Morgunblaðið - 13.02.2019, Side 36
Kordía, kór Háteigskirkju og kamm-
erhópurinn ReykjavíkBarokk halda
tónleika saman í Háteigskirkju í
kvöld kl. 20. Á efnisskránni verða
verk eftir barokk-kventónskáldið
Isabellu Leonarda og einnig tvö
verk tileinkuð heilagri Sesselju,
verndardýrlingi tónlistarinnar.
Verða þetta fyrstu tónleikar Kordíu.
Konsertmeistari er Hildigunnur
Halldórsdóttir og stjórnandi Guðný
Einarsdóttir.
Fyrstu tónleikar
Kordíu í Háteigskirkju
MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 44. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr.
15. umferð Olís-deildar karla í hand-
knattleik er gerð upp í blaðinu í
dag. Selfyssingar eiga tvo leikmenn
í liði umferðarinnar sem jafnframt
er birt í blaðinu. Selfoss vann æv-
intýralegan sigur á ÍBV í 15. um-
ferðinni en Selfoss var yfir í 172
sekúndur af þeim 3.600 sem leik-
urinn stóð yfir. En ekki telur það
þegar upp er staðið. »2-3
Tveir Selfyssingar
í liði umferðarinnar
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Valur er með eins stigs forskot á
Fram á toppi Olís-deildar kvenna í
handknattleik en þrír leikir fóru
fram í 16. umferð í gærkvöldi.
Valur gerði jafntefli gegn
Stjörnunni á Hlíðarenda en Ís-
landsmeistararnir í Fram burstuðu
ÍBV 39:27. Meist-
ararnir virðast
vera að spila vel
á réttum árs-
tíma og liðið lít-
ur vel út fyrir
úrslitakeppn-
ina. Haukar
unnu HK með
sjö marka
mun í
Hafnar-
firði.
»3
Aðeins stigi munar
nú á Val og Fram
ar hann hafi átt afmæli skömmu eftir
Flateyrarheimsóknina hafi hann
fengið æfingabúnað fyrir íþróttina í
afmælisgjöf og byrjað að æfa.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur
Blær Örn einkum keppt í opnum
flokki, erfiðasta flokknum, heima og
erlendis. „Ég reyni að æfa eitthvað á
hverjum degi og svo eru oft mót um
helgar,“ segir hann. Bætir við að
vegna námsins geti hann ekki æft
eins mikið og hann vildi en nær allar
frístundirnar fari í sportið.
Blær Örn segir að frisbígolfið og
allt í kringum það sé skemmtilegt.
Keppnisferðir til útlanda séu spenn-
andi og fróðlegt sé að kynnast nýjum
völlum. „Það er gaman að búa til æf-
ingaplan, æfa eftir því, vera eins af-
slappaður og maður getur, vera slak-
ur og spila vel.“
Fyrirtækið Innova sér Blæ Erni
fyrir nauðsynlegum æfingabúnaði,
diskum og fatnaði, honum að kostn-
aðarlausu. Hann segir að árangurinn
tryggi stuðninginn en engu að síður
sé dýrt að sækja mót erlendis. Í því
sambandi bendir hann á að fram
undan sé mót í Hollandi í páskafrí-
inu, tveggja vikna keppnisferð til
Skotlands í maí, Finnland í júlí og
ferðir til Bandaríkjanna í ágúst og
lok september. „Það er nóg að gera,“
segir hann og bætir við að eins og í
fyrrasumar vinni hann við kennslu
og viðhald valla hjá FGR í sumar.
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Blær Örn Ásgeirsson, 16 ára
Kvennaskólanemi í Frisbígolffélagi
Reykjavíkur, gerði sér lítið fyrir og
sigraði í opnum flokki 29 keppenda á
Opna spænska meistaramótinu í
frisbígolfi um helgina.
„Ég stefndi á sigur,“ segir meist-
arinn ungi og bætir við að þess
vegna hafi árangurinn ekki komið
honum á óvart. „Nei, nei, alls ekki,“
áréttar hann. Leiknir voru þrír 18
brauta hringir og notaði Blær Örn
samtals 156 köst. Um 100 keppendur
tóku þátt í mótinu og þar af sex Ís-
lendingar, en fjórir þeirra kepptu í
opna flokknum. Toad McReynolds
frá Bandaríkjunum varð í öðru sæti
með 161 kast, Mikael Máni Freysson
varð í 10.-11. sæti, Þorsteinn Óli
Valdimarsson í 22. sæti og Snorri
Guðröðarson í 24. sæti. Pétur Gunn-
arsson varð í 12. sæti af 43 kepp-
endum í almennum flokki og Bogi
Bjarnason í 18. sæti.
Um 16 til 18 þúsund iðkendur
Í frisbígolfi eru sömu reglur og í
golfi nema hvað spilað er með frisbí-
diskum. Kastað er eftir braut í sér-
staka körfu og sá sem notar fæst
köst sigrar. 58 frisbígolfvellir eru
hérlendis, þar af 13 á höfuðborg-
arsvæðinu, og um 16 til 18 þúsund
iðkendur. Blær Örn vakti athygli,
þegar hann sigraði á Opna breska
mótinu í júlí í fyrra og þá sagði Birg-
ir Ómarsson, formaður Íslenska
frisbígolfsambandsins, að hann væri
einn sá efnilegasti í íþróttinni í Evr-
ópu. „Hann er einn af þeim bestu í
sínum aldursflokki,“ segir Birgir,
„en það kom mér svolítið á óvart
hvað hann var sérstaklega sterkur á
þessu móti. Hann stendur algerlega
undir þeim væntingum sem eru
gerðar til hans.“
Blær Örn kynntist íþróttinni á
Flateyri við Önundafjörð fyrir tæp-
lega fjórum árum. „Það var verið að
opna völl þar og við vinirnir ákváðum
að prófa,“ segir hann um byrjunina,
en áður hafði hann æft og spilað fót-
bolta í KR í sjö ár. Bætir við að þeg-
Blær Örn slakur og
spilar vel að vanda
Sigraði á Opna spænska meistaramótinu í frisbígolfi
Meistari Blær Örn Ásgeirsson, 16 ára félagi í Frisbígolffélagi Reykjavíkur.