Morgunblaðið - 26.02.2019, Síða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2019
SMÁRALIND
www.skornirthinir.is
VATNSHELDIR
SKÓR
Lytos Cosmic Run er léttur
alhliða útivistarskór
Verð 22.995
Stærðir 36 - 47
Innsóli: Anatomico Ortholite
Sóli: Vibram Skyrunning Advanced
Þyngd: 361 gr (í stærð 42)
26. febrúar 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 119.39 119.95 119.67
Sterlingspund 155.38 156.14 155.76
Kanadadalur 90.29 90.81 90.55
Dönsk króna 18.132 18.238 18.185
Norsk króna 13.839 13.921 13.88
Sænsk króna 12.753 12.827 12.79
Svissn. franki 119.22 119.88 119.55
Japanskt jen 1.0763 1.0825 1.0794
SDR 166.05 167.03 166.54
Evra 135.32 136.08 135.7
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 165.6792
Hrávöruverð
Gull 1322.25 ($/únsa)
Ál 1890.0 ($/tonn) LME
Hráolía 66.96 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Landsbankinn hf. hefur fallist á að
greiða 15 milljóna króna sekt til Fjár-
máleftirlitsins vegna tvíþætts brots á
lögum um verðbréfaviðskipti. Í sam-
komulagi, sem birt er á vefsíðu Fjár-
málaeftirlitsins, kemur fram að Lands-
bankinn hafi viðurkennt að hafa láðst
að tilkynna um breytingu á veruleg-
um hlut atkvæðisréttar í leigufélaginu
Heimavöllum hf. Þá viðurkennir Lands-
bankinn einnig að hafa láðst að tilkynna
um breytingu á verulegum hlut atkvæð-
isréttar í Heimavöllum innan lögbund-
ins tímafrests.
Brotin varða 78. og 86. gr. verð-
bréfaviðskiptalaga er varða flöggunar-
skyldu en Landsbankinn var eigandi að
hlutum í Heimavöllum og var eignar-
hlutur bankans yfir 5% af útgefnu
hlutafé í fyrirtækinu. Þann 7. júní fór
eignarhlutur Landsbankans undir 5% af
útgefnu hlutafé án þess að tilkynnt væri
um viðskiptin. Hinn 11. júní fór eignar-
hlutur bankans yfir 5% á ný og láðist að
tilkynna það innan settra tímamarka.
15 milljóna króna sekt
Landsbankans
STUTT
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Seðlabanki Íslands fer þess á leit
við ríkissjóð að þær sektir og sátta-
greiðslur sem lagðar voru á ein-
staklinga og lögaðila á árunum 2009
til 2011 vegna meintra brota gegn
lögum og reglum um gjaldeyrishöft,
verði endurgreiddar. Nú sé orðið
ljóst að skort hafi á heimildir í lög-
um til að knýja á um slíkar sátta- og
sektargreiðslur. Þetta kemur fram í
yfirlýsingu sem bankinn sendi frá
sér síðla dags í gær. Beiðnin er að
sögn bankans lögð fram, nú þegar
ríkissaksóknari hefur, í svari við
fyrirspurn sem Seðlabankinn beindi
til hans, tekið af allan vafa um að
„reglusetningarheimild í bráða-
birgðaákvæði laga um gjaldeyris-
mál hafi ekki uppfyllt áðurnefnd
skilyrði um framsal lagasetningar-
valds og skýrleika reglusetningar-
heimilda. Þar með gætu reglur um
gjaldeyrismál, sem settar voru á
grundvelli bráðabirgðaákvæðisins,
ekki talist gildar sem refsiheimild“.
Þess krafist að bankinn
endurskoðaði ákvörðun sína
Þar vísar Seðlabankinn til álita-
máls sem Umboðsmaður Alþingis
tók til umfjöllunar í áliti sem birt
var í janúar síðastliðnum vegna
kvörtunar sem Þorsteinn Már Bald-
vinsson, forstjóri Samherja, hafði
lagt fram vegna afgreiðslu Seðla-
bankans á kröfu hans þess efnis að
bankinn afturkallaði, að eigin frum-
kvæði, stjórnvaldsákvörðun vegna
brota gegn reglum um gjaldeyris-
mál.
Í niðurstöðu Umboðsmanns kem-
ur fram að við meðferð málsins hafi
Seðlabankinn ekki tekið afstöðu til
röksemda sem lutu að ummælum
sem ríkissaksóknari lét falla 20. maí
2014 um gildi laga og reglna um
gjaldeyrismál sem refsiheimilda.
