Morgunblaðið - 02.03.2019, Page 30

Morgunblaðið - 02.03.2019, Page 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARS 2019 ✝ Sveinn Sigur-björn Garðars- son fæddist á Sauðá við Sauðárkrók 7. október 1934. Hann lést á sjúkrahúsinu á Akureyri 17. febrúar 2019. Foreldrar hans voru Sigríður Ingi- björg Ámundadótt- ir, f. 20.9. 1907, d. 26.6. 1985, og Garð- ar Haukur Hansen, f. 12.6. 1911, d. 30.10. 1982. Systkini Sveins voru Stein- grímur Kristján Friðrik, f. 1928, d. 2013, Garðar Haukur, f. 1930, d. 1971, Friðrik Jón, f. 1931, d. 1982, Gunnar Hörður, f. 1932, d. 2018, Elínborg Dröfn, f. 1933, d. 1996, og Steinunn Björk, f. 1936, d. 2000. Eftirlifandi eiginkona Sveins er Guðný Björnsdóttir, f. 30.11. 1938 í Kálfafellskoti í V-Skafta- fellssýslu. Börn Sveins og Guð- nýjar eru: 1) Sigríður Björk, f. 1965, maki Ingvar Þór Jónsson. Börn a) Róbert Björn f. 1997, b) Valgerður Guðný f. 2000. Fyrir átti Björk Evu Dögg, f. 1985, sambýlismaður Jóhann Gunn- laugsson. Börn þeirra eru Ísak Jökull Ingi, Birta Margrét, Kar- en Líf og Helena Nótt, d) Gunn- ar Helgi, f. 1974, maki Ása Björg Ásgeirsdóttir. Börn hans Linda Ósk (dóttir Lindu Vikt- oría Kristel), Lilja Katrín, Gabríel Leó og Aron Ernir, e) Guðrún Unnur, f. 1981, maki Guðmann Már Guðmannsson. Börn Kapinga María og Marínó Guðni. 2) Ragnar Ingvar, f. 1959. Dóttir hans er Helena Kristín, f. 1977. Börn hennar eru a) Vera Björt, b) Dagur Eld- ar, maki Guðbjörg Dagný. Son- ur þeirra er Leon Daði. Sveinn ólst upp fyrstu árin á Sauðárkróki hjá fósturfor- eldrum sínum, Eiríki Björnssyni og Margréti Reginbaldsdóttur, en síðar í Áshildarholti í Skaga- firði þar sem hann var fram á unglingsaldur. Sveinn byrjaði til sjós 15 ára gamall og var sjómaður alla sína tíð eða til rúmlega 70 ára ald- urs. Eftir að hann hætti til sjós var hann þó enn að taka að sér ýmis störf í landi sem tengdust sjómennsku og gerði það til ævi- loka. Sveinn og Guðný gengu í hjónaband 13. janúar 1964. Þau hófu búskap í Reykjavík. Árið 1967 fluttu þau til Flateyrar og bjuggu þar til 1974 en þá fluttu þau á Skagaströnd og hafa búið þar síðan. Útförin fer fram frá Hólanes- kirkju á Skagaströnd í dag, 2. mars 2019, klukkan 14. Hrafn og Björk Diljá. 2) Birna, f. 1967, maki Slavko Viktor Velemir. Börn a) Helena Mara, f. 1991, dótt- ir hennar er Lárey Mara, b) Stefán, f. 1994, sambýliskona Heiðrún Huld Finnsdóttir. Fyrir átti Birna Sveinþór Ara, f. 1982, maki Sigþrúður Jóna Harðardóttir. Börn þeirra eru Ísidór Sölvi og Ísafold Sól. 3) Stefán, f. 1972, maki Hafdís Hrund Ásgeirs- dóttir. Börn a) Daði Snær, f. 2002, b) Stefanía Hrund, f. 2006, c) Sædís Hrund, f. 2012. Fyrir átti Sveinn 1) Ingibjörgu, f. 1952, maki Eyvindur Jóhanns- son. Börn Ingibjargar eru a) Steinunn, f. 1969, maki Bjarki Jakobsson. Börn hennar eru Smári Hólm og Þorsteinn Sveinn, b) Guðlaugur Árni, f. 1972. Börn hans eru Oddur Árni, Daníel Snorri (sonur Daní- els Tristan Daði) og Emil Ingi. c) Ingibergur, f. 1973, maki Bryn- dís Brynjólfsdóttir. Börn Inga Andrea Sól (dóttir Andreu Kristinn Elí), Bjarki Dagur, Elsku pabbi. Ekki datt okkur í hug þegar þú varst lagður