Morgunblaðið - 26.02.2019, Page 24

Morgunblaðið - 26.02.2019, Page 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2019 ✝ Ólafur HákonGuðmundsson húsasmíðameistari fæddist á Gljúfur- holti í Ölfusi 20. janúar 1945. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurlands 15. febrúar 2019. Foreldrar hans voru hjónin Katrín Ólafsdóttir, f. 14. febrúar 1913, d. 25. desember 1997, og Guð- mundur Elías Guðmundsson, f. 31. júlí 1914, d. 14. mars 2002. Systkini Ólafs eru: Fríða, f. 23. júlí 1943, d. 30. desember 1990. Maður hennar var Gunn- ar Malmquist, þau eignuðust eina dóttur, Unni. Hennar maður er Kjartan og saman Ólafur kynntist eiginkonu sinni, Jónínu Magnúsdóttur, árið 1997 og hófu þau sambúð á Selfossi sumarið 1999. Hinn 23. júlí 2009 gengu þau í hjónaband. Börn Jónínu frá fyrra hjónabandi eru: Magnús Þór, börn hans eru Gunnar Karl og Beth, Ólafur Freyr. Lára, dóttir hennar er Ástrós Vera. Þórlaug, gift Jóni Bergþóri og saman eiga þau Kríu Karítas og Hrafnfífu Hlín. Ólafur lauk meistaranámi í húsasmíði árið 1970 og vann við þá iðn alla sína starfsævi uns hann lét af störfum árið 2009. Lengst af vann hann hér á landi við húsasmíðar og virkjanaframkvæmdir en um tíma starfaði hann á Græn- landi og í Danmörku. Eftir að hann lét af störfum átti skóg- ræktin hug hans allan. Útförin fer fram frá Sel- fosskirkju í dag, 26. febrúar 2019, og hefst athöfnin klukk- an 14. eiga þau tvö börn og tvö barnabörn. Guðrún, f. 16. janúar 1946, mað- ur hennar er Árni Oddgeir Guð- mundsson, þau eiga saman þrjú börn, Guðmund sem er látinn, Jó- hann og Árnýju en hún á eina dóttur. Sólveig, f. 24. apríl 1950, d. 8. júlí 2004. Maður hennar var Halldór Ás- geirsson en hann á tvo syni. Guðmunda, f. 4. nóvember 1953, maður hennar er Gustav H. Karlsson, saman eiga þau Elías, Arnþór, Katrínu og Fríðu. Barnabörn Guðmundu og Gustav eru 11 talsins. Látinn er góður vinur minn og frændi, Ólafur Hákon Guð- mundsson húsasmíðameistari á Selfossi. Frændsemi okkar Óla, eins og hann var kallaður, er þannig tilkomin að móðurafi hans, Ólafur Hákon Hákonar- son, og móðurafi minn, Kristján Ólafsson, voru hálfbræður. For- eldrar Óla áttu tveggja íbúða hús við Austurveg 32 á Selfossi. Foreldrar mínir leigðu kjallar- ann á fyrstu búskaparárum sín- um á Selfossi. Ég var barnungur á þeim tíma, við Óli höfum þekkst og verið vinir alla tíð. Við gengum í sama barnaskóla og unglingaskóla og vorum alltaf sessunautar. Um tíma fluttu for- eldrar Óla á sveitabæinn Jórvík í Sandvíkurhreppi. Búseta þeirra í Jórvík var stutt því móðir Óla, Katrín Ólafsdóttir, fékk blóðtappa, svo þau fóru aft- ur að Selfossi eftir tveggja ára búskap í Jórvík. Þegar skyldu- námi lauk vildum við Óli fara strax í Iðnskóla Selfoss. Skóla- stjóri Iðnskólans sagði okkur að við þyrftum að ljúka þriðja bekk unglingaskólans. Við hlýddum því og lukum síðasta bekk ungl- ingaskólans, mig grunaði síðar að feður okkar hefðu haft áhrif á þessa skoðun skólastjórans. Svo fórum við í Iðnskóla Selfoss, við vorum tuttugu nemendur sem lukum honum 1965, í ýmsum iðngreinum. Jafnframt iðnskóla- námi var Óli á námssamningi hjá Kaupfélagi Árnesinga í húsasmíði. Hann varð sveinn í húsasmíði 1966 og húsasmíða- meistari 1970. Árið 1964 vorum við á meiraprófsnámskeiði, þetta voru 42 bílstjóraefni sem luku meiraprófi á Selfossi það árið. Óli vann við trésmíðar nokkuð víða. Hann vann við virkjanir við Þjórsá og í Grænlandi og í Dan- mörku svo nokkrir vinnustaðir hans séu nefndir. Það kom að því að Óli fann sér lífsförunaut. Hann kynntist Jónínu Magnúsdóttur og giftust þau í Laugardælakirkju 2009. Þau bjuggu alltaf í góðu