Morgunblaðið - 12.03.2019, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 12.03.2019, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2019 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Von er á 1.000 skömmtum af bólu- efni gegn mislingum í dag til við- bótar við þá 3.000 skammta sem notaðir voru um helgina. Um miðja viku gætu bóluefnin komist í dreif- ingu. „Auk þess vinnum við að því að útvega meira bóluefni frá Evr- ópu en það er ekki auðvelt því það er mikil eftirspurn eftir þessu bólu- efni og ekki margir aflögufærir,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarn- arlæknir. Engin ný mislingatilfelli greind- ust um helgina. Samtals hafa um 50 sýni verið send í greiningu og eru fimm tilfelli staðfest. Fylgst er náið með þeim tugum manns sem eru heima hjá sér í sóttkví vegna gruns um mislingasmit á höfuðborg- arsvæðinu og á Austurlandi. Fólk á að hafa samband við lækni ef það telur sig vera með mislinga og þá eru tekin sýni. Ekki er hægt að taka sýni fyrr en fólk veikist og fær einkenni sem passa við misl- inga. Áfram verður unnið að því að bólusetja óbólusett börn frá 6 til 18 mánaða aldri sem og þá sem hafa aldrei verið bólusettir við misl- ingum. Börn á þessum aldri þurfa að fá tvær bólusetningar til við- bótar, við 18 mánaða aldur og 12 ára. thorunn@mbl.is Von er á meira mislingabóluefni í dag Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Við fögnum því að það hefur verið lítið um verkefni vegna óveðursins í kvöld,“ sagði Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélags- ins Landsbjargar, á ellefta tímanum í gærkvöld. Hann benti þó á að ekki væri öll nótt úti enn og spáð miklu hvassviðri í nótt og fram eftir degi. „Fólk virðist taka mark á viðvörun- um Veðurstofu og viðbragðsaðila. Við hvetjum fólk til að halda því áfram og fara ekki í ferðalög þegar varað er við vondu veðri.“ Björgunarsveitir mönnuðu lokun- arpósta vegna lokunar hringvegar- ins milli Hvolsvallar og Víkur og svo austar milli Lómagnúps og Jökuls- árlóns. Þjóðveginum á milli Hvols- vallar og Víkur var lokað síðdegis og átti ekki að opna hann aftur fyrr en í dag. Þá var veginum um Skeiðarár- sand og Öræfasveit lokað klukkan 20.00 og verður hann opnaður í dag. Einnig gegndu björgunarsveitir nokkrum óveðursútköllum. Björgunarfélag Vestmannaeyja sinnti þremur útköllum síðdegis í gær en í Eyjum var mjög hvöss aust- anátt. Eitt var vegna húss ofarlega í bænum. Þakið fauk af því fyrir nokkru og var gert við það til bráða- birgða. Björgunarfélagsmenn forð- uðu því að dúkur sem lokaði þakinu fyki af. Enginn býr í húsinu. Þá voru tvö útköll vegna skjólveggja sem voru að fjúka við hús niðri í bæ. Eng- in slys urðu á fólki, að sögn Arnars Inga Ingimarssonar, varaformanns Björgunarfélagsins. Klæðning var að losna af íþrótta- húsinu í Vík í Mýrdal síðdegis í gær og var talin hætta á að hún fyki af húsinu. Björgunarsveitin Víkverji var kölluð út og festi klæðninguna tryggilega. Þá komu tvö útköll á Kjalarnesi. Undir kvöldmat var þak að losna af íbúðarhúsi og hjálpaði Björgunar- sveitin Kjölur við að festa það. Um klukkan 21.00 var beðið um aðstoð vegna byggingarefnis sem hætta var talin á að fyki. Veðurstofan birti appelsínugula viðvörun fyrir Suðurland, Suðaust- urland og miðhálendið frá því klukk- an 15.00 í gær og til hádegis í dag. Spá um sterkan vind og mjög sterk- ar vindhviður undir Eyjafjöllum og í Öræfasveit gekk eftir. Gul viðvörun er í gildi fyrir Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og Austfirði. Vegum lokað og foktjón  Kröpp óveðurslægð olli miklu hvassviðri víða í gær  Nokkurt foktjón varð en ekki stórvægilegt  Björgunarsveitir mönnuðu lokunarstöðvar á hringveginum Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Vestmannaeyjar Björgunarfélag Vestmannaeyja sinnti þremur óveðursútköllum í miklu hvassviðri síðdegis í gær. