Morgunblaðið - 28.02.2019, Qupperneq 8
maður háður vinum sínum en ástandið var ekki
gott heima og það var betra að koma hingað. En
það var erfitt. Ég þurfti eiginlega að læra að
labba upp á nýtt í öllum snjónum og hálkunni.
Ástæða þess að vonbrigðin urðu mikil var
kannski ekki síst sú að ég hafði auðvitað ekki
tungumálið. Þar lenti ég á vegg. Fyrstu þrjú ár-
in voru erfiðust. Fyrsta árið langerfiðast. Ég og
eldri systir mín vorum settar í 10. bekk og við
einangruðum okkur. Við vorum mjög uppteknar
af því að syrgja það sem við höfðum misst við
flutninginn. Þetta var árið 1995 og þá skall á
kennaraverkfall og það gerði þetta ekki auð-
veldara hvað skólann varðar. Þá var heldur ekki
fyrir hendi neitt stuðningsnet. Það var lítið um
börn innflytjenda í skólakerfinu og við vorum
einhvern veginn á mörkum þess að vera börn og
fullorðnar.“
Þrátt fyrir þær áskoranir sem mættu þeim
systrum tókst þeim að ljúka samræmdu próf-
unum og leiðin lá þá í Iðnskólann.
„Við innrituðumst þá í Iðnskólann og ég
ákvað að læra bifvélavirkjun og systir mín raf-
virkjun. Það var mjög erfitt. Þá var stuðnings-
netið alveg horfið og ekki bekkjarkerfi. Manni
var ætlað að mæta í þennan tíma hér og annan
tíma þar og ég skildi varla stundatöfluna, hvað
þá annað. Okkur gekk mjög vel í verklegu grein-
unum og raungreinunum en við rákum okkur sí-
fellt á vegg þegar kom að íslensku, ensku,
dönsku og öðrum bóklegum fögum.“
Þegar Fida varð 18 ára varð hún að sækja um
dvalarleyfi enda skilgreind sem fullorðin. For-
Það er kalsaveður á Sandskeiði á leið minni upp
í Hellisheiðarvirkjun. Þar hef ég mælt mér mót
við konu að nafni Fida Abu Libdeh. Við höfum
nokkrum sinnum heyrst í síma. Ég veit lítið um
hana en ég er sannfærður um eitt: Hún hefur
óbilandi trú á því sem hún er að gera. Sú trú hef-
ur fleytt henni lengra en nokkurn hefði grunað
þegar hún stóð nær allslaus á Keflavíkurflug-
velli ásamt móður sinni og fjórum systkinum ár-
ið 1995. En hvaða sögu hefur hún að segja – og
af hverju er hún mætt til leiks á miðopnu Við-
skiptaMoggans, fjölmiðils í órafjarlægð frá föð-
urlandinu fyrir botni Miðjarðarhafs?
Í virkjuninni tekur hún á móti mér í gulum
kuldagalla, skóm með gerðarlegri stáltá sem
virkar jafnþung og hún sjálf. Öryggishjálm-
urinn að sjálfsögðu til staðar. Í tveimur litlum
bogadregnum byggingum inni á svæðinu malar
tæknibúnaður sem fáir hafa fengið að líta aug-
um. Þar er á ferðinni tækni sem Fida hefur þró-
að ásamt samstarfsfólki sínu. Búnaðurinn fellir
kísil og önnur steinefni út úr vatni sem sótt hef-
ur verið í ógnardjúpar borholur Hellisheið-
arvirkjunar. Og vinnslan fer fram rétt í þann
mund sem vatninu er aftur dælt ofan í jörðina.
Niðurdælingin er til þess gerð að halda uppi
þrýstingi í þeim orkuundraheimi sem liggur
undir fótum okkar Íslendinga en útfellingin hef-
ur tvíþættan tilgang.
„Þegar ég var í náminu í orku- og umhverfis-
tæknifræði þótti mér spennandi að kljást við al-
varlegt vandamál sem fylgir jarðvarmafram-
leiðslu. Steinefnin sem er að finna í vatninu
setjast inn á tæknibúnaðinn og skemma hann.
Mér fannst spennandi að finna leið til að losa
þessi efni úr vatninu. Og þar sem ég leitaði
lausna við þessu vandamáli áttaði ég mig á að
úrgangurinn sem fylgdi lausn á því gæti falið í
sér ógn við umhverfið. Því fannst mér nauðsyn-
legt að finna út hvernig hægt væri að nýta úr-
ganginn og það varð kveikjan að fyrirtækinu
geoSilica.“
Og nú, sjö árum eftir að Fida stofnaði fyrir-
tækið ásamt Burkna Sigurðssyni, skólabróður
sínum í orku- og auðlindafræði, er fyrirtækið
metið á að minnsta kosti 820 milljónir króna og
margt sem bendir til að vöxtur þess fram undan
sé mikill. En áður en lengra er haldið er rétt að
varpa ljósi á forsöguna sem minnst var á áðan.