ein- býlishúsi sem Óli byggði, ásamt börnum Jónínu sem Óli gekk í föðurstað. Á seinni árum vann Óli við skógræktarstörf í Hellisskógi, fyrir Skógræktarfélag Selfoss í nokkur ár. Þar voru unglingar einnig við skógræktarvinnu með Óla. Frá því að Óli vissi hvaða sjúkdómur herjaði á hann, leið einungis einn mánuður þar til hann lést. Það var hinn illvígi sjúkdómur, krabbamein, sem varð frænda að aldurtila. Jónína eiginkona Óla og dætur hennar studdu vel við Óla í veikindum hans, þær vöktu daga og nætur yfir honum til þess að létta hon- um lífið. Starfsfólkið með sinni einstöku hlýju og fórnfýsi á miklar þakkir skildar fyrir störf sín. Blessuð sé minning Ólafs Há- konar Guðmundssonar húsa- smíðameistara. Pétur Kristjánsson. Við Ólafur Hákon kynntumst fyrir mörgum áratugum í fjöl- mennum hópi starfsfólks við Búrfellsvirkjun. Okkur varð fljótt vel til vina og naut ég og fjölskylda mín órofa vináttu hans alla tíð síðan. Ólafur var prýðismaður, dug- legur við öll störf, reglusamur, hress húmoristi og vinur allra. Hann var mjög vel gefinn, fróð- ur um alla skapaða hluti, ljóð- elskur og unni náttúrunni, eink- um á Suðurlandi. Í mínum huga var hann sunnlenskur framsókn- armaður eins og þeir gerast bestir, réttlátur í skoðunum og öfgalaus. Það lífgaði alltaf upp á tilveruna að hitta hann. Ekki var það tilviljun hve vinmargur Óli var og tryggur var hann vin- um sínum. Eftir að ég fór að hætta að geta ekið bíl var Óli alltaf boðinn og búinn að aka mér hvert á land sem var. Greiðasemi var honum í blóð borin. Ég og fjölskylda mín söknum góðs vinar og minnumst hans með þakklæti í huga. Jón- ínu og fjölskyldu sendum við innilegar samúðarkveðjur. Ég kveð Óla vin minn með broti úr „Gunnarshólma“ sem ég tel fegursta kvæði ort á íslenska tungu. Skein yfir landi sól á sumarvegi og silfurbláan Eyjafjallatind gullrauðum loga glæsti seint á degi. Við austur gnæfir sú hin mikla mynd hátt yfir sveit, og höfði björtu svalar í himinblámans fagurtæru lind. Beljandi foss við hamrabúann hjalar á hengiflugi undir jökulrótum þar sem að gullið geyma Frosti og Fjalar. En hinum megin föstum standa fótum blásvörtum feldi búin Tindafjöll og grænu belti gyrð á dalamótum; með hjálminn skyggnda, hvítri líkan mjöll, horfa þau yfir heiðavötnin bláu sem falla niður fagran Rangárvöll; þar sem að una byggðarbýlin smáu, dreifð yfir blómguð tún og grænar grundir. (Jónas Hallgrímsson) Einar Jónsson, Hólakoti í Hrunamannahreppi. Það er sárt að horfa á eftir góðum vini okkar og félaga, Ólafi Hákoni, sem lést 15. febr- úar síðastliðinn. Leiðir okkar þriggja lágu saman fyrir áratug- um þegar við hófum störf við virkjanaframkvæmdir hjá fyrir- tækinu Hagvirki, fyrst árið 1982 á Sultartanga þegar Óli hafði umsjón með uppsetningu vinnu- búða þar. Síðan áttum við eftir að fylgjast að til vinnu á Tungnaárvirkjanasvæðinu við Þórisós og í Kvíslaveitum og við Blönduvirkjun. Óli var í alla staði frábær vinnufélagi og yfirmaður með einstakt viðmót, sanngirni og hlýleika í fasi og úrræðagóður og hjálpsamur að leysa úr mál- um. Í sumarbyrjun 1984 var hann í hópi undanfara í Kvísla- veitum, oft við erfiðar aðstæður og allt í öllu við uppsetningu vinnubúða og verkstæðis þar. Eins og gengur og gerist skildi síðar leiðir okkar vinnu- lega en við ásamt samstarfs- manni okkar, Ingvari Hárlaugs- syni, sem lést fyrir sex árum, áttum eftir að halda hópinn lengi vel. Fórum gjarnan á skrall í bænum eða hittumst fyr- ir austan fjall og á Selfossi þar sem þeir Óli Hákon og Ingvar voru búsettir. Ef heimför dróst á langinn á Grashaganum heima hjá Óla stóð aldrei á því að hann kastaði teppi yfir okkur