Morgunblaðið - 12.03.2019, Blaðsíða 10
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Mikil ólga var á vinnumarkaði á árinu 2015 og
um tíma var allt útlit fyrir að yfir 70 þúsund
launamenn á vinnumarkaðinum væru á leiðinni
í verkföll, sem hefðu orðið margfalt víðtækari
en þær verkfallsaðgerðir sem eru í undirbún-
ingi um þessar mundir.
Vorið og fram á sumarið 2015 var sérstaklega
róstusamt á vinnumarkaðinum. Auk verkfalls-
boðana ASÍ-félaga boðuðu 17 BHM-félög viða-
miklar verkfallsaðgerðir sem hófust 7. apríl og
stóðu í tíu vikur og 2.100 hjúkrunarfræðingar
fóru í verkfall 27. maí, sem stóð í tvær vikur eða
þar til ríkið greip inn í með lagasetningu 13. júní
og fól gerðardómi að ákveða kjör þessara stétta.
Bjuggu sig undir „grjóthart verkfall“
Þegar kjaraviðræður mjökuðust í gang á al-
menna vinnumarkaðinum á fyrstu mánuðum
ársins 2015 var Starfsgreinasambandið (SGS) í
fararbroddi en það var með samningsumboð
fyrir 16 aðildarfélög og um 10 þúsund fé-
lagsmenn. SGS vísaði svo kjaradeilunni til rík-
issáttasemjara í byrjun febrúar og 10. mars
sleit SGS viðræðunum þar sem þær væru ár-
angurslausar, skv. yfirliti yfir þessa atburðarás
í ársskýrslu forseta ASÍ fyrir árið 2015.
Viku síðar kynnti SGS viðamikla áætlun um
verkfallsaðgerðir sem áttu að skella á í apríl og
fram í maí. Um var að ræða sólarhringslangar
verkfallshrinur á tilteknum dögum, sem hefjast
áttu með allsherjarverkfalli 10. apríl og síðan
tækju við staðbundnar vinnustöðvanir á
ákveðnum dögum á félagssvæðum aðildarfélag-
anna. Í maí áttu aðgerðirnar svo að stigmagnast
með allsherjarverkföllum á tilteknum dögum
allt til 26. maí þegar ótímabundið allsherj-
arverkfall allra 16 aðildarfélaganna skylli á.
Ekki kom þó til þessara verkfalla þar sem fé-
lagsdómur dæmdi undir lok mars að boðað verk-
fall rafiðnaðarmanna hjá RÚV væri ólögmætt
þar sem óheimilt væri að telja í einu lagi atkvæði
verkfallsboðunar margra stéttarfélaga. Verka-
lýðsfélögin í SGS fóru saman í verkfallskosn-
inguna og ætluðu að telja öll atkvæðin úr einum
potti en þegar niðurstaða félagsdóms lá fyrir var
ljóst að hún væri komin í uppnám vegna óvissu
um lögmæti hennar. Ákvað samninganefnd SGS
þá að afturkalla atkvæðagreiðsluna og búa til
nýtt aðgerðaplan sem var kynnt 9. apríl.
,,Fyrri atkvæðagreiðsla okkar var dæmd
ólögmæt og því er hún endurtekin núna og
greint á milli aðildarfélaga innan SGS og þeirra
samninga sem kosið er um. Aldrei hefur verið
dæmt í svona máli áður en ljóst er að SA ætlar
að beita lagaklækjum frekar en að setjast að
samningaborðinu. Því svörum við með sam-
stöðu, þrautseigju og baráttugleði,“ sagði í til-
kynningu sem SGS sendi frá sér og opinberaði
því næst mun harðari og umfangsmeiri að-
gerðaáætlun en áður hafði verið kynnt.
Rúmlega tíu þúsund félagsmenn áttu að
leggja niður störf í á þriðja þúsund fyrirtækjum
innan Samtaka atvinnulífsins um allt land. Haf-
inn var undirbúningur fyrir ,,grjóthart verkfall“
eins og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verka-
lýðsfélags Akraness orðaði það.
Meginkrafan í kjaradeilunni var að grunn-
laun sem þá lágu í rúmum 200 þúsund kr. hækk-
uðu verulega þannig að lágmarkslaun færu upp
í 300 þúsund kr. innan þriggja ára.
94,6% samþykktu aðgerðirnar í atkvæða-
greiðslu en rúmlega 50% tóku þátt. „Fólk er
bara orðið reitt. Það er ekki hægt að lifa sóma-
samlegu lífi á þessum launum,“ sagði Björn
Snæbjörnsson, formaður SGS, í viðtali við
Morgunblaðið á þessum tíma. „Almenningur er
á okkar bandi um að þetta séu ekki boðleg laun
fyrir fulla vinnu – rúmar tvö hundruð þúsund
krónur á mánuði,“ sagði hann.
