Morgunblaðið - 02.03.2019, Qupperneq 2
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hún var nokkuð einbeitt á svip litla stúlkan sem nýverið lét keyra sig um
stræti borgarinnar í mjúkum vagni. Bolluvöndur, að líkindum búinn til
undir leiðsögn á leikskóla, var með í för og má gera ráð fyrir að ferðafélagi
telpunnar kynnist vendinum þegar bolludagur rennur upp eftir helgi.
Með bollu-
vönd á lofti
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARS 2019
VERÐ FRÁ 219.900 KR.
NÁNAR Á UU.IS
PIEDMONT
ÍTÖLSK PÁSKAVEISLA
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Beint fjárhagslegt tap ferðaþjónust-
unnar á hverjum degi verkfalla get-
ur numið hundruðum milljóna, að
mati Jóhannesar Þórs Skúlasonar,
framkvæmdastjóra Samtaka ferða-
þjónustunnar.
Tjónið eykst hratt ef aðgerðir
standa marga daga í einu, margar
vikur í röð. Telur hann að heild-
artap þjóðarbúsins geti slagað upp í
aflabrest á loðnu, ef verkalýðsfélög-
in framkvæma boðaðar aðgerðir.
„Þetta yrðu efnahagslegar hamfar-
ir.“
„Þetta eru mjög umfangsmiklar
aðgerðir, hannaðar með það fyrir
augum að valda hámarkstjóni með
sem minnstum tilkostnaði þeirra
sem að þeim standa,“ segir Halldór
Benjamín Þorbergsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs-
ins. Hann segir að þær muni ekki
aðeins koma niður á fyrirtækjunum
sem þau beinast gegn heldur einnig
starfsfólki þeirra.
Óvissutímar í ferðaþjónustu
Jóhannes segir að verkföllin valdi
ekki aðeins tjóni hjá fyrirtækjunum
sem eru í beinni skotlínu í aðgerð-
unum heldur ferðaþjónustunni í
heild. „Ferðaþjónustan er keðja. Ef
klippt er á einn hlekk hefur það
áhrif á alla keðjuna. Ferðaskrifstof-
ur og ferðaþjónustuaðilar eru að
svara spurningum erlendra við-
skiptavina um hvað þeir eigi að gera
við ferðafólkið. Það er erfitt að
svara þeirri spurningu, þegar svona
stendur á,“ segir hann.
Jóhannes segir að áhrifanna muni
einnig gæta langt út fyrir ferðaþjón-
ustuna. Áhrifin verði langvarandi,
muni ná inn í komandi sumar og
jafnvel út árið. „Það er ómögulegt
að segja til um það hversu langt það
muni teygja sig.“
Verkfallsaðgerðir verkalýðsfélag-
anna koma ofan á mikla óvissutíma í
ferðaþjónustunni þar sem samdrátt-
ur er í flugferðum til landsins og
spáð fækkun ferðamanna auk þess
sem afdrif annars íslenska milli-
landafélagsins virðast óviss. Jó-
hannes bætir við að rekstrarskilyrði
ferðaþjónustunnar hafi versnað
mikið á undanförnum árum, bæði
vegna tekjusamdráttar vegna
sterkrar stöðu íslensku krónunnar
en ekki síður vegna launahækkana.
Hlutfall launa hjá ferðaþjónustufyr-
irtækjum á gildistíma kjarasamn-
inga sem runnu sitt skeið á enda um
síðustu áramót hafi hækkað úr 36-
38% af tekjum í 45-50%.
Vilja skoða verkbann
Fram kom í viðtölum við Björn
Ragnarsson, framkvæmdastjóra
Kynnisferða, og Þóri Garðarsson,
stjórnarformann Gray Line, á
mbl.is í gær að vert væri að skoða
mótaðgerðir, svo sem verkbann á
starfsmenn fyrirtækjanna. „Við
metum hvert skref af kostgæfni og
yfirvegun,“ var það eina sem Hall-
dór vildi segja um verkbannshug-
myndina.
Verkföllin eru afar mismunandi.
