Morgunblaðið - 28.02.2019, Side 14

Morgunblaðið - 28.02.2019, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019FÓLK SPROTAR Með forritinu Wapp má segja að fólk sé komið með fróðan og hjálp- legan leiðsögumann í vasann. Einar Skúlason er maðurinn á bak við forritið og tekur Wapp þátt í Start- up Tourism-viðskiptahraðlinum sem stendur núna yfir. Einar hefur gefið út tvær ferða- handbækur um íslenskar göngu- leiðir og var að vinna að þeirri þriðju þegar hugmyndin að forrit- inu kviknaði. „Ég var í Borgarfirði og langaði að ná nokkrum góðum myndum, en það rigndi dag eftir dag og varð mér því lítið úr verki. Sem ég sat við glugga og horfði á dropana leka niður rúðuna fór ég að hugsa hvort ekki væri ráðlegt að nota einhvern annan miðil en prentaðar bækur til að koma efn- inu á framfæri,“ útskýrir hann. „Síðan þá eru liðin fjögur og hálft ár og það efni sem skrifað hefur verið fyrir Wappið gæti fyllt ígildi sextán 200 síðna bóka, og svo ann- að eins á ensku enda hefur allur textinn verið þýddur.“ Wapp (www.wapp.is) notar gps- kerfi símans til að hjálpa notand- anum að skoða áhugaverðar göngu- leiðir um land allt. Nákvæmur ís- lenskur kortagrunnur frá Samsýn er í forritinu og auk þess að vísa leiðina hefur forritið að geyma fróðleik um hverja leið og hagnýtar upplýsingar fyrir ferðalanginn. Forritið sjálft er ókeypis en sækja þarf hverja gönguleið sér- staklega og borga lágt gjald fyrir. „Sumar leiðirnar eru ókeypis og þá í boði styrktaraðila. Sem dæmi eru allar gönguleiðir í landi Garða- bæjar í boði sveitarfélagsins,“ út- skýrir Einar og bendir á hvernig kostun af þessu tagi getur verið liður í að efla ferðaþjónustu og hvetja til útivistar. Kostuð ferð gæti jafnvel verið kjörin leið til að laða fleiri viðskiptavini að veit- ingastað eða hóteli sem væri þá merkt sem viðkomustaður. Áhersla á gott samstarf Einar leggur áherslu á að vanda verði til verka þegar ný gönguleið er sett inn í Wapp-kerfið. Jafnt stórir sem smáir samstarfsaðilar geta fengið aðgang að kerfinu og notað til að stika áhugaverðar leið- ir og bæta inn fróðleik af ýmsu tagi en stjórnendur Wapps vakta gæðin og fylgjast m.a. með að sú leið sem búið er að teikna upp beini ekki gestum inn á svæði þar sem þeir eru ekki velkomnir. „Verður m.a. að athuga hvort gönguleiðin liggur yfir einkalóð eða hvort um er að ræða viðurkennda gönguleið. Mikilvægt er að vinna í góðri sátt við landeigendur, skipu- lagsyfirvöld, þjóðgarða og aðra hagsmunaaðila.“ Möguleikarnir eru hér um bil óþrjótandi og nefnir Einar að í gönguferðasafni Wapp sé að finna leiðir bæði um fáfarnar slóðir og vinsælustu áfangastaði, langa leið- angra um hálendið og stutta göngutúra um höfuðborgina. „Má t.d. nota forritið sem leiðsögumann í ferð sem skoðar útilistaverkin í miðborg Reykjavíkur og fræðir bæði um verkin sjálf og listamenn- ina sem sköpuðu þau. Þá gerði Stefán Pálsson sagnfræðingur stór- skemmtilega bjórgönguferð um miðbæinn sem segir sögu bjór- bruggunar, fjallar um bannárin, Öl- gerðina og margt fleira, og litið inn á valdar knæpur.“ Eygir möguleika á Grænlandi og Færeyjum Þótt hugmyndin á bak við Wapp sé góð og forritið vel heppnað þarf Einar að leysa úr ýmsum áskor- unum. Þannig er hægara sagt en gert að koma forritinu á framfæri við erlenda gesti og íslenska nátt- úruunnendur. „Þar hafa upplýs- ingamiðstöðvar fyrir ferðamenn verið mínir helstu bandamenn enda reynist Wappið þeim vel þegar ferðalangur kemur til að spyrja til leiðar. Er þá hægt að beina honum að forritinu frekar en verja 10-20 mínútum yfir korti til að útskýra hvert skal halda. Með Wappinu koma bæði leiðbeiningar um hvern- ig á að komast á upphafsreit leið- arinnar, og svo er notandanum fylgt frá upphafi til enda göng- unnar.