Morgunblaðið - 26.02.2019, Síða 27

Morgunblaðið - 26.02.2019, Síða 27
Samúel trúlofaðist eiginkonu sinni á afmælisdaginn sinn árið 1965 og í maí sama ár fór hann í land og hætti á sjó. „Ég innritaði mig í sjó- mannaskólann en fór í millitíðinni að vinna í byggingarvinnu, ætlaði að vinna til hausts, en þá kynntist ég mönnum sem vildu fá mig í pípu- lagnir. Þannig varð úr að ég byrjaði haustið 1965 í pípulögnum og út- skrifaðist sem sveinn 1969 úr Iðn- skólanum í Hafnarfirði.“ Samúel vann í þrjú ár sem sveinn þar til hann hóf sjálfstæðan rekstur 1972 þegar hann fékk löggildingu sem pípulagningameistari. Árið 1998 kom Kári sonur hans inn í rekstur- inn og þeir stofnuðu fyrirtækið Pípulagnir Samúels og Kára ehf. „Ég er nú nýlega búinn að selja syni mínum reksturinn en ég held áfram að vinna hjá fyrirtækinu. Ég myndi segja að veiðieðlið væri mér í blóð borið eftir að hafa alist upp í afskekktri sveit á Ströndum og eru helstu áhugamálin stangveiði, sjóstangaveiði og skotveiði. Við hjónin höfum líka ávallt verið dug- leg að ferðast innanlands sem utan og stundað göngur og útivist. Bestu stundir okkar árlega eru þær er fjöl- skyldan kemur saman á æskuslóð- um mínum á Munaðarnesi. Það eru forréttindi að fá að njóta náttúr- unnar á þessum slóðum sem ég vil meina að sé engri lík. Við vonum auðvitað að samgöngur þangað muni batna á næstu árum og bind- um vonir við að byggð leggist ekki af.“ Fjölskylda Eiginkona Samúels er Bjarney Georgsdóttir, f. 11.10. 1946, hús- móðir. Foreldrar hennar voru hjón- in Georg Alexander Sigurjónsson, f. 1916, d. 1978, vélvirki, og Ásta Bjarnadóttir, f. 1916, d. 2008, saumakona og verkakona. Þau voru bús. á Siglufirði og í Reykjavík. Börn Samúels og Bjarneyjar: 1) Ásta, f. 22.3. 1966, skrifstofustjóri, bús. í Kópavogi, maki: Gunnar Örn Rúnarsson húsasmíðameistari, þau reka Fagsmíði ehf. Börn þeirra: Egill Örn, f. 24.9. 1988, d. 6.12. 2016, dóttir hans: Ásta Sigríður, f. 2015; Anton Örn, f. 26.1. 1991, sonur hans: Eyjólfur Örn, f. 2015; Eva Lind, f. 13.9. 1999; 2) Pálína Sigurrós, f. 17.5. 1969, leikskólakennari, bús. í Hafnarfirði, maki: Kristinn Samson- arson, sérfræðingur hjá Rio Tinto, börn þeirra: Þórdís Bakkmann, f. 13.1. 1995; Bjarney, f. 19.1. 2004, og Selma Vilborg, f. 29.10. 2006; 3) Kári, f. 20.11. 1973, pípulagninga- meistari, bús. í Hafnarfirði, maki: Ásta Sveinsdóttir, skrifstofustjóri hjá Pípulögnum Samúels og Kára ehf., börn þeirra: Kristófer Daði, f. 21.7. 1999, og Birna Karen, f. 17.11. 2006; 4) Harpa, f. 24.1. 1985, lög- fræðingur hjá Íslenskum verð- bréfum hf., bús. á Akureyri, maki: Rúnar Bjarnason, endurskoðandi hjá PwC á Norðurlandi, börn þeirra: Salka Rannveig, f. 28.12. 2007, og Vilberg Rafael, f. 1.3. 2014. Systkini: Guðlaug, f. 1937, d. 2012, húsfreyja, síðast í Mosfellsbæ; Guð- mundur Gísli, f. 1939, fyrrverandi bóndi, trillusjómaður og hreppstjóri á Munaðarnesi, bús. á Grundarfirði, Guðjón, f. 1942, fyrrverandi skip- stjóri, bús. í Mosfellsbæ, Þorgerður Erla, f. 1946, húsfreyja á Patreks- firði, Ragnar, f. 1950, fv. starfs- maður Vatnsveitu Hafnarfjarðar, Anna Sigríður, f. 1951, húsfreyja í Hafnarfirði, Jón Elías, f. 1955, starfsmaður Norðuráls, bús. á Akra- nesi, og Ólöf Brynja, f. 1961, mat- ráður í Hafnarfirði. Foreldrar Samúels voru hjónin Jón Jens Guðmundsson, f. 27.5. 1912, d. 9.3. 2005, bóndi og refa- skytta á Munaðarnesi, og Pálína Sigurrós Guðjónsdóttir, f. 13.11. 1919, d. 24.5. 2006, húsfreyja. Samúel Vilberg Jónsson Kristín Guðmundsdóttir húsfreyja á Þóroddsstöðum Jónas Eiríksson bóndi á Þóroddsstöðum í Hrútafirði Anna Jónasdóttir húsfreyja í Skjaldabjarnarvík Guðjón Kristjánsson bóndi í Skjaldabjarnarvík í Árneshreppi Ólína Sigurðardóttir vinnukona, frá Eyri í Ingólfsfirði Kristján Loftsson bóndi í Litlu-Ávík í Árneshreppi Elísabet Guðmundsdóttir húsfreyja á Felli í Árneshreppi Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja á Neðri-Fitjum í Víðidal, Hún. Pálína Sigurrós Guðjónsdóttir húsfreyja á Munaðarnesi Ingigerður Guðjónsdóttir skólastýra Húsmæðraskólans á Staðarfelli Anna Guðjónsdóttir úsfreyja á Dröngumh Sveinn Kristinsson formaður Rauða krossins Kristján Sigmundur Guðjónsson húsa- og kipasmiður á Ísafirðis Guðjón A. Kristjánsson skipstjóri og alþingismaður Eiríkur Guðjónsson kirkjuvörður á Ísafirði Eyvindur Eiríksson rithöfundur Erpur Eyvindsson rappari Þorgerður Sveinsdóttir húsfreyja í Ingólfsfirði Jón Sigurðsson bóndi á Reykjanesi í Árneshreppi Guðlaug Jónsdóttir húsfreyja á Munaðarnesi Guðmundur Gísli Jónsson bóndi á Munaðarnesi Elísabet Guðmundsdóttir húsfreyja á Munaðarnesi Jón Gíslason bóndi á Munaðarnesi í Árneshreppi, Strand. Úr frændgarði Samúels Vilbergs Jónssonar Jón Jens Guðmundsson bóndi og refaskytta á Munaðarnesi ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2019 Verslun – Snorrabraut 56, 105 Reykjavík Sími 588 0488 | feldur.is GOLA skinnkragi 16.800 Velkomin í hlýjuna EIR úlpa 158.000 EIR úlpa m/refaskinni 158.000 BÁRA leðurhanskar 5.900 ÞYTUR prjónahúfa 9.200 BELGINGUR mokkahanskar 6.200 ÞOKA ennisband úr refaskinni 12.900 85 ára Guðný Hálfdánardóttir Guðrún Ragnheiður Lárus- dóttir Sigurður J. Kristjánsson 80 ára Aðalheiður Sigurðardóttir Elísabet Vilhjálmsdóttir Gunnlaugur Sigurðsson Jónína H. Arndal Lindís Kr Hatlemark Magnús Kristján Halldórss. 75 ára Dagbjartur Björnsson Hannes Ólafsson Jón Ebbi Björnsson Kolbrún Baldvinsdóttir Samúel Vilberg Jónsson Unnur Þorsteinsdóttir 70 ára Birna Þórðardóttir Björg Júlíana Árnadóttir Hermann G. Arnviðarson Ingibjörg Sigurðardóttir Kristín G. Vigfúsdóttir Kristjana S. Bjarnadóttir Ólafur Kristjánsson Ragnar Gunnlaugsson Ragnar Sverrisson Vigdís Violeta Rosento Þorsteinn Berg 60 ára Ásdís Thoroddsen Ásta Bergljót Stefánsdóttir Björn Harðarson Edda Björnsdóttir Eiríkur Hjartarson Gunnar Óskarsson Hólmfríður H. Einarsdóttir Katrín Björgvinsdóttir Magni Þór Rósenbergsson Páll Lindberg Björgvinsson Simon Neil Stacey Steinþór Berg Lúthersson Þórarinn I. Sigvaldason 50 ára Andrés Einarsson Eva Alguno Martil Eydís F. Hjaltalín Guðbjörg Lilja Svansdóttir Guðný Gréta Eyþórsdóttir Jónína Unnur Gunnarsd. Kolbrún Aðalbjörg Hjartard. Magni Guðjón Gunnarsson Mariusz Miroslaw Gorski Victoria Koponen Þorgerður Bjarnadóttir 40 ára Auður Þorgeirsdóttir Bjarni Eggerts Guðjónsson Daníel Bjarnason Edda Björg Jónsdóttir Garðar Hólm Birgisson Gísli Herjólfsson Guðný Lára Thorarensen Ingunn Ásta Sigmundsd. Jónatan Grétarsson Karólína Borg Sigurðard. Kristinn Ingi Pétursson Maciej Wydra Maren Brynja Kristinsdóttir Margeir Örn Óskarsson Melanie Ingeborg Lorenz Rögnvaldur Ómar Reyniss. Þorsteinn Jafet Arnþórsson 30 ára Aron Friðrik Georgsson Daníel Örn Svavarsson Erik Steinn Þorsteinsson Hjalti Friðriksson Iðunn Arna Björgvinsdóttir Lárus Gohar Kazmi Lukasz Dabrowski Sunna Jónsdóttir Tinna Eyberg Örlygsdóttir Valgeir Björnsson Örn Erlendsson 40 ára Ragnheiður er Selfyssingur og viðskipta- fræðingur og vinnur á skrifstofu Jötuns véla. Maki: Ögmundur Krist- jánsson, f. 1971, vinnur við gangagerð í Noregi. Börn: Alexander Örn, f. 2009, og Kristján Elí, f. 2011. Foreldrar: Jón G. Bergs- son, f. 1954, eigandi Kjarnabókhalds, og Ásdís Óskarsdóttir, f. 1954, sjúkraliði hjá HSU. Ragnheiður I. Jónsdóttir 40 ára Steinunn er fædd í Ósló en ólst upp í Reykjavík og býr þar. Hún er íþróttafræðingur hjá Sóltúni Heima. Maki: Jóhann Aron Traustason, f. 1972, þjón- ustufulltrúi hjá Jaguar, Land Rover. Börn: Valgerður, f. 2010, og Leifur Atli, f. 2012. Foreldrar: Leifur Þor- steinsson, f. 1949, líffr. og Sigríður Sólveig Friðgeirs- dóttir, f. 1952, hjúkrunarfr. Steinunn Leifsdóttir 30 ára Gísli er Borgnes- ingur, hann lærði húsa- smíði en er vélamaður hjá Borgarverki. Maki: Katrín Rós Ragn- arsdóttir, f. 1992, vinnur á dvalarheimilinu Brákar- hlíð. Sonur: Andri Snær, f. 2014. Foreldrar: Sólon Árni Gíslason, f. 1964, verk- stjóri hjá Loftorku, og María Þórarinsdóttir, f. 1966, starfsm. Öldunnar. Gísli Grétar Sólonsson Til hamingju með daginn  Eydís Huld Magnúsdóttir hefur varið doktorsverkefni sitt frá tækni- og verk- fræðideild Háskólans í Reykjavík. Titill rannsóknarinnar er Flokkun huglægs vinnuálags út frá lífeðlisfræðilegum einkennum fyrir vöktun á vinnuálagi (e. Cognitive workload classification with psychophysiological signals for moni- toring in safety critical situations). Leiðbeinandi rannsóknarinnar var dr. Jón Guðnason, dósent við Háskólann í Reykjavík, ásamt meðleiðbeinend- unum dr. Kamillu Rún Jóhannsdóttur, lektor við Háskólanum í Reykjavík, og dr. Arnab Majumdar Reader hjá Imperi- al College í London. Markmið rannsóknar Eydísar var að fylgjast með huglægu vinnuálagi hjá einstaklingum sem starfa í ábyrgðar- miklum störfum, s.s. flugumferðar- og flugstjórn, með það að markmiði að hafa jákvæð áhrif á jafnt árangur, líðan þeirra og síðast en ekki síst öryggi þeirra og öryggi almennings. Með öðr- um orðum hvort unnt væri að setja mælistiku á það hvenær einstaklingar eru komnir að þeim þröskuldi álags/ stress að þeir geti ekki sinnt starfi sínu með fullnægjandi og ábyrgum hætti og þannig koma í veg fyrir hugsanleg mis- tök sem kunna að stafa af álagi. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að vel væri hægt að flokka ein- kenni álags út frá tali sem og hjarta- og æðakerfi, í þrjá flokka með þeim aðferðum sem unnið var með í rann- sókninni. Þá náðist sá merki áfangi í rannsókninni að unnt var að greina augljós einstaklingsbundin viðbrögð við álagi á milli hvíldarástands og verk- efna sem kröfðust mikils huglægs vinnuálags. Með jákvæðar niðurstöður rannsóknarinnar að leiðarljósi er núna hægt að vinna áfram með þær til að þróa enn frekara eftirlitskerfi með ástandi hjá þeim starfsgreinum sem eru undirsettar verulegu álagi í dag- legum störfum sínum. Er um að ræða fyrstu rannsókn sinnar tegundar hér á landi sem og erlendis. Rannsóknin var unnin í samstarfi og með tilstuðlan styrkja frá Isavia og Ice- landair og í gegnum samstarf Háskólans í Reykjavík og Imperial College í London. Eydís Huld Magnúsdóttir lauk B.Sc-námi í vörustjórnun frá Tækniháskóla Ís- lands árið 2004 og meistaraprófi í verkfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2014. Hún starfar nú við rannsóknir á þessu sviði við HR þar sem markmiðið er að þróa líkan til notkunar í rauntíma byggt á hennar rannsóknum. Eiginmaður Eydísar er Lárus M.K. Ólafsson, lögfræðingur og viðskiptastjóri hjá Samtökum iðnaðarins, og eiga þau börnin Ástrós Lilju, 12 ára, og Ólaf Magnús 4 ára. Doktor Eydís Huld Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.