Morgunblaðið - 02.03.2019, Page 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARS 2019
GRANDAVEGUR 42
Sími 564 6711 | thingvangur@thingvangur.is | thingvangur.is
Sundlaug
4 mín.
11 mín.
Matvöruverslun
2 mín.
11 mín.
Háskóli
4 mín.
15 mín.
Grunnskóli
2 mín.
4 mín.
Leikskóli
1 mín.
5 mín.
Líkamsrækt
3 mín.
20 mín.
Bakarí
1 mín.
3 mín.
AÐEINS
9
ÍBÚÐIR
EFTIR
Fyrir liðlega viku gekk þrumuveður yfir Suður- og Vesturland. Rétt íþann mund er ég gekk út úr húsi mínu í kvöldblíðunni brast á meðúrhelli svo ég var orðinn holdvotur þegar ég settist upp í vagninn.Sem regnið buldi á bílþakinu og vinnukonurnar hömuðust ómaði
hending Jóns Helgasonar í höfðinu á mér um hið „erlenda regn“ sem drýpur
af hússins upsum. Myndmál kvæðis Jóns Úr vorþeynum um hið illa rætta
krækilyng við hlið aldintrésins frjóa er sótt í latínubréf sem Brynjólfur bisk-
up Sveinsson skrifaði bókaverði Danakonungs árið 1656 um nauðsyn þess að
gefa handritin fornu út handa
Íslendingum að lesa: „þó að
hægt sé að geyma bækurnar
[þ.e. handritin] á glæsilegri
stað annars staðar munu þær
aldrei skjóta þar rótum og aldr-
ei draga til sín þann safa sem
þær ná að blómgast af …“
Íslenskan, með öll sín orð um
rigningu, á varla annað orð um
gjörningaveðrið þetta fimmtu-
dagskvöld en erlent regn;
steypiregn eða hellidembu sem
fellur í logni og er óskyld hinu þjóðlega slagviðri. Líkt og veður breytist eftir
löndum og landsvæðum þá eru orðin og tungumálin ólík eftir þeim hefðum,
siðum og venjum sem hafa þróast með ólíkum þjóðum sem deila sama tungu-
máli – þótt flest tungumál í okkar menningarheimi megi rekja aftur með hug-
myndum og sögum til hinnar
indóevrópsku rótar við
Svartahaf sem fjallað var um í
þessum dálki um síðustu
helgi.
Stundum er fárast yfir því
að sumt orðfæri á ensku eigi
sér ekki nákvæma samsvörun
í íslensku. Þannig sé annað að tala um kúltúr en menningu; íslenska orðið sé
of þröngt og bundið við háttsemi mannsins en enski kúltúrinn nái yfir allt sem
vex og dafnar. Umkvartanir af þessu tagi geta sett íslenskuna á sakabekk
fyrir að bjóða ekki upp á sama orðfæri eða hugsun og enskan. En það liggur í
eðli tungumála að vera ólík. Orðaforði þeirra er sjaldnast beinþýðanlegur;
þótt enskir segi „I feel it in my bones“ og hafi „gut feeling“ fyrir hinu og
þessu er ekki þar með sagt að það sé íslensku bjóðandi að finna eitthvað í
beinum sínum eða hafa iðratilfinningu – til að ná enskunni sem best. Má þó
minnast draumvísu sem látinn félagi kvað: „beinin mín í brennivín, bráðlega
langar núna“ með frómri ósk um að umbeðnum skammti yrði hellt á gröfina.
Hvert tungumál hefur sinn háttinn á að koma hugsun og hugmyndum
manna á milli án þess að málin spegli hvert annað. Hitt er líka til að fólk noti
sitt eigið tungumál með smjörklípuaðferðinni; svari ábendingum um eitt með
því að benda á eitthvað allt annað. Dæmi um það er þegar umhverfissinnar
mótmæla hvers kyns mengun frá eldi á laxi í opnum sjókvíum og eldissinnar
svara á móti að það hljótist mikil loftmengun af nautgriparækt. Þegar fylgst
er með slíkum umræðum er stundum eins og verið sé að tala ólík tungumál;
þótt mér með mína indóevrópsku ættarskrá tungumálanna sé ekki unnt að
greina þar hinn minnsta mun.
„Drýpur af hússins
upsum erlent regn“
Tungutak
Gísli Sigurðsson
gislisi@hi.is
Úrhelli Íslenskan á mörg orð yfir rigningu.
Helgi Héðinsson, oddviti Skútustaðahrepps,skrifar athyglisverða grein í Fréttablaðið ífyrradag, fimmtudag, sem ber fyrirsögnina„Pólun samfélagsins“. Hann skýrir þessa
orðanotkun með eftirfarandi hætti:
„Pólun má í grunninn skýra sem einhvers konar
þörf til að skilja að svart og hvítt, hægri og vinstri
pólitík, rétt og rangt, satt eða logið.“
Síðan lýsir oddvitinn afleiðingum slíkrar pólunar og
segir:
„Alvarlegasta afleiðingin er að öll umræða umverpist
um pólana og verður allt annað en málefnaleg. Byggð
upp á tilfinningum og skoðunum umfram stað-
reyndir … Það er ekki hagur nokkurs manns að hér
verði okkur skipt í tvö lið sem aldrei leita málamiðl-
ana.“
Allt er þetta rétt hjá Helga Héðinssyni. Og það sem
meira er: Sú pólun, sem hann skýrir með svo skil-
merkilegum hætti, er grundvallarþáttur í þeirri kjara-
deilu sem nú stendur yfir og stefnir augljóslega í óefni.
