Morgunblaðið - 28.02.2019, Side 2

Morgunblaðið - 28.02.2019, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019FRÉTTIR FJARSKIPTI Stefán Sigurðsson forstjóri fjar- skiptafélagsins Sýnar hefur óskað eftir því að láta af störfum, frá og með 1. júní nk. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn, en þar segir jafnframt að brotthvarf hans sé samkvæmt sam- komulagi við stjórn fyrirtækisins. Þá segir í tilkynningu Sýnar að ekki hafi verið tekin ákvörðun um ráðningu forstjóra í stað Stefáns en ráðningarferli sé hafið. Þá er þess jafnframt getið að Stefán muni verða stjórninni innan handar þar til nýr forstjóri verður ráðinn. Stjórn félagsins hefur samkvæmt tilkynningunni falið Heiðari Guð- jónssyni stjórnarformanni að „ann- ast í auknum mæli skipulag félags- ins og gæta þess að rekstur þess sé í réttu og góðu horfi fram að ráðningu nýs forstjóra,“ eins og það er orðað í tilkynningunni. tobj@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Hagnaður Sýnar árið 2018 dróst saman um 56% milli ára. Forstjóri Sýnar hættir SMÁSALA Heildarhagnaður Festar nam um 2,1 milljarði króna árið 2018 og minnk- aði um 0,6% á milli ára. Rekstur fé- laga í dótturfélagi Hlekks, sem rek- ur m.a. matvöruverslanir Krónunnar, var tekinn inn í sam- stæðu Festar frá 1. september en hagnaður samstæðunnar fyrir vexti, skatta og afskriftir (EBITDA), að undanskildum kostnaði við kaup á Hlekk, nam fimm milljörðum króna samanborið við 3,6 milljarða króna árið 2017. Samtals námu eignir Festar 78 milljörðum króna í árslok 2018, eigið fé nam 26 milljörðum króna og eiginfjárhlutfall var 33,4%. Sé litið til fjórða ársfjórðungs nam EBITDA Festar að undanskildum kostnaði við kaup á Hlekk, sem nam 101 milljón króna á fjórða ársfjórð- ungi, rúmlega 1,6 milljörðum króna árið 2018, samanborið við 844 millj- ónir króna árið 2017. Hagnaðurinn á fjórða ársfjórðungi nam 327 millj- ónum og dróst saman um 26%. EBITDA Hlekks nam 898 millj- ónum króna og hagnaðurinn 253 milljónum króna á fjórða ársfjórð- ungi. „Við erum afar sátt við þessa nið- urstöðu sem sýnir svart á hvítu sterka stöðu Festar og fyrirtækja þess á íslenskum markaði. Við höf- um farið í gegnum mikla samþætt- ingu á stoðsviðum N1, Krónunnar, Elko og vöruhótelsins Bakkans, sem miðar vel og er raunar á undan áætl- un. Stoðir félagsins eru styrkar, sameiningin hefur leitt til öflugri innviða og aukinnar hagkvæmni og Festi ætlar að halda forystu- hlutverki sínu hér á landi til fram- tíðar og vera áfram fyrsti valkostur neytenda,“ segir Eggert Þór Krist- ófersson, forstjóri Festar, í tilkynn- ingu. peturhreins@mbl.is Tveggja milljarða hagnaður Festar Morgunblaðið/Eggert Hagnaður Festar á fjórða ársfjórð- ungi 2018 nam 327 milljónum. Suðurlandsbraut 6, Rvk | S. 419 9000 info@handafl.is | handafl.is Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins VANTAR ÞIG STARFSFÓLK? Traust og fagleg starfsmannaveita sem þjónað hefur íslenskum fyrirtækjum í áraraðir Mesta lækkun Mesta hækkun VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) ICEAIR -3,44% 7,58 EIK +4,64% 8,79 S&P 500 NASDAQ -0,43% 7.495,094 -0,46% 2.779,71 -1,14% 7.096,69 FTSE 100 NIKKEI 225 28.8.‘18 28.8.‘1827.2.‘19 1.800 90 2.133,35 1.925,0 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. 66,4 +0,61% 21.556,51 75,95 50 2.400 27.2.