Morgunblaðið - 26.02.2019, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 26.02.2019, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2019 Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is „Það er okkar álit að það sé verið að gera þetta með lögmætum hætti eins og er gert. Að allir atkvæðisbærir félagsmenn Eflingar, sem vinna samkvæmt kjarasamningi um hótel og veitingahús, greiði atkvæði um vinnustöðvun sem þó er bundin við hluta félagsmanna,“ segir Magnús M. Norðdahl, deildarstjóri lögfræði- deildar ASÍ. Í tilkynningu frá Samtökum at- vinnulífsins sem barst fjölmiðlum í gær var skorað á Eflingu að stöðva framkvæmd atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðirnar sem fyrirhug- aðar eru 8. mars, á grundvelli þess að samtökin telja ólöglega staðið að atkvæðagreiðslunni. Var vísað til þess að samkvæmt lögum sé heimilt að láta vinnustöðvun aðeins ná til „ákveðins hóps félagsmanna en þá er ákvörðun tekin með atkvæðum þeirra sem vinnustöðvun er ætlað að taka til“. Benda SA á að átta þúsund félagsmenn Eflingar hafa atkvæðis- rétt í atkvæðagreiðslu sem nær ein- ungis til vinnustöðvunar 700 félags- manna. Þá segir að SA hyggist höfða mál gegn Eflingu fyrir félagsdómi verði félagið ekki við kröfu samtak- anna um að stöðva atkvæðagreiðsl- una. Efling sendi í gær frá sér frétta- tilkynningu vegna áforma SA þar sem stéttarfélagið lýsir vonbrigðum með athugasemdir sem gerðar hafa verið í tengslum við atkvæðagreiðsl- una. Voru SA sökuð um að gera til- raun til þess að hindra félagsmenn Eflingar í að nýta lýðræðislegan rétt sinn. Engir dómar Magnús segir löggjöfina bjóða upp á að atkvæðagreiðsla verði haldin meðal starfsmanna afmarkaðs hóps og er þá gerð krafa um þátttöku fimmtungs þeirra sem um ræðir til þess að hún sé bindandi. Jafnframt sé hægt að boða til allsherjar- atkvæðagreiðslu meðal þeirra sem heyra undir viðkomandi kjarasamn- ing og þá sé ekki gerð krafa um þátt- töku. Hins vegar er fátt sem kemur fram í löggjöfinni um allsherjar- atkvæðagreiðslu í tilfellum þar sem um ræðir vinnustöðvun afmarkaðs hóps. Spurður hvort fordæmi séu til fyrir þessari aðferð svarar Magnús að ekki hafi reynt á það. „Það hefur ekki verið dæmt um þetta hingað til,“ útskýrir hann. Fleiri atkvæðagreiðslur Atkvæðagreiðslan sem nú stendur yfir er bundin við tillögu þess efnis að um 700 félagsmenn Eflingar leggi niður störf 8. mars frá klukkan tíu að morgni til miðnættis sama dag. Þá hafa þeir sem greiða atkvæði val milli þess að samþykkja verkfallið, hafna því eða taka ekki afstöðu. Ítrekað hefur komið fram að VR, Verkalýðsfélag Akraness og Verka- lýðsfélag Grindavíkur, sem nú eru í samfloti ásamt Eflingu, standa sam- an að skipulagningu verkfalls- aðgerða og að það stefni í fleiri verk- föll en hingað til hafa verið boðuð. Ef Efling hyggst taka þátt í frekari að- gerðum mun þurfa kjósa um þær í nýrri atkvæðagreiðslu meðal félags- manna þar sem þær aðgerðir eru til- greindar, að sögn Magnúsar. Kosningabíll Fulltrúar Eflingar hófu í gær akstur færanlegs kjörstaðar í merktu ökutæki sem ekið var á milli vinnustaða og félagsmönnum þannig gefið tækifæri til þess að kjósa. „Þetta hefur alltaf tíðkast og stórir vinnustaðir þar sem fólk á erfitt með að komast frá hafa