Morgunblaðið - 02.03.2019, Qupperneq 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARS 2019
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Þorri Hringsson myndlistarmaður
opnar sýningu á fimmtán nýjum ol-
íumálverkum kl. 14 í dag í Gallerí
Fold. Olían er varla þornuð á mörg-
um þeirra, eða nánar tiltekið þeim
sem hann málaði í janúar og febrúar.
Tæplega helminginn málaði hann í
fyrrasumar og -haust á vinnustofu
sinni norður í Haga í Aðaldal, þar
sem hann dvelur ævinlega á sumrin
og myndefnið er við hvert fótmál.
„Ég reyni eins og ég mögulega
get að fara ekki lengra frá bænum í
leit að myndefni en sem nemur ein-
um kílómetra í radíus. Í mínum aug-
um er margbrotið landslagið og
náttúran á þessum slóðum fegurst í
heimi. Ég tengi mjög sterkt við
svæðið, lít eiginlega á það sem mitt
ættaróðal, enda hefur fjölskylda mín
átt jörðina í meira en eina öld og
stundað þar búskap eins og hún ger-
ir enn. Faðir minn heitinn, Hringur
Jóhannesson listmálari, byggði sér
vinnustofu við húsið, sem ég nýt
góðs af, og bóndinn á bænum er föð-
urbróðir minn.“
Myndirnar á sýningunni í Gallerí
Fold eru sannkallaðar sumar-
myndir. Þótt Þorri hafið málað hluta
þeirra á vinnustofu sinni í Reykjavík
um hávetur vann hann alla forvinn-
una þegar náttúran fyrir norðan var
í sínu fínasta sumarpússi. „Sumarið
er minn tími. Raunar hef ég afar
sjaldan dvalið þar nyrðra að vetrar-
lagi. Af þeim nokkur hundruð mynd-
um sem ég er búinn að mála um dag-
ana hef ég aðeins málað tíu af
náttúrunni í vetrarbúningi. En ég á
það bara eftir, sumarið hefur hingað
til nægt mér sem forðabúr,“ segir
Þorri og heldur áfram:
Með opin augun
„Að nokkru leyti takmarka ég
myndefnið við jörðina Haga og
næsta nágrenni til að sýna fram á að
það er fyrir fótum manns ef maður
hefur augun opin. Það þarf ekki að
fara langt til að finna fegurðina í
hinu hversdagslega og smáa.“
Þorri hefur haldið margar einka-
sýningar, þá síðustu í Gallerí Fold
fyrir tæpum tveimur árum, og tekið
þátt í fjölda samsýninga. Hann er
virkur í heimi myndasagnagerðar á
Íslandi og kennir myndlist. Eftir út-
skrift frá Jan van Eyck-akademí-
unni í Hollandi árið 1991 málaði
hann um nokkurra ára skeið raun-
sæislegar myndir af ýmsu öðru en
náttúrunni; fólki, mat og bara alls
konar hlutum innanhúss eins og
hann segir. Hagi í Aðaldal kom svo
inn í myndina árið 1998 þegar hann
hélt sína fyrstu sýningu á náttúru-
málverkum. Og hefur síðan verið í
öllum hans myndum.
„Ég reyni stöðugt að fanga tak-
markalaus litbrigði og síkvika birtu
heimsins með því að mála náttúrua í
Aðaldal þar sem jörðin er rýr af
flestum gæðum nema sjálfri fegurð-
inni. Myndefnið er óþrjótandi;þótt
ég ynni allan sólarhringinn entist
mér ekki ævin til að mála allt það
fagra í náttúrunni sem er þar nánast
innan seilingar,“ segir Þorri og bæt-
ir við að þar sem gagnsær vatnsflöt-
urinn snúi heiminum á hvolf og nótt-
in sé björt sé óhjákvæmilegt að
fegurðin sjálf verði eini fasti punkt-
urinn í veröldinni.