inn á sjúkra- húsið á Blönduósi að þú kæmir ekki heim aftur. Á síðustu árum varstu búinn að leggjast nokkr- um sinnum inn og fá hressingu eins og við kölluðum það en þú komst alltaf heim aftur. Á seinni árum greindist þú með lungnasjúkdóm sem tók tölu- vert frá þér en svo var mamma orðin slæm af Alzheimer og að annast hana eins og þú gerðir tók mikið á. Það er margs að minnast. Þú varst innilega góður maður og ástríkur, hafðir gaman af glensi og þegar hlátur þinn hljómaði þá gladdi það hjörtu okkar því sá hlátur var alltaf svo líflegur og skemmtilegur. Þú áttir 8 mm upptökuvél þegar við vorum lítil og það er dýrmætt í dag hversu duglegur þú varst að brúka hana og því eigum við fullt af minningum af okkur saman sem við getum yljað okkur við. Það var mjög gaman að ferðast með þér. Þú varst svo fróður um staðhætti og mikill áhugamaður um landafræði, gast þulið upp heiti á nánast öllu sem fyrir augu bar. Sem dæmi má nefna ferð sem við fórum austur á land, á æsku- stöðvar mömmu að Kálfafelli í Vestur-Skaftafellssýslu. Ingvar tengdasonur þinn var að keyra og þú sast í framsætinu og gast nefnt nánast öll bæjarnöfn á leiðinni og þó að Ingvar hafi nú reynt að hanka þig á þeim ann- að slagið þá varð honum ekkert ágengt því þú varst með þetta allt á hreinu. En þið ferðuðust einnig til útlanda og fóruð t.d. með okkur systrum og Dísu mágkonu til Costa del Sol hér um árið. Það var mikið gaman og mikið gengið um á milli þess sem leg- ið var á ströndinni og farið út að borða. Þarna nutum við sannarlega lífsins. Eins er Stefáni minnisstæð ferð sem hann fór með ykkur sem ungur drengur og vinum ykkar, Dadda og Gunnu, til Ítalíu. Þá vorum við systur heima og ekki var laust við að við öfunduðum hann smá og þá ekki síst þegar myndir komu úr framköllun. Þú varst hafsjór af fróðleik og það voru fá málefni sem þú varst ekki vel að þér um. Þú horfðir mikið á sjónvarp, jafnt erlendar sem innlendar stöðvar, og hafðir mikinn áhuga á fróð- leiksþáttum, dýralífsþáttum, tækniþáttum og bara nefndu það, og já, þú varst einnig sjálf- menntaður í að skilja tungu- málin sem þar fóru fram eins og þér einum var lagið. Þú varst afar hjálpsamur og greiðvikinn maður. Barnabörn- in sóttu mikið til þín ef eitthvað þurfti að laga eða betrumbæta og fóru jafnvel einnig með vini sína til þín ef þeir þurftu slíka aðstoð. Stundum þegar þurfti að vinna að verkefnum utan- dyra þá varstu mættur fyrir all- ar aldir, jafnvel áður en allir aðrir voru komnir á fætur. Þú varst mikið að heiman þegar við vorum að alast upp enda sjórinn þitt lífsviðurværi en við eigum margar góðar og fallegar minningar um þig og með þér. Það verður skrítið að keyra Ránarbrautina og geta ekki kíkt inn í heimsókn til ykkar mömmu, geta ekki komið að þér í stólnum þínum með fjarstýringuna í annarri hend- inni og allt í botni. En alltaf varstu glaður þegar við komum við og fengum okkur kaffisopa með ykkur mömmu og ræddum um nýja og gamla tíma. Það er margs að sakna og minning þín mun lifa í hjörtum okkar. Elsku pabbi, hvíldu í friði og Guð blessi minningu þína. Þín börn, Björk, Birna og Stefán. Ég er afskaplega þakklát fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Það eru tvö orð sem eru mér efst í huga þegar ég hugsa um þig, afi minn. Góð- ur og bestur, þú varst það allt- af. Ég mun sakna þess að hlusta á hvernig þú sagðir sög- ur um lífið og tilveruna hvort sem það var um fjölskylduna, sjómennsku, ferðalög úti í heimi eða draugasögur, þá var alltaf nóg til og sjaldan sama sagan sögð – ömmu þótti þær samt stundum misgóðar. Minn- ing sem lýsir þér svo vel. Ein- hvern daginn sem ég var hjá þér, elsku afi, amma var ekki heima og þú gafst mér smurt brauð með osti og sultu í kaffinu. Þú smurðir fyrir mig tvær sneiðar og helltir síðan fullt glas af mjólk. Ég þorði ekki annað en að klára báðar sneiðarnar fyrst þú varst búinn að hafa fyrir þessu, enda var þetta meira hlutverkið hennar ömmu að vera í eldhúsinu. Ég leggst síðan í sófann og stein- sofna enda pakksödd. Þegar ég vakna var Stefán bróðir kominn og segir mér að ég hafi misst af ísbílnum. Ég varð auðvitað hundfúl enda ekkert meira sport en að versla við ísbílinn sjálfan. Þú varst ekki lengi að kæta mig, við fórum saman í búðina og keyptum ís. Þannig varstu alltaf, alltaf góður og bestur. Ég er ofboðslega þakk- lát fyrir að dóttir mín fékk að hafa þig sem hluta af sínu lífi. Henni fannst ekki leiðinlegt að geta skroppið yfir og fengið sér ís og jafnvel næla sér í smá klink, nú eða rekast á afa sinn í búðinni sem oftar en ekki splæsti einhverju góðgæti. Það er komið að þinni stoppistöð í ferðalaginu okkar í gegnum líf- ið, minning þín mun alltaf lifa í hjörtum okkar. Ég þakka fyrir allt það góða sem þú hefur kennt mér, elsku afi. Mér þykir afskaplega skrítið að hugsa til þess að keyra upp götuna okk- ar og það verður enginn Svenni afi heima. Þín verður sárt saknað. Hvíldu í friði. Þínar afastelpur, Helena Mara og Lárey Mara. Sveinn Sigurbjörn Garðarsson  Fleiri minningargreinar um Svein Sigurbjörn Garðarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Hrönn Krist-borg Sigur- geirsdóttir Haralds- son fæddist 16. ágúst 1936 á Djúpa- vogi. Hún lést 28. desember 2018 á heilbrigðisstofnun í Peterborough í Kanada eftir skammvinn veik- indi. Foreldrar henn- ar voru Sigurgeir Stefánsson, f. 1901, d. 1957, sjómaður á Djúpa- vogi, og Guðrún Björg Bjarna- dóttir Austmann, f. 1906, d. 1946, Avery, Matthew Aaron og Adam Elia. 2) Ósk, f. 1965, gift Rhys Peter Jenkins. Börn þeirra eru þrjú: Iain Michael, Nolan Rhys og Hannah Elisabeth Ósk, og eitt barnabarn, Amelia Ósk. 3) Hrönn, f. 1966, gift Kenneth Far- row og eiga þau fimm börn, Kristján Lawrence, Maiu Kendru, Griffin Quinn, Clayton Sebastian og Donovan Kenneth. Bálför hefur farið fram. Duft- kerinu verður komið fyrir í Little Lake-kirkjugarðinum í Peterborough. Minningarathöfn verður haldin í Peterborough í vor. húsmóðir á Djúpa- vogi. Bræður Hrannar voru Al- bert, f. 1931, d. 1971, Oddur, f. 1932, d. 1956, Karl Andrés, f. 1934, d. 1999, og Hans Að- alsteinn, f. 1936, sem lifir tvíbura- systur sína. Eftirlifandi eigin- maður Hrannar er Finnbogi Þórir Haraldsson, f. 1930. Dætur þeirra eru: 1) Guð- rún Björg, f. 1964, gift Elia Gallo og eiga þau