Morgunblaðið - 02.03.2019, Side 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARS 2019
HB FASTEIGNIR
Hrafnhildur Bridde
Löggiltur fasteignasali
Yfir 20 ára reynsla við sölu fasteigna
hrafnhildur@hbfasteignir.is
s: 8214400
Ármúli 4-6, 108 Reykjavík – Sími 821 4400 – www.hbfasteignir.is
ÞEKKING - ÞJÓNUSTA - ÞINN HAGUR
Heiðmörk 8, Hveragerði
Til sölu snoturt og vel staðsett
endaraðhús á einni hæð við
Heiðmörk í Hveragerði. Stærð
82,5 m2. Tvö svefnherbergi með
möguleika á því þriðja. Steinsteypt
hús með grónum sérgarði og góðri
aðkomu. Bílskúrsréttur. Nýr útiskúr.
Nýlegt þak. Laust fljótlega !
Verð kr. 35,9 millj.
Verið velkomin !
Opið hús sunnudaginn 3. mars kl. 16:30 - 17:00
Hveramörk 16 , Hveragerði
Einbýlishús á tveimur hæðum, 130 m2.
3-4 svefnherb. Húsið hefur mikið verið
endurnýjað. Stór og gróin lóð. Rólegur
staður. Verð 45.5 millj.
Hallkelshólar - sumarhús
Til sölu lítill og sjarmerandi 24,6 m2
sumarbústaður á 8.400 m2 leigulóð.
Bústaðurinn er í góðu ástandi.
Verð 9,9 millj.
Ilmur Stefánsdóttir, myndlistarkona og leikmyndahöfundur, á 50ára afmæli í dag. Hún gerði m.a. leikmyndina við Ríkharð III semverið er að sýna í Borgarleikhúsinu, og hefur hún oftar en einu
sinni unnið til Grímuverðlauna fyrir leikmyndir sínar.
„Þessa stundina er ég að gera leikmyndina fyrir Matthildi sem er stór
söngleikur með mjög stórri leikmynd sem hverfist um allt rýmið eins og
hvirfilbylur, en Matthildur getur beitt hugarorku til að berjast við
óréttlæti. Þetta er yndisleg saga um litla stúlku sem rís upp og berst
gegn ranglæti.“ Söngleikurinn verður frumsýndur 15. mars í Borgar-
leikhúsinu.
Ilmur stundar sína myndlist meðfram leikmyndagerðinni, en síðasta
einkasýning hennar var í Hafnarhúsinu árið 2017 og hét Panik. „Núna
er ég að taka þátt í sýningu Unnar Elísabetar sem er í Tjarnarbíói, en
hún fékk 14 listamenn til að koma með hugmyndir að verkum sem hún
síðan túlkar á leiksviði. Höfundarnir eru til dæmis Ólafur Darri leikari,
Daníel Ágúst og Urður úr GusGus og þarna eru sýnd vídeóverk, gjörn-
ingar og sýning á sviði sem Unnur Elísabet sýnir, mjög skemmtileg
sýning sem ég myndi kalla listahátíð.
Í tilefni afmælisdagsins ætla ég að vera í miklu dekri og hitta fólkið
sem ég elska. Það byrjar með morgunmat í rúmið og síðan vina- og fjöl-
skylduhittingi. Ég notaði líka fimmtugsafmælið sem ástæðu þegar við
maðurinn minn og börnin fórum í skíðaferð til Austurríkis fyrir tveim-
ur vikum,“ en eiginmaður Ilmar er Valur Freyr Einarsson leikari. Börn
þeirra eru Salka 23 ára rappari, Ísak 22 ára nemi í hagnýtri stærðfræði
við HÍ, Grettir sem varð 17 ára fyrir tveimur dögum, og Gríma 14 ára.
Ljósmynd/Jón Páll Eyjólfsson
Kona apótekarans Myndlistarsýning Ilmar í Hafnarborg 2013.
Gerði leikmyndina
við Ríkharð þriðja
Ilmur Stefánsdóttir er fimmtug í dag
S
igurður Gizurarson fædd-
ist 2. mars 1939 í Reykja-
vík og ólst þar upp. „Á
sumrin var ég í sveit hjá
Ólafi föðurbróður mínum
á Árgilsstöðum í Hvolhreppi, Rang-
árvallasýslu, meira og minna alveg
fram til tvítugs.“
Sigurður gekk í Menntaskólann í
Reykjavík og lauk þaðan stúdents-
prófi með ágætiseinkunn. Hann
fékk þá verðlaun frá Stærðfræði-
félagi Íslands fyrir afburðakunnáttu
í stærðfræði. Hann sneri sér þó að
háskólanámi af allt öðru tagi, þ.e.
lögfræði, og var við nám í alþjóða-
rétti í Heidelberg 1959-60 og í
Grenoble 1960-61. Hann kom síðan
heim og hóf nám í lögfræði við Há-
skóla Íslands, lauk þaðan embættis-
prófi í janúar 1967 og öðlaðist síðan
héraðsdómslögmannsréttindi 20.10.
1967. Sigurður hélt þá utan og var
þá aftur við nám í alþjóðarétti og al-
þjóðlegum samskiptum veturinn
1967-68. „Þótt ég hafi haft sérstakan
áhuga á alþjóðarétti og alþjóða-
málum hafa atvik ekki orðið þau að
ég hafi starfað í utanríkisþjónust-
unni nema um nokkurra mánaða
skeið í sendiráðinu í París sumar og
haust 1968.“ Helsta viðfangsefni
Sigurðar varð hins vegar lögmanns-
störf og varð hann hæstaréttar-
lögmaður 14.3. 1972.
„Á árunum 1970-73 var ég lög-
maður bænda við Laxá og Mývatn
og flutti mál þeirra gegn Laxár-
virkjun, sem segja má að hafi verið
fyrsta umhverfisréttarmál hér á
landi. Dómur Hæstaréttar í því máli
gekk 15.12. 1970 og var mikill sigur í
því máli. Um Laxárdeiluna skrifaði
ég bók, sem kom út 1992.“
Síðan tóku við bæjarfógeta- og
sýslumannsstörf fyrst á Húsavík
1974-85 og síðan á Akranesi 1985-
98. Frá sumri 1998 hefur Sigurður
rekið lögmannsstofu á Seltjarn-
Sigurður Gizurarson hæstaréttarlögmaður – 80 ára
Fjölskyldan Efri röð: Dagmar, Magnús og Júlía, neðri röð: Ólafur, Guðrún, Gizur, Sigurður og Ingibjörg.
Verðlaunaður fyrir stærð-
fræði en fór í lögfræði
Hilmir ÞH 114 Sigurður átti þennan
bát og gerði út á grásleppu meðan
hann var sýslumaður á Húsavík.
Hamborg Jóna Sophie Schlieck
Jónsdóttir fæddist 6. febrúar 2018
kl. 17.27. Hún vó 3.325 g og var 51
cm löng. Foreldrar hennar eru
Jasmin Schlieck og Jón Bragi
Guðjónsson.
Nýr borgari
Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.