Morgunblaðið - 26.02.2019, Blaðsíða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2019
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177
hafðu það notalegt
vottun reynsla
ára
ábyrgð
gæði
miðstöðvarofnar
Ensk-bandaríski rokkgítarleikar-
inn Peter Frampton hefur tilkynnt
að hann þjáist af vöðvarýrnunar-
sjúkdómi og hyggst hann halda í
sína hinstu tónleikaferð og kveðja
aðdáendur sína. Hann hyggst jafn-
framt gefa út tvöfalda plötu í
sumar, sína fyrstu í nokkur ár.
Frampton greindi frá veikind-
um sínum í viðtölum við Rolling
Stone og CBS-sjónvarpsstöðina
um helgina. Hann segir að veik-
indin muni draga úr hreyfigetu
sinni, og þar með möguleikunum
til að spila á gítarinn. Vinsælasta
plata hans, Frampton Comes
Alive!, seldist í um 17 milljónum
eintaka.
AFP
Rokkarinn Gítarleikarinn Peter Framp-
ton á dygga hjörð aðdáenda víða um lönd.
Peter Frampton
kveður aðdáendur
Magnús Helga-
son myndlistar-
maður heldur
fyrirlestur í
Listasafninu á
Akureyri - Ketil-
húsi í dag,
þriðjudag,
klukkan 17.
Fyrirlesturinn
kallar Magnús
Til einskis, sem betur fer. Þar
mun hann fjalla um myndlistar-
feril sinn, kvikmyndasýningar og
myndasýningar af verkum.
Magnús er búsettur á Akureyri
en verk hans hafa sést víða á sýn-
ingum á undanförnum árum, til
að mynda í Verksmiðjunni á
Hjalteyri og nú í Listasafninu á
Akureyri.
Magnús Helgason
Magnús fjallar um
verk sín og sýningar
Green Book, kvikmynd um ferðalag
hörundsdökks tónlistarmanns og
hvíts aðstoðarmanns hans um Suður-
ríki Bandaríkjanna snemma á sjö-
unda áratug liðinnar aldar, hreppti
eftirsóttustu Óskarsverðlaunin á
Óskarshátíðinni á Los Angeles á
sunnudagskvöld þegar hún var valin
besta kvikmynd liðins árs.
Margir veðbankar höfðu talið
Roma, meistaralega og svarthvíta
endurminningakvikmynd mexíkóska
leikstjórans Alfonso Cuarón, líkleg-
asta til að hreppa verðlaunin en
Roma var framleidd af streymisveit-
unni Netflix og að auki á spænsku,
sem margir sögðu vinna gegn henni
þegar kæmi að atkvæðagreiðslu
meðlima Bandarísku kvikmyndaaka-
demíunnar. Og sú reyndist raunin.
Cuarón hreppti að engu síður þrenn
merk verðlaun; hann var valinn besti
leikstjórinn og hlaut jafnframt verð-
laun fyrir bestu kvikmyndatöku og
þá var Roma valin besta erlenda
kvikmyndin.
The Favorite hafði verið tilnefnd
til tíu verðlauna, rétt eins og Roma,
en einungis ein féllu henni í skaut;
þegar Olivia Colman var valin besta
leikkonan. Rami Malek var hins veg-
ar valinn besti leikarinn fyrir túlkun
sína á Freddie Mercury í Bohemian
Rhapsody en kvikmyndin sú hreppti
flesta Óskara eða fjóra; einnig fyrir
hljóðsetningu, hljóðblöndun og
klippingu.
Leikstjórinn Spike Lee hreppti sín
fyrstu Óskarverðlaun í einum helstu
keppnisflokkanna, ekki fyrir leik-
stjórn þar sem hann var þó til-
nefndur, heldur ásamt þremur fé-
lögum fyrir BlackKklansman,
handrit byggt á áður útgefnu verki.
Mahershala Ali var valinn besti
leikari í aukahlutverki fyrir frammi-
stöðu sína í Green Book en kvik-
myndin fékk einnig verðlaun fyrir
besta frumsamda handrit.
Regina King fékk Óskar sem
besta leikkona í aukahlutverki, fyrir
frammistöðuna í If Beale Street
Could Talk.
Spider-Man: Into the Spider-
Verse var valin besta teiknimyndin í
fullri lengd og Bao besta stutta
teiknimyndin. Free Solo var valin
besta langa heimildarkvikmyndin og
Period. End of Sentence sú besta
stutta. Besta lagið var valið Shallow
og voru það einu verðlaunin sem féllu
í skaut A Star Is Born, og þá fékk
Black Panther Óskara fyrir bestu
tónlist, besta útlit og búninga.
AFP
Kátt í höllinni Aðalleikarar og listrænir stjórnendur Green Book fagna því að kvikmyndin fékk Óskarinn sem besta kvikmynd ársins.
Green Book hreppti Óskarinn
Cuarón og Roma hlutu þrenn Ósk-
arsverðlaun en The Favorite aðeins ein
Koss Olivia Colman kyssir verðlaunagripinn sem hún fékk fyrir besta leik í
The Favorite. Kvikmyndin var tilnefnd til tíu Óskara en fékk þennan eina.
Safnari Alfonso Cuáron mætti á dansleikinn eftir verðlaunaveitinguna með
verðlaun fyrir leikstjórn, kvikmyndatöku og bestu erlendu myndina.
Besta lagið Lady Gaga þakkar fyrir hönd þeirra Marks Ronson, Anthonys
Rossomando og Andrews Wyatt, höfunda lagsins Shallow.
Loksins Spike Lee fékk Óskar fyrir handrit. Hann gekk á dyr þegar Green
Book var valin besta kvikmyndin og líkti valinu við rangan dóm í körfubolta,
ósáttur við þá mynd sem dregin er þar upp af samskiptum svartra og hvítra.