Morgunblaðið - 12.03.2019, Page 11

Morgunblaðið - 12.03.2019, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2019 Birting viðkvæmra persónuupplýsinga og upplýsinga um félagsleg vandamál í skýrslu á vef Stjórnarráðs Íslands, sem var á ábyrgð velferðarráðuneyt- isins, samrýmdist ekki lögum um per- sónuvernd og vinnslu persónuupplýs- inga, að því er segir í nýrri ákvörðun Persónuverndar. Um var að ræða birt- ingu skýrslu á vef Stjórnarráðsins um úttekt á málsmeðferð og efnislegri at- hugun velferðarráðuneytisins í kjölfar kvartana tiltekinna barnaverndar- nefnda vegna Barnarverndarstofu og forstjóra hennar. Voru persónugrein- anlegar upplýsingar í skýrslunni eins og hún var birt á vef Stjórnarráðsins að því er segir í greinargerð Persónu- verndar sem tók málið til athugunar að eigin frumkvæði. Í niðurstöðu Persónuverndar segir að þótt fallist verði á að birting skýrslna sem feli í sér úttekt á störf- um opinberra stjórnvalda geti verið til hagsmuna fyrir almenning þurfi að gæta að því hvaða persónuupplýsing- ar rétt sé að afmá áður en slíkar skýrslur séu birtar. ,,Þrátt fyrir að upplýsingar um meðferð barnavernd- armála eigi erindi við almenning þá víki það ekki til hliðar rétti einstak- linga, sem upplýsingarnar varða, til verndar samkvæmt persónuverndar- lögum,“ segir þar. Beinir Persónuvernd þeim fyrir- mælum til velferðarráðuneytisins ,,að það hugi að því framvegis að fyllstu varfærni sé gætt við vinnslu persónu- upplýsinga þegar til stendur að birta eða veita almenningi með öðrum hætti aðgang að gögnum og að tryggt verði að í þeim séu ekki upplýsingar sem unnt sé að nota, beint eða óbeint, til þess að auðkenna einstaklinga þeg- ar umfjöllun um þá felur jafnframt í sér viðkvæmar persónuupplýsingar um þá eða upplýsingar um félagsleg vandamál þeirra.“ Birti viðkvæmar upplýsingar  Samrýmdist ekki persónuverndarlögum Morgunblaðið/Eggert Ráðuneyti Skýrslan var birt á vef Stjórnarráðsins en síðar fjarlægð. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Viðlega smábáta í útgerð frá Reykja- vík verður færð yfir í Vesturbugt og verður hafist handa við nauðsynlegar breytingar næsta haust eða vetur, samkvæmt upplýsingum Gísla Gísla- sonar, hafnarstjóra. Á fundi stjórnar Faxaflóahafna á föstudag var hafn- arstjóra falið að ræða við fulltrúa smábátaeigenda um aðgerðir til að efla útgerð smábáta frá Reykjavík og Akranesi. Á síðasta ári var aðeins um 500 tonnum landað úr smábátum í Reykjavík, en nálægt þúsund tonn- um á Akranesi. Nú hafa bátar í útgerð einkum að- stöðu í Suðurbugt, Norðurbugt og á Verbúðarbryggju í Reykjavík og þá einkum við bryggju næst Ægisgarði í Suðurbugt. Fyrirhugað er að færa bryggjuna úr Suðurbugt í Vestur- bugt á milli Slippsins og Sjóm- injasagnsins, en samhliða þarf að ráðast í ýmsar aðrar framkvæmdir. Gísli segir að fyrirhugaðar bygginga- framkvæmdir í Vesturbugtinni eigi ekki að trufla útgerðina ef vel verði að málum staðið. Nýliðun sífellt erfiðari Lítil þátttaka var í þjónustukönn- un Faxaflóahafna varðandi aðstöðu smábátaútgerða,sem kynnt var á föstudag. Alls tók 21 smábátaeigandi í Reykjavík og á Akranesi þátt, en spurningalistinn var sendur á 53 smábátaeigendur. Rúmlega 61% svarenda í Reykjavík var jákvætt gagnvart flutningi aðstöðunnar í Vesturbugt. Í niðurstöðum segir meðal annars: „Útgerð smábáta hefur átt undir högg að sækja síðustu ár þar sem ný- liðun í þessari útgerð verður sífellt erfiðari. Endurnýjun innan stétt- arinnar virðist hæg og því vert að halda utan um þessa útgerð með alúð þar sem um langa atvinnuhefð og menningu er að ræða.