Morgunblaðið - 02.03.2019, Blaðsíða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARS 2019
Úrkoma Vatnsberinn virtist ekki hafa undan í Reykjavík í gær og regnhlífar komu sér vel.
Eggert
Þegar verið er að
stýra stórri borg eins
og Reykjavík verða
stundum flækjustig
sem hægja á þjónustu
og skapa óþarfa pirr-
ing og óvissu hjá bæði
starfsmönnum og íbú-
um. Það er því nauð-
synlegt að greiða öðru
hvoru úr og end-
urraða. Þess vegna
höfum við farið í að
einfalda, skýra og
skerpa allt kerfið inn-
an borgarinnar. Með
þetta að leiðarljósi
var ákveðið að breyta
skipulagi borgarinnar
og greiða úr flækju-
stigunum.
Fyrst þarf að skil-
greina hvert hlutverk
og umboð einstakra
eininga innan borg-
arinnar er og svo að
skýra sérstaklega
hvernig ábyrgð og framkvæmd
verkefna liggur. Okkur var ljóst að
þetta gætum við ekki án ut-
anaðkomandi ráðgjafar og var því
ráðgjafarfyrirtækið Strategía feng-
ið til að gera úttekt á stjórn-
skipulagi borgarinnar. Í þessari
vinnu voru tekin viðtöl við fjölda
manns, þar á meðal stjórnendur,
eftirlitsaðila, oddvita allra flokka í
borgarstjórn og marga fleiri. Með
aðkomu fjölbreytts hóps fékkst
skýr tónn fyrir þá
ábyrgu og góðu
stjórnarhætti sem
nýtt skipulag tryggir.
Aukin rafræn þjón-
usta á nýju sviði
þjónustu og ný-
sköpunar
Eitt af því sem
breytist er að það
verður til nýtt svið,
svið þjónustu og ný-
sköpunar, sem tekur
til starfa 1. júní nk.
Með þessari breytingu
erum við staðráðin í að
veita þeim 125.000 íbú-
um sem búa í borginni
enn betri þjónustu
sem mætir þeirra
þörfum og á þeirra
forsendum. Þjónustan
á að vera aðgengileg,
gegnsæ og ekki síst
rafræn. Sérstök
áhersla verður lögð á
að auka rafræna þjón-
ustu, til að einfalda að-
gengi að þjónustu enn
frekar.
Jafnframt erum við meðvituð um
að stærsta forsenda góðrar þjón-
ustu er gott starfsfólk og því
leggjum við áherslu á mannauð og
starfsumhverfi. Við þurfum að
tryggja að borgin sé frábær vinnu-
staður, að við löðum áfram að okk-
ur hæfileikafólk á öllum sviðum.
Þess vegna drögum við fram
mannauðssvið í nýju skipulagi.
Þannig höldum við vel utan um
okkar góða fólk og tryggjum jafn-
framt að allir séu meðvitaðir um
hvert hlutverk þeirra sé innan
borgarinnar, hvaða verkefni falli
undir þeirra ábyrgðarsvið og hvert
valdsvið þeirra er.
Góð peninga- og
áhættustjórnun
Breytingarnar fela líka í sér
aukna áherslu á fjármál og áhættu-
stýringu. Við viljum með þessu
tryggja agaða og góða fjármála-
stjórn, að fjármunum sé ráðstafað
af ráðdeild og hagkvæmni. Við vilj-
um virkt eftirlit með fjárfestingum
og framkvæmdum. Í nýju skipulagi
aukum við því hlutverk innkaupa-
ráðs og breytum því í innkaupa- og
framkvæmdaráð. Þannig verður öll-
um framkvæmdum fylgt vel eftir
hvað varðar kostnaðaráætlanir, inn-
kaup, útboð og fleira. Starf reglu-
varðar Reykjavíkurborgar verður
aukið og hlutverk hans verður m.a
að sinna fræðslu til stjórnenda og
kjörinna fulltrúa svo þeir geti sem
best uppfyllt skyldur sínar.
Breytingarnar eru fjölþættar og
hér aðeins imprað á hluta þeirra.