Síbreytileiki náttúrunnar
Og sú fegurð er síbreytileg að
sögn Þorra vegna þess að náttúran
er þeim kostum gædd að hún er allt-
af ný þótt hún í fljótu bragði virki
alltaf eins. „Þessar hægu breytingar
á gróðurfari á mismunandi árstíðum,
jafnvel dögum eða frá einum klukku-
tíma til annars, valda því að þótt ég
máli sömu staðina margoft verða
myndirnar aldrei eins. Einnig nægir
að færa sig um eitt eða tvö skref og
þá er maður kominn með allt aðra
mynd.“
Þorri kveðst hafa séð töluverðar
breytingar á gróðri þann tíma sem
hann hefur málað landslagið og nátt-
úrina í grennd við óðal feðranna.
„Þótt ekki sé einu sinni verið að
stunda skipulega skógrækt eru trén
sjálfsprottin og eru á áratug orðin
um tveir metrar á hæð. Kannski á
ásýnd jarðarinnar eftir að breytast
enn meira, hér verði fleiri tré og
fuglar. Miðað við ríkjandi landbún-
aðarkerfi er líklegt að skepnuhald
leggist af og því verði ekki lengur
gengið á skóginn,“ getur hann sér til
um. Og gangi spáin eftir málar hann
kannski mestmegnis fugla flögra í
skógi í fjarlægri framtíð. Á sýning-
unni í Gallerí Fold speglar hann hins
vegar Aðaldalinn í litbrigðum eins
og þau birtust honum í sumar sem
leið.
Morgunblaðið/Einar Falur
Listamaðurinn Þorri Hringsson segir Haga í Aðaldal hafa komið inn í myndina fyrir meira en tuttugu árum.
Sumarið er tími Þorra
Þorri Hringsson myndlistarmaður sér fegurðina í hinu
smáa og hversdagslega Opnar sýningu í Gallerí Fold
Bjarni Hinriks-
son myndlistar-
maður og
myndasöguhöf-
undur opnar sýn-
ingu og býður til
útgáfuhófs í Gall-
eríi Göngum í
safnaðarheimili
Háteigskirkju í
dag, laugardag,
kl. 16. Þar verð-
ur fyrsta hefti myndasögutímarits-
ins Myrkvi formlega gefið út og
sýnd grafíkverk unnin út frá sög-
unni. Myrkvi er yfirheiti mynda-
sagna þar sem ýmsar persónur
„draga okkur smám saman inn í
heim furðusögu með rætur í okkar
eigin.“ Bjarni Hinriksson er
myndasöguhöfundur og kennari
við Myndlistaskólann í Reykjavík.
Sýning og útgáfa
Verk eftir Bjarna
Hinriksson.
Myndlistarkonan Katrín I.J. Hjör-
dísardóttir stofnar trúfélag í menn-
ingarrýminu Midpunkt í Hamra-
borg á morgun, sunnudag, klukkan
16. Á sýningunni óskar Katrín eftir
því að fólk trúi á listina. Listin sé,
samkvæmt tilkynningu um fram-
kvæmdina, „hið eina sanna frels-
andi afl sem hefur máttinn til að
umbreyta okkur og þar með heim-
inum, og allir aðrir guðir og aðrar
stefnur veiti falska von. Þeir sem
mæti á sýningaropnunina þetta
sunnudagssíðdegi muni sannfær-
ast.“ Í verkum sínum hefur Katrín
lengi blandað saman trúmálum,
stjórnmálum, heimspeki og list-
fræði, í málverkum, ljósmyndum,
vídeóverkum og gjörningum. Hluti
af þessari sýningu er stofnun trú-
félags sem öllum býðst að ganga í,
taka þátt og móta. „Með því að
ganga í trúfélagið samþykkja ein-
staklingar að láta sóknargjöld sín
renna til listsköpunar Katrínar
Ingu,“ segir í tilkynningunni.
Biður fólk um að trúa á listina
Trúarþema Eitt verka Katrínar I.J. Hjör-
dísardóttur á sýningunni í Midpunkt.