Og þess vegna verður hún ekki leyst með því einu, að
atvinnulífið og verkalýðshreyfingin nái
saman um kaup og kjör (sem þeir að-
ilar geta ekki að óbreyttu).
Vandinn er sá að ráðandi stjórn-
málamenn virðast ekki skilja þennan
kjarna málsins, a.m.k. ekki ef tekið er mið af opinber-
um ummælum þeirra almennt, en svo koma við og við
stöku umsagnir sem benda til annars.
Og þá vaknar óhjákvæmilega sú spurning hvort þeir
skilji en vilji ekki gera það sem gera þarf. Það er held-
ur ótrúlegt vegna þess að þeir og flokkar þeirra eiga
mikið undir að takast megi að leysa þessa deilu með
friðsamlegum hætti, að ekki sé talað um samfélagið
allt.
Kjaradeilur eru aldrei eins þannig að samanburður
við fyrri tíð er alltaf erfiður en það er þó eitt sem ekki
breytist: Þær geta, ef illa fer, haft pólitískar afleið-
ingar.
Í sama tölublaði Fréttablaðsins minnir Þorvaldur
Gylfason prófessor á vinstristjórn sem hrökklaðist frá
völdum undir lok árs 1958 vegna þess að hún náði ekki
samkomulagi við verkalýðshreyfinguna. Af svipuðum
ástæðum féll vinstristjórn Ólafs Jóhannessonar vorið
1974.
Allt aðrar aðstæður voru uppi þegar sólstöðusamn-
ingarnir voru gerðir 1977 en í kjölfar þeirra fylgdi
langt verkfall opinberra starfsmanna. Pólitískar afleið-
ingar þeirrar atburðarásar og þess sem eftir fylgdi
snemma árs 1978 urðu hins vegar þær að Sjálfstæð-
isflokkurinn missti meirihluta sinn í borgarstjórn
Reykjavíkur vorið 1978 og beið afhroð í þingkosn-
ingum þá um sumarið. Það er svo önnur saga að hann
endurheimti meirihlutann fjórum árum seinna og end-
urheimti fylgi sitt í þingkosningunum 1983.
Ætla mætti, þegar horft er til þess hvernig einstakir
ráðherrar tala til verkalýðshreyfingarinnar, að þeir
hefðu litlar sem engar áhyggjur af slíkum pólitískum
afleiðingum nú, þ.e. að ríkisstjórnin sundrist vegna
þessara átaka.
Í ljósi fyrri tíðar mætti ætla að slíkt mat væri
hættulegt vanmat af þeirri einföldu ástæðu að bakland
VG mundi rísa upp og knýja fram stjórnarslit. En eins
og fjallað var um hér fyrir skömmu er ekki útilokað að
sú breyting hafi orðið á VG hin síðari ár að slíkt bak-
land sé ekki lengur til í þeim flokki.
En sjaldan er ein báran stök. Jafnvel þótt í ljós
kæmi að VG léti ekkert á sig fá og hefði engar póli-
tískar áhyggjur af því að hér logaði allt í verkföllum
vikum saman er annað mál á ferðinni sem gæti ruggað
bát ríkisstjórnarinnar á sama tíma.
Þar er um að ræða innflutning á hráu/fersku kjöti.
Það væri með algerum ólíkindum að Framsóknar-
flokkurinn gæti fallist á frumvarp þess efnis, sem er í
burðarliðnum.
Í bakgrunni bíður svo Orkupakki 3.
Innan Sjálfstæðisflokksins telur gras-
rótin í flokksstarfinu í Reykjavík, sem
hefur risið upp gegn því máli, að hún
fái „loðin“ svör frá ráðherrum flokks-
ins þegar á þá er gengið um áform þeirra í því sam-
bandi.
Þegar á allt þetta er litið bendir margt til að sælu-
dagar ríkisstjórnarinnar séu að baki og að hún þurfi að
gæta að sér svo ekki fari illa.
Inn í þessa mynd kemur svo það stóra mál sem odd-
viti Skútustaðahrepps gerir að umtalsefni í fyrrnefndri
blaðagrein. Mörður Árnason, fyrrverandi þingmaður
Samfylkingar, orðaði þetta á annan veg í Silfri RÚV sl.
sunnudag þegar hann sagði að samfélagið væri að
rifna í sundur. Það er rétt hjá Merði.
Af þessum ástæðum öllum geta kjörnir forystumenn
þjóðarinnar hvorki leyft sér að efna til orðahnippinga
og leiðinda við verkalýðshreyfinguna né haga sér með
þeim hætti að hér sé engin hætta á ferðum.