gestina í sófanum og á beddanum til næt- urdvalar. Einnig áttum við fé- lagarnir það til að dusta af okk- ur bæjarrykið í ógleymanlegum helgarferðum m.a. í Tindfjöllum og Þórsmörk og í utanlandsferð til suðrænna landa. Óli var alltaf boðinn og búinn að hjálpa öðrum, ekki síst við smíðar og ófá skiptin kom hann heim að Núpum að leggja á ráð- in eða taka til verks þegar unnið var að uppbyggingu smáhýs- anna og ferðaþjónustu þar. Hann lét ekki tefja fyrir þótt einhver áhöld eða t.d. tommu- stokkinn vantaði, þá var bara eitthvað annað notað í staðinn og lengdin mæld upp á t.d. eitt og hálft kústskaft, og allt smell- passaði að lokum. Síðast bar fundum okkar saman heima hjá Óla í júní síð- astliðnum, þá var hann í essinu sínu og í góðu formi úti við að hirða garðinn sinn. Það var gott að hitta hann og mann gat ekki grunað að hann ætti ekki langt eftir, eða stæði frammi fyrir jafn erfiðri baráttu við illvíg veikindi og raun bar vitni. Það er margs að minnast og við söknum og minnumst Ólafs með hlýju og þökk fyrir frábært samneyti í starfi og leik. Blessuð sé minn- ing hans. Haukur Gunnlaugsson og Arinbjörn Þorbjörnsson. Látinn er góður vinur og ná- granni, Ólafur Hákon. Hann var nágranni okkar í rúm fjörutíu ár. Við höfum búið í Grashag- anum, í götu þar sem ríkt hefur samstaða og vinátta í gegnum öll árin. Óli Hákon eins og hann var kallaður var einn af frum- byggjum götunnar sem tók virk- an þátt í því sem gert var. Eitt af því sem íbúarnir stóðu fyrir í nær þrjátíu ár voru götugrill þar sem allir lögðu sitt af mörkum. Þegar kom að undirbúningi var Óli Hákon boðinn og búinn til aðstoðar. Í mörg ár kom Óli með Fréttablaðið til okkar á morgn- ana óbeðinn og nutu fleiri þeirr- ar þjónustu frá honum. Það var ávallt gaman hjá okkur köllun- um í götunni þegar vorið nálg- aðist, þá hittumst við úti á götu og tókum tal saman. Óli Hákon var mikill spjallari og áhuga- maður um þjóðmálin enda fram- sóknarmaður góður. Var þetta eiginlegur vorboði götunnar. Við gátum staðið úti á götu í klukku- tíma eða lengur og farið yfir málin. Óli Hákon var lærður smiður og vann lengst af við þá iðn. Hann átti mikið af áhöldum og tækjum. Það kom sér stundum vel fyrir okkur nágranna að geta leitað til hans, annað hvort að fá lánuð tæki eða að fá hjálp, hann var ávallt fús til aðstoðar. Þá bjó Óli Hákon svo vel að eiga jeppa- kerru sem nýttist mörgum vel, það var ekki bara ég sem fékk hana lánaða heldur einnig synir mínir. Ég hafði stundum áhyggjur af því að við værum of frekir á kerruna, en Óli sagði alltaf að þetta væri ekkert mál, það væri alveg sjálfsagt að nota hana. Í seinni tíð var Óli með vinnu- flokk á vegum skógræktarinnar í Hellisskógi þar sem unnið var að endurbótum af ýmsu tagi. Hann hafði einstaklega gott lag á að stjórna unglingum við þá vinnu. En Óli Hákon var mikill áhugamaður um skógrækt og í stjórn skógræktarfélagsins. Að lokum vil ég þakka Óla Hákoni góð kynni og góðar sam- verustundir á liðnum árum, hann fór allt of fljótt og átti margt eftir að gera. Ég og kon- an mín vottum Jónínu, konu hans, börnum og barnabörnum innilega samúð með von um að minningin um góðan mann muni lifa. Við í götunni eigum öll eftir að sakna hans. Björn Ingi Gíslason. Ólafur Hákon var virkur fé- lagi og stjórnarmaður í Skóg- ræktarfélagi Selfoss um langt skeið. Okkur félögum hans í stjórninni var mjög brugðið þeg- ar við fréttum af fráfalli hans. Ólafur Hákon kom að upp- byggingu Hellisskógar við Sel- foss og mörg undanfarin ár hafði hann umsjón með sumar- starfinu þar. Hann stjórnaði við- haldi og lagningu göngustíga og áningarstaða, smíðaði göngu- brýr, bekki