‘19 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) Grimm samkeppni ríkir á hádegis- verðarmarkaði á veitingahúsum í miðborg Reykjavíkur, og nú hefur einn vinsælasti veitingastaður lands- ins, Grillmarkaðurinn í Lækjargötu, ákveðið að loka í hádeginu. „Þann 1. mars nk. verður síðasti dagurinn sem við höfum opið í hádeginu. Við lokuðum Fiskmarkaðnum í hádeg- inu fyrir tveimur árum og það hefur gengið vel,“ segir Hrefna Rósa Sætran, eigandi Grillmarkaðarins, Fiskmarkaðarins og Skelfiskmark- aðarins í samtali við Morgunblaðið. Ástæðan fyrir lokuninni er að sögn Hrefnu að hádegin standa ekki undir kostnaði, þrátt fyrir góða að- sókn. Hún segir einnig að mikið sé um svokölluð „tveir fyrir einn“ há- degistilboð hjá veitingahúsum sem margir nýti sér. Þá bætir hún við að inn í ákvörðunina spili bæði hráefn- iskostnaður og launakostnaður. „Líklega eiga þeir sem eru með ódýrara hráefni erindi á hádeg- ismarkaðnum.“ Opnað verður aftur tímabundið í hádeginu á Grillmarkaðnum allan desembermánuð. „Við tökum des- ember með stæl. Svo ætlum við að fara að byrja með happy hour og barmatseðil og opna klukkan fimm í staðinn fyrir sex eins og nú er.“ Ekta hádegisstaður Jakob Jakobsson á Jómfrúnni í Lækjargötu segir að Jómfrúin haldi sínu striki í hádeginu, enda hafi staðurinn löngum verið ekta hádeg- isstaður eins og hann orðar það. „Við höfum meira að segja verið að út- víkka afgreiðslutímann. Hádegin standa vel undir sér.“ Jakob bendir á að hádegismark- aðurinn í miðborginni sé orðinn snú- inn og segir til dæmis að hægt sé að fá fisk dagsins á góðum veitinga- stöðum fyrir sama verð og skyndi- bita. „Það er nánast ekkert bil orðið á milli „fínni matar“ og skyndibita.“ Hjá Hótel Holti fengust þær upp- lýsingar að síðan hótelið sjálft tók við veitingastaðnum í desember síð- astliðnum hefði verið lokað í hádeg- inu. Sigurgísli Bjarnason, einn stofn- andi og veitingamaður á Snaps við Óðinstorg, segir að sterk hádegis- menning sé við lýði á Snaps, sem og á Kaffi París sem rekið er af sömu aðilum. „Við höfum ekki séð hag í því að loka í hádeginu.“ Hann segir að veitingastaðir séu að takast á við erfiða tíma, og allir leiti leiða til að lækka kostnað. 250 manns vinna hjá stöðunum þremur sem Sigurgísli er í forsvari fyrir, Snaps, Kaffi París og Nings. „Á Kaffi París breyttum við t.d. fyrirkomulaginu að í stað þess að þjónað sé til borðs, þá fer fólk og pantar sér sjálft. Það er að okkar mati framtíðin á veitingahúsum eins og París að viðskiptavinurinn þurfi að sætta sig við minni þjónustu.“ Hjá Sumac við Laugaveg fengust þær upplýsingar að lokað hefði verið í hádeginu frá áramótum. „Við byggjum það á reynslu síðasta árs. Þessi markaður er bara mjög erfiður og það eru fáir staðir sem eru virki- lega að hafa eitthvað upp úr því að hafa opið í hádeginu,“ segir Þráinn Freyr Vigfússon hjá Sumac og Óx. „Við munum hafa lokað í hádeginu fram í apríl a.m.k.“ Veitingastaðir hættir að hafa opið í hádeginu Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Veitingastaðir í miðborginni leita nú leiða til að lækka hjá sér kostnað. Hádegis- markaðurinn líður fyrir of lítinn mun á milli skyndibita og „fínni“ matar. Morgunblaðið/Ómar Eftir 1. mars nk. verður Grillmarkaðurinn lokaður í hádeginu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.