Morgunblaðið - 02.03.2019, Side 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARS 2019
Langar þig í ný gleraugu!
Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is
PLUSMINUS | OPTIC
Það fyrsta sem Marilyn Monroe leikkona tók eftir þegar
hún hitti Arthur Miller rithöfund, voru gleraugun!
Skákfélagið Huginn heldurnaumri forystu eftir sjöttuumferð Íslandsmóts skák-félaga en einni hluti
keppninnar hófst á fimmtudags-
kvöldið og þá vann Huginn óvænt
nauman sigur, 4 ½ : 3 ½, á skák-
deild KR. Á sama tíma tapaði
Fjölnir, 3 ½ : 4 ½, fyrir Vík-
ingaklúbbnum og þessi þrjú lið
berjast því um sigurinn í mótinu.
Sjöunda umferð fór fram í gær-
kvöldi en þá tefldu saman Víking-
klúbburinn og Huginn og Fjölnis-
menn glímdu við a-sveit Taflfélags
Reykjavíkur, en staða efstu liða
fyrir þessar viðureignir var:
1. Huginn 35 v. 2. Skákdeild
Fjölnis 34 ½ v. 3. Víkingaklúbb-
urinn 33 v. 4. TR a-sveit 30 ½ v. 5.
Breiðablik, Bolungarvík og Reykja-
nes 26 ½ v. 6. Taflfélag Garðabæjar
26 v. 7. Skákfélag Akureyrar 17 ½
v. 8. TR b-sveit 15 v. 9. Huginn b-
sveit 13 v. 10. Skákdeild KR 9 v.
Keppni í öðrum deildum hófst
einnig í gærkvöldi.
Hjörvar sigraði á skákhátíð
MótX með fullu húsi
Í síðustu viku fór fram loka-
umferð hinnar frábæru Skákhátíðar
MótX í Stúkunni á Kópavogsvelli.
Jón Þorvaldsson hefur undanfarin
ár haft veg og vanda af þessu móti
og fengið til keppni nær alla bestu
skákmenn þjóðarinnar. Viggó Hilm-
arsson, einn eigenda MótX, á held-
ur ekki lítinn þátt í því að vel hefur
tekist til með mótshaldið.
Hjörvar Steinn Grétarsson vann
allar skákir sínar, sex talsins, en
tók eina ½ vinnings yfirsetu og
hlaut því 6 ½ vinning af sjö mögu-
legum. Hægt er að sanna að Hjörv-
ar hafi verið farsæll í a.m.k. fjórum
skákum sínum en til að sigra verða
menn að nýta færin.
Bragi Þorfinnsson varð í 2. sæti
með 5 ½ vinning og í 3.-5. komu
Guðmundur Kjartansson, Jón L.
Árnason og Jóhann Hjartarson
með 4 ½ vinning.
Í b-flokki urðu efstir Gauti Páll
Jónsson og Páll Andrason með 5 ½
vinning en Gauti Páll telst sigur-
vegari vegna betri stigatölu.
Í síðustu umferð mætti Hjörvar
Guðmundi sem gat náð honum með
sigri. „Vélarnar“ benda á að tvisvar
hafi Guðmundur getað fengið upp
vinningsstöðu en leiðirnar eru ekki
einfaldar:
Skákhátíð MótX; 7. umferð:
Guðmundur Kjartansson –
Hjörvar Steinn Grétarsson
Katalónsk byrjun
1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. g3 a6
Athyglisverð leið sem Kortsnoj
beitti oft með góðum árangri.
4. Bg2 b5 5. b3 Bb7 6. O-O c5 7.
Rc3 Db6 8. e3 d5 9. cxd5 exd5 10.
Bb2 Be7 11. Rh4 O-O 12. Rf5 He8
13. Rxe7 Hxe7 14. b4! cxb4 15.
Re2 Rbd7 16. Hc1 Hee8 17. Rd4
g6 18. f4 Re4 19. Dg4 Rdc5
20. De2?!
Láttu leikinn ganga upp! Guð-
mundur hefur áreiðanlega velt því
fyrir sér að leika 20. f5! sem vinn-
ur, t.d. 20. ... Rxd2 21. Rc6! t.d. 21.
... Rce4 22. fxg6 Dxe3+ 23. Kh1
hxg6 24. Hxf7! Kxf7 25. Dd7+ og
mátar. Annar möguleiki er 20. ...
