Morgunblaðið - 26.02.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.02.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2019 Björn Bjarnason skrifar á heima-síðu sína um áráttu meirihlut- ans til að hlaupast undan ábyrgð: „Að Stefán Eiríksson borgarritari sjái sig knúinn til að skrifa á FB að ónafngreindir borgarfulltrúar gangi of langt í orð- um og framgöngu gegn borgarstarfs- mönnum er ekki ann- að en toppur á ísjaka í Ráðhúsinu. Undir niðri býr vanlíðan og bjargarleysi vegna ástands sem versnað hefur stig af stigi frá því að Jón Gnarr varð borgarstjóri með stuðningi og í skjóli Dags B. Eggertssonar.    Vandinn felst ekki í því að borgar-fulltrúar minnihlutans sinna skyldum sínum með gagnrýni á ein- staka þætti í borgarkerfinu. Það hef- ur verið gert í borgarstjórn áratug- um saman og ekki sætt sérstökum tíðindum.    Það sem er núna öðru vísi en áðurog hefur verið frá 2010 er að borgarstjóri stendur ekki í stafni og lætur brjóta á sér. Jón Gnarr hafði enga burði til þess. Dagur B. víkur sér undan því. Borgarstarfsmenn eru þess vegna berskjaldaðir og jafnvel skotspónn borgarstjóra.    Nýjasta dæmið er klúðrið vegnaborgarstjórnarkosninganna 2018. Lög voru brotin í aðdraganda kosninganna, borgarstjórinn fer strax í afneitun vegna málsins. Þeir sem vilja brjóta málið til mergjar horfa því til Önnu Kristinsdóttur, mannréttindastjóra Reykjavíkur- borgar. Hún kvartaði opinberlega undan gagnrýni á sig áður en Stefán Eiríksson kvaddi sér hljóðs. Enginn annar en borgarstjórinn og meiri- hluti hans setti Önnu í eldlínuna.“ Björn Bjarnason Vanlíðan og bjarg- arleysi í borginni STAKSTEINAR Dagur B. Eggertsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Fjórar sex ára gamlar stúlkur úr Mosfellsbæ enduðu nýverið óvænt úti á Granda í Reykjavík á leið sinni úr fim- leikum. Stelpurnar eru nemendur í Helgafellsskóla og átti starfsmaður skólans að sjá um að sækja þær, en þegar sá kom ekki á réttum tíma ákvað hópurinn að taka strætisvagn með fyrr- greindum afleiðingum. Greint var fyrst frá þessu í bæjarblaðinu Mosfellingi. „Þær voru að koma úr fimleikum en enginn sótti þær svo stelpurnar ákváðu bara að redda sér sjálfar og tóku strætó og enduðu þá úti á Granda,“ segir móðir einnar stelpunn- ar í samtali við Morgunblaðið. Aðspurð segir hún stelpurnar ekki hafa verið skelkaðar eftir ferðalagið. Foreldrunum var þó ekki skemmt. „Margir voru mjög smeykir og ég var algjörlega á nálum yfir þessu,“ segir hún og bætir við að margir hafi verið byrjaðir að leita að stúlkunum þegar starfsmaður Strætó hringdi og lét vita af ferðum þeirra út á Granda. Rósa Ingvarsdóttir, skólastjóri í Helgafellsskóla, segir frístunda- starfsmann hafa fylgt stúlkunum í fim- leika og að sá sem átti að sækja þær hafi tafist. „Við höfum leyst þetta með því að senda stelpurnar í frístunda- heimilið hjá Varmárskóla. Þar þurfa þær ekki að bíða eftir að verða sóttar,“ segir hún. khj@mbl.is Tóku strætó þegar enginn kom  Sex ára gamlar stúlkur enduðu einar úti á Granda eftir fimleika í Mosfellsbæ Morgunblaðið/Hari Skólinn Frá opnun Helgafellsskóla í Mosfellsbæ í janúar á þessu ári. Fjöldi fiðrilda var undir meðallagi á síðasta ári en tegundafjöldinn ná- lægt meðaltali í fiðrildavöktun Nátt- úrustofu Norðausturlands. Stofan er með tvær fiðrildagildur í Ási í Kelduhverfi og á Skútustöðum í Mý- vatnssveit. Gildrurnar eru settar upp um miðjan apríl og teknar niður í byrjun nóvember ár hvert en tæmdar vikulega. Flikruvefari og sigðygla fundust í fyrsta skipti í gildrunum. Engin ný tegund kom í fyrrra í gildruna á Ási, en mest barst í gildr- una af birkivefara, eða 1.311, sem er næstmesti fjöldi birkivefara sem komið hefur í gildruna á einu ári. Næstur í röðinni var tígulvefari með 702 eintök. Þessar tvær tegundir stóðu því undir um 2⁄3 hluta aflans. Aldrei fleiri lyngvefarar Það sem er óvenjulegast við afla ársins 2018 er fjöldi lyngvefara sem hefur aldrei verið meiri. Alls komu 182 lyngvefarar í gildruna í fyrra en 2017 voru þeir 50 sem þá var með því mesta en árin á undan hafði mest komið 15 lyngvefarar á einu ári, segir á heimasíðu Náttúrustofu Norðausturlands, nna.is Fjöldi fiðrilda í gildruna á Skútu- stöðum var aðeins undir meðallagi en tegundafjöldinn hefur aldrei ver- ið meiri eða 19 tegundir sem er jafnt meti sem staðið hefur frá 2012. Tvær nýjar tegundir bárust í gildruna, flikruvefari og sigðygla. Flikruvefari er talinn hafa numið hér land á Suðausturlandi um miðja síðustu öld og breiðst þaðan út um landið, fyrst um Suður- og Vestur- land en er nú að nema land á Norð- urlandi. Flikruvefarinn hefur komið nokkrum sinnum í gildruna í Ási. Sigðygla er fremur sjaldgæft flæk- ingsfiðrildi frá Evrópu og er þetta fjórði fundarstaður tegundarinnar hér á landi. aij@mbl.is Flikruvefari og sigð- ygla á Skútustöðum  Fjöldi fiðrilda var undir meðallagi í vöktun hjá NNA Ljósmynd/Erling Ólafsson Flikruvefari Smávaxinn vefari með fallega óreglulega flikrótta fram- vængi, segir á pödduvefnum. Við notum ekki MSG í súpuna okkar. Hún fæst í öllum helstu matvöruverslunum og stórmörkuðum landsins. Súpan er fullelduð og aðeins þarf að hita hana upp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.