Ná meðal annars til hluta starfa við-
komandi starfsmanna og hluta úr
degi. Spurður um lögmæti þess seg-
ir Halldór að fjölmörg álitaefni komi
þarna fram sem þurfi að skoða bet-
ur. „Við munum að sjálfsögðu leita
úrlausnar fyrir félagsdómi um hvort
álitaefni standast vinnulöggjöfina.“
Tapa hundruðum milljóna á dag
Morgunblaðið/Eggert
Reykjavík Óvissa ríkir um hvort gestir fái gistingu og komist á milli staða.
Boðuð verkföll eru „efnahagslegar hamfarir“ að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar
„Við metum hvert skref af kostgæfni og yfirvegun“ segir framkvæmdastjóri SA um verkbann
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Vöktun á loðnustofninum heldur áfram í næstu viku.
Grænlenska skipið Polar Amaroq fer frá Reykjavík á
mánudag til leitar úti fyrir Vestfjörðum, m.a. til að
kanna hvort vestanganga kunni að vera á ferðinni, og
er gert ráð fyrir að skipið verði við leit í um vikutíma.
Síðustu daga hafa fréttir borist af loðnu á grunnunum
fyrir Norðurlandi og mun Polar væntanlega skoða það
svæði að lokinni yfirferð við Vestfirði.
Á mánudag er ráðgert að Ásgrímur Halldórsson SF
haldi frá Höfn í Hornafirði og skoði ástand loðnugöng-
unnar með suðurströndinni og djúpin þar út af.
Frá því í fyrrahaust hefur ítrekað verið farið í leið-
angra til að meta stærð og útbreiðslu loðnustofnsins.
Auk rannsóknaskipa Hafrannsóknastofnunar hafa
veiðiskip tekið þátt í verkefninu. Ekki hefur fundist
nægilegt magn til að gefa út veiðikvóta og nú fer hver
að verða síðastur ef takast á að veiða loðnu í vetur. Með
hverjum deginum styttist í hrygningu loðnunnar, en að
henni lokinni drepst stór hluti hrygningastofnsins.
Óvissa með vertíð næsta vetur
Í hefðbundnum bergmálsmælingum á stærð loðnu-
stofnsins síðasta haust var útbreiðsla loðnu mjög vest-
læg, líkt og verið hefur undanfarin ár. Stærð veiði-
stofns vertíðarinnar 2018/2019 var metin um 238
þúsund tonn. Gildandi aflaregla byggist á því að skilja
eftir 150 þúsund tonn til hrygningar í mars 2019 með
95% líkum.
Óvissa er með loðnuvertíð næsta vetur því einungis
mældust tæplega 11 milljarðar eða 99 þúsund tonn af
ungloðnu. Samkvæmt aflareglu þarf yfir 50 milljarða til
að mælt verði með upphafsaflamarki fiskveiðiársins
2019/2020.
Tvö skip fara til vöktunar
á loðnunni í næstu viku
Stutt í hrygningu Kanna vestangöngu Fréttir að norðan
„Þetta mál er í
vinnslu í ráðu-
neytinu og þeirri
vinnslu er ekki
lokið. Það er ver-
ið að skoða málið
gaumgæfilega og
við munum taka
okkur þann tíma
í það sem þarf,“
segir Guðlaugur
Þór Þórðarson
utanríkisráðherra.
Boðað hafði verið í þingmálaskrá
ríkisstjórnarinnar að lögð yrðu
fram þingmál í febrúar um sam-
þykkt svonefnds þriðja orkupakka
Evrópusambandsins vegna aðildar
Íslands að EES-samningnum. Ekk-
ert bólar hins vegar á þingsálykt-
unartillögu Guðlaugs Þórs um
ákvörðun sameiginlegu EES-
nefndarinnar um breytingar á
EES-samningnum vegna innleið-
ingar á þriðja orkupakkanum. Þær
upplýsingar fengust í ráðuneytinu
að engin ákvörðun hefði verið tekin
um frekari frestun.
Frestar
orkupakka
Þriðji orkupakk-
inn enn til skoðunar
Guðlaugur Þór
Þórðarson