Rd3 21. fxg6 Dxg6 22. Rf5! og
svartur ræður ekki við sókn svarts
því að 22. ... Dxg4 er svarað með
23. Rh6+ og 24. Hxf7 mát.
20. ... Hac8 21. f5 Hc7?
Nauðsynlegt var 21. ... Rd7.
22. fxg6 hxg6 23. Bxe4?
Og hér gat hvítur unnið með 23.
Rf5! með hugmyndinni 23. ... gxf5
24. Dh5! o.s.frv. Nú snýst taflið við.
23. ... Rxe4 24. Hxc7 Dxc7 25.
Hf4 Bc8 26. Hh4 f6 27. a3 bxa3
28. Bxa3 Da5 29. Bb2 b4 30. d3
Rg5 31. Rc6 Dc5 32. Bxf6 Hxe3
33. Hh8 Kf7 34. Df2
Hvítur hefur misst öll tök á stöð-
unni og nú gerir Hjörvar út um
taflið með einfaldri fléttu.
34. ... Rh3+! 35. Hxh3 He1+ 36.
Kg2 Bxh3+
- og hvítur gafst upp.
Huginn með nauma
forystu á Íslands-
móti skákfélaga
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Eftir ríflega fjóra
áratugi á loksins að
endurskoða íslenska
fóstureyðingarlöggjöf.
Verður þar stigið
stærsta skref sem tek-
ið hefur verið í jafn-
réttisátt síðustu ára-
tugina og slík breyting
myndi alltaf mæta
töluverðri andstöðu,
en þessi meiri en
margar. Þetta tiltekna
skref snýr nefnilega að því heil-
agasta af öllu heilögu: Leginu. Lík-
amshluta sem ólíkt öðrum líkams-
hlutum er ekki í einkaeigu og hefur
aldrei verið. Þvert á móti gegnir
hann mikilvægri samfélagsþjónustu
– nú eða er í þjónustu almættisins
eftir sjónarhorni.
Lögin og frumvarpið
Samkvæmt núgildandi lögum
þarf kona leyfi frá tveimur
heilbrigðisstarfsmönnum fyrir með-
göngurofi. Skal það helst gerast fyr-
ir lok 12. viku en alls ekki eftir þá
sextándu „nema fyrir hendi séu ótví-
ræðar læknisfræðilegar ástæður og
lífi og heilsu konunnar stefnt í því
meiri hættu með lengri meðgöngu
og/eða fæðingu“ eða „séu miklar lík-
ur á vansköpun, erfðagöllum eða
sköddun fósturs“ eins og segir í lög-
unum.
Þessi lög bera tíma sínum vitni og
þarfnast endurskoðunar. Fyrir það
fyrsta er það brot gegn sjálfs-
ákvörðunarrétti kvenna að þær
þurfi að leita leyfis þriðja aðila og
jafnvel þó að í núverandi samfélagi
sé það leyfi veitt án undantekninga
þarf lítið að breytast í pólitísku
landslagi svo túlkun laganna breyt-
ist (sjá t.d. Bandaríkin). Í öðru lagi
er það brot á Samningi SÞ um rétt-
indi fatlaðs fólks að fötlun fósturs sé
þarna tiltekin sem lögmæt ástæða
fyrir rofi. Þar með er tvennt í boði:
Að gefa þungunarrof alveg frjálst
óháð ástæðu eða banna það undir
öllum kringumstæðum. Þar sem við
sem samfélag aðhyllumst jafnrétti
er ljóst að raunar er aðeins fyrri
kosturinn í boði. Þá kemur að tíma-
mörkum. Í frumvarpinu er lagt til
að þungunarrof verði heimilt fram
að upphafi 22. viku. Þar er miðað við
þann tíma þegar fóstur verður að
barni samkvæmt læknisfræðilegum
skilgreiningum (þ.e. þá eru ein-
hverjar líkur á að veran geti lifað ut-
an líkama móðurinnar, við réttar að-
stæður) sem líka gefur konum færi á
að rjúfa þungun ef t.d. mikil vand-
kvæði greinast hjá fóstrinu við 20
vikna sónar. Rétt er að benda á að
frumvarpið á sér erlendar fyrir-
myndir, t.d. er breska löggjöfin jafn
gömul okkar en þar hefur þung-
unarrof verið heimilt með sömu tak-
mörkunum og hér
fyrstu 24 vikurnar, frá
upphafi.
