Morgunblaðið - 26.02.2019, Page 19
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2019
Vætutíð Rignt hefur linnulítið á réttláta sem rangláta í höfuðborginni undanfarna daga. Þessir íbyggnu ferðamenn voru við votviðrinu búnir á göngu sinni upp hinn litríka Frakkastíg.
Eggert
Eitt af baráttu-
málum Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga
er að ríkið komi að
því með sveitarfélög-
unum að ljúka upp-
byggingu á fráveitu-
kerfum landsins. Sú
umræða er ekki ný af
nálinni og raunar
voru sett lög árið
1995 um tímabundna
endurgreiðslu virðisaukaskatts af
fráveituframkvæmdum sveitarfé-
laga til ársins 2008. Náðust fram
miklar umbætur um land allt á
gildistíma lagannna. Óumdeilt er
að verkefninu var hvergi nærri
lokið enda voru aðstæður sveitar-
félaga til þess að ráðast í stórar
fjárfestingar á þessum tíma mis-
jafnar.
Eðlileg fjármögn-
unarkrafa af hálfu
sveitarfélaga
Í þessu samhengi er
rétt að minna á, að
sveitarfélög á Íslandi
hafa verulegar skyldur
á sviði umhverfismála.
Í mörgum tilvikum er
um að ræða innleið-
ingu löggjafar frá
Evrópusambandinu,
sem er skylt að lög-
festa á Íslandi á
grundvelli EES-samningsins og
gerir skýrar kröfur í fráveitu-
málum. Þessum kröfum eru
sveitarfélög landsins, eðli máls
samkvæmt, misjafnlega vel í stakk
búin til að mæta.
Það er eðlileg og réttmæt krafa,
að þegar Alþingi samþykkir lög-
gjöf sem felur í sér aukin útgjöld
fyrir sveitarfélögin, komi ríkið að
fjármögnun þeirra verkefna.
Reynslan sýnir því miður að fátítt
er að ríkið komi með beinum hætti
að málum með þessum hætti,
heldur er venjan almennt sú að
sveitarfélögum er gert að standa
ein undir slíkum fjárfestingum, á
sama tíma og þeim ber einnig að
fylgja ákvæðum sveitarstjórnar-
laga um að skulda ekki meira en
sem nemur 150% af reglulegum
tekjum sínum.
Virðisaukaskattur á
klóak- og fráveitukerfi?
Á landsþingi sambandsins sl.
haust fögnuðu sveitarstjórnar-
menn fréttum um að komið væri
fram frumvarp þess efnis, að
sveitarfélögum skyldi endur-
greiddur virðisaukaskattur af
fráveituframkvæmdum. Fyrsti
flutningsmaður frumvarpsins er
Jón Gunnarsson, formaður um-
hverfis- og samgöngunefndar Al-
þingis, og á hann þakkir skildar
fyrir frumkvæðið. Verra er reynd-
ar, að nærri hálfu ári síðar er ekk-
ert að frétta af málinu. Fyrsta
umræða um frumvarpið hefur ekki
einu sinni farið fram! Þetta verður
að teljast með nokkrum ólík-
indum, í ljósi mikilvægis málsins
sem hér um ræðir.
Það skiptir sveitarfélögin miklu
að fá endurgreitt sem nemur 20%
af heildarkostnaði við fráveitu-
mannvirki enda er hér um að
ræða meiriháttar fjárfestingar á
mælikvarða allra sveitarfélaga. Á
meðan lagabreytingar sem
sveitarfélögin hafa lengi kallað
eftir ganga ekki í gegn, eru mest-
ar líkur á að sveitarstjórnir haldi
að sér höndum þrátt fyrir að
óumdeilt sé, að þörfin á þessum
framkvæmdum er mjög brýn víða
um land.
Skorað á Alþingi
að ljúka málinu
Fyrir hönd sveitarfélaganna í
landinu skora ég hér með á al-
þingisþingmenn að koma um-
ræddu frumvarpi á dagskrá
þingsins og tryggja því jafnframt
brautargengi þannig að það verði
að lögum fyrir þinglok í vor.
Eftir Aldísi
Hafsteinsdóttur » Það er eðlileg
krafa, að þegar
Alþingi samþykkir
löggjöf sem felur í sér
aukin útgjöld fyrir
sveitarfélögin, komi
ríkið að fjármögnun
þeirra verkefna.
Aldís Hafsteinsdóttir
Höfundur er formaður Sambands
Íslenskra sveitarfélaga.
aldis@samband.is
Er rétt að ríkið skattleggi almannaþjónustu?
