Morgunblaðið - 02.03.2019, Qupperneq 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARS 2019
Washington. AFP. | Bandaríska eld-
flauga- og geimflaugafyrirtækið
SpaceX hyggst reyna að senda
ómannaða flaug til Alþjóðlegu
geimstöðvarinnar um helgina.
Gangi ferðin að óskum er stefnt að
því að geimfarar verði sendir þang-
að með nýrri geimflaug fyrir-
tækisins, Crew Dragon, síðar á
árinu.
Frá því að geimferjan Atlantis
sneri aftur til jarðar 21. júlí 2011
hafa engir bandarískir geimfarar
verið sendir í geiminn frá Banda-
ríkjunum. Geimvísindastofnun
Bandaríkjanna, NASA, hefur borg-
að Rússum fyrir að flytja banda-
ríska geimfara í Alþjóðlegu geim-
stöðina og greitt 82 milljónir dala,
jafnvirði 9,8 milljarða króna, fyrir
hvern geimfara báðar leiðir.
NASA undirritaði samninga við
SpaceX og Boeing árið 2014 um að
fyrirtækin tækju við þessu verk-
efni.
Þremur árum á eftir áætlun
Undirbúningur geimferðanna
hefur hins vegar tafist vegna þess
að öryggiskröfurnar eru miklu
strangari fyrir mönnuð geimför en
ómönnuð. Bandaríkjamönnum er
mjög umhugað um að afstýra því
að illa fari eins og þegar banda-
rísku geimferjurnar Challenger
og Columbia splundruðust eftir að
þeim var skotið á loft, sú fyrri árið
1986 og sú síðari 2003.
Undirbúningur SpaceX er nú
þremur árum á eftir áætlun. Fyrir-
tækið hyggst skjóta eldflaug af
gerðinni Falcon 9 frá Canaveral-
höfða í Flórída klukkan 07.49 í dag
með geimflaugina Crew Dragon.
Stefnt er að því að flaugin fari að
Alþjóðlegu geimstöðinni á morgun.
Hún á síðan að snúa aftur til jarðar
á föstudaginn kemur.
Gangi allt að óskum er ráðgert
að tveir geimfarar verði í flauginni
þegar henni verður skotið á loft
næst. Gert er ráð fyrir að sú ferð
verði í júlí en hugsanlegt er að
henni verði frestað. „Slík verkefni
taka alltaf lengri tíma en menn
halda,“ sagði Lori Garver, fyrrver-
andi aðstoðarforstjóri NASA.
SpaceX hefur sent birgðir í Al-
þjóðlegu geimstöðina alls fimmtán
sinnum frá árinu 2012.
8 þrýstiaflsskrúfur
Geimflauginni Crew Dragon verður skotið á loft
án áhafnar í tilraunaskyni til að undirbúa flug til
Alþjóðlegu flugstöðvarinnar
Geimhylki Crew Dragon
Nýrri geimflaug skotið á loft
Heimildir: SpaceX, NASA
Geimhylki
BANDA-
R ÍK IN
Trjóna sem
opnast til að
tengjast geimstöð
Rými fyrir 7geimfara
Bolur
4,9 m
3,7 m
Hitaskjöldur
Sólarrafhlöður
Falcon 9-eldflaug
Hæð 70m
Þvermál 3,7m
Massi 549 tonn
Flauginni verður
skotið á loft frá
Canaveral-höfða
í Flórída í dag
SpaceX reynir að senda
nýja flaug að geimstöðinni
Franska akademían (Académie
française), æðsti dómstóll franskrar
tungu í Frakklandi, hefur látið af
andstöðunni við það að starfs- og
embættisheiti, sem hafa aðeins verið
í karlkyni, fái einnig að vera í kven-
kyni. Kvenkynsmyndir starfsheit-
anna hafa verið notaðar í áratugi í
öðrum löndum þar sem franska er
töluð, Belgíu, Sviss og Lúxemborg,
og í Quebec-fylki í Kanada.
Franska akademían, sem var
stofnuð á 17. öld og er aðallega skip-
uð karlmönnum, hafði lagst gegn því
að kvenkynsmyndir starfsheita yrðu
teknar upp og sagt að slíkar breyt-
ingar væru oft til marks um smekk-
leysi. Í nýrri skýrslu akademíunnar
segir að hægt sé að sætta sig við
breytingarnar ef þær samræmast
grundvallarreglum franskrar tungu.