Hin umhyggjusama
andstaða
Andstæðingar frum-
varpsins hafa margir
mælt gegn því á op-
inberum vettvangi, t.d.
Ólína Þorvarðardóttir,
Björk Vilhelmsdóttir og
Inga Sæland. Málflutn-
ingur þeirra þriggja er
gott dæmi um nokkuð
sem ég vil kalla „frjáls-
lynda“ andstöðu, til aðgreiningar frá
kristilegu andstöðunni þar sem kon-
ur eiga bara alls ekki að hafa rétt til
þungunarrofs nema mögulega þegar
líf þeirra liggur við. Frjálslynda and-
staðan er hlynnt óbreyttri löggjöf,
þ.e. konur eiga að hafa rétt til rofs
en helst aðeins fyrstu 12 vikurnar,
enda sá tími nægilegur til að upp-
götva óléttu og taka til hennar af-
stöðu. Konur eiga ekkert að undir-
gangast þungunarrof eftir það
(nema ef um læknisfræðilegar
ástæður er að ræða) enda sé fóstrið
næstum orðið að barni og/eða það að
þungunarrof svo seint sé svo mikið
áfall. Það er grundvallaratriði í þess-
um áróðri að láta að því liggja að
konur muni unnvörpum nýta
breytta löggjöf til að hætta við með-
göngu, bara svona af því bara, og
þess vegna – en af umhyggju fyrir
þeim og fóstrum þeirra – eiga þær
alls ekki að hafa þetta frelsi. Þessi
málflutningur er því á yfirborðinu
frjálslyndur og fullur af kærleik
gagnvart móður og fóstri en í grunn-
inn megnasta kvenhatur. Það allra
versta er þó það að hann byggist
ekki á neinum gögnum. Reynsla
annarra landa, sbr. Bretlands, er
nefnilega sú að aðeins 1-2% þung-
unarrofsaðgerða eru framkvæmd
eftir viku 19 og þá yfirleitt af lækn-
isfræðilegum ástæðum. Afgang-
urinn er þó ekki minna tragísk til-
felli, þetta eru nefnilega okkar
minnstu systur, unglingsstelpurnar
sem þora ekki að segja frá fyrr en
seint, fíklarnir sem átta sig ekki á
óléttunni fyrr en um síðir og svo
framvegis. Í öllu tilliti konur sem
verða að hafa þetta val en hafa það
ekki samkvæmt núgildandi lögum.
Samfélagsþjónustan
Eins og áður var vikið að byggist
andstaðan við þungunarrofs-
frumvarpið, sama hver hún er, á
aldagömlum menningarlegum
grunni. Menningin hefur vissulega
breyst og réttindi kvenna orðin um-
talsverð varðandi margt en legið er
þarna undantekning. Þannig er
sjálfsákvörðunarréttur kvenna óum-
deildur þegar um er að ræða svokall-
aðar fegrunaraðgerðir, jafnvel þótt
ungar séu, en afar umdeildur vilji
kona fara í þungunarrof eða ófrjó-
semisaðgerð, sama á hvaða aldri.
Þegar litið er á málið í heild er hin
óhjákvæmilega niðurstaða sú að við
verðum að nútímavæða fóstureyð-
ingarlöggjöfina, færa valdið í hendur
konunum og hætta að brjóta á rétt-
indum fatlaðs fólks og óléttra
kvenna með því að líta á læknis-
fræðilegar ástæður sem einu gildu
ástæðurnar til að fara í þungunarrof
eftir 16. viku. Og umhyggjusöm geta
huggað sig við það að það er afar
ólíklegt að þetta muni leiða til fjölg-
unar þungunarrofsaðgerða eftir
þrettándu viku. En jafnvel þó svo
væri, hvað kemur það öðrum við en
konunum sjálfum?
Af ákvörðunum sem konur
mega (ekki) taka sjálfar
Eftir Þóru Kristínu
Þórsdóttur
Þóra Kristín
Þórsdóttir
» Við verðum að nú-
tímavæða fóstureyð-
ingarlöggjöfina, færa
valdið til kvennanna og
hætta að brjóta á rétt-
indum fatlaðra og
ófrískra kvenna.
Höfundur er forynja Kvenna-
hreyfingarinnar.
thorathors@gmail.com
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.