Frá því að Umboðsmaður birti
álit sitt hefur Seðlabankinn haft til
skoðunar hvað í álitinu felst og
leiddi sú skoðun til þess að bankinn
sendi áðurnefnda fyrirspurn á rík-
issaksóknara. Allt fram til gærdags-
ins hefur Seðlabankinn haldið því
fram að refsiheimildir bankans hafi
verið skýrar. Vísar bankinn í yfir-
lýsingu sinni til nokkurra atriða
þeirri afstöðu til varnar. Þannig hafi
bankinn fengið utanaðkomandi
lögfræðiálit sem staðfest hafi þá
skoðun, ráðuneytið, sem farið hafi
með málaflokkinn hafi auk þess ver-
ið sama sinnis. Þá hafi það verið
niðurstaða Lagastofnunar Háskóla
Íslands í úttekt á stjórnsýslu Seðla-
bankans við framkvæmd gjald-
eyriseftirlitsins sem unnin var að
beiðni bankaráðs bankans. Enn
fremur segir í yfirlýsingu bankans
að hann hafi talið „vilja löggjafans
skýran um þetta efni og því fram-
fylgt fjármagnshöftunum með
viðurlögum í ljósi þeirra ríku al-
mannahagsmuna sem þeim var ætl-
að að vernda“.
Nú hefur Seðlabankinn hins veg-
ar, í ljósi yfirlýsingar ríkissaksókn-
ara, óskað eftir því að fallið verði
frá ákvörðunum sem teknar voru á
grundvelli laganna sem giltu á ára-
bilinu 2008 til 2011, eða þar til að ný
löggjöf gekk í gildi undir lok síðar-
nefnda ársins. Snýr endurskoðunin
að 18 málum og nema fjárhæðirnar
í þeim alls um 40 milljónum króna,
samkvæmt svari Seðlabankans við
fyrirspurn Morgunblaðsins.
Meira endurgreitt
Í Morgunblaðinu síðastliðinn
laugardag var greint frá því að af
þeim sektum og sáttagreiðslum sem
Seðlabankinn lagði á einstaklinga
og lögaðila á árabilinu 2012-2018, á
grundvelli nýrrar lagasetningar,
hefur bankinn verið látinn, fyrir til-
stilli dóma Hæstaréttar, endur-
greiða um 114 milljónir króna af
þeim ríflega 204 milljónum sem
bankinn hafði innheimt á grundvelli
sekta og sáttagreiðslna vegna
meintra brota gegn lögum um
gjaldeyrismál á því tímabili.
Seðlabankinn fellur frá
sektum og sáttagreiðslum
Morgunblaðið/Golli
Afturreka Enn á ný er Seðlabankinn knúinn til þess að falla frá íþyngjandi
ákvörðunum sem tengjast gjaldeyriseftirliti bankans. Því var komið á laggirnar
árið 2009 en hefur sætt mikilli gagnrýni vegna framgöngu starfsmanna þess.
Bankinn óskar eftir því að ríkissjóður endurgreiði 40 milljónir króna
Þann 25. janúar var fyrirtækið Tesla
Motors Iceland ehf. stofnað og er
fyrirtækið með lögheimili í Efstaleiti
5. Þar er Lögmannsstofan Logos með
aðsetur en hún annaðist stofnun fé-
lagsins. David Jon Feinstein er
skráður stjórnarformaður fyrirtækis-
ins, en hann er titlaður framkvæmda-
stjóri alþjóðaviðskipta og nýrra
markaða hjá Tesla. Í ÍSAT atvinnu-
greinaflokkun RSK er starfsemi
fyrirtækisins flokkuð sem bílasala.
Morgunblaðið leitaði upplýsinga
hjá Tesla um fyrirhugaða opnun
starfsstöðvar hér á landi. Til svara
varð fulltrúi Tesla í Noregi, Even
Sandvold Roland. Staðfesti hann að
Tesla vinni að opnun hér á landi en
bætti hann við að nánari upplýsinga
um þau umsvif yrði að vænta innan
skamms.
Vildi flýta ferlinu
Feinstein er einnig skráður stjórn-
armaður í nýstofnuðu fyrirtæki Tesla
í Póllandi en það var skráð þar í upp-
hafi þessa árs, að því er fram kemur á
pólsku rafbílavefsíðunni Elektro-
woz.pl. Samkvæmt fyrirtækjaskrá í
Tékklandi var sams konar fyrirtæki
einnig stofnað í Tékklandi í desember
síðastliðnum. Þar er Feinstein einnig
skráður í stjórn. Í maí á síðasta ári
sagðist Elon Musk, stofnandi og
framkvæmdastjóri Tesla, ætla sér að
flýta komu Tesla til Íslands eftir að
árvökull Twitter-notandi hafði bent
frumkvöðlinum á háar sölutölur raf-
bíla hér á landi. Baðst Musk á þeim
vettvangi einnig afsökunar á töfinni
og þakkaði fyrir að hafa fengið þær
upplýsingar. Í lok árs 2018 var fjöldi
hreinna rafbíla 2.681 á Íslandi sam-
kvæmt tölum EAFO og stækkaði
flotinn um 37% frá árinu 2017 er 1.956
rafbílar voru skráðir hér á landi.
peturhreins@mbl.is
AFP
Tesla Búið er að stofna fyrirtækið
Tesla Motors Iceland hér á landi.
Tesla Motors Ice-
land ehf. stofnað
Rafbílaframleið-
andinn þreifar fyr-
ir sér hér á landi