Morgunblaðið - 12.03.2019, Side 1

Morgunblaðið - 12.03.2019, Side 1
Vegfarendur í Reykjavík þurftu að gæta að því að húfurnar fykju ekki af höfðum þeirra í rok- inu í gær. Þar var þó ekki jafn hvasst og víða annars staðar vegna djúprar lægðar sem nálg- aðist landið. Hvassast var undir Eyjafjöllum og í Mýrdal í gærkvöld. Vindhviður slógu í 58 m/s á Steinum, í 57 m/s í Hvammi undir Eyjafjöllum og í 49 m/s norðan Reynisfjalls í Mýrdal. Mjög hvasst var í Öræfasveit og við Sandfell mældist hviða upp á 45 m/s um kl. 22.00. Veginum milli Hvolsvallar og Víkur var lokað vegna óveðursins og einnig þjóðveginum í Öræfum. »2 Morgunblaðið/Eggert Passa þurfti að hávaðarokið tæki ekki húfurnar Þ R I Ð J U D A G U R 1 2. M A R S 2 0 1 9 Stofnað 1913  60. tölublað  107. árgangur  ÍSLENSKA ÓPERAN Á BULL- ANDI UPPLEIÐ HRYLLINGUR ÓMISSANDI GÓÐAR ERLENDAR BÆKUR FYRIR BÖRN OG UNGLINGA ÆVINTÝRI HANS OG GRÉTU 12 FORLAGIÐ KVER 30La traviata bbbbn 33 Icelandair tók snarpa dýfu í Kaup- höll Íslands í gær. Er lækkunin m.a. rakin til þeirrar staðreyndar að fé- lagið hefur í rekstri 3 Boeing 737 MAX 8-vélar en tvær vélar af þeirri tegund hafa farist með fimm mánaða millibili. Með vélunum fórust 346 manns. Forstjóri Icelandair segist bera fullt traust til vélanna en á þessu ári munu fleiri slíkar bætast í flota félagsins. Lækkuðu bréf félagsins um tæp 10% í viðskiptum gærdagsins. Einnig gustaði um framleiðanda vélanna, Boeing, sem sveiflaðist mjög í Kaup- höllinni í New York í gær. Þegar upp var staðið höfðu um 1.500 milljarðar króna þurrkast út af markaðsvirði fé- lagsins. Í gærkvöld tilkynntu flug- málayfirvöld í Bandaríkjunum að þau myndu skipa Boeing að gera breyt- ingar á 737 MAX 8-vélunum. Þess er krafist að uppfærslu á vélunum verði lokið ekki síðar en í næsta mánuði. Eftir lokun markaða í gær var svo tilkynnt um að Icelandair Group hefði náð samkomulagi við innlenda lánastofnun um 80 milljóna dollara lán, jafnvirði tæplega 10 milljarða króna. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að lánastofnunin sé Lands- bankinn. Er ætlunin að nýta andvirði lánsins til að greiða inn á stóran skuldabréfaflokk sem félagið gaf út á árunum 2016 og 2017. Er lánið veitt með veði í 10 Boeing 757-vélum í eigu félagsins. ses@mbl.is »16 Sviptingar hjá Icelandair Group  Landsbankinn lánar 10 milljarða Morgunblaðið/Eggert Vélar Landsbankinn tekur tíu 757- þotur að veði fyrir lánveitingunni. Skólaráð Fossvogsskóla hittist kl. 18.00 í gær ásamt fulltrúum frá skóla- og frístundasviði, umhverfis- og skipulagssviði og Frístundamið- stöð Kringlumýrar. Í tilkynningu frá Aðalbjörgu Ingadóttur, skólastjóra Fossvogsskóla, til foreldra nemenda kom fram að þau hafi augastað á húsnæði þar sem hægt verður að hýsa alla árganga skólans frá 1.-7. bekk út þetta skólaár. Verið er að undirbúa samningagerð vegna þess. Aðalbjörg kvaðst vona að hægt verði að upplýsa nánar um niðurstöðu í dag. Stefnt er að því að halda for- eldrafund í skólanum á morgun. „Dóttir mín er með mikil líkamleg einkenni – þrálátar stíflur við ennis- og kinnholur, sár í munnvikum og mikið exem og sár í hársverði. Hún er alltaf með stíflað nef sem háir henni mjög í íþróttum,“ segir móðir 11 ára stúlku í Fossvogsskóla. Ástæðu þessara veikinda segir móð- irin vera slæmt ástand skólans. Móðirin fór margsinnis með dótt- ur sína til læknis og sagði að hún hafi átt við heilsufarsvanda að stríða í rúm þrjú ár. Læknar voru farnir að spyrja hvort mygla væri á heimilinu. Hafa augastað á hús- næði fyrir kennslu  Móðir rekur veikindi dóttur sinnar til ástands skólans MFór margsinnis til læknis »6 Morgunblaðið/Hari Fossvogsskóli Kennslu verður hætt í skólahúsinu á morgun vegna myglu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.