iðulega verið heimsóttir. Til dæmis þegar þarf að afgreiða kjarasamninga og þess háttar,“ svarar Magnús þegar spurt er hversu algengt sé að ekið sé milli vinnustaða vegna atkvæðagreiðslu innan stéttarfélags. Til orðaskipta kom á milli Sólveig- ar Önnu Jónsdóttur, formanns Efl- ingar, og Árna Sólonssonar, eiganda og framkvæmdastjóra City Park- hótelsins í Ármúla, þegar kosninga- bíllinn kom að hótelinu í þeim til- gangi að veita starfsfólki þar tæki- færi til þess að greiða atkvæði. Fullyrti Sólveig Anna á Facebook að Árni hefði reynt að hindra félags- menn Eflingar í því að kjósa. Árni sagði hins vegar í samtali við mbl.is í gær að tímasetningin hefði hentað illa þegar þau komu klukkan tólf og hann hefði boðið þeim að koma klukkan tvö í staðinn. Framvindan við gerð kjarasamninga 2018 10. október Samninganefnd Starfsgreinasam- bands Íslands samþykkir kröfugerð á hendur Samtökum atvinnulífsins þar sem meðal annars er krafist 425 þúsund króna lágmarkslauna við lok þriggja ára samningstíma. Einnig er beint sérstökum kröfum að stjórnvöldum, meðal annars um tvö- földun persónuafsláttar til að gera lægstu laun skattfrjáls. Öll nítján aðildarfélög Starfsgreinasambands- ins standa að kröfugerðinni. 14. febrúar Starfs- greina- sambandið (SGS) fær tilboð frá Samtökum atvinnulífs- ins á sömu nótum og það sem fé- lögin fjögur fengu á sáttafundi daginn áður. 15. febrúar Samninganefnd Eflingar leggur fram gagntilboð og segir að þar sé komið til móts við kauphækkunarboð Samtaka atvinnu- lífsins, með því skil- yrði að stjórnvöld setji fram og standi við skattkerfis- breytingar. Samtök atvinnulífsins hafna gagntilboðinu. 18. febrúar Sameyki, sameinað félag SFR og Starfs- mannafé- lags Reykja- víkurborgar, kynnir kröfugerð fyrir Reykja- víkurborg. 20. febrúar Formenn Eflingar, VR, Verkalýðsfé- lags Akraness og Verka- lýðsfélags Grindavíkur fá umboð frá sínum félögum til þess að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífs- ins. 22. febrúar Lands- samband íslenzkra verslunar- manna vísar kjaradeilu sinni við Samtök at- vinnulífsins til ríkissátta- semjara 25. febrúar Atkvæða- greiðsla Eflingar um verkfalls- boðun hefst. SA telja fram- kvæmdina ólöglega og hyggjast höfða mál fyrir Félags- dómi. 15. október Trúnað- arráð VR samþykkir kröfugerð þar sem einnig er krafist 425.000 króna lág- markslauna í lok samn- ingstímans. 19. október Fyrsti samninga- fundur samn- inganefnda Starfs- greinasam- bandsins og Samtaka atvinnulífs- ins haldinn. 26. nóvember Góður gangur er sagður vera í kjaraviðræðun- um og stór viðfangsefni komin upp á borðið. 20. desember Efling og Verkalýðsfélag Akraness, VLFA, afturkalla samn- ingsumboð sitt frá Starfsgreina- sambandinu. Stjórn VR ákveð- ur að fara fram með Eflingu og VLFA í kjaravið- ræðunum. 21. des. Félögin þrjú vísa kjara- deilum sínum sameig- inlega til ríkis- sátta- semjara. 2019 8. janúar Verkalýðsfélag Grindavíkur aftur- kallar samnings- umboð sitt frá Starfsgreinasam- bandinu og vísar kjaradeilu sinni til ríkissáttasemj- ara. Félagið óskar eftir samstarfi við VR, VLFA og Eflingu. 