Egilshöll 17.30,
20.00
Sambíóin Kringlunni 16.20,
17.10
Sambíóin Akureyri 17.20,
19.40
Sambíóin Keflavík 19.40,
22.00
Spider-Man: Into the
Spider-Verse Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 87/100
IMDb 8,8/10
Smárabíó 15.30, 17.10
Mary Poppins
Returns 12
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 66/100
IMDb 7,6/10
Sambíóin Álfabakka 17.50
Ótrúleg saga um
risastóra peru IMDb 6,2/10
Smárabíó 15.20, 17.30
Borgarbíó Akureyri 17.30
Nonni norðursins 2 Smárabíó 15.00
Ralf rústar
internetinu Metacritic 71/100
IMDb 7,6/10
Sambíóin Álfabakka 17.20
Sambíóin Akureyri 17.10
Faðir leitar hefnda gegn eiturlyfjasala sem
hann telur bera ábyrgð á dauða sonar síns.
Metacritic 66/100
IMDb 6,9/10
Laugarásbíó 21.00
Sambíóin Keflavík 21.45
Smárabíó 19.00 (LÚX), 19.40, 22.20
Borgarbíó Akureyri 19.30, 21.50
Cold Pursuit 16
Arctic 12
Maður sem er strandaglópur á
Norðurpólnum eftir flugslys,
þarf að taka ákvörðun um það
hvort hann eigi að dvelja þar til-
tölulega öruggur um sinn, eða
fara af stað í hættulega för.
Metacritic 71/100
IMDb 7,3/10
Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.20
Sambíóin Kringlunni 19.30, 21.40
Sambíóin Akureyri 19.50, 22.00
Sambíóin Keflavík 19.40
The Mule 12
90 ára plöntusérfræðingur og
fyrrverandi hermaður er gripinn
með þriggja milljóna dala virði af
kókaíni sem hann er að flytja fyr-
ir mexíkóskan eiturlyfjahring.
Metacritic 58/100
IMDb 7,2/10
Sambíóin Álfabakka 17.30, 19.50, 21.40 (VIP), 22.20
Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 21.45
Sambíóin Akureyri 22.00
Kvikmyndir
bíóhúsanna
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðu kvikmyndahúsanna