Morgunblaðið - 02.03.2019, Side 31

Morgunblaðið - 02.03.2019, Side 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARS 2019 ✝ Sigrún MagnaJóhannsdóttir (Día) fæddist á Ei- ríksstöðum á Jökuldal 22. júní 1946. Hún lést á Sjúkrahúsinu í Neskaupstað 18. febrúar 2019. Foreldrar henn- ar voru Jóhann Björnsson, bóndi á Eiríksstöðum, f. 28. desember 1921, d. 3. sept- ember 2000, og kona hans Kar- en Petra Jónsdóttir Snædal, f. 26. ágúst 1919, d. 14. júní 2005. Systur Sigrúnar eru Birna Stefanía, f. 21. ágúst 1944, maki Ragnar I. Sigvaldason, f. 1926, og Nanna Snædís, f. 18. ágúst 1948, maki Guttormur Metúsalemsson, f. 1947. Eiginmaður Sigrúnar er Björgvin Vigfús Geirsson frá Sleðbrjót í Jökulsárhlíð, f. 18.3. 1945, þau giftu sig 29. júlí 1967. Foreldrar hans voru Guð- móður Geir Stefánsson, f. 1915, d. 2004, og Elsa Ágústa Björg- vinsdóttir, f. 1920, 1977. Börn Sigrúnar og Björgvins eru: 1) Hún var í barnaskólanum á Skjöldólfsstöðum og stundaði svo nám við Hússtjórnarskóla Suðurlands á Laugarvatni vet- urinn 1963-1964. Ung fór hún á vertíð í Grindavík og í síld- arsöltun á Seyðisfirði. Björgvin og Sigrún hófu búskap sinn á Sleðbrjót en fluttu í Eiríksstaði 1975 og stunduðu þar sauð- fjárbúskap. Meðfram bústörf- um starfaði Sigrún m.a. sem ráðskona í vegagerð og í sláturhúsum KHB á Fossvöllum og Verslunarfélags Austur- lands í Fellabæ. Þá rak Sigrún sumarhótel undir nafninu Dala- kaffi í Skjöldólfsstaðaskóla í nokkur sumur ásamt Kolbrúnu Sigurðardóttur. Björgvin og Sigrún fluttu aðsetur sitt í Eg- ilsstaði í lok 10. áratugarins er Bragi sonur þeirra tók við búinu en voru áfram mikið við- loðandi búskapinn. Á Egils- stöðum starfaði Sigrún á nokkrum stöðum en lengst í mjólkursamlagi KHB, mötu- neyti Menntaskólans á Egils- stöðum, leikskólanum Tjarn- arlandi og á sambýli aldraðra. Sigrún var um árabil í kven- félaginu Öskju á Jökuldal og síðustu ár starfaði hún sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossi Íslands. Útför Sigrúnar fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag, 2. mars 2019, og hefst hún klukkan 11. Bragi Steinar, f. 11. nóvember 1967, sambýliskona hans er Sonja Valeska Krebs, f. 9. september 1977, börn þeirra Jódís Eva, f. 2007, og Ragnar Jökull, f. 2010. 2) Garðar Smári, f. 29. jan- úar 1970, sambýlis- kona hans er Hrafnhildur Helgadóttir, f. 19. október 1968, sonur þeirra er Björgvin Geir, f. 2002, dætur Garðars og Þórdísar Þorbergs- dóttur eru Berglaug Petra, f. 1995, og Þorbjörg Jóna, f. 1997, börn Hrafnhildar frá fyrra sambandi eru Helgi Már Jónsson, f. 1989, og Alexía Jónsdóttir, f. 1994. 3) Elsa Guðný, f. 25. janúar 1984, eig- inmaður hennar er Kjartan Ró- bertsson, f. 17. júlí 1979, börn þeirra Jóhann Smári, f. 2010, og Sigrún Heiða, f. 2013, dóttir Kjartans úr fyrra sambandi er Linda Elín, f. 1998. Sigrún ólst upp á Eiríks- stöðum og bjó þar lengst af. Það er óraunverulegt að setja á blað minningarorð um móðursystur mína Sigrúnu Mögnu eða Díu eins og hún var ætíð kölluð. Mörg minninga- brot hafa komið upp í hugann nú á síðustu dögum eftir fráfall hennar, enda var Día mikill persónuleiki, hjartahrein, góð- hjörtuð og vinmörg. Día ólst upp á rótgrónu sveitaheimili og kirkjustað þar sem gestrisni og rausn við alla þá sem áttu leið um þótti sjálf- sagður hlutur. Þetta tók Día með sér úr uppeldinu út í lífið sem eðlilegan hlut og hugsun hennar ætíð að hugsa fyrst um aðra. Það var oft mjög gestkvæmt hjá þeim hjónum enda þau bæði gestrisin og rausnarleg. Hún töfraði fram kræsingar úr búri og eldhúsi og fór enginn svangur frá þeirra borðum. Día frænka mín hafði góðan frá- sagnarhæfileika, kunni ótal vís- ur, gat endursagt og kryddað svo mikil skemmtun var af, en án þess að meiða eða særa. Hún hlífði sér aldrei við vinnu eða kvartaði, var víkingur til vinnu hvort sem var innan dyra eða utan. Sterk líkamlega og eitt af þeim minningabrotum sem hafa komið upp í hugann var að sjá hana í baggahir- ðingu, kasta blýþungum hey- böggum í efstu hæð