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Mýrdalur Hringveginum var lokað vegna veðurs á tveimur köflum í gær. óskuðu aðrir þátttakendur eftir öruggari fundarstað. Við því var orð- ið. Ekki búin að meðtaka „Ítalía varð niðurstaðan og fund- urinn og samtölin þar voru í alla staði lærdómsrík. Ég kvaddi þau Kenía- fólkið síðdegis á föstudag við fund- arlok þegar fólk hélt til síns heima. Þangað áttu þessir góðu vinir mínir ekki afturkvæmt og ég er satt að segja varla búin að meðtaka þetta,“ segir Margrét Þóra kveða með rannsóknum og fleiru í sínu fagi. Okkur Íslendingunum þótti þeirra hugmyndir um kennslufræði samræmast best okkar sjón- armiðum. Við vorum að tala um á leiðinni heim hvað væri spennandi að auka samskipti milli HA og Ke- nyatta-háskólans í Nairóbí og heim- sókn okkar Íslendinganna til Afríku á næsta ári var nefnd,“ segir Mar- grét. Upphaflega stóð til að há- skólafólkið kæmi saman í Nairóbí í Kenía, en eftir hryðjuverkaárás sem þar var gerð fyrir nokkrum vikum Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Mér var brugðið að fá fréttirnar með tölvupósti í morgun. Bilið milli lífs og dauða er stutt og heimurinn lítill,“ segir Margrét Þóra Einarsdóttir, verkefnisstjóri við kennslumiðstöð Háskólans á Akureyri. Tvö af þeim 157 sem fórust með Boeing 737 MAX 8-þotu Ethiopian Airlines á leiðinni frá Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, til Nairóbí í Kenía á sunnudags- morgun, voru með Margréti og þrem- ur öðrum frá Akureyri á samráðs- fundi í Salerno á Ítalíu í síðustu viku. Þetta voru Isaac Mwangi Minae og Agnes Kathumbi, bæði kennarar við Kenyatta-háskóla í Kenía. Í hópi háskólafólks Þau sem fórust voru í hópi um 30 háskólamanna frá átta skólum í þremur álfum sem mættu til Salerno til að útbúa námsefni í kennslufræði á háskólastigi. Farþegarnir sem fórust með þot- unni voru af 35 þjóðernum, flestir frá Kenía eða 32. Átján voru Kan- adamenn, níu frá Eþíópíu og sömu- leiðis níu frá Frakklandi. Þá voru alls 18 starfsmenn Sameinuðu þjóðanna um borð, en áberandi margt fólk sem sinnti hjálpar- og mannúðarstörfum var um borð. Margrét Þóra segist hafa fengið góða viðkynningu af þeim Isaac og Agnesi. „Þau voru bæði doktorar; hæfileikafólk sem hafði látið að sér Var á Ítalíu með tveimur sem fórust í flugslysinu  „Varla búin að meðtaka þetta,“ segir Margrét Þóra Ljósmynd/Basak Gözbay Fundur Margrét Þóra fyrir miðri mynd. Hægra megin við hana er Isaac Mwangi Minae og Agnes Kathumbi er nær. Þau fórust bæði í flugslysinu. Eugen Ghiorghita, sá sem situr við endann á borðinu, er frá Rúmeníu. Gangi gröftur Dýrafjarðarganga áfram jafn vel og undanfarið og komi ekkert óvænt upp á verður líklega slegið í gegn eftir rúman mánuð. Í síðustu viku voru grafnir 90,9 metrar og þá voru eftir 404,2 metrar í gegnumbrot. Auk þess á eftir að grafa eitt útskot. Í vikunni þar á undan lengdust göngin um 91,5 metra og þar með var 90% markinu náð. Göngin verða um 5,6 km löng með vegskálum. Áætluð verklok eru í september 2020. Baldvin Jónbjarnarson, eftirlits- maður með verkinu af hálfu Vega- gerðarinnar, sagði að miðað við ganginn undanfarið geti gegn- umbrotið orðið einhvern tímann á bilinu frá 12. til 20. apríl. „Þetta hefur gengið mjög vel undanfarið. Það er eiginlega allt með okkur. Þurrt og þægilegt að bora,“ sagði Baldvin. Hann sagði að þeir sem vinna að ganga- gerðinni séu mjög samhentir og hafi unnið lengi saman. Einhverjir unnu að gerð Héðinsfjarðarganga og margir unnu saman í Norðfjarð- argöngum. „Það vita allir nákvæmlega hvað á að gera næst. Það er aldrei nein bið, menn eru alltaf tilbúnir,“ sagði Baldvin. Tékkneskir starfsmenn Metrostav sjá um að bora og sprengja og þeir hjá hinu íslenska Suðurverki keyra efnið út og ganga frá því. Unnið er nótt og dag í sex sólarhringa og tekið frí á sunnudög- um. Þá eru líka vaktaskipti en teymin skiptast á um að vinna dag- vaktir og næturvaktir. gudni@mbl.is Slá í gegn um miðjan apríl  Góður gangur í Dýrafjarðargöngum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.