“ Gísli hafn- arstjóri hyggst ræða við forsvars- menn smábátaeigenda fljótlega og heyra skoðanir þeirra á því hvað sé til ráða í því skyni að sporna við frek- ari fækkun. Fram kemur í niðurstöðunum að með flutningi í Vesturbugt væri hægt að skapa farsæla lausn fyrir smábátaeigendur til að selja fisk beint úr báti, en 76% svarenda sögð- ust geta hugsað sér slíkt fyrirkomu- lag. Hins vegar sögðust 23,8 % ekki geta hugsað sér að selja beint frá báti. Óánægja með umferðina Flestir svarendur í Reykjavík töldu umferðarmálum og umferð- artengingum á hafnarsvæðinu vera ábótavant. Af þeim smábátaeigend- um í borginni sem svöruðu þjónustu- könnuninni fannst 42,9 % þessir þættir mjög slæmir, 21,4 % fannst þeir slæmir, 21,4 % voru hlutlaus, en 14,3% smábátaeigenda fannst þetta vera í góðu lagi. Af þeim smábátaeigendum sem svöruðu þjónustukönnuninni fannst 95,2 % nauðsynlegt að á staðnum væru bílastæði fyrir smábátaeigend- ur til að geyma bíla meðan þeir væru í róðri. Viðlega smábáta í Reykjavík verður flutt í Vesturbugtina  Á síðasta ári var aðeins um 500 tonnum landað úr smábátum í borginni Morgunblaðið/Ómar Reykjavíkurhöfn Sameina á viðlegu og útgerð smábáta í Vesturbugtinni milli Slippsins og Sjóminjasafnsins. Á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda er fjallað um könnun Faxa- flóahafna. Segir þar að framtakið sé jákvætt og gott væri ef fleiri hafnir færu að fordæmi Faxaflóahafna og gerðu slíka könnun meðal sinna not- enda. „Ljóst er að í allt of mörgum sveitarfélögum þarf að grípa til aðgerða ef viðhalda á smábátaútgerð. Aðstöðuleysi og aðþrenging annarrar starf- semi á við í sumum höfnum og úr því er hægt að bæta sé vilji til,“ segir á heimasíðunni. Þar er því jafnframt fagnað að hafnarstjóra hafi verið falið að ræða við fulltrúa smábátaeigenda um aðgerðir til að efla smábátaút- gerð frá Reykjavík og Akranesi. Víða þarf að grípa til aðgerða GOTT EF FLEIRI FÆRU AÐ FORDÆMI FAXAFLÓAHAFNA Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Regnkápur Kr. 10.900 Str: S-XXL 3 litir: Gult, rautt, grænt Lík fannst á bökkum Ölfusár við Arnarbæli í Ölfusi um hádegisbil á sunnudaginn var. Göngumaður sem var þarna á ferð gekk fram á líkið og tilkynnti lögreglunni á Suður- landi um það um klukkan 13.00. Talið er að líkið sé af Ríkharði Péturssyni, sem var fæddur 3. apríl 1969. Hans hefur verið saknað frá því 23. janúar 2018 að hann fór af heimili sínu á Selfossi, að því er seg- ir í tilkynningu lögreglunnar á Suð- urlandi. Leit að honum bar ekki ár- angur á sínum tíma. Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi, tæknideild lögreglu höfuðborgarsvæðisins og kennsla- nefnd ríkislögreglustjóra rannsaka málið. gudni@mbl.is Lík fannst á bökkum Ölfusár við Arnar- bæli á sunnudag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.