Fyrsta verkfallshrinan hófst á hádegi 30. apr-
íl með 12 klukkustunda langri allsherjarvinnu-
stöðvun og síðan tók við röð verkfalla á til-
greindum dögum í einn eða tvo sólarhringa í
senn, allt til 26. maí en þá átti að hefjast ótíma-
bundin allsherjarvinnustöðvun.
Þunginn í deilunni fór vaxandi undir lok apr-
ílmánaðar þegar VR og Landssamband ís-
lenskra verslunarmanna slitu viðræðum hjá
ríkissáttasemjara og hófu undirbúning aðgerða
til að þrýsta á um gerð kjarasamnings. ,,Í kjöl-
farið færði VR 2 milljarða króna úr félagssjóði í
vinnudeilusjóð. Flóabandalagið lýsti sama dag
yfir árangurslausum fundi hjá ríkissáttasemjara
og boðaði aðgerðir,“ segir í yfirliti forseta ASÍ.
Verslunarmenn og Flóabandalagið (Efling,
Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómanna-
félag Keflavíkur) kynntu sam-
stilltar verkfallsaðgerðir 5. maí
en þær beindust að fyrir-
tækjum í ákveðnum atvinnu-
greinum; hópferðafyrirtækjum
28. maí, hótelum og gististöðum
30. maí, flugafgreiðslu 31. maí og
svo koll af kolli allt til 6. júní þeg-
ar hefjast átti ótímabundið alls-
herjarverkfall.
Þann 6. maí var þá þegar hafin
tveggja daga vinnustöðvun verka-
lýðsfélaga í SGS á landsbyggðinni
og í forsíðufrétt Morgunblaðsins
þann sama dag sagði: ,,Komi til
verkfalla VR og Flóabandalagsins,
auk Starfsgreinasambandsins og Fé-
lags íslenskra hjúkrunarfræðinga,
verða um 70 þúsund félagsmenn
komnir í verkföll í byrjun næsta mán-
aðar. Yrðu það víðtækustu verkföll hér
á landi í áratugi.“
Þennan sama dag lýstu svo iðn-
aðarmannafélögin yfir árangurslausum
viðræðum við SA og boðuðu atkvæða-
greiðslu um verkföll, sem síðan var
ákveðið að ættu sér stað frá 10. til 16. júní og
ótímabundið verkfall átti svo að hefjast 24.
ágúst hefðu samningar ekki náðst um sumarið.
Athygli vakti að verslunarmenn í VR sem
ekki höfðu farið í verkfall frá árinu 1988 sam-
þykktu boðun verkfalla með hátt í 60% atkvæða
og Flóabandalagið samþykkti verkfallsboð-
unina með um 94% atkvæða.
Áður en kom til þessara allsherjarvinnu-
stöðvana undir lok maí, sem hefðu lamað at-
vinnugreinar um allt land, komst hreyfing á
samningaviðræður á almenna vinnumark-
aðinum og 15. maí ákvað SGS að fresta boðuðu
verkfalli um nokkra daga. En enn á ný sigldu
viðræður í strand þegar upp úr slitnaði á milli
SA og VR og Flóabandalagsins 19. maí. „SA
hafa verið tilbúin að koma til móts við kröfur
verkslýðsfélaganna um verulega hækkun
lægstu launa og umtalsverða hækkun dag-
vinnulauna fyrir þriggja ára samning, eða sem
nemur um 24% hækkun. Þessu boði höfnuðu
verkslýðsfélögin án þess að leggja fram nokkr-
ar raunhæfar lausnir um nýjan kjarasamning,“
sagði í tilkynningu sem SA sendu frá sér sama
kvöld.
Kröfur voru gerðar á stjórnvöld um aðgerðir
til lausnar kjaradeilunum, einkum um aðgerðir í
húsnæðismálum, aðgerðir til að styrkja stöðu
leigjenda o.fl. og eftir nokkrar tilraunir til að
þoka málum áfram í Karphúsinu náðist sam-
komulag 25. maí um að fresta fyrirhuguðum
verkfallsaðgerðum sem hefjast áttu 28. maí um
fimm sólarhringa. Þá fóru hjólin að snúast við
samningaborðin og 26. maí lágu fyrir megin-
áherslur í drögum að nýjum kjarasamningi til
þriggja ára.