“ Einar segir ekki mörgum for- ritum til að dreifa sem mæti sömu þörf og Wapp, og þó að t.d. megi finna leiðsöguforrit sem fylgja ferðamönnum um miðborgir stór- borga úti í heimi séu færri kostir í boði þegar kemur að því að halda út í óbyggðir. Þar með er ekki sagt að Wapp eigi erindi við alla mark- aði og bendir Einar á að í Noregi sé t.d. útivistarfólki mjög vel sinnt hvað varðar kortlagningu göngu- leiða. Þegar kemur að útrás Wapp ætlar Einar því fyrst af öllu að freista gæfunnar á Færeyjum og Suður-Grænlandi. „Þar vantar enn töluvert upp á þjónustu og lausnir fyrir þá sem ferðast á eigin vegum og hefur Wapp lagt drög að sam- starfi við aðila á báðum stöðum.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Einar Skúlason segir starfsfólk upplýsingamiðstöðva fyrir ferðamenn duglegt að benda erlendum gestum á Wapp. Forritið vísar notendum leið um áhugaverðar og fallegar gönguleiðir og fræðir um sögu og náttúru. Forrit sem sýnir ferðalöngum landið Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Samstarfsaðilar geta kost- að gönguleiðir í Wappinu og þannig laðað til sín við- skiptavini eða eflt ferða- þjónustuna á tilteknu svæði. Í gegnum forritið má m.a. nálgast bjór- gönguferð sagnfræðings um miðborg Reykjavíkur. BANNER-UP STANDAR Ódýr og einföld leið til að kynna þína vöru. Sundaborg 3 104 Reykjavík 777 2700 xprent@xprent.is Arion banki Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson hefur verið ráðinn svæðisstjóri Arion banka á Vesturlandi. Hann tekur við starfinu af Eyjólfi Vilberg Gunnarssyni sem hefur tekið við sem forstöðumaður bíla- og tækjafjármögnunar Arion banka. Þetta kemur fram á vef bankans. Sigurgeir Sindri mun hefja störf hjá bankanum 1. apríl. Sigurgeir Sindri hefur verið starfandi formaður Bændasamtaka Ís- lands frá árinu 2013 ásamt því að reka bú sitt í Bakkakoti í Borgarbyggð. Hann hefur setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum um landbúnað og matvælaframleiðslu. Einnig hefur Sigurgeir Sindri verið stjórnarformaður Hótels Sögu og í stjórn Bændahallarinnar ehf. Sigurgeir Sindri er búfræðingur að mennt, hefur stundað nám í við- skiptafræði við Háskólann á Bifröst og m.a. starfað sem stundakennari við bændadeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Ráðinn svæðisstjóri á Vesturlandi HR Skipulag akademískra deilda Há- skólans í Reykjavík mun breytast frá og með 1. mars næstkomandi. Helstu breytingarnar eru þær að þrjú fagsvið verða gerð að sérstökum deildum inn- an háskólans; íþróttafræði, sálfræði og iðn- og tæknifræði, og skilgreind verða tvö yfirsvið innan háskólans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum. Ragnhildur Helgadóttir, núverandi forseti lagadeildar, hefur verið ráðin í stöðu sviðsforseta yfir við- skiptadeild, lagadeild, sálfræðideild og íþróttafræðideild. Gísli Hjálmtýs- son, forseti tölvunarfræðideildar, tekur við stöðu sviðsforseta yfir verk- fræðideild, tölvunarfræðideild og iðn- og tæknifræðideild. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir verður forseti sálfræðideildar, Hafrún Kristjánsdóttir verður forseti íþróttafræðideildar og Hera Grímsdóttir forseti iðn- og tækni- fræðideildar. Nýjar deildir og svið hjá Háskólanum í Reykjavík VISTASKIPTI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.