Morgunblaðið - 26.02.2019, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2019
Fermingarblað
Morgunblaðsins
kemur út föstudaginn 15. mars
Fermingarblaðið er
eitt af vinsælustu
sérblöðum
Morgunblaðsins.
Fjallað verður um
allt sem tengist
fermingunni.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til mánudagsins 11. mars.
SÉRBLAÐ
Núna er ég að klippa mynd um íslenska matargerð og matarsöguen býst ekki við að hún verði klár fyrr en í haust því ég á eftirað taka upp efni um kæsingu á hákarli og sauðamjaltir,“ segir
Ásdís Thoroddsen kvikmyndagerðarmaður, sem á 60 ára afmæli í dag.
„Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt verkefni og ég hef flækst
víða um landið, en rauði þráðurinn í myndinni er viðtal við konu frá
Bustarfelli í Vopnafirði, Elínu Metúsalemsdóttur.“ Ásdís hefur gert
tvær leiknar kvikmyndir í fullri lengd, Ingaló og Draumadísir, en hefur
snúið sér að heimildarmyndagerð og var síðasta mynd hennar Skjól og
skart – handverk og saga íslensku búninganna, sem kom út árið 2017
og verður sýnd í sjónvarpinu nú með vorinu.
Svo er Ásdís að byrja á öðru verkefni sem er heimildarmynd um
skógrækt og landgræðslu. „Ég hirði upp verkefni sem öðrum hefur
láðst að sinna, en það er furðulegt að ekki hafi verið gerðar myndir um
íslenska matarsögu og skógrækt. Þessi mynd er alveg á frumskeiði og
er ég búin að fá handritsstyrki eða fyrirtæki mitt, Gjóla.
Svo er ég að skrifa í tómstundum sem eru reyndar fáar, en það er
skáldsaga byggð á sönnum atburðum“, en fyrsta skáldsaga Ásdísar,
Utan þjónustusvæðis, kom út árið 2016.
Ásdís verður fjarverandi í dag á afmælinu og heldur til Raufarhafnar
þar sem hún er að gera upp elsta kaupfélagshúsið. „Húsið var byggt ár-
ið 1927 og við erum búin að gera upp neðri hæðina og slá upp einu her-
bergi á efri hæðinni, sem var lagerinn, og nú er að bæta við því næsta.“
Ásamt Ásdísi í þessu verkefni eru meðal annarra Pétur Magnússon,
myndlistarmaður og kærasti Ásdísar. Börn Ásdísar eru Gunnur
Martinsdóttir Schlüter og Grímkell Gollino.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kvikmyndagerðarmaðurinn Ásdís vinnur að heimildarmynd um ís-
lenska matarsögu og næsta verkefni er um skógrækt og landgræðslu.
Gerir upp gamla kaup-
félagið á Raufarhöfn
Ásdís Thoroddsen er sextug í dag
S
amúel Vilberg Jónsson
fæddist 26. febrúar 1944
á Munaðarnesi í Árnes-
hreppi og ólst þar upp til
16 ára aldurs. „Það var
gott að alast upp á Ströndum. Þá var
hvorki vegur né rafmagn í hreppn-
um – en okkur fannst okkur ekki
skorta neitt.“
Skólaganga Samúels eða Villa
eins og hann er kallaður af Stranda-
mönnum hófst þegar hann var níu
ára og það var 10-12 km ganga á
heimavistina í Trékyllisvík. Skólinn
stóð í mánuð á haustin, mánuð eftir
áramót og mánuð á vorin, árlega til
14 ára aldurs. „Við fórum heim eftir
hálfan mánuð til að skipta um föt, á
svokölluðum skiptihelgum. Það fór
allur laugardagurinn í að ganga
heim og svo allur sunnudagurinn í
að ganga aftur í skólann.
Ég fór 11 ára gamall að salta síld í
Djúpuvík í tvo mánuði. Við unglings-
aldur vorum við krakkarnir svo oft í
vegavinnu á sumrin, þegar byrjað
var að gera vegina um hreppinn. Svo
var maður lánaður á bæina, 14-15
ára, einn til tvo mánuði í senn, til að
aðstoða við ýmis störf, en það var al-
gengt ef það voru veikindi og annað
slíkt á bæjunum. Daginn er ég varð
16 ára fór ég til Hnífsdals og réð mig
í frystihús þar til vors.
Um haustið 1960 fór ég til Ísa-
fjarðar og réð mig á línubátinn
Straumnes sem kokkur. Ég fór svo
suður til Reykjavíkur og réð mig á
togarann Narfa. Fór þá beint á
Grænlandsmið og þar voru frost-
hörkur miklar. Vorum fyrstu níu
dagana að höggva ís af skipinu með
ísöxum. Um haustið 1961 fór ég á
togarann Júpíter. Um veturinn
björguðum við áhöfninni á togar-
anum Elliða, sem fórst í vitlausu
veðri út af Snæfellsnesi, 28 mönnum
var bjargað en tveir drukknuðu í
björgunarbát sem hafði slitnað frá
skipinu. Þegar togaraverkfall hófst í
Reykjavík vorum við nokkrir beðnir
að fara á togarann Síríus á tilrauna-
veiðar með þorskanet. Það var gufu-
togari og í maí 1962 varð ketil-
sprenging um borð í togaranum
þannig að vélin eyðilagðist og okkur
rak í tvo sólarhringa í ágætisveðri
úti fyrir Snæfellsnesi, allt þar til
togarinn Júpíter var leystur úr
verkfalli í skjóli nætur og sótti okk-
ur og dró Síríus til Reykjavíkur.
Eftir þetta fór ég á strandferða-
skipið Skjaldbreið, var þar í tæp tvö
ár sem háseti. Í kjölfarið fór ég á
nótaskipið Pétur Sigurðsson í
Reykjavík. Við fórum á síldveiðar á
rauða torgið svokallaða, þar sem tvö
hundruð rússnesk skip voru alltaf að
veiða, tvö hundruð mílur út af Aust-
fjörðum.“
Samúel Vilberg Jónsson pípulagningameistari – 75 ára
Hjónin Samúel Vilberg og Bjarney í Hestsskarði fyrir ofan Siglufjörð, en þau eru dugleg að stunda göngur.
Veiðieðlið í blóð borið
Bræður Samúel og Ragnar eiga
báðir afmæli í dag, Raggi er 69 ára.
Reykjavík Anna Vigdís Guð-
jónsdóttir fæddist í Reykja-
vík 12. júní 2018. Hún vó
3.100 g og var 49 cm. For-
eldrar hennar eru Guðjón
Pétursson og Hulda Katrín
Stefánsdóttir.
Nýr borgari
Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is