„Hef ég drepið mann
eða hef ég ekki drepið
mann? Hver hefur
drepið mann og hver
hefur ekki drepið
mann? Hvenær drepur
maður mann og hve-
nær drepur maður
ekki mann? Og þó.“
Þessum spurningum
varpaði Jón Hregg-
viðsson fram og var
alls ekki viss um að hann hefði drep-
ið böðul kóngsins.
Nú tekst alheimurinn á við nýja
ógn sem farin er að drepa fólk, það
er kallað sýklalyfjaónæmi. Hverjir
bera ábyrgð á þessum voða? Eru
það bændurnir í ESB? Kannski enn
frekar iðnaðarframleiðsla á mat-
vælum, verksmiðjubú sem nota
pensilín í óhófi í húsdýrin sín og
setja pensilín einnig í fóðrið til að
koma í veg fyrir sjúkdóma í dýrun-
um. Svo setja þeir þetta eitraða kjöt
út á markaðinn og komast upp með
að selja það á milli landa. Er þessi vá
á ábyrgð stjórnvalda í viðkomandi
löndum, skortir lög, reglur og ekki
síst eftirlit í landbúnaði þjóðanna?
Vill ráðherra, sem er með bestu mat-
væli á borðum sinnar þjóðar, taka
áhættu eða skerst heilbrigðisráð-
herra í leikinn? Vill ríkisstjórn og
Alþingi í slíku landi loka eyrum sín-
um og taka áhættuna? Landbúnað-
arráðherra, sem nú telur tíu ára
skuldbindingu orðið sitt baráttumál,
þrátt fyrir nýtt og glæpsamlegt at-
ferli í landbúnaði margra ESB-
landa. Jafn ágætur maður og Krist-
ján Þór Júlíusson er fer að eins og
ráðamenn gerðu í Icesave, álítur
málið tapað. Hann skammar Bænda-
samtökin í grein í
Morgunblaðinu, talar
um vörn þeirra í lífs-
baráttu sem „frum-
hlaup“. Varaðu þig nú,
Kristján Þór Júlíusson,
þú þarft að skoða fleira
en að framfylgja dómi
Hæstaréttar og
EFTA-dómstólsins
sem snerist um við-
skipti en gæti unnist
sem lýðheilsumál. Nú
ber að meta hvort leið-
irnar að kjarna málsins
opnist ekki, verði málið sótt á rökum
EES-samningsins og Rómarsátt-
málans sem „vernd lífs og heilsu
manna og dýra,“ það var ekki gert í
dómsmálunum.
Ég vil kalla þessa leið hina leiðina.
Ég tel það einnig okkar skyldu að
neita að slík áhætta verði leidd yfir
land og þjóð sem er hvergi bundin
eða bendluð við slíkan landbúnað.
Þetta stríð er auðlinda- og land-
helgisstríð, þetta stríð er barátta
fyrir matvælum án eiturefna gegn
lífshættulegum framleiðsluaðferðum
margra erlendra þjóða. Þetta stríð
snýst um líf og heilsu manna og
dýra.
Prófessorar tala
um lífshættu
Þeir voru afdráttarlausir í mál-
flutningi sínum prófessorarnir Karl
G. Kristinsson og Bandaríkjamað-
urinn Lance Price á fundi á Hótel
Sögu á dögunum. Svar Lance Price
var afdráttarlaust þegar hann var
spurður hvort hann myndi banna
innflutning á hráu kjöti til Íslands
væri honum falið að úrskurða um
málið. Hann svaraði hiklaust: „Yes.“
Svo bætti hann við að hann væri bú-
inn að grandskoða í alþjóðlegri töl-
fræði og þeim rannsóknum sem
fram hafa farið m.a. hér á landi og
hann hefði aðgang að í gegnum sam-
starf sitt á því sviði, að aðstæður
okkar á Íslandi væru einstakar og
hvergi í heiminum betri. Við værum
öfundsverð þjóð og margar þjóðir
vildu vera í okkar sporum. Þetta
ættum við skilyrðislaust að verja
með öllum ráðum og aldrei að fórna.
Báðir tóku þeir fram að þeir ættu
hvergi hagsmuna að gæta, hvorki í
landbúnaði né stjórnmálum. Karl
sagði þetta einungis hugsjón sína
sem faglegur sérfræðingur og lækn-
ir og þar með almenna umhyggju
fyrir fólki, börnum sínum og barna-
börnum. Báðir tilgreindu þeir lönd í
Evrópu, sem þeir sögðust sjálfir
ekki myndu neyta kjöts frá. Undir
þessar áhyggjur taka örugglega allir
sem eru á sama stað í lífinu og Karl
og Lance Price hvar sem þeir standa
í þjóðfélaginu sem foreldri eða
amma og afi. Málið er að færast á
grafalvarlegan stað verði þetta bann
gefið eftir bæði gagnvart lýðheilsu
manna og dýravernd.
