Morgunblaðið - 12.03.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.03.2019, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2019 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Laxabakki er kominn á heljarþröm og ekki má tæpara standa með endurgerð hússins,“ segir Hannes Lárusson myndlistarmaður. Sögu- sviðið er gamall tveggja bursta torf- bær við Sogið í Grímsnesi, örskammt neðan við brúna við Þrastarlund. Bygging þessi var reist árið 1942 af Ósvaldi Knudsen málara og kvik- myndagerðarmanni og var veiðihús hans og sumarbústaður. Ósvaldur, sem þekktur var fyrir kvikmyndir sínar meðal annars af íslenskum eld- gosum, lést árið 1975 og komst húsið þá í eigu afkomenda hans sem nýttu það mikið fram undir aldamót. Hirðuleysið stingur í augu Í skuldaskilum árið 2004 komst Laxabakki í eigu Lögheimtunnar í Reykjavík og eftir það hefur lítið sem ekkert verið sinnt um bygginguna. Óhætt er að segja að hirðuleysið hafi stungið marga í augu, enda þykir byggingin stílhrein og falleg, þar sem hún blasir við fólki handan Sogsins þegar ekið er við austanvert Ingólfs- fjall. Hannes Lárusson stendur að menningarsetrinu Íslenska bænum að Meðalholtum í Flóa. Þar er lögð áhersla á að kynna menningu viðvíkj- andi torfbæjum sem voru allsráðandi hér á landi nokkuð fram á 20. öldina. Gamall torfbær er í Meðalholtum og fyrir um ári síðan eignaðist Hannes, undir merkjum stofnunar sinnar, sjálfan Laxabakka og stefnir að endurgerð byggingarinnar. Málið er hins vegar í blindgötu eins og sakir standa. Ágreiningur tefur „Spildur hér á svæðinu í kring eru í eigu Landverndar og Héraðs- nefndar Árnesinga og hafa fulltrúar þeirra samtaka gert ágreining um lóðamörk. Þau eru hins vegar, að mínu mati og fleiri, alveg skýr,“ segir Hannes. „Búið að teikna lóðina skv. fyrirliggjandi pappírum auk þess sem hér liggja leifar af gamalli girð- ingu sem liggur á landamæralínunni. Stífni þessara nágranna okkar hefur komið í veg fyrir að hægt sé að skrifa undir lóðablöð eða gefa út fram- kvæmdaleyfi vegna endurbyggingar Laxabakka. Ég hef þó ástæðu til að ætla að samkomulag geti náðst innan tíðar sem er mjög brýnt. Hér þyrfti að hefjast handa strax á morgun ef bjarga á húsinu.“ Gerður var út könnunarleiðangur að Laxabakka síðastliðinn laugardag, í kjölfar ráðstefnu um bygginguna og sögu hennar sem haldin var í Meðal- holtum. „Bygging þessi er merkileg í mörgu tilliti og höfundareinkenni og handbragð Ósvaldar er mjög skýrt, enda hefur það vakið eftirtekt margra,“ segir Hannes. Tiltekur hann þar meðal annars að á sínum tíma hafi Alvar Alto, hinn heimsfrægi arkitekt sem meðal annars teiknaði Norræna húsið, komið að Laxabakka árið 1969 og lýst húsinu sem því feg- ursta á Íslandi. Því réði hve vel bygg- ingin félli inn í landslagið þarna; í kjarrskógi við lygna ána. Í dag er Laxabakki opinn fyrir veðri og vindum og feyskinn suð- urgafl hússins er hruninn. Þá eru hlaðnir grjótveggir að hruni komnir, rúður brotnar og svo framvegis. Allt þetta má þó laga og gera bygginguna aftur upprunalega, segir Hannes sem áformar að reisa, skammt frá, þjón- ustuskála, það er menningar- og fræðslusetur. Byggingin yrði eftir at- vikum dvalarstaður með áherslu á minjavernd, náttúrvernd, vistvæna byggingarlist og arfleifð íslenska torfbæjarins. Samruni náttúru og menningar „Þetta er merkileg húsagerðarlist og samruni náttúru og menningar. Íslensku torfbæirnir voru vistvænar byggingar eins og nú er mikill áhugi fyrir að reisa, með tilliti til umhverf- ismála. Mér finnst þetta segja okkur að mikið sé í húfi. Laxabakka verður að bjarga,“ segir Hannes Lárusson. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Húsakönnun Hannes Lárusson á bökkum Sogsins og í baksýn er hið formfagra hús sem hann hyggst endurgera. Laxabakka verði bjargað  Fegursta húsið á Íslandi að falli komið  Nýr eigandi vill endurgerð Laxabakki Timburveggirnir feysknir og torf sígur niður bárujárnsþakið. Héraðsdómur Suðurlands hefur hafn- að kröfum Arcanum ferðaþjónustu ehf. og tíu landeigenda við Sólheima- sand um að fella úr gildi synjun sýslu- manns á lögbannsbeiðni og leggja á lögbann vegna skipulagðra hjólaferða sem ferðaskrifstofan Tröllaferðir var með á sandinum að flugvélarflakinu sem þar er að finna. Flugvélarflakið er vinsæll áfanga- staður ferðamanna og lét Vegagerðin útbúa bílaplan við þjóðveginn vegna mikils fjölda ferðamanna sem vildu stoppa þar og fara að flakinu. Þangað liggur 7 kílómetra langur vegur, en vegna ágangs lokuðu landeigendur honum fyrir umferð bíla. Arcanum rekur ferðaþjónustu og eru meðal annars skipulagðar fjórhjólaferðir um veginn niður að flugvélarflakinu. Tröllaferðir hófu svo að fara þangað á hjólum, eða nánar tiltekið svokölluð- um „fat bike“-hjólum sem eru með breiðari dekk en eru á hefðbundnum reiðhjólum. Arcanum og landeigendur töldu að með þessu væri verið að fara út fyrir almannarétt sem heimilar fólki för um land án sérstaks leyfis landeiganda, ef ekki er farið á vélknúnum ökutækj- um. Vísað var til kurteisisreglu um að skipuleggjendur ferða ættu að hafa samráð við landeiganda. Dómurinn taldi ljóst að sandurinn fyrir sunnan þjóðveg, þar sem flakið er að finna, væri ekki í byggð og að ekki væri séð að umræddar ferðir gætu valdið ónæði við nytjar. Hafna lögbanni á ferðir að flakinu  Kröfum eigenda og Arcanum hafnað Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Sólheimasandur Flak Douglas Da- kota-vélar er vinsæll áfangastaður. VALFRJÁLST TILBOÐ TIL HLUTHAFA Í HEIMAVÖLLUM AU 3 ehf. býður hluthöfum Heimavalla að kaupa hluti þeirra í félaginu Þann 1. febrúar 2019 tilkynnti félagið Heimavellir hf. („Heimavellir“) að félaginu hefði borist með bréfi beiðni um hluthafafund í félaginu frá þremur hluthöfum félagsins, Snæbóli ehf., Gana ehf. og Klasa ehf., sem samtals eiga 18,93% hlutafjár í Heimavöllum. Í bréfinu er þess óskað að sett verði fram á hluthafafundi tillaga um töku hlutabréfa félagsins úr viðskiptum hjá NASDAQ Iceland hf. Jafnframt var upplýst í bréfinu að samhliða beiðni um afskráningu yrði lagt fram valfrjálst tilboð í samræmi við ákvæði X. kafla laga um verðbréfaviðskipti. Nú hefur AU 3 ehf., sem er íslenskt einkahlutafélag í stýringu Alfa Framtaks ehf., gert valfrjálst tilboð í allt að 27% hlutafjár Heimavalla, fyrir allt að kr. 4.000.000.000, nema félagið nýti sér áskilnað um að auka við þann hluta sem það býðst til að kaupa, en forsenda þess er að því standi til boða frekari fjármögnun. Tilboðið er byggt á skilmálum og háð þeim skilyrðum sem sett eru fram í opinberu tilboðsyfirliti sem dagsett er 11. mars 2019 („tilboðsyfirlitið“). Tilboðshafar Tilboðið nær til allra hluta í Heimavöllum. Hluthafar sem skráðir eru í hlutaskrá Heimavalla í byrjun dags 15. mars 2019 munu fá sent tilboðsyfirlit, samþykkiseyðublað og svarsendingarumslag í pósti. Framangreind skjöl eru einnig aðgengileg hjá Arctica Finance hf. sem er umsjónaraðili með tilboðinu. Jafnframt er hægt að nálgast tilboðsyfirlitið á heimasíðu Arctica Finance hf., (www.arctica.is) og óskað hefur verið eftir því að það verði einnig aðgengilegt á heimasíðu Heimavalla, (www.heimavellir.is). Umsjónaraðili Fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance hf., kt. 540509- 1820, Katrínartúni 2 - 15. hæð, 105 Reykjavík hefur verið ráðinn umsjónaraðili með tilboðinu fyrir hönd tilboðsgjafa. Nánari upplýsingar veita Stefán Þór Bjarnason, í síma 820 6362 og Jón Þór Sigurvinsson í síma 895 9242. Tilboðsverð og greiðsla Verð samkvæmt tilboðinu er 1,3 krónur fyrir hvern hlut í Heimavöllum, kvaða og veðbandslausan. Þrátt fyrir að um valfrjálst tilboð sé að ræða er horft til skilyrða ákvæðis 2. mgr. 103. gr. laga um verðbréfaviðskipti og er tilboðsverðið því hærra en það verð sem greitt hefur verið fyrir hlutabréf í Heimavöllum frá töku hlutabréfanna til viðskipta hjá NASDAQ Iceland. Greiðslur fyrir hluti þeirra sem samþykkja tilboðið verða greiddar í íslenskum krónum inn á bankareikning viðkomandi hluthafa sem tilgreindur er á samþykkiseyðublaðinu. Greiðsla verður innt af hendi eigi síðar en fimm viðskiptadögum eftir að gildistími valfrjálsa tilboðsins rennur út og öll skilyrði þess hafa verið uppfyllt. Gildistími Gildistími valfrjálsa tilboðsins er sjö vikur og þrír dagar, frá 15. mars 2019 til 6. maí 2019. Samþykki við valfrjálsa tilboðinu verður að hafa borist umsjónaraðila eigi síðar en kl. 16 þann 6. maí 2019. Hluthafar bera sjálfir ábyrgð á að samþykkiseyðublaðið hafi borist. Tilboðsgjafi áskilur sér einhliða rétt til að ákveða hvort samþykkiseyðublöð sem berast eftir að gildistími tilboðsins rennur út verði tekin gild. Valfrjálsa tilboðið kann að verða framlengt, eftir því sem heimilt er samkvæmt lögum. Taka úr viðskiptum Tilboð tilboðsgjafa er háð því skilyrði að afskráning hlutabréfa félagins úr viðskiptum hjá NASDAQ Iceland hf. verði samþykkt. Í því felst annars vegar a.m.k. 50% þeirra atkvæða sem mætt er fyrir á hluthafafundi Heimavalla, greiða atkvæði með því að óska eftir afskráningu hlutabréfa félagsins. Hins vegar að NASDAQ Iceland fallist á beiðni um afskráningu, sem komi til framkvæmda sama dag og tilboðsfrestur rennur út, enda hafi tilboðsgjafi þá staðfest gagnvart NASDAQ Iceland að ekki hafi borist samþykki frá hluthöfum umfram það hámark sem tilboðsgjafi býðst til að kaupa. Í tilboðsyfirliti þessu felst ekki ráðgjöf af hálfu tilboðsgjafa og Arctica Finance hf. og er tilboðshöfum bent á að leita sér viðeigandi ráðgjafar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.