Skrifað undir á elleftu stundu
SGS, Flóafélögin, VR, LÍV og Stéttarfélag
Vesturlands skrifuðu undir nýja kjarasamninga
29. maí og þar með var verkfallsaðgerðum af-
stýrt. Iðnaðarmenn sömdu svo í seinni hluta
júní. ,,Þessir samningar náðu til um 70 þúsund
félagsmanna á almennum markaði og með
samningum iðnaðarmanna sem undirritaðir
voru þann 22. júní bættust um 18 þúsund fé-
lagsmenn á almennum markaði við þá sem sam-
ið höfðu og var á þeim tímapunkti samið fyrir
um 90% almenna markaðarins og samningstím-
inn til ársloka 2018,“ segir í samantekt í árs-
skýrslu ríkissáttasemjara fyrir árið 2015.
Hver var svo afraksturinn þegar upp var
staðið? Í nýju kjarasamningunum var m.a. sam-
ið um 25 þúsund kr. hækkun kauptaxta og 7,2%
grunnhækkun launa við gildistöku samninga
fyrir þá sem voru með 300 þúsund kr. eða lægri
laun. Hækkanir annarra fóru stiglækkandi eftir
því sem ofar dró í launastiganum. Þá var samið
um áfangahækkanir á samningstímanum og að
lágmarkstekjutrygging launafólks ætti að ná
300 þúsund kr. á árinu 2018. Ríkið lofaði m.a.
breytingum á tekjuskatti með fækkun skatt-
þrepa í tvö í tveimur áföngum og að lægra
skattþrepið færi niður í 22,50% og persónu-
afsláttur hækkaði til samræmis við verðlag.
Skattalækkanirnar áttu að kosta 9 til 11 millj-
arða kr. Einnig var lofað aðgerðum í húsnæðis-
málum, stuðningi við leigjendur og stuðningi til
kaupa á fyrstu íbúð, jöfnun örorkubyrði lífeyr-
issjóða og lofað var niðurfellingu tolla á fatnað
og skó svo dæmi séu nefnd.
Hagdeild ASÍ hefur metið kostnað við þessa
kjarasamninga sem sýnir að í SGS-samning-
unum nam uppsöfnuð hækkun á árunum 2015
til 2018 21,24% og kostnaður við samninga iðn-
aðarmanna var 17,59%.
21 verkfall yfir allt árið
,,Árið 2015 var átakaár á íslenskum vinnu-
markaði, eins og reyndar árin tvö þar á undan,“
skrifaði Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemj-
ari í ársskýrslu sinni fyrir þetta ár.
Vinnudeilur á bæði almennum og opinberum
markaði settu sannarlega mark sitt á allt árið.
Alls voru gerðir 229 kjarasamningar hjá rík-
issáttasemjara á árinu 2015. 60 sáttamál komu
til kasta embættisins. Alls voru boðaðar 43
vinnustöðvanir á árinu og komu 29% þeirra til
framkvæmda eða 21 verkfall.
Römbuðu á brún allsherjarverkfalla
Árið 2015 var mikið átakaár á vinnumarkaði Verkalýðsfélög í ASÍ boðuðu verkfallshrinur um
vorið og í sumarbyrjun Stefndi í vinnustöðvanir sem áttu að ná til yfir 70 þúsund launþega
Morgunblaðið/Árni Sæberg
1. maí 2015 Kröfuganga á baráttudegi verkafólks í miðjum kjaradeilum og boðuðum átökum.
Átakaár
Verkfalls-
fréttir á
forsíðum
Morgun-
blaðsins.
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2019
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
VWGOLF GTE DSG
nýskr. 05/2017, ekinn 10 Þ.km, bensín/rafmagn,
sjálfskiptur. Sportsæti, snertiskjár, panorama o.fl.
Verð 4.650.000 kr. Raðnúmer 259068
LR RANGE ROVER EVOQUE SE DYNAMIC
ýskr. 06/2017, ekinn 16 Þ.km, dísel, sjálfskiptur.
Glæsilegur bíll! Verð 6.990.000 kr.
Raðnúmer 259145
ÓSKUM EFTIR BÍLUMÁ SÖLUSKRÁ - LAUS STÆÐI
BMW225XE IPERFORMANCE
nýskr. 02/2017, ekinn 12 Þ.km, bensín/rafmagn,
sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn (X-drive).
Tilboðsverð 3.990.000 kr. Raðnúmer 259005
PORSCHE CAYENNEDIESEL
nýskr. 05/2014, ekinn 82 Þ.km, dísel, sjálfskiptur.
Flott eintak! Verð 7.390.000.
Raðnúmer 258002
M.BENZ GLS 350 D 4MATIC AMG
nýskr. 05/2017, ekinn 25 Þ.km, dísel, sjálfskiptur,
hlaðinn aukabúnaði! Verð 15.555.000 kr.
Raðnúmer 259205
Bílafjármögnun Landsbankans