Morgunblaðið - 28.02.2019, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 28.02.2019, Qupperneq 1
SÖNGURINNVEITIR GLEÐILÉTTARI LAXAKASSAR yrir úlnliðinn í svörtum og gylltum lit. 3 Unnið í samvinnu Nýir frauðplastkassar eru væntanlegir innan skamms, sem nota 5-12% minna plast en hefðbundnir kassar. 7 VIÐSKIPTA 3 Nýr forstjóri Daga fékk næringu fyrir sál og líkama á þriggja daga núvitundarnámskeiði. Hann segir rekstrarumhverfið nokkuð sveigjanlegt. Farsími f við FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019 Endurskoðun | Skattur | Ráðgjöf Ernst & Young ehf. Borgartúni 30, 105 Reykjavík ey.is Alþjóðleg þekking - persónuleg þjónusta Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í. Minni útlánageta bankanna Hrein ný útlán viðskiptabankanna til atvinnufyrirtækja námu 5,4 millj- örðum í janúar og hafa þau ekki reynst minni í einum mánuði frá því í ágúst 2016. Með hreinum nýjum út- lánum er átt við útlán umfram upp- greiðslur lána. Sé litið til meðaltals- fjárhæðar útlána síðasta árið virðist sem mjög hafi hægst á útlánum í kerfinu til fyrirtækja. Að meðaltali voru hrein ný útlán bankanna til fyr- irtækja um 17,4 milljarðar í mánuði 2018. Talsverður samdráttur varð þó í desember þegar útlánin námu að- eins 6,2 milljörðum króna. Ásdís Kristjánsdóttir forstöðu- maður efnahagssviðs Samtaka at- vinnulífsins segir þessar tölur tala sínu máli og að útlánageta bankanna fari minnkandi. „Útlánageta bankanna er einfald- lega að dragast saman. Þetta er auð- vitað áhyggjuefni, einkum nú þegar allir hagvísar eru á hraðri niðurleið, kólnun framundan í hagkerfinu. Krónuskortur í bankakerfinu er að- eins til þess fallinn að kæla hag- kerfið enn hraðar og meira en ástæða er til.“ Spurð út í ástæður þess að vart sé við krónuskort í kerfinu segir hún að þar sé samverkandi þáttum um að kenna. „Það má í raun segja að aðhald peningastefnunnar sé m.a. að koma þarna fram af fullum þunga. Hér áð- ur fyrr höfðu seðlabankar eitt stjórntæki, stýrivexti, en í dag eru stjórntækin fleiri og ýmis þjóðhags- varúðartæki einnig í notkun á sama tíma sem áhrif hafa á útlánagetu bankanna og þar með útlánavöxtinn. Hér er um að ræða stjórntæki eins og innflæðishöftin sem loka á fjár- festingar erlendra aðila í íslenskum skuldabréfum og þar með fjár- mögnun erlendra aðila sem dæmi í innlendum bankabréfum,“ segir Ás- dís. Hún segir að þá hafi það einnig áhrif að innlendir fjárfestar, ekki síst lífeyrissjóðir, séu í auknum mæli að færa fjármagn sitt til útlanda. „Eftir stendur að bankarnir eiga erfitt með að fjármagna sig innan- lands. Lausar eignir bankanna lækkuðu töluvert á árinu 2018 m.a. vegna arðgreiðslna eigenda. Þá eru hér háar kröfur um eiginfjárauka á sama tíma, sem er langt umfram það sem við sjáum á öðrum Norð- urlöndum sem dæmi.“ Stefán Broddi Guðjónsson, for- stöðumaður greiningardeildar Arion banka, tekur í sama streng. Hann segir að jákvæðu tíðindin séu þó þau að vegna mikilla eiginfjárkrafna á hendur bönkunum sé til staðar stjórntæki sem geti nýst nú þegar hægi á hagkerfinu. „Á þessu ári og í byrjun þess næsta er verið að hækka eiginfjárkröfur nánast upp í topp til að hægja á útlánum bank- anna, þvert ofan í þróun sem ég held að núna sé að eiga sér stað. Þær bæði draga úr útlánagetu og hækka vexti. Nú þegar talsverð kólnun á sér stað í hagkerfinu held ég að það sé alveg óhætt að stíga lausar á bremsuna,“ segir Stefán Broddi. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Hrein ný útlán bankakerfi- sins hafa ekki reynst minni í einum mánuði frá því í ágúst árið 2016. Hrein ný útlán bankakerfisins til atvinnufyrirtækja námu 5,4 milljörðum í janúar. Úrvalsvísitalan EUR/ISK 1.900 1.800 1.700 1.600 1.500 1.400 28.8.‘18 28.8.‘18 27.2.‘19 27.2.‘19 1.598,96 1.829,83 140 135 130 125 120 124,75 136,0 Það var árið 2012 sem Fida Abu Libdeh stofnaði fyrirtækið geoSilica ásamt Burkna Sigurðssyni skóla- bróður sínum. Nú sjö árum síðar er fyrirtækið metið á ríflega 800 millj- ónir króna. Fyrirtækið seldi 30 þús- und einingar af vörum sínum í fyrra en Fida segir að raunhæft markmið sé að salan muni nema einni milljón eininga að fimm árum liðnum. Hún heldur nú í maí á stærstu hráefnis- sýningu í heimi. Hún hefur trú á því að þar muni fyrirtækið landa stórum sölusamningum og færa út kvíarnar, sem í dag séu einkum bundnar við Ís- land og þýskumælandi lönd í Evrópu. En saga Fidu er eftirtektarverð. Þeg- ar hún kom til Íslands ásamt móður sinni og fimm systkinum, var fátt sem benti til þess að hún myndi stofna einn mest spennandi vaxtarsprota ís- lensks viðskiptalífs 17 árum síðar. En það gerðist samt. Hyggst margfalda söluna Morgunblaðið/RAX Fida er frá Palestínu en hefur búið hér nær óslitið frá árinu 1995. Mikil eftirspurn er eftir vönduðum steinefnum á markaði með fæðubótar- efni. geoSilica hyggst ná dágóðum skerfi af honum. 8 VW er að setja sig í stellingar til að ná ráðandi stöðu á raf- bílamarkaði. Skutl og sjálf- akandi bílar eru líka í sigtinu. Áfallið markaði upphaf sóknar 10 Véfréttin frá Omaha ætlar ekki lengur að einblína á breytingar á bókfærðu virði eigna Berkshire Hathaway. LEX: Buffett breytir um nálgun 11

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.