13. febrúar Samtök atvinnulífsins (SA) leggja fram tilboð til lausnar kjaradeilu samtakanna við félögin fjögur. Er þar m.a. gert ráð fyrir 20 þúsund króna hækkun mánaðarlauna á ári næstu þrjú ár. 19. febrúar Ríkisstjórnin kynnir hug- myndir um nýtt neðsta skattþrep í tekjuskatti sem verði 4 prósentu- stigum lægra til þess að lækka skattbyrði og nýtt viðmið í breytingum persónuaf- sláttar. Forsvarsmenn launþegasamtaka og verkalýðsfé- laga gagnrýna þessar hugmyndir harðlega og segja þær ekki ganga nógu langt til að jafna kjör í landinu. 28. desember Fyrsti samningafundur undir stjórn ríkissáttasemjara. 21. febrúar Á sáttafundi hjá ríkissáttasemjara slíta félögin fjögur formlega viðræðunum við Samtök atvinnu- lífsins. Starfsgreinasambandið vísar kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífs- ins til ríkissáttasemjara. Samninganefnd Eflingar samþykkir að láta fara fram almenna atkvæðagreiðslu um boðun eins dags vinnu- stöðvunar 8. mars sem nái til allra þrifa, á öllum hótelum og gistihúsum innan höfuð- borgarsvæðisins, Hveragerð- is og Sveitarfélagsins Ölfuss. Greiða atkvæði um eina aðgerð  Aldrei reynt á aðferð atkvæðagreiðslu Eflingar fyrir dómi  Frekari aðgerðir kalla á fleiri atkvæðagreiðslur Morgunblaðið/Hari Eflingarbíll Atkvæðagreiðsla félagsmanna hófst í gær. Sólveig Anna Jóns- dóttir, formaður Eflingar, ferðaðist með færanlegum kjörstað félagsins. Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Ekki er heimilt að skipta um stéttar- félag eða ganga úr félagi þegar kjaradeila er hafin, segir Magnús M. Norðdahl, deildarstjóri lögfræði- deildar ASÍ. „Síðan er það svolítið teygjanlegt hvenær kjaradeila er hafin. Það byggist á skilgreiningu laga hvers stéttarfélags,“ útskýrir hann. Fram kom í umfjöllun Morgun- blaðsins í gær að nokkrir félags- menn VR hefðu óskað eftir úrsögn úr félaginu, en þeir hefðuverið upp- lýstir um að þeim væri ekki heimilt að segja sig úr félaginu eftir að kjaradeilu hefði verið vísað til ríkis- sáttasemjara. „Meðlimur stéttarfélags hættir að vera bundinn af samþykktum félags síns og sambands þess þegar hann, samkvæmt reglum félagsins, er far- inn úr því,“ segir í lögum um stéttar- félög og vinnudeilur. Þá segir í lög- um VR að „enginn getur þó sagt sig úr félaginu, eftir að kröfugerð í vinnudeilu hefur verið vísað til ríkis- sáttasemjara og þar til samningar hafa náðst“. Ákvæði laga Eflingar eru ekki jafn skýr, en þar kemur fram að „enginn getur sagt sig úr fé- laginu meðan viðræður um kjara- samninga, vinnudeila sem snertir kaupgjald eða vinnuskilmála við- komandi félagsmanna stendur yfir.“ Þrátt fyrir að stéttarfélög hafi mismunandi ákvæði segir Magnús vera takmörk fyrir því hversu langt sé hægt að teygja skilgreiningar- atriði. „Það er algjörlega ljóst að þegar viðræður eru komnar til ríkis- sáttasemjara sökum árangursleysis, þá er það orðið of seint fyrir úr- sögn.“ Væru ekki slík ákvæði um bundna aðild þegar kjaradeilur eru annars vegar segir Magnús að verk- föll yrðu erfið í framkvæmd. Úrsögn óheimil í kjaradeilu  Verkföll erfið í framkvæmd, væru ekki slík ákvæði Morgunblaðið/Hari Kjör Ekki er hægt að segja sig úr félagi eftir að kjaradeila er hafin. Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is 40 ár á Íslandi Snjóblásarar í öllum stærðum og gerðum Hágæða snjóblásarar frá Stiga ST5266 PB Kjaradeilur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.