Eru bæði ríkisstjórn og
Alþingi búin að gefist upp?
Því verður ekki trúað að ríkis-
stjórn eða Alþingi hafi gefist upp við
að leita öruggustu lausna, þótt frum-
varp landbúnaðarráðherra gefi frið
og tíma til að leita allra lausna.
Hægt er að velta fyrir sér hvort
kjötmálið hafi aðeins verið með-
höndlað á stigi viðskipta og á borði
embættismanna? Aldrei verið sett
skör hærra upp á plan ráðherra eða
stjórnmálamanna sem endanlega
ábyrgð bera. (Minna má á deilu sem
upp kom við ESB um útflutning á
saltfiski árið 2010 sem leyst var á
ráðherraplani.) Stjórnmálamenn
stynja og segja málið bæði hafa
gengið í gegnum dómstóla hér, þ.e.
Hæstarétt, og hjá EFTA. Samn-
ingur sé samningur – gömul mistök
og ESB ræði það ekki frekar. Því
verður ekki trúað að samningar sé
svo geirnegldir að breyttar for-
sendur og nýjar aðstæður kalli ekki
á áheyrn og upptöku samnings-
ákvæða, sérstaklega ef vegið er að
lýðheilsu og almannaheill og einstök
sérstaða okkar lands verði sett í
uppnám. Það á einnig að spyrja for-
svarsaðila ESB áleitinna spurninga
og fá skýrar útlistanir og forsendur
fyrir því hvers vegna svo gríðarlega
breytilegar aðstæður eru innan
ESB-landa í sýklalyfjanotkun í bú-
fjárframleiðslu, en öll aðildarlönd
falli undir sama eftirlitskerfi sam-
bandsins! Hvernig má þetta vera?
Svo þegar samningurinn um Evr-
ópska efnahagssvæðið er skoðaður
kemur í ljós að þar eru skýr ákvæði
sem við sem þjóð getum gripið til í
neyð. Því í samningnum um EES,
sem hver maður getur nálgast á vef
Stjórnarráðs Íslands, má sjá í 13. gr.
samningsins (sem vísar jafnframt í
34. gr. Rómarsáttmálans) að „bann-
ákvæði 11. og 12. gr. koma ekki í veg
fyrir að leggja megi á innflutning,
útflutning eða umflutning vara,
bönn eða höft sem réttlætast af al-
mennu siðferði, allsherjarreglu, al-
mannaöryggi, vernd lífs og heilsu
manna og dýra eða gróðurvernd,
vernd þjóðarverðmæta“.
Nú spyr ég hvort í þessum rökum
sé nauðvörn sem við eigum og ríkis-
stjórn gæti tekið upp við æðstu ráð-
menn ESB. Ráðherra færi á fundinn
með færustu lögfræðingum, yfir-
dýralækni og réði þessa vísinda-
menn, bæði Karl G. Kristinsson og
Lance Price, til að rökstyðja hætt-
una sem myndi fylgja því að leyfa
innflutning á hráum kjötvörum,
eggjum og ógerilsneyddum mjólkur-
vörum frá ESB-löndum?
Líf og heilsa manna
og dýra liggur við
Heilsa okkar Íslendinga, við-
kvæmir en hreinustu búfjárstofnar
sem fyrirfinnast í veröldinni, ein-
stakt grunnvatn og gróður sem vex
úr hreinni mold og af hreinu vatni,
það eru þjóðargersemar. Við höfum
rétt okkar staðfestan í m.a. samn-
ingnum um EES og einnig með stoð
í Rómarsáttmálanum. Þessu verðum
við að fylgja eftir, frá öðru sjónar-
horni en til þessa. Það er neyðar-
réttur okkar í aðstæðum sem okkar
einangraða og viðkvæma land stend-
ur frammi fyrir. Því eigum við að
fylgja eftir og aldrei að hvika eða
gefast upp. Það er orrusta sem
krefst þrautseigju og vilja en upp-
skeran verður varanleg verðmæti.
Bændur og neytendur, þetta er ykk-
ar hvorra tveggja baráttumál. Þessu
stríði er ekki lokið. Komum í veg fyr-
ir að íslenskir ráðamenn þurfi síðar
ef illa fer að spyrja sig sömu spurn-
inga og Jón gamli Hreggviðsson.
Eftir Guðna
Ágústsson »Heilsa okkar Íslend-
inga, viðkvæmir en
hreinustu búfjárstofnar
sem fyrirfinnast í ver-
öldinni, einstakt grunn-
vatn og gróður sem vex
úr hreinni mold og af
hreinu vatni, það eru
þjóðargersemar.
Guðni Ágústsson
Höfundur er fv. alþingismaður
og ráðherra.
Innflutningi á hráu kjöti fylgir lífsháski