Morgunblaðið - 02.03.2019, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 02.03.2019, Qupperneq 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARS 2019 Vantar þig ráðleggingar við sölu eignar þinnar? s 893 6001 Kópavogi | Selfossi | s 893 6001 | beggi@fasteignasalan.is Guðbergur Guðbergsson Löggiltur fasteignasali og leigumiðlari AKUREYRARKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Barnakórar Akureyrarkirkju syngja. Umsjón sr. Hildur Eir, Sonja, Sigrún Magna og Jón Ágúst. Léttar veitingar í safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni. AKURINN kristið samfélag | Samkoma kl. 14. Biblíufræðsla, söngur og bæn. ÁRBÆJARKIRKJA | Æskulýðsguðsþjónusta kl. 11. Börn og unglingar í æskulýðsstarfi kirkj- unnar taka þátt. Ingunn Björk djákni, sr. Petr- ína Mjöll, Anna Sigríður, Sóley og Erla Mist, leiðtogar í barnastarfinu, leiða stundina. Benjamín Gísli leikur á flygil. Kaffi og kruðerí á eftir. ÁSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 í umsjá Kristnýjar Rósar Gústafsdóttur djákna, Benjamíns Hrafns Böðvarssonar guðfræði- nema og Sigurðar Jónssonar sóknarprests. Fermingarbörnin lesa ritningarorð og flytja leik- þátt. Kaffi í Ási á eftir í boði fermingarbarna. ÁSTJARNARKIRKJA | Æskulýðsmessa kl. 11. Unglingar úr æskulýðsstarfinu aðstoða og flytja tónlist. Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Keiths Reed. Prestur Arnór Bjarki Blomsterberg. Hressing á eftir. BESSASTAÐAKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Hljómsveitin Lærisveinar hans leiðir söng undir stjórn Ástvaldar organista. Sigrún Ósk og sr. Hans Guðberg leiða stund- ina. Æskulýðsmessa kl. 17. Lærisveinar hans leiða söng. Ræðumaður Guðjón Pétur Lýðs- son, Íslandsmeistari í knattspyrnu. Kaffi og kleinur á eftir og safnað fyrir munaðarlaus börn í Úganda. Sr. Hans Guðberg, Ástvaldur org- anisti og Margrét djákni leiða stundina. BORGARNESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Arnaldur Máni Finnsson þjónar fyrir altari. BREIÐHOLTSKIRKJA | Æskulýðsguðsþjón- usta kl. 11 í umsjá sr. Magnúsar Björns Björns- sonar og Steinunnar Þorbergsdóttur. Ensk bænastund kl. 14. Prestur Toshiki Toma. BÚSTAÐAKIRKJA | Æskulýðsmessa kl. 14. Daníel Ágúst talar, Jónas Þórir og kórfélagar sjá um tónlist. Ungmenni aðstoða með messu- þjónum. Hressing eftir messu. Prestur Pálmi. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má., mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er vigilmessa. DÓMKIRKJAN | Fjölskyldumessa kl. 11. Söngur og sögur. Bílastæði eru við Alþingi. FELLA- og Hólakirkja | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunnarsson leiðir stundina ásamt Mörtu og Ásgeiri, fræðurum sunnudagaskólans. Æskulýðsmessa kl. 20. Sr. Jón Ómar leiðir stundina. Pétur Ragnhild- arson með hugleiðingu. Krakkar úr æskulýðs- starfinu lesa ritningarlestra og bænir, Æsku- lýðshljómsveitin spilar og leiðir söng. Léttar veitingar á eftir. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudagaskóli kl. 11. Kvöldvaka kl. 20. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn undir stjórn Arnar Arnarsonar. Yfirskrift kvöldvökunnar er þakk- læti. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingis- maður flytur hugleiðingu og Matti Ósvald mark- þjálfi leiðir kyrrðarstund. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta kl. 14. Hjörtur Magni Jóhannsson safnaðar- prestur leiðir stundina. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða tónlistina ásamt Gunnari Gunnarssyni organista. GARÐAKIRKJA | Messa kl. 14. Sr. Hans Guð- berg Alfreðsson. Félagar í kór Vídalínskirkju syngja, organisti Jóhann Baldvinsson. GLERÁRKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sunna Kristrún djákni og Sindri Geir æsku- lýðsfulltrúi þjóna ásamt leiðtogum. Barna- og æskulýðskórinn syngur undir stjórn Margrétar Árnadóttur kórstjóra. Undirleik annast Guðjón Andri Jónsson. GRAFARVOGSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Pétur Ragnhildarson og sr. Grétar Halldór Gunnarsson leiða stundina, Stefán Birkisson á píanó. Sunnudagaskóli í kirkjunni á meðan, gengið inn að ofan. GRAFARVOGUR - KIRKJUSELIÐ Í SPÖNG | Messa kl. 13. Sr. Sigurður Grétar Helgason þjónar, Vox Populi syngur og fermingarbörn taka þátt. Organisti Hilmar Örn Agnarsson. GRENSÁSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 fyrir Bústaða- og Grensássöfnuð. Barna- kór og Stúlknakór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Svövu Kristínar Ingólfsdóttur. Félagar úr Kirkjukór Grensáskirkju syngja. Organisti Ásta Haraldsdóttir. Umsjón Daníel Ágúst Gautason, æskulýðsfulltrúi safnaðanna. Fermingarbörn vorsins aðstoða. Hressing á eftir. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Fjöl- skyldu- og æskulýðsmessa kl. 11. Prestar Karl V. Matthíasson og Leifur Ragnar Jónsson. Barnakór kirkjunnar kirkju syngur undir stjórn Ásbjargar Jónsdóttur og Svanfríðar Gunnars- dóttur. Þorleifur og Björgvin Franz flytja leikrit. Kaffi og djús eftir messuna. HALLGRÍMSKIRKJA | Tónleikar laugard. kl. 12. Fræðsluerindi sunnud. kl. 10. Dr. Sigurður Árni Þórðarson ræðir um prédikanir sr. Jakobs Jónssonar. Fjölskylduguðsþjónusta sunnudag kl. 11 í umsjá dr. Sigurðar og Ingu Harðardóttur æskulýðsfulltrúa. Organisti Björn Steinar Sól- bergsson. Félagar úr Mótettukór Hallgríms- kirkju syngja. Fiðlusveit leikur, fermingarbörn taka þátt og Guðrún Laufey Ólafsdóttir og Ingi- björg Unnur Bergsdóttir flytja hugleiðingu. HÁTEIGSKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 11. Sr. Eiríkur Jóhannsson og sr. Ása Laufey Sæ- mundsdóttir leiða stundina ásamt ferming- arbörnum. Guðný Einarsdóttir organisti leiðir tónlistina. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Æskulýðs- messa kl. 11 í samstarfi við Digraneskirkju. Hljómsveitin Sálmari leiðir söng og tónlist. Sunnudagaskólar kirknanna taka þátt. Léttar veitingar í boði eftir messu. Messuna leiða sr. Sunna Dóra og Helga Kolbeinsdóttir æskulýðs- fulltrúi Digraneskirkju ásamt sunnudagaskóla- starfsfólki. Hjúkrunarheimilið Skjól | Guðsþjónusta á sal á 2. hæð kl. 13. Sigurður Jónsson sóknar- prestur prédikar og þjónar fyrir altari. Bjartur Logi Guðnason leikur á orgel. Almennur söng- ur. Vinir og vandamenn heimilisfólks velkomnir og aðstoð vel þegin við flutning fólks milli hæða. HRAFNISTA REYKJAVÍK | Guðsþjónusta kl. 14 í samkomusalnum Helgafelli, 4. hæð. Fé- lagar úr kór Áskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Ritningar- lestra les Kristín Guðjónsdóttir. Sr. Svanhildur Blöndal prédikar og þjónar fyrir altari. HVALSNESSÓKN | Æskulýðsmessa í Safn- aðarheimilinu í Sandgerði kl. 16. Birkir æsku- lýðsfulltrúi sér um tónlist og kynnir söfnun fyrir steinhúsum í Úganda fyrir fátækar fjölskyldur. Vöfflukaffi eftir messuna í Sandgerði, kr. 500 stykkið. Börn og ungmenni úr æskulýðsstarf- inu taka þátt ÍSLENSKA Kristskirkjan | Samkoma með lofgjörð og fyrirbænum. Börnin byrja á sal með forsjáraðilum en á meðan samkoman varir verður sérstök fræðsla fyrir þau. Ólafur H. Knútsson prédikar. Kaffi á eftir. KÁLFATJARNARKIRKJA | Æskulýðsguðs- þjónusta kl. 14. Æskulýðskórinn Vox Felix syngur undir stjórn Arnórs B. Vilbergssonar. Prestur er Arnór Bjarki Blomsterberg. Kirkju- kaffi og samfélag á eftir. KEFLAVÍKURKIRKJA | Messa kl. 11. Kirkju- kórinn og Arnór organisti leiða söng á sálmum Sindre Eide. Sr. Fritz Már þjónar ásamt messu- þjónum. Sunnudagaskóli á sama tíma undir stjórn Systu. Eftir messu er súpa og brauð í Kirkjulundi. Miðvikudag 6. mars kl. 12. Kyrrðar- stund í kapellu vonarinnar, súpa og brauð á eft- ir. KÓPAVOGSKIRKJA | Barna- og fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Ingunn Sif Þórðardóttir fermingarbarn flytur ávarp. Sr. Sigurður Arnar- son leiðir stundina ásamt sunnudaga- skólakennurum. Skólakór Kársness syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. LANGHOLTSKIRKJA | Æskulýðsmessa kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir og Hafdís Davíðs- dóttir æskulýðsfulltrúi þjóna ásamt ferming- arbörnum. Gradualekór Langholtskirkju syngur undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar. Org- anisti Magnús Ragnarsson. Fermingarbörn og messuþjónar reiða fram léttan hádegisverð eftir stundina. Kökubasar Kvenfélags Lang- holtssóknar eftir messu í safnaðarheimili. LAUGARNESKIRKJA | Útvarpsmessa kl. 11. Börn og unglingar úr æskulýðsstarfi Laug- arneskirkju taka virkan þátt í helgihaldi. Skóla- hljómsveit Austurbæjar, kór Laugarneskirkju og Emma Eyþórsdóttir annast tónlistarflutning. Biskup Íslands, frú Agnes M Sigurðardóttir, flytur hugvekju. Þriðjudagur 5. mars. Kyrrð- arbæn kl. 20. Kristin íhugun. Fimmtudagur 7. mars. Kyrrðarstund og opið hús í Áskirkju kl. 12. Helgistund kl. 16 Hásalnum, Hátúni 10, með sr. Davíð Þór og sr. Hjalta Jóni. LÁGAFELLSKIRKJA | Æskulýðsguðsþjón- usta kl. 13. Umsjón hafa Berglind Hönnudóttir æskulýðsfulltrúi og Þórður Sigurðarson org- anisti. Þeim til aðstoðar verða börn úr æsku- lýðsfélagi Lágafellssóknar. NESKIRKJA | Æskulýðsguðsþjónusta kl. 11. Þemað er umhverfisvernd. Leiðtogar og ung- lingar í æskulýðsfélaginu aðstoða við guðs- þjónustuna. Steingrímur Þórhallsson organisti leikur undir söng. Prestur er Steinunn Arn- þrúður Björnsdóttir. NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-Njarðvík | Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Hjálmar Jónsson þjónar og kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Stefáns H. Kristinssonar organista. Meðhjálp- ari er Pétur Rúðrik Guðmundsson. SALT kristið samfélag | Sameiginlegar sam- komur Salts og SÍK kl. 17 alla sunnudaga í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Samkoma fyrir alla fjölskylduna. Barna- starf. Túlkað á ensku. SAUÐÁRKRÓKSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11 í safnaðarheimilinu, skúffukaka í tilefni dagsins. Ungdómsmessa kl. 17. Sæþór Már Hinriksson, formaður Nemendafélags FNV, flyt- ur hugleiðingu. Fermingardrengir lesa ritning- arlestra. SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorg- unn kl. 10. Kristján Gíslason segir frá ferð sinni á mótorhjóli umhverfis jörðina. Fjöl- skyldustund kl. 11. Barnakór Seltjarnar- neskirkju syngur undir stjórn Þorsteins Freys Sigurðsson. Fermingarbörn taka þátt. Pylsu- veisla. Kaffikarlar þriðjudag kl. 14. Kyrrðar- stund miðvikudag kl. 12. Súpa á eftir. Kaffi- karlar fimmtudag kl. 14. Bænastund föstudag kl. 9.30. Kaffiveitingar. ÚTSKÁLAKIRKJA | Æskulýðsmessa kl. 14. Birkir æskulýðsfulltrúi sér um tónlist og kynnir söfnun fyrir fátækar fjölskyldur í Úganda. Sam- skot eftir messu. Börn og ungmenni úr æsku- lýðsstarfinu taka þátt með ýmsum hætti. VÍDALÍNSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Barnakór Vídalínskirkju og unglingakór Vídalínskirkju syngja undir stjórn Davíðs Sigur- geirssonar og Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur sem syngur einsöng. Ingvar Alfreðsson á pí- anó. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir fræðir um að- stæður barna í Úganda og þjónar fyrir altari. Vöfflusala í safnaðarheimili að lokinni guðs- þjónustu til styrktar munaðarlausum börnum. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Fjöl- skylduhátíð kl. 11. Vöfflusala fermingarbarna og kerta- og leirmunasala barnastarfsins fyrir munaðarlaus börn í Úganda. Ekki posi á staðn- um. ÞORLÁKSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Sirrý og Guðmundur. Orð dagsins: Skírn Krists. (Matt. 3) Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Bíldudalskirkja, Vestur-Barða- strandarsýslu. Messur á morgun Gervigreind, á ensku artificial intelligence (AI), er orð sem notað er yfir tölvuforrit sem líkja eftir mannlegri greind og (virðast) geta leyst ýmiss konar verkefni með sjálfstæðum hætti. Sumir kalla gervigreind „síð- ustu uppfinningu mannkynsins“ vegna þess að með tilkomu „al- vöru“ gervigreindar gætu tölvur gert fleiri uppfinningar manna óþarfar. Nái þetta fram að ganga þýðir það að gervigreind mun taka manninum fram á margan hátt. Þessi sýn hefur á ensku verið nefnd „technological sing- ularity“, og mætti á íslensku kalla tækni- lega sérstöðu. Til- gátan sem sett er fram í þessari tækni- sýn er sú, að uppfinn- ingar sem gerðar verða með tilstuðlan gervigreindar muni taka uppfinningum manna fram og leiða til tækniframfara og breytinga á menningu alls mannkyns. Breski stærðfræðingurinn Alan Turing var frumkvöðull í gerð tölva og forritunar. Hann er einn- ig talinn brautryðjandi á sviði gervigreindar. Hann bjó til hið svokallaða Turing-próf á sjöunda áratugnum en viðfangsefni prófs- ins er aðgreining manns og vélar. Prófið er framkvæmt þannig að spyrill tekur viðtal við manneskju og tölvu, án þess að vita hvort svarandinn er maður eða tölva. Prófið metur gervigreind á þann veg að standist forrit prófið líkir það mjög vel eftir hegðun manns og felur þar með í sér „sterka“ gervigreind. Hugtakið gervigreind er oft notað um kerfi sem aðeins virðast hafa einhverja, svolitla, greind til að bera. Dæmi um þetta eru and- stæðingar í tölvuleikjum. En gervigreind má nota á marga mis- munandi vegu. Nú geta t.d. skák- tölvur sigrað alla bestu skák- meistara heims. Á okkar tímum hefur gervi- greind fundið sér farveg inn á mörg svið atvinnulífs og daglegs lífs fólks. Nægir þar að nefna sýndaraðstoð og þjónustu sem fá má í gegnum tækin Alexu og Siri. Fólk getur talað við tækið úr tals- verðri fjarlægð og spurt marg- víslegra spurninga, m.a. um veðr- ið á morgun, fengið tónlist leikna og kveikt og slökkt ljós. Einnig má með farsíma stýra ryksugu- róbóta án þess þó að vera á svæð- inu – og vera jafnvel staddur í öðru landi. Margar gervigreindarlausnir byggjast á því að fólk láti af hendi persónulegar upplýs- ingar um sjálft sig, ferðir sínar, athafnir og skoðanir. Sumir láta upplýsingar af hendi óafvitandi um að þeim er safnað og úr þeim unnið. Aðrir líta svo á að tímarnir séu breyttir og per- sónuvernd megi ekki hindra framgang tæknilausna og þjón- ustu sem bætir lífs- kjör fjölda fólks. Tím- arnir séu að breytast og nú viti hvort eð er allir allt um alla; þökk sé hinum svokölluðu samfélags- miðlum. Mörg dæmi eru um að stórfyrir- tæki hafi grætt mikið á persónu- upplýsingum um fólk. Nýju evr- ópsku og íslensku persónu- verndarlöggjöfinni, sem sett var um mitt síðasta ár, er ætlað að sporna við yfirgangi fyrirtækja og vernda einkalíf fólks betur en áð- ur var. Það sýnir sig þó að lögin koma á eftir tækniframförunum og ná vart að halda í við þróunina, svo hröð er hún. Við sem einstaklingar ættum ávallt að huga að öryggi og áhættu þegar kemur að kaupum á tæknilausnum og þjónustu. Leit- um að og skoðum upplýsingar um öryggisstefnu, persónuvernd- arstefnu, faggildar öryggisvottanir og annað slíkt. Það ætti að auð- velda okkur að finna aðila sem við treystum og velja milli aðila sem við eigum samskipti eða viðskipti við. Eftir Svönu Helen Björnsdóttur »Margar gervigreind- arlausnir byggjast á því að fólk láti af hendi persónulegar upplýs- ingar um sjálft sig, ferðir sínar, athafnir og skoðanir. Svana Helen Björnsdóttir Höfundur er verkfræðingur og fram- kvæmdastjóri Stika ehf. svana@stiki.eu Upplýsingaöryggi Hversu vel getur gervigreind líkt eftir mannlegri hegðun? Gervigreind

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.