En markmið okkar er vonandi ljóst
– að skapa skýrleika, gegnsæi og
ekki síst festu í stjórnskipan borg-
arinnar. Við ætlum að vinna til
framtíðar með hæfileikaríka fólkinu
sem hér starfar, gera góða borg
enn betri og bæta þjónustu við
borgarbúa og efla þannig borg-
arsamfélagið.
Eftir Þórdísi Lóu
Þórhallsdóttur
» Við viljum
með þessu
tryggja agaða
og góða fjár-
málastjórn, að
fjármunum sé
ráðstafað af
ráðdeild og
hagkvæmni.
Þórdísi Lóu
Þórhallsdóttur
Höfundur er oddviti Viðreisnar og
formaður borgarráðs.
Færri flækjur,
betri borg
Fyrir nokkrum ár-
um gerðum við rann-
sókn á andlegri og lík-
amlegri líðan íslenskra
ekkla. Ekki er úr vegi
að rifja upp meginnið-
urstöður þessarar
rannsóknar í tengslum
við árlegan Mottumars
Krabbameinsfélagsins.
Allir ekklar
Reynt var að hafa símasamband
við alla karla, sem urðu ekklar á
þriggja ára tímabili 1999-2001 og
voru ennþá á lífi þegar rannsóknin
hófst. Það náðist í 86% ekklanna. Til
samanburðar var valinn af handa-
hófi jafn stór hópur karla sem var í
hjónabandi.
Lífslíkur
Karlmenn sem missa maka sinn
eru líklegri til að deyja ótímabærum
dauða miðað við jafnaldra sína. Það
sem kom okkur mest á óvart, var að
þessar auknu líkur á að deyja,
minnkuðu ekki með árunum, heldur
jukust jafnt og þétt þau níu ár sem
rannsóknin náði yfir.
Lífsstíll
Ef eiginkona ekkils hafði dáið úr
lífstílstengdum sjúkdómi, var maki
hennar líklegri til að deyja fyrir ald-
ur fram. Það verður að teljast líklegt
að sameiginlegur lífsstíll skipti þar
máli. Lífsstíll getur því skýrt að
hluta hvers vegna ekklar deyja frek-
ar en jafnaldrar þeirra sem eru í
hjónabandi. Í sumum tilvikum fóru
menn að lifa óheilsusömu lífi eftir að
konan dó, þó þeir hefðu lifað heilsu-
samlega í hjónabandinu.
Karlaklefinn
Karlaklefinn.is er nýr vettvangur
fyrir heilsueflingu karla. Þar verða
margs konar mál reifuð. Þar verður
karlmönnum mætt á forsendum
karla. Krabbameinsfélagið, sem hef-
ur þróað Karlaklefann, vill meðal
annars kanna áhuga ekkla nám-
skeiðum þar sem markmiðið er að
fræða um hollan, góðan og mat sem
er einfalt að matreiða. Upp með
sokkana strákar.
Eftir Ásgeir R
Helgason og Braga
Skúlason
»Karlmenn sem missa
maka sinn eru lík-
legri til að deyja ótíma-
bærum dauða miðað við
jafnaldra sína. Þar skipt-
ir lífstíll miklu máli.
Ásgeir R Helgason
Ásgeir R. Helgason er dósent í sálfræði
og sérfræðingur; fræðsla & forvarnir
Krabbameinsfélag Íslands. Bragi Skúla-
son er sjúkrahúsprestur og formaður
Fræðagarðs, stéttarfélag háskóla-
menntaðra. asgeir@krabb.is
Upp með sokkana
Bragi Skúlason
Stefán Ólafsson, prófessor í
félagsfræði og sérfræðingur
Eflingar í vinnumarkaðs- og
lífskjararannsóknum, skrifaði
nýverið pistil á Kjarnanum um
kröfur verkalýðshreyfing-
arinnar og tilboð Samtaka at-
vinnulífsins. Þar kemur eft-
irfarandi fram;
„Samkvæmt nýjustu verð-
bólguspá Hagstofunnar (birt í
þessari viku) þá verður verð-
bólga árið 2019 um 3,8%. Ef svigrúm til
launahækkana er metið sem verðbólga að
samanlagðri langtíma meðalhækkun fram-
leiðni þá getur atvinnulífið að öðru óbreyttu
borið 5,3% aukningu launakostnaðar án
beinna mótvægisaðgerða (t.d. aukinnar hag-
ræðingar).“
Með öðrum orðum er það mat Eflingar að
svigrúm atvinnulífsins til launahækkana
aukist samfara aukinni verðbólgu. Er þetta
viðsjárverð notkun á hugtakinu svigrúm.
