Morgunblaðið - 26.02.2019, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2019
Morgunblaðið/Golli
Óvissa Skip að loðnuveiðum fyrir
utan Þorlákshöfn fyrir fimm árum.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Menn eru ekki úrkula vonar um að
eitthvað finnist af loðnu og leyft
verði að veiða, en þetta lítur ekki vel
út og ekki annað hægt en að vera
raunsær í þeim efnum,“ segir Sigur-
geir Brynjar Kristgeirsson, fram-
kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í
Vestmannaeyjum. Sigurgeir segir að
það hefði gríðarleg áhrif á allt sam-
félagið í Vestmannaeyjum yrði ekki
leyft að veiða loðnu í vetur. Í tilviki
Vinnslustöðvarinnar bætist það við
ástandið í humarveiðum, sem hafa
dregist saman síðustu ár og á þessu
ári er humarkvótinn mjög lítill.
Ræða framhald vöktunar í dag
Loðnuleiðangri lauk um helgina
og segir Þorsteinn Sigurðsson,
sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrann-
sóknastofnunar að niðurstaðan hafi
verið vonbrigði. Mjög lítið hafi
mælst fyrir norð-
an og vestan í við-
bót við það sem
sást fyrir Suð-
austurlandi í upp-
hafi þessarar
yfirferðar og
hafði áður verið
mælt í leiðöngr-
um vetrarins.
Þétt var farið yfir
svæðið frá Suð-
austurlandi á móti hefðbundinni
loðnugöngu og endað úti af Vest-
fjörðum. Auk rannsóknaskipa tóku
tvö íslensk veiðiskip þátt í leiðangr-
inum og einnig 1-2 norsk skip um
tíma.
Framhald vöktunar verður rætt í
samráðshópi Hafrannsóknastofnun-
ar og útgerða uppsjávarskipa í dag.
Rannsóknaskipið Árni Friðriksson,
sem verið hefur við loðnuleit undan-
farið, fer í marsrall eða togararall
um miðja vikuna.
Sigurgeir Brynjar segir að það
myndi hafa gríðarleg áhrif á sam-
félagið í Vestmannaeyjum ef engar
loðnuveiðar yrðu í vetur. Þar sé um
þriðjungur loðnukvótans; Ísfélagið
með 20%, Vinnslustöðin tæplega
11% og Huginn tæp 2%. Fyrir tveim-
ur árum hafi loðna fundist um miðj-
an febrúar sem gaf íslenskum skip-
um um 190 þúsund tonna kvóta.
Áætlað hefði verið að sá afli gæfi um
17 milljarða króna í útflutningsverð-
mæti og tæplega þriðjungur þeirrar
upphæðar skipti fyrirtækin í Vest-
mannaeyjum gríðarlega miklu máli.
Gjöld til hins opinbera
Þá hefði hann jafnframt speglað
skattspor Vinnslustöðvarinnar yfir á
þennan tæplega 200 þúsund tonna
loðnukvóta. Í vasa launafólks hefðu
runnið um 3,3 milljarðar og um 500
milljónir í lífeyrissjóði. Beinar tekjur
ríkis og sveitarfélaga hefðu numið
um 3,5 milljörðum t.d. með útsvari,
tekjuskatti og veiðigjöldum, sem og
skatti af hagnaði. Óbeinar tekjur
hins opinbera vegna kaupa fyrir-
tækja á þjónustu og aðföngum eins
og olíu og veiðarfærum hefðu skilað
ríkinu svipaðri upphæð. Fólk greiddi
síðan skatta og gjöld af neyslu, sem
hækkaði þessa tölu enn frekar. Í
vasa fyrirtækjanna hafi svo runnið
um 1,7 milljarðar sem nýttist til af-
borgana lána, fjárfestinga og arð-
greiðslna.
Sigurgeir segir að humarafli hafi
dregist saman ár frá ári, en miðað
við stöðuna fyrir 3-4 árum hefði
Vinnslustöðin tapað um 500 milljón-
um króna í tekjum á þeim sam-
drætti.
