Morgunblaðið - 26.02.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.02.2019, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2019 Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is Figgjo er norskt hágæða merki í borðbúnaði GLÆSILEGUR BORÐBÚNAÐUR FYRIR HÓTEL OG VEITINGASTAÐI VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég hef haldið þeirri meginreglu að vera helst ekki nema 10 ár á hverj- um stað. Nú eru komin 12 ár hjá Keili. Þess vegna var það löngu ákveðið að ég myndi hætta á þessu ári og það var tilkynnt með góðum fyrirvara,“ segir Hjálmar Árna- son, fram- kvæmdastjóri Keilis - mið- stöðvar vísinda, fræða og atvinnu- lífs á Ásbrú í Reykjanesbæ. Auglýst hefur verið eftir nýjum framkvæmda- stjóra. Hjálmar segist verða viðloð- andi reksturinn fram eftir árinu. „Svo eldast menn,“ bætir hann við, „menn mega ekki láta unglegt útlit blekkja sig.“ Hjálmar verður sjötugur á síðari hluta næsta árs. Hann segir að verkefnin hafi haldið honum ungum. „Ég er ekki að setjast í helgan stein. Er kominn með alls konar verkefni, bæði launuð og ólaunuð, en ætla ekki að vera í fastri vinnu,“ segir Hjálmar. Nefnir hann eitt þeirra, stofnun Gönguhóps Suður- nesja á dögunum sem 600 skráðu sig í á stundinni. Það tengist einu af mörgum áhugamálum Hjálmars, fjallgöngum. Margt eftir að skoða „Ég hef gaman af að ferðast. Við erum búin að skoða margt en eigum eftir að skoða meira,“ segir hann. Hjálmar var einmitt staddur á Grænhöfðaeyjum í gær með eigin- konu sinni, Valgerði Guðmunds- dóttur, menningarfulltrúa Reykja- nesbæjar. Þar er verið að byggja upp ferðaþjónustu og því margt frumstætt. Hann nefnir að þau hafi farið í skoðunarferð, standandi aftan á pallbíl eins og ISIS-skæruliðar. Hann er ekki í vafa um að eftir tíu ár verði ferðaþjónustan blómleg at- vinnugrein á Grænhöfðaeyjum. Hjálmar starfaði sem kennari áður en hann tók við stöðu skóla- meistara Fjölbrautaskóla Suður- nesja á árinu 1985. Því starfi gegndi hann í tíu ár. Hann var þingmaður Framsóknarflokksins í tólf ár en tók síðan að sér að leiða uppbyggingu Keilis á árinu 2007 sem fram- kvæmdastjóri. Keilir einstakur „Mér hefur alltaf þótt það starf skemmtilegast sem ég er að sinna á hverjum tíma. Ég sagði þetta þegar ég var á þingi og í starfi skólameist- ara,“ segir Hjálmar þegar hann er spurður um áhugaverðasta verk- efnið á ferlinum. „En Keilisverk- efnið er einstakt, að búa til nýjan skóla við mjög sérstakar aðstæður. Það hefur verið afskaplega ögrandi og skemmtilegt verkefni sem ég hef unnið með frábærum hópi. Það verður erfiðast á þessum tíma- mótum að hætta að hitta þennan skemmtilega og kraftmikla hóp á hverjum degi.“ Yfir 3.000 nemar hafa útskrif- ast frá Keili á þessum tíma. „Ég hef upplifað gleðina hjá nemendum sem margir hverjir hafa verið að fá ann- að tækifæri í lífinu til að læra. Þá gleði tekur maður með sér,“ segir Hjálmar. Bankahrunið var árið eftir að Keilir tók til starfa og hann hefur því gengið í gegnum erfiða tíma en þó verið í stöðugri sókn. Þar er starfrækt háskólabrú, flugakademía og íþróttaakademía. Nýjasta skraut- fjöðrin er tölvuleikjagerð. Það er ný námsleið til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð og verður í boði frá næsta hausti, samkvæmt samningi við menntamálaráðu- neytið. Samkvæmt nýrri samantekt stunda hátt í 700 nemendur nám við skólann á þessu skólaári. Nemendur háskólabrúar eru fjölmennastir eða 317 talsins í