Morgunblaðið - 28.02.2019, Side 13

Morgunblaðið - 28.02.2019, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019 13SJÓNARHÓLL Ert þú í sambandi? V E R K F R Æ Ð I S T O F A R áð gj öf ve gn a hr að hl eð sl us tö ðv a fy rir fy rir tæ ki og sv ei ta rfé lö gBÓKIN Sumir markaðsgreinendur vilja meina að því stærri og eldri sem fyr- irtæki verða, því meiri sé hættan á að dagar þeirra séu taldir. Máli sínu til sönnunar benda þeir á verðmætustu fyrirtæki Bandaríkj- anna í dag, sem sum voru ekki til fyrir 20 árum, og minna á risa á borð við East- man Kodak eða General Electric, sem eitt sinn teygðu anga sína um allan heim en hafa í dag skroppið saman og orðið að nánast engu. Nýju fyrirtækin ryðja sér jú til rúms með útsjónarsemi og dugnaði, bjóða góðar lausnir á enn betra verði og eru snör í snúningum – ólíkt stein- runnum risafyrirtækjum þar sem ekkert má gera fyrr en búið er að fá blessun hjá tíu nefndum. Todd Hewlin og Scott Snyder vilja þó meina að allir gamlir risar þurfi nauðsynlega að vera sökkvandi skip. Þeir hafa skrifað um þetta bók: Goli- ath‘s Revenge: How Established Companies Turn the Tables on Digi- tal Disruptors. Hewlin og Snyder skoða nokkur vel þekkt dæmi úr bandarísku at- vinnulífi til að sýna hvernig fyrirtæki sem orðin eru mikil bákn geta nýtt styrkleika sína og orðið lipur og lausnamiðuð. Í krafti stærðar sinnar, þekkingar, mann- auðs, gagnasafna og viðskiptatengsla geta risarnir beislað krafta nýjustu tækniframfara frek- ar en að þurfa að bíða eftir því að næsta Airbnb, Uber eða Netflix komi fram á sjónarsviðið og valti yfir þá. Það sem meira er, þá getur fag- fólk fylgt sömu ráðum til að verða ekki undir á vinnumarkaði og falla ekki á milli þilja næst þegar eitt- hvert snjallsímaforritið snýr öllu á hvolf og gerir heilu starfsstéttirnar óþarfar. ai@mbl.is Svo nýliðarnir vaði ekki yfir allt og alla Sveitarfélög verða almennt að fjármagna verkefni sín með þeimtekjustofnum sem lög mæla fyrir um. Skattheimta sveitarfélagagagnvart íbúum þeirra fer fyrst og fremst fram með innheimtu fasteignaskatts og útsvars, en þau geta einnig innheimt gjald fyrir veitta þjónustu (þjónustugjöld) ef lagaheimild er fyrir slíkri gjaldtöku. Sveitar- félög geta jafnframt, í undantekningartilvikum, innheimt gjöld á einka- réttarlegum grundvelli, t.d. með því að leggja á gjald í samningum sínum við einkaaðila. Síðustu ár hefur Reykjavíkurborg innheimt svokallað „innviðagjald“ í samningum við lóðarhafa sem hafa í hyggju þróun og uppbyggingu á lóðum sínum. Þegar heilu hverfin byggjast upp á skömm- um tíma er ljóst að umtalsvert fjármagn þarf til þess að standa undir hefðbundinni þjónustu og verkefnum sveitarfélags, svo sem með því að byggja leik- og grunnskóla og standa fyrir gatnagerð. Með innheimtu innviðagjaldsins taka lóðarhafar þátt í þessum kostnaði með borginni. Að undanförnu hefur nokkuð verið rætt um hvort innviðagjaldið sé lögmætt. Fyrir liggur að gjaldið á sér ekki stoð í lögum og er því ekki um skattlagningu eða þjónustugjald að ræða í hefð- bundnum skilningi. Reykjavíkurborg hefur talið að ekki þurfi lagaheimild til töku gjaldsins, þar sem um sé að ræða einkaréttarlegan samning við lóðar- hafa um samstarf við uppbyggingu hverfa í borg- inni. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar, sagði í viðtali á Rás tvö á dögunum að enginn vafi léki á lögmæti innviðagjaldsins. Vísaði hún í því sam- bandi til dóms Hæstaréttar frá 2012 þar sem talið var lögmætt af hálfu borgarinnar að úthluta lóð og byggingarrétti á lóðinni gegn tilteknu gjaldi. Umræddur dómur hefur aftur á móti ekki sérstaka þýðingu við mat á lögmæti innviðagjaldsins. Fyrir það fyrsta snerist málið ekki um innviða- gjald heldur sölu á byggingarrétti í kjölfar útboðs. Umræddur bygging- arréttur var seldur á markaðsverði og er eðlilegt að sveitarfélög geti selt, leigt og ráðstafað eignum sínum á markaðsverði, en slíkt telst ekki til lög- bundinna verkefna þeirra. Innviðgjaldið er aftur á móti innheimt m.a. við þær