Það er mikil hætta á ferðum. Að óbreyttu eru fram
undan alvarlegustu verkföll sem hér hafa skollið á ára-
tugum saman. Langvarandi stöðvun atvinnurekstrar af
þeim sökum getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir lít-
il og meðalstór einkafyrirtæki. Þegar upp er staðið úr
slíkum vinnudeilum, annars vegar með mikið rekstr-
artap vegna stöðvunar og hins vegar með miklar
kostnaðarhækkanir fram undan, verða viðbrögð fyr-
irtækjanna óhjákvæmilega þau að draga úr kostnaði
með uppsögnum starfsfólks.
Slíkar aðgerðir til viðbótar við samdráttareinkenni,
sem eru byrjuð að koma fram sbr. uppsagnir í bygg-
ingariðnaði og árangurslausa loðnuleit, sem eru veru-
legt áfall fyrir þjóðarbúið, þýða að allir tapa, bæði
launþegar og atvinnurekendur, en líka þeir stjórn-
málamenn og flokkar sem hafa látið það gerast án þess
að grípa inn í.
En– bréf Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra
til Bankasýslunnar sem birt var síðdegis á fimmtudag
er tvímælalaust stórt skref í rétta átt.
„Pólun samfélagsins“
Bréf Bjarna er stórt
skref í rétta átt.
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Tveir kunnustu hugsuðir nútímajafnaðarstefnu eru bandaríski
heimspekingurinn John Rawls og
franski hagfræðingurinn Thomas
Piketty. Rawls heldur því fram, að á
stofnþingi stjórnmálanna muni
skynsamir menn með eigin hag að
leiðarljósi, en án vitneskju um eigin
stöðu og möguleika síðar meir (svo
sem um áskapaða hæfileika sína,
stétt eða kyn), setja tvær réttlætis-
reglur, um jafnt og fullt frelsi allra
borgaranna og um jöfnuð lífsgæða,
nema því aðeins að tekjumunurinn
stuðli að bættum kjörum hinna verst
settu. Samkvæmt seinni reglunni
eru tekjujöfnun sett efri mörk. Hún
má ekki ganga svo langt, að kjör
hinna verst settu versni, eins og
kynni að gerast, væru skattar svo
háir, að hátekjumenn hættu að
skapa veruleg verðmæti.
En hvað er óréttlátt við ójafna
tekjudreifingu, ef menn eru fjár síns
ráðandi? Setjum svo, að á Íslandi
hafi komist á tekjudreifing D1, sem
þeir Rawls, Piketty og hinn íslenski
lærisveinn þeirra Stefán Ólafsson
telji réttláta. Nú komi gáfnaljósið og
mælskusnillingurinn Milton Fried-
man til landsins, haldi fyrirlestur um
atvinnufrelsi og selji inn á hann. 500
manns flykkist á fyrirlesturinn og
greiði hver um sig 10.000 krónur í
aðgangseyri. Nú hefur tekjudreif-
ingin breyst í D2, sem er ójafnari en
D1. Friedman er 5 milljónum krón-
um ríkari og 500 manns hver um sig
10.000 krónum fátækari. Hvar er
ranglætið? Var einhver misrétti
beittur? Ef til vill gramdist Stefáni,
að fleiri sóttu fyrirlestur Friedmans
en hans og voru reiðubúnir að greiða
hærra verð fyrir, á sama hátt og
Salieri gat ekki á heilum sér tekið
vegna Mozarts í kvikmyndinni Ama-
deus. En fæstir hafa samúð með
slíku sjónarmiði. Við þökkum flest
fyrir snillinga í stað þess að kvarta
undan, að þeir skyggi á undirmáls-
fólk.
Í þessari röksemd gegn kenningu
Rawls notar bandaríski heimspek-
ingurinn Robert Nozick dæmi af
körfuknattleikskappanum Wilt
Chamberlain, og löngu áður hafði
landi hans, rithöfundurinn William
Buckley, nefnt kylfuknattleiks-
manninn Joe DiMaggio í þessu sam-
bandi. Í endursögn sinni á röksemd
Nozicks notar Þorsteinn Gylfason
stórsöngvarann Garðar Hólm úr
skáldsögu Laxness. En aðalatriðið
er hið sama í öllum dæmunum: Á
frjálsum markaði er tekjudreifing
samkvæmt vali. Menn fá til sín í
hlutfalli við það, hversu margir velja
þá, og þeir láta frá sér í hlutfalli við
það, hverja þeir velja sjálfir. Há-
tekjumaðurinn er valinn af mörgum,
lágtekjumaðurinn af fáum.
Rawls og aðrir vinstrisinnar kepp-
ast við að skipta ímynduðum kökum
í sneiðar inni í bergmálsklefum há-
skóla. En úti í mannlífinu verður
ekki gengið að neinum kökum vís-
um, nema bakaríin séu í fullum
gangi, og það verða þau ekki, nema
bakararnir fái umbun verka sinna.
Jói Fel hefur efnast á því að eignast
marga viðskiptavini, og það gerist
ekki af sjálfu sér.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Rawls og Piketty (3)