stað- og fjarnámi. Hjálmar er stoltur af uppbygg- ingunni, eins og fram kemur hér að framan. Umsóknarfrestur um stöðu framkvæmdastjóra rennur út 10. mars. Hjálmar segir að stjórnin muni taka sér góðan tíma til að finna rétta persónuleikann í starfið enda sé það mikilvægt. Ljósmynd/Keilir Flugkennsla Flugakademían er vaxandi deild hjá Keili. Þar er hægt að fara í einka- og atvinnuflugnám, fá rétt- indi til flugkennslu og læra flugvirkjun í samvinnu við AST, sem er áratugagamall flugvirkjaskóli í Skotlandi. Ögrandi og skemmtilegt verkefni að búa til skóla  Hjálmar Árnason hættir í ár eftir 12 ára starf sem framkvæmdastjóri Keilis Hjálmar Árnason Þrír keppendur úr Hnefaleikafélagi Kópavogs tóku þátt á sterku hnefa- leikamóti á Norður-Írlandi um helgina og náðu þar góðum árangri. Emin Kadri Eminsson keppti við Ír- ann Charlie Ward úr Mullinger Elite og sigraði Emin örugglega. Emin var einnig valinn besti boxari mótsins og hlaut viðurkenningu fyr- ir það. Jafet Örn Þorsteinsson keppti við Írann Jack Gonroy úr Mullingar Elite en þurfti að lúta í lægra haldi eftir jafnan bardaga. Þess má geta að Jack vann til silfur- verðlauna á seinasta ári á EM í hnefaleikum. Kristján Ingi Krist- jánsson keppti við Bretann Tim Ola frá Romford BC og tapaði á klofinni dómaraákvörðun en viðureignin var hnífjöfn og þótti vera viðureign kvöldsins. Næsta mót Hnefaleikafélags Kópavogs verður 16. mars næstkom- andi. Er það er 100 ára minningar- mót Guðmundar Arasonar, hnefa- leikakappa og athafnamanns, og verður mótið haldið í húsakynnum félagsins við Smiðjuveg í Kópavogi. Góður árangur box- ara úr Kópavogi Hnefaleikar Boxarar úr Kópavogi kepptu á Norður-Írlandi um helgina. Búið er að taka skýrslu af bæði öku- mönnum og farþegum í umferðar- slysi sem varð þegar tveir bílar rák- ust saman á Suðurlandsvegi, austan við Hjörleifshöfða, um miðjan mánuðinn. Um harðan árekstur var að ræða og segir Oddur Árnason, yfirlög- regluþjónn á Suðurlandi, rannsókn slyssins enn vera í gangi en lögregla bíður m.a. eftir frekari rannsóknar- gögnum og áverkavottorðum. Hann segir þó ekkert hafa komið fram sem hreki þá skoðun lögreglu að annar bíllinn hafi snúist í hálku og farið yfir á öfugan vegarhelming og það hafi orðið til þess að öku- tækin skullu saman. Búið er að útskrifa þann bílstjóra sem slasaðist af Landspítalanum en báðir farþegarnir liggja þar enn að sögn lögreglu. Þeir slösuðust meira og þurfti m.a. að beita klippum við að ná þeim út úr bílunum. Ökumenn og far- þegar í skýrslutöku Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Umferð Frá vettvangi slyssins. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auð- lindamála hefur vísað frá kæru veiðifélags Árnesinga, Náttúru- verndarsamtaka Íslands og nátt- úruverndarfélagsins Laxinn lifi, vegna útgáfu Matvælastofnunar á rekstrarleyfi fyrir allt að 500 tonna seiðaeldi á ári í seiðaeldisstöð Laxa fiskeldis ehf. í Þorlákshöfn. Niðurstaða nefndarinnar byggist á því að náttúrverndarfélögin upp- fylli ekki skilyrði til kæruaðildar að málinu þar sem fyrir liggi ákvörð- un Skipulagsstofnunar um að fram- kvæmdin sé ekki háð mati á um- hverfisáhrifum. Þá vísaði nefndin einnig frá kæru veiðifélagsins með þeim rökum að það hefði ekki raunhæft gildi fyrir lögvarða hagsmuni þess að fá leyst úr ágreiningi um lögmæti rekstrar- leyfisins. Kæru vegna seiða- eldis vísað frá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.