og borð. Á hverju sumri naut hann liðsinnis ung- linga úr bæjarvinnunni við fram- kvæmdir og viðhald á svæðinu. Hann tók einnig að sér að sjá um kaffi og bakkelsi á vinnu- kvöldum í skóginum, oftast í Hellinum. Þetta voru allt af- skaplega þörf verkefni og hafa samhliða skógræktarstarfinu gert Hellisskóg að afar vinsælu og aðgengilegu útivistarsvæði í landi Selfossbæjar. Það verður erfitt að finna jafn hæfileikaríkan og áhugasaman einstakling og Ólaf Hákon til að taka við þessum verkefnum sem þarf að sinna við uppbyggingu í Hellisskógi. Hann var þegar bú- inn að leggja fram hugmyndir að starfi næsta sumars og benda á staði þar sem þörf var á frek- ari uppbyggingu, viðgerðum og úrbótum. Ólafur Hákon var góður félagi og verður hans sárt saknað í skógræktarstarfinu. Ákveðið hefur verið að gera minningar- reit um hann á vel völdum stað í Hellisskógi. Stjórn Skógræktar- félags Selfoss sendir ástvinum hans dýpstu samúðarkveðjur. Fyrir hönd Skógræktarfélags Selfoss, Örn Óskarsson. Ólafur Hákon Guðmundsson Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær bróðir okkar og frændi, JÓHANNES RUNÓLFSSON bóndi og vélvirkjameistari, áður til heimilis á Reykjarhóli í Fljótum, lést á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki 18. febrúar. Útför hans fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 2. mars klukkan 15. Steinunn Runólfsdóttir Una Runólfsdóttir systkinabörn og fjölskyldur Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu, systur og mágkonu, KARÓLÍNU LÁRUSDÓTTUR myndlistarkonu. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sóltúns fyrir góða umönnun. Einnig innilegar þakkir til vina og vandamanna sem glatt hafa Karólínu með heimsóknum sínum á undanförnum árum. Stephen Lárus Stephen Louise Harris Samantha Perciva Christophe Riera Boyd, Elis, Ida, Abigail, Owen Lúðvíg Lárusson Margrét Guðmundsdóttir Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTRÚN BJÖRT HELGADÓTTIR, KIDDÝ, Hæðargarði 29, áður Hellulandi 11, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 22. febrúar. Hún verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 28. febrúar klukkan 13. Rudolf Þór Axelsson Ásrún Rudolfsdóttir Kristþór Gunnarsson Axel Þór Rudolfsson Hrund Rudolfsdóttir Kristján Óskarsson Kristrún, Jóhann, Aníta, Hanna, Ásrún, Emelía og Óskar Elsku amma Jóna. Drottning er orð sem við höfum heyrt víða þegar verið er að lýsa þér og það á svo sannarlega við. Ekki bara vegna þess hve stórglæsileg og tignar- leg þú varst heldur einnig hversu ákveðin og sterk þú varst. Alltaf svo glæsileg og vel til höfð. Það er okkur mjög minnis- stætt þegar þú komst til okkar einu sinni í sunnudagskaffi og varst svo hrifin af skyrtunni minni. Ekki leið á löngu þar til þú varst komin á kaf í fataskápinn minn og mátaðir hverja flíkina á Jóna Guðbjörg Steinsdóttir ✝ Jóna GuðbjörgSteinsdóttir fæddist 6. desem- ber 1928. Hún lést 30. janúar 2019. Jóna var jarð- sungin 11. febrúar 2019. fætur annarri. Við fórum síðan með langömmu inn á net- ið og keyptum fyrir þig. Þetta var al- gjörlega óborgan- legt. Við erum svo þakklát fyrir það að Elísabet hafi fengið að kynnast þér (og Margréti dúkku) og hún tengi við þig þegar við tölum um dásamlegu langalangömmu hennar, það er það dýrmætasta í þessu öllu. Minningar okkar saman eru okkur dýrmætar og erum við sér- staklega þakklát fyrir að hafa notið öll saman í brúðkaupi okk- ar. Þið afi sem hafið verið gift lengur en margir lifa eruð okkur nýgiftu hjónunum ómetanleg fyrirmynd. Hvíldu í friði, elsku amma, Ágústa, Brynjar og Elísabet.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.