Launakostnaður er almennt stærsti kostn-
aðarliður fyrirtækja í ferðaþjónustunni, sem
nú eru sérstaklega sett í skotlínu verkfalls-
aðgerða, og sem dæmi er launahlutfall fyr-
irtækja í rekstri gististaða og veitingastaða í
kringum 80%, þ.e. laun og launatengd gjöld
sem hlutfall af þáttatekjum. Ef launakostn-
aður hækkar umfram afköst (framleiðni
vinnuafls) hjá fyrirtæki sem býr við svo hátt
hlutfall launa af tekjum blasir við að fyr-
irtækið þarf að bregðast við með uppsögn
starfsfólks eða verðhækkunum. Miðað við
ofangreinda skilgreiningu á „svigrúminu“
eykst hins vegar geta fyrirtækisins til launa-
hækkana eftir því sem verðbólga eykst, sem
leiðir til frekari launahækkana starfsfólksins
og í kjölfarið verðhækkana fyrirtækisins, og
þannig koll af kolli. Í óðaverðbólgu er því
„svigrúm atvinnulífsins“ til launahækkana
mest. Það blasir við að þessi nálgun er ekki
líkleg til þess að leiða til raunverulegra
kjarabóta.
Til langs tíma er sterk fylgni á milli verð-
lags og launakostnaðar á framleidda einingu,
skilgreint sem hlutfall launakostnaðar og
framleiðni vinnuafls. Frá árinu
2010 hefur meðalhækkun
launakostnaðar á framleidda
einingu verið um 4,8% eða
næstum tvöföld hækkun á við
2,5% verðbólgumarkmið
Seðlabankans. Tímabundnir
þættir eins og hagstæð við-
skiptakjör og mikill útflutn-
ingsvöxtur í gegnum uppgang
ferðaþjónustunnar, sem svo
styrkti gengi krónunnar, eru
meginástæður þess að slíkt
leiddi framan af ekki til auk-
innar verðbólgu. Nú þegar sú
þróun hefur snúist við hefur verðbólga aukist
á ný og gera spár ráð fyrir mikilli verðbólgu
næstu misseri. Norðurlöndin horfa til svig-
rúmsins út frá framleiðnivexti að viðbættu
verðbólgumarkmiði í hverju ríki og yrði það
ekki tekið í mál að launakostnaður hækkaði
tvöfalt á við verðbólgumarkmið. Til marks
um það hefur launakostnaður á framleidda
einingu hækkað um 2,8% í Noregi, 2,2% í
Svíþjóð og um 0,9% í Danmörku frá árinu
2010, enda hefur ríkt verðstöðugleiki í þess-
um ríkjum og samhliða því mun lægra vaxta-
stig en hér á landi.
Framundan er aðlögun í hagkerfinu; upp-
sveiflunni er lokið í bili, efnahagsslaki fram-
undan og svigrúm til launahækkana mun
minna en áður. Það væri ábyrgðarlaust að
skapa væntingar um annað. Kjörið tækifæri
er fyrir Seðlabanka Íslands, sem gegnir
ákveðinni fræðsluskyldu, að stíga fram og
skýra út hvernig bankinn sjálfur metur svig-
rúm atvinnulífsins á komandi árum.
„Svigrúm“
atvinnulífsins
Eftir Ásdísi
Kristjánsdóttur
» Framundan er aðlögun í
hagkerfinu; uppsveifl-
unni er lokið í bili, efnahags-
slaki framundan og svigrúm
til launahækkana mun minna
en áður. Það væri ábyrgð-
arlaust að skapa væntingar
um annað.
Ásdís Kristjánsdóttir
Höfundur forstöðumaður efnahagssviðs SA.