þrjá syni, Michael Fjölskyldan flutti til Kanada 1968 og festi þar rætur. Taugin við gamla heimalandið slitnaði þó ekki og Hrönn ferðaðist oft til Íslands, ýmist ein eða með fjölskyldunni, til að heimsækja ættingja, vini og skólasystur úr húsmæðraskóla. Hún var ein- staklega ræktarsöm við fólkið sitt og ófá bréfin fóru á milli landa. Eftir að símasamband batn- aði nú á seinni árum fjölgaði símtölum og oftar en ekki var það Hrönn sem var á undan að taka upp tólið til að leita frétta, rifja upp gamla tíma, senda af- mæliskveðju eða sýna hlýhug. Hrönn þurfti snemma að takast á við lífið og standa á eigin fótum og hafði það mót- andi áhrif á hana. Hún var sterk, ákveðin og orkumikil og lét engan eiga hjá sér en hún var líka spaugsöm og hrókur alls fagnaðar á góðum stundum. Hrönn var ástrík eiginkona, móðir, amma og langamma og var stolt af afkomendum sínum. Stjúpbörn hennar, Ásta, Örn, Finnbogi og Árni, áttu einnig sérstakan stað í hjarta hennar. Hrönn var frumkvöðull og varði ómældum tíma í lestur og ættfræðigrúsk. Hún elskaði litla húsið sitt og örsmáa garð- inn þar sem hún dvaldi löngum stundum við að hlúa að gróðr- inum. Hrönn var ósérhlífin og bar hag fjölskyldunnar fyrir brjósti. Hennar verður ávallt minnst fyrir óeigingirni, gjaf- mildi og umhyggjusemi í garð annarra. Guðrún Björg, Ósk og Hrönn. Hrönn Kristborg Sigurgeirsdóttir Haraldsson HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Okkar elskulegi JÓHANNES GÍSLI PÁLMASON frá Sámsstöðum, lést 24. febrúar. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 11. mars klukkan 13.30. Sindri Snær Jóhannesson Emilía Rós Elíasdóttir Elísabet Ýr Jóhannesdóttir Jón Pálmi Jóhannesson Helga Jónsdóttir Jón Pálmi Gíslason Helga Sigríður Árnadóttir Þórður Grétar Andrésson Sveinbjörg Sigrún Pálmad. Eva Hrönn Pálmadóttir Ársæll Örn Heiðberg Marsibil Sara Pálmadóttir Jens Kristinn Elíasson og fjölskyldur Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma, dóttir og systir, DÓRA HAFSTEINSDÓTTIR, Reykjavíkurvegi 24, sem lést þriðjudaginn 26. febrúar, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 8. mars klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð líknardeildar og heimahlynningar. Sigurður Ingi Margeirsson Hafsteinn Gunnar Sigurðss. Valgerður Rúnarsdóttir Margeir Gunnar Sigurðsson Marta Goðadóttir Stefán Gunnar Sigurðsson Bergrún Mist Jóhannsdóttir og barnabörn Hafsteinn Austmann Kristín Hafsteinsdóttir Móðir okkar, ÁSTA ÞORSTEINSDÓTTIR MAACK, lést 27. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 14. mars klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á kvenfélagið Hringinn. Lára Halla Maack Pjetur Þorsteinn Maack María Hildur Maack Ásta Hrönn Maack Okkar ástkæri sonur, bróðir, barnabarn og frændi, SVERRIR GAUKUR PÁLSSON, lést 5. nóvember 2018. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Aðstandendur þakka fyrir hlýhug og stuðning. Helga Ragna Ármannsdóttir Björg Ragnheiður Pálsdóttir Ármann Jakob Pálsson Áslaug Guðmundsdóttir Björg Ragnheiður Árnadóttir Sverrir Gaukur Ármannsson og systkinabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.