Morgunblaðið - 26.02.2019, Side 36

Morgunblaðið - 26.02.2019, Side 36
Standardar úr amer- ísku söngbókinni Kvartett Sigmars Þórs Matthías- sonar bassaleikara kemur fram kl. 20.30 í kvöld á KEX hostel. Efnis- skrá tónleikanna samanstendur af standördum úr amerísku söngbók- inni í bland við önnur uppáhaldslög kvartettsins en hann skipa Haukur Gröndal sem leikur á altsaxófón, Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar og Matthías Hemstock á trommur auk Sigmars á kontrabassa. ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 57. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. Selfoss vann Val í algjörum há- spennuleik, 26:25, á Hlíðarenda í gærkvöld þegar liðin mættust í toppslag í Olísdeild karla í hand- bolta. Með því settu Selfyssingar allt í hnút í toppbaráttunni en nú eru Haukar efstir með 25 stig, stigi á undan Selfossi, FH og Val. Valur fékk dauðafæri til að ná jafntefli í gærkvöld. »2 Selfoss setti allt í hnút í titilbaráttunni ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM V E R T Heilsutvenna uppfyllir daglega vítamín- og steinefnaþörf Íslendinga í tveimur perlum. - því að sumt virkar betur saman Stundum þarf tvo til Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ljóðaljóðin eru uppáhaldsbókin mín í Biblíunni,“ sagði Daníel Ágúst Gautason, sem útskrifaðist með MA- gráðu í guðfræði frá Háskóla Íslands á laugardaginn var. Hann les nú til embættisprófs prests við HÍ. Með námi starfar hann sem æskulýðsfull- trúi í Grensáskirkju og Bústaða- kirkju. Titill lokaritgerðar Daníels í guð- fræði er „Elskhugi minn réttir hönd- ina inn… Erótísk notkun á myndmáli líkamans í Ljóðaljóðunum“. Hann kvaðst hafa viljað velja sér óhefð- bundið umfjöllunarefni, sem ekki væri búið að skrifa mikið um í HÍ. Daníel sagði að skýr munur væri á erótík og klámi. „Klám beinist að hráum losta og einkennist í dag af kvenfyrirlitningu, ofbeldi og vald- níðslu. Erótík gerir það ekki. Hún skoðar hið fagra í kynvitund mann- eskjunnar og er fögnuður þess að við erum kynverur, hvort sem við stund- um kynlíf eða ekki. Við höfum okkar langanir og þær þarf ekki að ramma inn í það sem klámiðnaðurinn segir að okkur eigi að finnast aðlaðandi. Erótíkin er okkar. Klám er annarra og er þrýst að okkur,“ sagði Daníel. Táknrænir líkamshlutar Dr. Gunnlaugur A. Jónsson, pró- fessor, var leiðbeinandi Daníels við ritgerðarsmíðina og tók mjög vel í hugmynd hans um lokaverkefnið. „Líkamshlutar eru notaðir á tákn- rænan hátt í Ljóðaljóðunum. Ég fjallaði aðallega um augu og hendur. Hebreskan á ekki almennilegt orð yf- ir getnaðarlim og notar stundum orð eins og hendur eða hold og fer mynd- rænt í þetta. Mér þótti það áhugavert og skoðaði þá nálgun,“ sagði Daníel. „Ég lagði áherslu á að bera saman mismunandi sjónarhorn ólíkra fræði- manna um við hvað er átt í text- anum.“ Markmiðið var að skoða erót- íska notkun á myndmáli líkamans í Ljóðaljóðunum. Hann kvaðst hafa haldið áfram á sömu braut í lokarit- gerð í mag. theol.-náminu en hún fjallar um samkynhneigð í Gamla testamentinu. „Ég vil ekki að kynferðismál séu feimnismál innan kirkjunnar eða kristindómsins,“ sagði Daníel. „Þau eru eðlilegur hluti af lífi okkar og hluti af því að vera manneskja og at- riði sem þarf að tala um.“ Hann kvaðst almennt ekki vera mikill ljóðaunnandi og hafa gaman af ýmsum bókum Biblíunnar. „En það var eitthvað sem snerti mig þegar ég las Ljóðaljóðin í fyrsta sinn. Mér fannst þetta svo fallegt og svo tært, svo mikil ástarjátning sem snerti við mér. Kærleikur og ást eru uppá- haldsorðin mín. Það er svo mikinn kærleika og ást að finna í Ljóðaljóð- unum, sem bæði er hægt að túlka þannig að það sé á milli manna, eða til Guðs og frá Guði til okkar. Þessi bók hefur verið í huga mínum síðan ég byrjaði í guðfræðinni,“ sagði Daníel. Morgunblaðið/Eggert Guðfræðingur Daníel Ágúst Gautason vill ekki að kynferðismál séu feimnismál innan kirkju og kristindóms. Skoðaði erótíska undir- tóna í Ljóðaljóðunum  Myndmál líkamans  Erótík er allt annað en klám Kjartan Henry Finnbogason er orð- inn markahæsti Íslendingurinn frá upphafi í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í karlaflokki en þeim áfanga náði hann á laugardaginn þegar hann skoraði fyrir Vejle í leik gegn Nordsjælland. Í íþróttablaðinu í dag er fjallað um það og þar má sjá hvaða íslensku leik- menn hafa skorað mest og spilað mest í dönsku úrvals- deild- inni. » 1 Kjartan orðinn marka- hæstur í Danmörku

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.