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Sun 3/3 kl. 13:00 44.sýn Sun 31/3 kl. 13:00 Auka Sun 5/5 kl. 13:00 56.sýn
Sun 3/3 kl. 16:00 45.sýn Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn Sun 5/5 kl. 16:00 57.sýn
Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn Sun 7/4 kl. 13:00 50.sýn Sun 12/5 kl. 13:00 58.sýn
Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn Sun 7/4 kl. 16:00 51.sýn Sun 12/5 kl. 16:00 59.sýn
Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas. Sun 14/4 kl. 13:00 52.sýn Sun 19/5 kl. 13:00 Auka
Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn Sun 14/4 kl. 16:00 53.sýn Sun 19/5 kl. 16:00 Auka
Sun 24/3 kl. 13:00 Auka Sun 28/4 kl. 13:00 54.sýn
Sun 24/3 kl. 16:00 Auka Sun 28/4 kl. 16:00 55.sýn
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Einræðisherrann (Stóra Sviðið)
Lau 2/3 kl. 19:30 15.sýn Lau 9/3 kl. 19:30 17.sýn Fös 29/3 kl. 19:30 19.sýn
Fös 8/3 kl. 19:30 16.sýn Lau 23/3 kl. 19:39 18.sýn Fös 5/4 kl. 19:30 20.sýn
Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin!
Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið)
Fim 7/3 kl. 19:30 2.sýn Fös 22/3 kl. 19:30 5.sýn Fös 12/4 kl. 19:30 8.sýn
Fös 15/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 6.sýn
Lau 16/3 kl. 19:30 4.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 7.sýn
Fyndinn og erótískur gamanleikur
Þitt eigið leikrit (Kúlan)
Lau 2/3 kl. 15:00 12.sýn Sun 17/3 kl. 15:00 15.sýn Lau 30/3 kl. 15:00 21.sýn
Lau 2/3 kl. 17:00 Auka Sun 17/3 kl. 17:00 16.sýn Sun 31/3 kl. 15:00 22.sýn
Fim 7/3 kl. 18:00 Auka Lau 23/3 kl. 15:00 17.sýn Sun 31/3 kl. 17:00 23.sýn
Fös 8/3 kl. 18:00 13.sýn Lau 23/3 kl. 17:00 18.sýn Lau 6/4 kl. 15:00 24.sýn
Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn Sun 24/3 kl. 15:00 19.sýn Sun 7/4 kl. 15:00 25.sýn
Lau 9/3 kl. 17:00 Auka Sun 24/3 kl. 17:00 20.sýn
Það er þitt að ákveða hvað gerist næst!
Súper - þar sem kjöt snýst um fólk (Kassinn)
Lau 16/3 kl. 19:30 Frums. Fim 28/3 kl. 19:30 6.sýn Mið 10/4 kl. 19:30 Aukas.
Mið 20/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 7.sýn Fim 11/4 kl. 19:30 9.sýn
Fim 21/3 kl. 19:30 3.sýn Mið 3/4 kl. 19:30 Aukas. Fös 12/4 kl. 19:30 10.sýn
Fös 22/3 kl. 19:30 4.sýn Fim 4/4 kl. 19:30 8.sýn
Mið 27/3 kl. 19:30 5.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 Aukas.
Nýtt og bráðfyndið leikrit, fullt af "gnarrískum" húmor
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 6/3 kl. 20:00 Mið 20/3 kl. 20:00 Mið 3/4 kl. 20:00
Mið 13/3 kl. 20:00 Mið 27/3 kl. 20:00 Mið 10/4 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Lau 2/3 kl. 19:30 Fös 8/3 kl. 19:30 Lau 9/3 kl. 22:00
Lau 2/3 kl. 22:00 Fös 8/3 kl. 22:00
Fim 7/3 kl. 19:30 Lau 9/3 kl. 19:30
Dimmalimm (Brúðuloftið)
Lau 16/3 kl. 14:00 Lau 23/3 kl. 14:00 Lau 30/3 kl. 14:00
Ástsælasta ævintýri þjóðarinnar
Bara Góðar - Uppistandssýning (Þjóðleikhúskjallarinn)
Sun 3/3 kl. 20:00 Sun 17/3 kl. 20:00
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Matthildur (Stóra sviðið)
Þri 12/3 kl. 19:00 Fors. Sun 24/3 kl. 19:00 8. s Sun 14/4 kl. 19:00 20. s
Mið 13/3 kl. 19:00 Fors. Mið 27/3 kl. 19:00 9. s Þri 16/4 kl. 19:00 21. s
Fim 14/3 kl. 19:00 Fors. Fim 28/3 kl. 19:00 10. s Mið 24/4 kl. 19:00 22. s
Fös 15/3 kl. 19:00 Frums. Sun 31/3 kl. 19:00 12. s Fim 25/4 kl. 19:00 23. s
Lau 16/3 kl. 19:00 2. s Mið 3/4 kl. 19:00 13. s Fös 26/4 kl. 19:00 24. s
Sun 17/3 kl. 19:00 3. s Fös 5/4 kl. 19:00 15. s Sun 28/4 kl. 19:00 25. s
Mið 20/3 kl. 19:00 4. s Sun 7/4 kl. 19:00 16. s Þri 30/4 kl. 19:00 26. s
Fim 21/3 kl. 19:00 5. s Mið 10/4 kl. 19:00 17. s Fim 2/5 kl. 19:00 27. s
Fös 22/3 kl. 19:00 6. s Fös 12/4 kl. 19:00 18. s Mið 8/5 kl. 19:00 29. s
Lau 23/3 kl. 19:00 7. s Lau 13/4 kl. 13:00 19. s Fim 9/5 kl. 19:00 30. s
Frumsýning 15. mars.