Samvinna til fyrirmyndar
Hann áætlar að loðnuleitin í vetur
hafi til þessa kostað útgerðir loðnu-
skipa hátt í 120 milljónir, en kostn-
aður vegna þátttöku loðnuskipa
skiptist á útgerðir samkvæmt hlut-
deild í loðnu. Hann segir líklegt að
áfram verði svipast um til að kanna
hvort eitthvað bætist við.
„Á þessu stigi verður það þó að
segjast að samvinna útgerðanna,
Hafrannsóknastofnunar og sjávar-
útvegsráðuneytisins hefur verið til
fyrirmyndar. Það hefur verið vel að
þessu staðið, fiskifræðingarnir hafa
lagt sig fram og í ráðuneytinu er
greinilega engin vitleysa í gangi
núna,“ segir Sigurgeir Brynjar.
Raunsæir en ekki úrkula vonar
Lítið bættist við í loðnuleit sem lauk um helgina Hefði mikil áhrif á samfélagið í Vestmannaeyjum
yrði ekki loðnuvertíð Hjá Vinnslustöðinni bætist brestur í humarveiðum við óvissuna í loðnunni
Sigurgeir Brynjar
Kristgeirsson
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 8008 – UNDRAVERÐUR SVEIGJANLEIKI
Háþróuð tækni, alvöru handverk, strangar prófanir og vandlega valin efni tryggja góðan nætursvefn
og passa upp á að líkaminn fái góða hvíld þegar þú þarf mest á því að halda.
Sími 555 2992 og 698 7999
Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra
Gott fyrir:
• Maga- og þarmastarfsemi
• Hjarta og æðar
• Ónæmiskerfið
• Kolesterol
• Liðina
Læknar mæla með selaolíunni
Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð
Óblönduð
– meiri virkni Selaolía
Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en
konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika
í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð
að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar
breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið
niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað
áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var
með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir
að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og
húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað
Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni
bætta líðan og heilsu.
Guðfinna Sigurgeirsdóttir.
„Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga
á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“
Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur falið
fjármálastjóra sveitarfélagsins að
fara yfir fjárhagsleg áhrif loðnu-
brests á tekjur aðalsjóðs og hafnar-
sjóðs bæjarins og leggja fyrir bæjar-
ráð. Þetta var niðurstaða fundar
ráðsins sem kom saman í gær.
Í fundargerð ráðsins segir að ljóst
sé að ef loðna finnist ekki í nægjan-
legu magni á Íslandsmiðum á yfir-
standandi vertíð verði áhrifin mikil á
mörg sveitarfélög, þar sem upp-
sjávarvinnsla sé mikilvægur þáttur í
sjávarútvegi þeirra.
„Óvíða er uppsjávarvinnsla meiri
en í Fjarðabyggð og ljóst er að
loðnubrestur mun hafa mikil áhrif á
fjárhag sveitarfélagsins. Þá er einn-
ig mikið áhyggjuefni að ekki er búið
að ljúka samningum um kolmunna-
veiðar í færeyskri lögsögu, sem ekki
síður hefur mikil áhrif á sjávar-
útvegsfyrirtækin í Fjarðabyggð,“
segir í fundargerðinni.
Bæjarráð hvetur stjórnvöld til að
fara vel yfir stöðu þessara mála,
enda sé það mikið hagsmunamál fyr-
ir sveitarfélög, fyrirtæki og ríki, þar
sem um sé að ræða verulegan hluta
útflutningsverðmæta sjávarútvegs á
Íslandi, eins og segir í fundargerð-
inni.
Loðnubrestur muni
hafa mikil áhrif
Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð uggandi
Morgunblaðið/Ómar
Loðnuvinnsla Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð vilja að farið verði yfir áhrif
loðnubrests á tekjur aðalsjóðs og hafnarsjóðs bæjarfélagsins.