án þess að víla það fyrir sér, berhand- leggjuð með tilheyrandi risp- um, aldrei kvartað, bara bros- að. Í huga mínum gat hún sigr- ast á öllu enda var hún eins og klettur sem þoldi allt og vílaði ekkert fyrir sér. Díu var margt til lista lagt, minnugur sem barn fylgdist ég með hvernig sauma- og prjónavélar léku í höndum hennar eins og undra- tæki. Fyrir rúmum tveimur ár- um kvaddi dyra hjá frænku minni gestur, að þessu sinni ekki velkominn þrátt fyrir alla hennar gestrisni. Það var aðdá- unarvert að sjá frænku mína takast á við þetta mótlæti á op- inskáan og jákvæðan hátt. Með sinn einstaka húmor og lífsvilja sigldi hún í gegnum þennan dimma öldudal. Góður tími kom og heilsan virtist í lagi, frænka sjálfri sér lík, ósérhlífin og vann sín verk að venju. Und- irbúningur síðustu jólahátíðar var eins og henni var einni lag- ið, kökur tilbúnar, komnar á borð fyrir heimamenn og gesti eins og ætíð var hjá henni á að- ventunni. En nú var aftur kvatt dyra hjá frænku minni og ljóst að ekki var allt með felldu. Líkt og áður ætlaði hún að komast í gegnum þessa raun, en nú hafði þessi sterka og mikla kona sem maður hélt að alltaf yrði á með- al okkar, ekki betur í glímunni við óboðna gestinn. Sorg og harmur okkar sem að Díu frænku stóðum er mikill en þó er hugur minn og minna hjá kærri fjölskyldu hennar, Björgvini, Braga, Garðari, Elsu, tengdabörnum og síðast en ekki síst barnabörnum hennar sem sjá á eftir ástríkri og umhyggjusamri ömmu. Guð blessi ykkur og styrki í sorg- inni og jafnframt ylji ykkur með góðu minningunum um ástríka fjölskyldumóður. Elsku Día mín, ég mun alltaf muna okkar síðasta samtal sem við áttum saman á Sjúkrahús- inu á Akureyri, þú sárþjáð en jákvæð og bjartsýn á framhald- ið. Innst inni vildi ég ekki trúa öðru en við ættum eftir að eiga fleiri stundir saman hér í okkar jarðvist þó svo að ég gerði mér grein fyrir að brugðið gæti til beggja vona. Hafðu þakkir fyr- ir öll þín gæði og góðmennsku í minn garð. Guð blessi og heiðri minningu Sigrúnar Mögnu frænku minnar. Meira: mbl.is/minningar Sigvaldi H. Ragnarsson. Elsku Día frænka er dáin. Það er svo erfitt og svo ósköp sárt að horfast í augu við þessa staðreynd. Día, þessi skemmti- lega, sterka, hlýja og duglega kona sem í okkar huga gat allt og gerði allt. Sem gekk í öll sín verk af ósérhlífni og eljusemi, sama hvort það var innan heim- ilis eða utan, útiverk eða innan- dyra. Hún var einhvern veginn svo ósigrandi í öllu því sem hún tókst á við. En sum verkefni eru einfaldlega þess eðlis að ekki er hægt að sigrast á þeim, því miður. Día var frá því við munum eftir okkur kletturinn í fjöl- skyldu sinni sem setti hag og þarfir síns fólks í forgang og var alltaf til staðar. Við nutum svo sannarlega góðs af. Sveitadvöl okkar hjá Díu og Bögga hefur skilið eftir sig margar einstakar minningar og við erum ekki frá því að þeim eðalhjónum hafi tekist að kenna okkur sitthvað gagnlegt sem nýtist okkur enn í dag. Sumt sem við gerðum þar er barn síns tíma eins og að skilja mjólkina, stafla heyböggum og það sem ekki átti að gera (að hlera sveitasímann) en engu að síður minningar sem lifa áfram og ylja hjörtum okkar. Búrið hennar Díu var hlaðið góðgæti og á Eiríksstöðum var ávallt tvíréttað, bæði í hádeg- inu og á kvöldin. Skyrsúpa, grjónagrautur, rabarbaragraut- ur, pönnsur, mjúkar mömmu- kökur og aðrar kræsingar fylltu upp í hólfin eftir aðalrétt- inn sem sjaldnast var af verri sortinni. Kaffiísinn hennar Díu var samt að okkar mati toppurinn á tilverunni og við vorum svo séðar að við tókum stundum með okkur nokkra rjómapela þegar leiðin lá upp á Dal, til þess að tryggja okkur heima- tilbúinn ís. Í raun hefði Día átt að fá einkaleyfi, svo góður var hann. Eftir að þau fluttu á Selásinn og við urðum eldri breyttist eðli heimsóknanna og við og fjölskyldur okkar nutum greiðasemi hennar í einu og öllu. Það breyttist samt ekki að eftir sem áður fórum við alltaf vel mettar heim eftir góðan kaffitíma og skemmtilegt spjall. Día var afar minnug og náði sér oft vel á strik við að rifja upp bernskubrek þeirra systra sem þær hinar „mundu ekkert eftir“. Það var oft erfitt að fylgja Díu í frásögnum, svo margt sem þurfti að segja og gera og helst allt á sama tíma. Það var einmitt það sem gerði Díu svo einstaka eins og reynd- ar svo margt annað í hennar fari. Greiðasemi og góðmennska Díu náði ekki bara til fjölskyld- unnar heldur einnig til vina og ættingja, sveitunga, samstarfs- fólks hennar og skjólstæðinga, ungra sem aldinna, og annarra samferðamanna. Allt svo sjálf- sagt en ekki alltaf eins sjálfsagt að fá að gjalda greiðann. Hún var stöðugt að og við vitum að vinnudagar hennar voru lengri en flestra annarra. Það hvarflaði ekki að okkur þegar við fórum með þeim systrum, mömmu, Birnu og Díu, og Elsu frænku á Gisti- húsið á Egilsstöðum í sumar að þetta skemmtilega hádegi yrði síðasta samvera okkar frænkna allra saman. Nú fer þessi stund í hinn dýrmæta minningabanka ásamt öllum hinum góðu minn- ingunum sem við eigum um okkar kæru frænku. Día var, er og mun alltaf verða okkur afar kær og minn- umst við hennar með virðingu og þökk fyrir allt og allt. Gyða og Linda. Sigrún Magna Jóhannsdóttir  Fleiri minningargreinar um Sigrúnu Magneu Jóhanns- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 10-17 alla virka daga Ástkær sambýlismaður, faðir, afi og tengdafaðir, ÖRN STEINGRÍMSSON bifreiðastjóri, lést á Landspítalanum, deild 11 E, sunnudaginn 27. janúar. Útförin fór fram í kyrrþey 13. febrúar að ósk hins látna. Þökkum sýnda samúð. Vilborg Edda Lárusdóttir Örn Steinar Arnarson Linda Dröfn Jónsdóttir Óskar Freyr Arnarson Jóhanna Mjöll Sigmundsdóttir Bjarki Freyr, Guðný Sól, Arna Sylvía og Alexander Freyr Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR H. GÍSLASONAR, Skúlagötu 20, áður Meistaravöllum 31. Sérstakar þakkir til starfsfólks fimmtu hæðar hjúkrunarheimilisins Skjóls og dagvistunar á Vitatorgi. Bjarney Kristín Viggósdóttir G. Viggó Guðmundsson Gunnar Ingi Guðmundsson Sigríður Kristinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs sonar, bróður, mágs og frænda, STEFÁNS BJARNASONAR, Bleiksárhlíð 29, Eskifirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki og íbúum Hulduhlíðar á Eskifirði fyrir góða umönnun og vináttu í gegnum árin. Bjarni Stefánsson Hafsteinn Bjarnason Ingibjörg M. Guðmundsdóttir Bjarni Már Hafsteinsson Guðmundur Valgeir Hafsteinsson Steinar Ingi Hafsteinsson Bára Ýr Hafsteinsdóttir Hafsteinn Bjarnason Hafþór Máni Bjarnason Alma Rós Bjarnadóttir Okkar ástkæri, EINAR BIRGIR EYMUNDSSON, lést sunnudaginn 17. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir eru til starfsmanna líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir einstaka umönnun. Auður Hafdís Valdimarsd. Nikulás Þór Einarsson Susan Veronica Einarsson Eymundur Sveinn Einarsson Ásgerður María Óskarsdóttir Einar Alexander Eymunds. Martyna Anna Zapart Búi Alexander Eymundss. Birna Dís Eymundsdóttir Emma R. Auður Nikulásd. Isabella V. J. Nikulásdóttir Okkar bestu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar, ANTONS HAUKS GUNNARSSONAR frá Þingeyri. Nanna Magnúsdóttir Halldóra Magnúsdóttir Kolbrún Gunnarsdóttir Daníel Guðmundsson Sigríður Sturludóttir Örn Sturluson Atli Sturluson Hrönn Sturludóttir Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÁSTÞÓRS RAGNARSSONAR iðnhönnuðar og kennara. Elísabet Harpa Steinarsdóttir Gauti Þór Ástþórsson Ágústa M. Þorsteinsdóttir Erna Ástþórsdóttir Þorsteinn Jón Gautason Ástþór Ragnar Gautason Ásta Þórunn Ólafsdóttir Ástkær bróðir okkar og frændi, ODDUR KJARTANSSON, lést 7. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum stuðning og vinsemd. Jón Björgvin Kjartansson Jóhann Ólafur Kjartansson Erla Sólbjörg Kjartansdóttir Kristján Þórarinsson Brynja Kjartansdóttir Kjartan Kristjánsson Berglind Guðmundsdóttir Ágústa Kristjánsdóttir Björn Baldvinsson Þórarinn Kristjánsson Sóley Sverrisdóttir Kristján Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.