Elly (Stóra sviðið)
Lau 2/3 kl. 20:00 206. s Lau 13/4 kl. 20:00 211. s Fös 24/5 kl. 20:00 216. s
Fös 8/3 kl. 20:00 207. s Lau 27/4 kl. 20:00 212. s Fös 31/5 kl. 20:00 217. s
Lau 9/3 kl. 20:00 208. s Sun 5/5 kl. 20:00 213. s Lau 8/6 kl. 20:00 218. s
Lau 30/3 kl. 20:00 209. s Sun 12/5 kl. 20:00 214. s Lau 15/6 kl. 20:00 Lokas.
Lau 6/4 kl. 20:00 210. s Fös 17/5 kl. 20:00 215. s
Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar!
Ríkharður III (Stóra sviðið)
Sun 3/3 kl. 20:00 14. s Fim 4/4 kl. 20:00 16. s
Fös 29/3 kl. 20:00 15. s Fim 11/4 kl. 20:00 Lokas.
Síðustu sýningar komnar í sölu.
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Lau 2/3 kl. 20:00 44. s Lau 9/3 kl. 20:00 48. s Fös 15/3 kl. 20:00 52. s
Mið 6/3 kl. 20:00 45. s Sun 10/3 kl. 20:00 49. s Lau 16/3 kl. 20:00 53. s
Fim 7/3 kl. 20:00 46. s Mið 13/3 kl. 20:00 50. s Sun 17/3 kl. 20:00 Lokas.
Fös 8/3 kl. 20:00 47. s Fim 14/3 kl. 20:00 51. s
Síðustu sýningar komnar í sölu.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Lau 2/3 kl. 20:00 40. s Lau 9/3 kl. 20:00 42. s
Fös 8/3 kl. 20:00 41. s Fös 15/3 kl. 20:00 43. s
Drepfyndin sagnfræði með söngvum.
Kæra Jelena (Litla sviðið)
Fös 12/4 kl. 20:00 Frums. Fim 25/4 kl. 20:00 6. s Fös 3/5 kl. 20:00 10. s
Sun 14/4 kl. 20:00 3. s Fös 26/4 kl. 20:00 7. s Sun 5/5 kl. 20:00 11. s
Þri 16/4 kl. 20:00 4. s Sun 28/4 kl. 20:00 8. s Mið 8/5 kl. 20:00 12. s
Mið 24/4 kl. 20:00 5. s Fim 2/5 kl. 20:00 9. s
Kvöld sem breytir lífi þínu.
Club Romantica (Nýja sviðið)
Sun 3/3 kl. 20:00 2. s Fim 7/3 kl. 20:00 3. s
Hvað varð um konuna?
Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið)
Lau 13/4 kl. 20:00 aukas.
Aukasýning komin í sölu.
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Lau 4/5 kl. 20:00 aukas. Fim 9/5 kl. 20:00 aukas. Lau 11/5 kl. 20:00 aukas.
Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar!