Morgunblaðið - 12.03.2019, Page 8

Morgunblaðið - 12.03.2019, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2019 Digrir sjóðir stéttarfélagsins Efl-ingar, sem fámenn klíka hefur sölsað undir sig, hafa verið óspart notaðir til að halda uppi áróðri og ýta undir ólgu í þjóðfélaginu. Þetta er í samræmi við grundvallarsjón- armið klíkunnar um að bylta „auðvalds- kerfinu“ og taka upp annað þrátt fyr- ir reynsluna af því kerfi sem taka skal við.    Meðal þesskeypta áróð- urs sem klíkan hefur teflt fram er að um- talsvert svigrúm sé til launahækkana hér á landi. Í grein eftir hagfræðing Samtaka atvinnu- lífsins á dögunum var sagt frá því að Stefán Ólafsson, sem starfar fyrir Eflingu, haldi því fram að svigrúmið sé 5,3% hækkun launakostnaðar.    Röksemdin fyrir þessu sé að spáum hækkandi verðbólgu rétt- læti meiri launahækkanir og bendir hagfræðingur SA, Ásdís Kristjáns- dóttir, á að með slíkum rökum sé „svigrúmið“ til launahækkana mest í óðaverðbólgu.    Það er erfitt að halda uppi rök-ræðum þegar slíku er teflt fram til stuðnings óraunsæjum kröf- um. En athyglisvert er það sem Ás- dís bendir á, að meðalhækkun launakostnaðar á framleidda ein- ingu hafi verið um 4,8% frá árinu 2010.    Þetta er gríðarleg hækkun ogþegar þróunin í Noregi, Sví- þjóð og Danmörku hefur verið um 2% að meðaltali sést glöggt hversu fjarstæðukennt það er að halda því fram að svigrúm sé til mikilla launa- hækkana í íslensku atvinnulífi. Ásdís Kristjánsdóttir Spuninn um svigrúmið STAKSTEINAR Stefán Ólafsson Matvörumarkaðurinn Reykjavík Street Food hyggst halda svokall- aðan götubitamarkað á Mið- bakkasvæðinu yfir eina helgi í sum- ar, frá föstudegi til sunnudags. Áform eru um að yfir 30 söluaðilar selji þar gestum og gangandi götu- bita í gámum, matarvögnum og sölutjöldum en auk þess verði settar upp búðir með götufatnaði og sér- verslanir. Þá stendur einnig til að hafa bar, kaffibari, ísbúð og bakarí á staðnum en viðburðurinn á að auki að hýsa keppnina Besti götubiti Ís- lands. Keppnin verður haldin í fyrsta skipti á Íslandi og mun sigur- vegarinn keppa fyrir Íslands hönd í keppninni European Street Food Awards. Fyrirhugað er að halda tónleika og fjölskylduskemmtun samhliða matvörumarkaðnum. Sambærilegur markaður var settur upp í Skeifunni í fyrra en þá hét verkefnið Box – Skeifan og stóð Reykjavík Street Food fyrir honum í samstarfi við Reykjavíkurborg og Torg í biðstöðu. Reykjavík Street Food hefur sent Faxaflóahöfnum erindi um að fá af- not af Miðbakkasvæði Reykjavíkur- hafnar og er það í vinnslu. Jafn- framt var sótt um fjárstyrk vegna verkefnisins en því hafnaði hafnar- stjórnin. Götubitahátíð haldin í sumar  Reykjavík Street Food hyggst setja upp götubitamarkað á Miðbakka Morgunblaðið/Hari Götubiti Í fyrrasumar var settur upp götubitamarkaður í Skeifunni. Fyrsta farþegaskip ársins kemur til landsins á föstudaginn þegar Astor- ia er væntanlegt til Reykjavíkur. Með skipinu er áætlað að komi um 550 farþegar og um 280 manns í áhöfn. Astoria er rúmlega 160 metr- ar á lengd, 21 metra breitt og 16.144 brúttótonn. Undanfarin ár hefur Magellan yfirleitt verið fyrsta farþegaskip ársins en nú er það Astoria og mun skipið fimm sinnum hafa viðkomu í Reykjavík í ár. Bæði skipin eru gerð út af Cruise and Maritime Voyages (CMV). Á heimasíðu Faxaflóahafna kemur fram að aðalástæðan fyrir komu skemmtiferðaskipa svo snemma árs sé aukinn áhugi á norðurljósasiglingu. Alls eru í ár áætlaðar 200 komur farþegaskipa til Faxaflóahafna með 190.269 farþega, þar af eru sjö skipakomur bókaðar til Akraness í sumar. Áætluð fjölgun á skipakom- um frá síðasta ári er rúmlega 24% og fjölgun farþega rúmlega 22%. Ocean Diamond er það skip sem oft- ast kemur til Reykjavíkur í ár eða 16 sinnum, Star Breeze er væntanlegt níu sinnum, Spitsbergen, N.G. Explorer og Astoria fimm sinnum hvert skip. Queen Mary 2. kemur í júlí Þau farþegaskip sem koma oftast eru leiðangursskip og taka í kring- um 250 farþega, segir á heimasíðu Faxaflóahafna. Farþegar koma yfir- leitt fyrr til landsins með flugi og gista á hótelum áður en farið er í siglingu við landið. Þann 19. júlí er Queen Mary 2. væntanleg til Reykjavíkur, en skipið er 345 metrar að lengd og hefur lengra skemmtiferðaskip ekki komið hingað. Til samanburðar má nefna að keppnisvöllur í fótbolta er rúm- lega 100 metrar að lengd. aij@mbl.is Fyrsta farþegaskip- ið kemur í vikulokin  Um 200 skipakom- ur til Faxaflóahafna  190 þús. farþegar Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjöldi Skipin sem koma í sumar eru af öllum stærðum og gerðum. SMÁRALIND www.skornirthinir.is Léttur sportskór úr tauefni frá Nike. Every day comfort innlegg sem gerir skóinn einstaklega mjúkan. Verð 10.995 Nike Tanjun Stær r 36-42 Nike Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.