Morgunblaðið - 26.02.2019, Page 29

Morgunblaðið - 26.02.2019, Page 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2019 Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Kolibri trönur í miklu úrvali, gæða- vara á góðu verði Kolibri penslar Handgerðir þýskir penslar í hæsta gæðaflokki á afar hagstæðu verði Ennþá meira úrval af listavörum WorkPlus Strigar frá kr. 195 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þetta er góður dagur til að ræða við fjölskylduna um fjármálin og allt sem þeim tengist. Oft er góðsemi endurgoldin. Gamall vinur mun verða á vegi þínum. 20. apríl - 20. maí  Naut Mundu að það er farsælast að vinna hvert mál fyrir sig í áföngum. Biddu um aðstoð ef þú þarft hana, þú átt fjölda vina sem glaðir hjálpa. Margar hendur vinna létt verk. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú finnur sannarlega til góð- mennsku í garð annarra og vilt hjálpa þeim sem minna mega sín. Spjallaðu við fjölskyldumeðlimi og gáðu hvað þeir vilja. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Losaðu þig við sektarkenndina út af því sem liðið er. Þú færð góða gesti í heimsókn bráðlega sem munu færa þér skemmtilegar fréttir. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er aldrei að vita hvenær lukkan ber að dyrum, vertu tilbúin/n. Prófaðu að klappa vinum þínum á bakið, eða segja það hreint út að þér þyki vænt um þá. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er um að gera að njóta líðandi stundar, því hún kemur aldrei aftur og betra að hafa hana góða í minningunni. Gæfan eltir þig á röndum þessar vikurnar. 23. sept. - 22. okt.  Vog Nú er komið að þér að láta ljós þitt skína. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika eða slappa af. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú leiðir saman fólk sem myndi ekki þekkjast ef ekki væri vegna þín. Láttu eldmóðinn ráða för, og þú munt bera af. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú gleðst yfir því að öldurnar hefur lægt og allir eru á eitt sáttir. Reyndu að taka á málunum af skynsemi. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ekki gleyma að setja þér mark- mið fyrir vikuna. Haltu þeim sem gerir eitthvað sem þér mislíkar í hæfilegri fjar- lægð. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú átt erfitt með að skilja af hverju aðrir sýna þér ekki sama traust og þú þeim. Láttu ekki hugfallast því erf- iðleikar eru til þess að sigrast á þeim. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ekki eyða tíma í að bera þig sam- an við aðra. Vertu á varðbergi gagnvart sölufólki og haltu fast um budduna. Nú er rétti tíminn til þess að skipuleggja fjár- málin. Ólafur Stefánsson yrkir á Leirfyrir helgi og kallar „Skamma stund“: Það var fyrir stuttu í víðáttu góðæri miðju að virtist þjóðin mín flest kunna orka og mega. Svo nýlega sloppin, brennd frá hrunára hryðju menn hreyktu sér ákaft: nú skyldi alls ekkert geiga. Landsmenn þá flugu á vit sinna villtustu drauma, jafnt vinnuferðir til Bali, hvað þá heldur annað. Vítt út um landið sáum við katlana krauma, að „kunna’ekki að meikaða“, það var hreinlega bannað. Byggð voru hótel og haldið út Air-bi-in-bíi, hressleika gestir frá Asíu litu á staðinn. Allur heimurinn virtist þá vera í fríi og vildi svo ólmur koma hér, – gjaldeyri hlaðinn. En nú hefur dofnað, heyrist því minna en áður, hark fyrir dyrum, traðk eða þys inni á börum. Hvort reyndist enn Landinn vera