Flúði erfiðar heimilisaðstæður
Sextán ára gömul flytur Fida til Íslands
ásamt móður sinni og systkinum. Þau voru að
flýja erfiðar heimilisaðstæður eins og hún orðar
það.
„Ástæða þess að Ísland varð fyrir valinu var
einföld. Tveir bræður hennar mömmu bjuggu
hérna. Sá eldri kom hingað í þann mund sem
stríðið í Palestínu hófst 1948. Hann hafði verið
að vinna í ferðamannaverslun í Jerúsalem og
hitt þar hóp Íslendinga sem ákváðu að bjóða
honum til Íslands til náms.“
En Fida segir að sú góða og glæsta mynd sem
dregin hafi verið upp fyrir hana og systkinin af
lífinu á Íslandi hafi ekki alveg staðið undir vænt-
ingum.
„Mér leist ekki vel á þetta. Á þessum aldri er
senda dvalarleyfisins var atvinnuleyfi og í æ rík-
ari mæli varði hún tíma sínum til vinnu.
„Ég fór því að vinna og gerði það í um þrjú ár.
Þá vaknaði aftur hjá mér löngun til þess að fara
í frekara nám. Ég fann að það var algjör for-
senda fyrir því að ég myndi tryggja mér góða og
bjarta framtíð. Ég fór þá í kvöldskóla FB. Aftur
voru það bóklegu fögin sem ég náði ekki tökum
á og ég fékk ekki heimild til að fá að skilgreina
íslensku sem mitt annað mál á eftir arabísku,
sem er móðurmálið.“
Hún segir að þessi staða hafi fyllt hana von-
leysi og hún hafi verið mjög óhamingjusöm.
„Ég var föst í láglaunastarfi en vissi að ég
gæti gert betur, ég fékk bara ekki tækifæri til
að ljúka náminu. Þetta var líka mjög erfitt fyrir
mig komandi frá Palestínu því þar er gríðarlega
mikil áhersla lögð á menntun. Við höfum ekki
her, lögreglu eða vopn til að verja okkur. Við
verðum því að nota menntun og þekkingu til að
styrkja samfélagið okkar. Það að ég væri hér á
Íslandi og ekki að nýta tækifærin mín var nið-
urlægjandi í mínum huga.“
Hin þrönga staða sem Fida fann sig í olli því
að hún reif sig upp árið 2004 og flutti aftur til
æskustöðvanna.
„Mér fannst engin framtíð hér og hvað er
maður án framtíðar? Ég er ekki að segja að
menntun sé það eina sem getur gert mann að
betri manni en þetta skipti mig mjög miklu máli,
ekki síst sem innflytjandi hér á landi. Það tók
mig hins vegar bara nokkra mánuði að átta mig
á því að ég var alltof mikill Íslendingur til að
vera þar. Þar lenti ég á sama vegg. Það vantaði
mikið upp á arabískuna mína eftir allan tímann
hér og vegna aldurs átti ég erfitt með að komast
inn í skólakerfið. Þar eru aldursskilyrðin mun
stífari en hér.“
Þessi ferð var örlagarík, en nokkuð á annan
veg en Fida hafði gert ráð fyrir.
Fann að hún var orðin Íslendingur
„Eftir átta mánuði kom ég aftur heim og ein-
setti mér að klára námið. Tíminn í Palestínu var
mikilvægur því þarna fékk ég loksins tækifæri
til að gera upp fortíðina, kveðja pabba og vinina.
Það var ekki mögulegt 1995 því þá höfðum við
Vaxtarmöguleikar íslenskrar
”
Þá fór ég að rannsaka
innihaldsefnin og sá að
kísill var þar ráðandi. Það
leiddi til þess að ég fór að
skoða hvaða áhrif kísill
hefur á líkamann, bakt-
eríur og sveppi. Þá sá ég
að þetta er eftirsótt efni í
húðvörur, áburð, fæðubót-
arefni og til framleiðslu í
tæknibúnaði. Um þetta
fjallaði lokaverkefnið mitt.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Fyrir skemmstu tryggði nýsköp-
unarfyrirtækið geoSilica sér nýtt
fjármagn til vaxtar. Fyrirtækið er nú
metið á ríflega 800 milljónir króna
og segir Fida Abu Libdeh, einn af
stofnendum þess, að það eigi mikið
inni. Þegar skyggnst er yfir sögu
hennar læðist sá grunur að blaða-
manni að ástæða sé til þess að
leggja trúnað á þá fullyrðingu. Mót-
lætið sem Fida hefur sigrast á frá
því að hún fluttist hingað til lands á
unglingsárum undirstrikar seiglu
sem fæstir búa yfir.
8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019VIÐTAL