aðstæður þegar lóðarhafi óskar eftir því við borgina að fá að breyta skipulagi á lóð sinni, t.d. þannig að honum verði heimilt að reisa þar íbúð- arhúsnæði í stað atvinnuhúsnæðis. Þegar gjaldið er innheimt með þess- um formerkjum felur það í reynd í sér endurgjald sem lóðarhafi þarf að greiða borginni fyrir að fá að breyta skipulagi á lóð sinni. Engin laga- heimild er fyrir slíkri gjaldtöku og vekur það útaf fyrir sig spurningar að sveitarfélag innheimti endurgjald fyrir að sinna skipulagsmálum sínum. Jafnvel þótt litið væri framhjá því með hvaða hætti innviðagjaldinu er komið á fót er ljóst að hið stóra álitaefni um lögmæti innviðagjaldsins snýst um ráðstöfun þess. Fram hefur komið hjá borginni að gjaldinu sé m.a. ætlað að mæta kostnaði sem felst í gerð nýrra gatna og lagnakerfa, færslu gatna og lagna, gerð stíga, torga, opinna svæða, byggingu skóla o.s.frv. Af fyrrgreindri upptalningu er ljóst að gjaldinu á að ráðstafa að stórum hluta til lögbundinna verkefna Reykjavíkurborgar, eins og t.d. byggingar skóla. Skýrt kemur fram í lögum um grunnskóla að stofn- kostnaður skólamannvirkis greiðist af viðkomandi sveitarfélagi. Bygg- ing skólamannvirkja er því tvímælalaust verkefni sem borgin þarf sjálf að fjármagna með sínum almennu tekjustofnum og er hæpið að láta einkaaðila taka þátt í þeim kostnaði. Þá er innviðagjaldinu einnig ætlað að standa undir verkefnum sem eru nú þegar fjármögnuð með öðrum tekjustofnum, t.d. gatnagerðargjaldi. Í lögum um gatnagerðargjald kemur fram að verja eigi gjaldinu til gatnagerðar í sveitarfélaginu og til viðhalds gatna og annarra gatnamannvirkja. Gatnagerðargjaldið er í lögum skilgreint sem skattur og kemur því nokkuð á óvart að hluti inn- viðagjaldsins eigi að ná til gatnagerðar, sem nú þegar er fjármögnuð með þessum sérstaka skatti. Má í raun velta fyrir sér hvort innheimta innviðagjaldsins að þessu leyti sé viðbótarskattlagning, án lagaheim- ildar. Trausti Fannar Valsson, dósent í lögfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt í fræðiriti sínu um sveitarstjórnarrétt að tekjuöflun sveitarfé- laga á einkaréttarlegum grundvelli eigi aðeins við í undantekningartilvikum og verði starf- semi sem telst til hefðbundinna verkefna sveit- arfélaga almennt ekki fjármögnuð á slíkum grunni. Segir hann nánar tiltekið á bls. 228 í umræddu riti: „Mikilvægt er […] að hafa í huga að ákvörðun um endurgjald fyrir þjónustu sveitarfélaga eða starfsemi sem telst falla að hefðbundnum verkefnum þeirra verður al- mennt ekki byggð á einkaréttarlegum grunni.“ Til að draga framangreint saman má segja að ekki sé hægt að amast við því þegar sveitarfélög innheimta gjöld á einkaréttarlegum grundvelli þegar gjaldtakan er í tengslum við starfsemi sem ekki telst til lögbund- inna (eða hefðbundinna) verkefna sveitarfélags. Innviðagjaldið gengur aftur á móti miklu lengra og virðist að stærstum hluta eiga að standa undir slíkum verkefnum. Af fyrrgreindri umfjöllun má vera ljóst að slíkt er afar hæpið og verður að ætla að sveitarfélög verði að láta sér nægja lögbundna tekjustofna til að sinna þeim verkefnum sínum. Að lokum má velta því fyrir sér hver séu útmörk röksemda Reykjavík- urborgar varðandi innheimtu innviðagjaldsins. Ekki er hægt að skilja röksemdir borgarinnar öðruvísi en að hún telji sig geta staðið fyrir hvers kyns einkaréttarlegri gjaldtöku, á meðan mælt er fyrir um hana í samn- ingi. Með þessum rökum mætti fræðilega hugsa sér að innviðagjaldið gæti orðið svo hátt að það gæti fullfjármagnað öll verkefni Reykjavíkur- borgar. Slík niðurstaða væri að sjálfsögðu afar einkennileg, en þó má spyrja sig, meira í gamni en alvöru: Þarf Reykjavíkurborg útsvar ef hún getur innheimt nógu hátt innviðagjald? Vafasamt innviðagjald LÖGFRÆÐI Víðir Smári Petersen lögmaður á Lex ” Engin lagaheimild er fyrir slíkri gjaldtöku og vekur það út af fyrir sig spurningar að sveitarfé- lag innheimti endurgjald fyrir að sinna skipulags- málum sínum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.