of veiðibráður, er velsældin nýja sem kíkti með hraði á förum? Þorraþræll var á laugardag en fyrsti dagur í góu á sunnudag. Í „Veðurfræði Eyfellings“ segir Þórður Tómasson: „Þorraþrællinn var í litlum metum hjá mönnum, því löngum þótti loða við hann leitt veður. Um góuveðrið giltu orð gömlu vísunnar: Ef hún góa öll er góð öldin má það muna, þó mun harpa, hennar jóð, herða veðráttuna. Fyrstu dagar góu voru merki- dagar veðurs samkvæmt gömlu þulunni „Grimmur skyldi góudag- urinn fyrsti, annar og þriðji, fjórði verstur en fimmti bestur, þá mun hún góa góð verða.“ Góuþrællinn var oft veðurvondur, og sjómenn höfðu af honum vonda reynslu eins og fram kemur í vísunni: Nú er best að brjóta disk og brenna í eldi hálfan. Guð vill sjaldan gefa fisk á góuþrælinn sjálfan.“ Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af góðæri og fyrsta degi í góu „ég hélt líka í gamla afritunarkerfiÐ okkar.” „pabbi, myndir þú leyfa mér aÐ prófa nálastungur ef þér fer ekki aÐ líÐa betur?” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að ákvarða hvors hjarta slær hraðar. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann Í DAG ER LUKKUDAGURINN MINN NEMA AÐ HANN SÉ Á MORGUN HANN ER Á MORGUN HRÓLFUR, ÞÚ VERÐUR AÐ TALA VIÐ LIÐSMENNINA! ÞEIR ERU SÍKVARTANDI! ÉG ER UPPTEKINN! AF HVERJU GETUR ÞÚ EKKI BARA TALAÐ VIÐ ÞÁ? ÉG MERST SVO AUÐVELDLEGA Öfgar og æði samtímans taka ásig ýmsar myndir og stundum verða árekstrar. Þannig heyrði Vík- verji af virðulegu kaffiboði fyrir skemmstu þar sem kona ein hafði boðið gömlum skólasystrum heim. Gestgjafinn ákvað að gera vel við gesti sína og sækja veitingar í vin- sælt bakarí, Brauð & co, þar sem áhersla er lögð á vandað handverk og hráefni, eins og vinsælt er í dag. Gekk gestgjafinn rogginn út með fullan poka af góðgæti, hæfilega blöndu af brauði og sætmeti sjálf- sagt, til að allir yrðu nú sáttir. Fyrir þetta voru greiddar eitthvað um sex þúsund krónur. Það er nú kannski ekki stór upphæð í samhengi alls og alls ekki þegar gleði gömlu vin- kvennanna er annars vegar. Það runnu hins vegar tvær grímur á gestgjafann þegar gömlu skólasyst- urnar litu ekki við veitingunum fínu. Í ljós kom að allar voru þær á ketó- mataræðinu. Eins og er vinsælt í dag. x x x Víkverji hefur síðustu árin alfariðsniðgengið Óskarsverðlauna- hátíðina. Felst sú sniðganga í því að sjá helst ekki nokkra einustu mynd sem þar er tilnefnd eða verðlaunuð, í það minnsta ekki fyrir hátíðina en helst ekki eftir hana heldur. Þetta hefur gefist nokkuð vel og útlit er fyrir að framhald verði á enn um sinn. Það skal reyndar viðurkennt að Víkverji myndi gjarnan vilja sjá eina og eina af þessum myndum. Skyldur á heimilinu ganga hins veg- ar fyrir og eitthvað verður undan að láta. Þá er einhvern veginn einfald- ara að láta sér einn og einn sjón- varpsþátt duga. Helst stuttan grín- þátt en einstaka sinnum 50 mínútna framhaldsþátt. x x x Í vetrarfríi er gaman að keyra umsveitir landsins og njóta þess sem þar býðst. Umferðin á Gullfossi og Geysi í gær var eins og hún hefði verið á góðum júlídegi fyrir nokkr- um árum. Af svipnum á andlitum ferðamanna að dæma voru nokkrar spýjur úr Strokki nóg til að gera ferðina frábæra. Einlæg bros og gleði mátti sjá á flestum ferða- löngum. vikverji@mbl.is Víkverji En þú, Drottinn, ert miskunnsamur og líknsamur Guð, þolinmóður, gæskuríkur og harla trúfastur. (Sálm: 86.15)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.