Hún sættir sig þannig við kvenkyns-
myndir á borð professeure fyrir
kennslukonu í stað karlkynsmyndar-
innar professeur og kvenkynsheitin
députée (þingkona) og procureure
(saksóknari). Akedemían tekur fram
að hún treysti sér ekki til að setja
saman lista yfir kvenkynsmyndirnar
þar sem það hljóti að vera óvinnandi
vegur að nefna þær allar.
Sumar kvenkynsmyndirnar hafa
verið umdeildar. Til að mynda hefur
franski rithöfundurinn (auteur)
Laura-Maï Gaveriaux sagt að hún
myndi ekki vilja vera kölluð autrice
þar sem sér finnist það ljótt orð.
Sum starfsheiti hafa verið í kven-
kyni á frönsku, t.a.m. infirmière
(hjúkrunarfræðingur) en mikill
meirihluti starfsheitanna hefur verið
í karlkyni. Ákveðni greinirinn í
kvenkyni, la, hefur oft verið notaður
fyrir framan starfsheiti þegar talað
er um konu, t.a.m. la judge (dómari)
eða la ministre (ráðherra).
Fellst á kvenkyns-
myndir starfsheita
Franska akademían lét undan
Benjamin Netanyahu, forsætisráð-
herra Ísraels, er enn talinn líklegur
til að mynda ríkissjórn eftir þing-
kosningar 9. apríl þótt ríkis-
saksóknarinn Avichai Mandelblit
hafi tilkynnt í fyrrakvöld að hann
hyggist ákæra forsætisráðherrann
fyrir spillingu.
Mandelblit kvaðst ætla að ákæra
Netanyahu fyrir mútuþægni, svik og
trúnaðarbrot í embætti forsætisráð-
herra. Netanyahu er m.a. sakaður
um að hafa reynt að hafa áhrif á um-
fjöllun fjölmiðla um sig og fjölskyldu
sína og þegið gjafir frá tveimur auð-
ugum kaupsýslumönnum sem hann
hafi launað með því að hygla þeim.
Forsætisráðherrann kveðst ekki
ætla að segja af sér og hefur lýst
ákvörðun ríkissaksóknarans sem lið
í „nornaveiðum“ og samsæri vinstri-
manna gegn hægristjórn hans.
Lagalega ber honum ekki skylda til
að segja af sér verði hann ákærður,
aðeins ef hann hefur verið dæmdur
fyrir lögbrot.
Netanyahu hefur verið forsætis-
ráðherra í þrjú kjörtímabil í röð frá
2009 og gegndi embættinu einnig á
árunum 1996 til 1999. Fari hann með
sigur af hólmi í komandi kosningum
verður hann þaulsætnasti forsætis-
ráðherrann í sögu Ísraels á eftir
þeim fyrsta, David Ben Gurion, sem
gegndi embættinu í rúm þrettán ár.
Talið er að Netanyahu haldi miklu
fylgi meðal hægrisinnaðra kjósenda
og allir flokkarnir í stjórn hans nema
einn hafa lýst yfir stuðningi við hann
þrátt fyrir ákæruna. Skoðanakönn-
un sem birt var í gær bendir til þess
að hann hafi misst fylgi en sé enn lík-
legastur til að geta myndað meiri-
hlutastjórn á þinginu. Talið er þó að
honum geti stafað hætta af banda-
lagi miðjumanna undir forystu
Bennys Gantz, fyrrverandi forseta
ísraelska herráðsins, og Yairs Lap-
ids, fyrrverandi sjónvarpsmanns.
Talinn líklegur
til að halda velli
Netanyahu ákærður fyrir spillingu
AFP
Nornaveiðar? Netanyahu hyggst
ekki segja af sér þrátt fyrir ákæru.
Kona gætir dýra við Kreml í Moskvu á Maslenítsa-hátíðinni í gær. Hún er
haldin í síðustu vikunni fyrir föstuna og svarar til kjötkveðjuhátíða í kaþ-
ólskum sið. Hún á sér líka heiðinn uppruna því að hún var sólarhátíð fyrir
daga kristninnar. Þá var því fagnað að vetri væri að ljúka. Hefð er fyrir því
að á hátíðinni séu borðaðar pönnukökur sem eiga að vera tákn fyrir sólina.
AFP
Kveðja kjötið og veturinn
LAUGAVEGUR 26
NÝJAR VÖRUR