Morgunblaðið - 12.03.2019, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.03.2019, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2019 Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 áraog eldri Flugvallarþjónusta BSR sér um að skutla þér út á flugvöll og aftur heim þegar þú ferð til útlanda. 5-8 manneskjur 19.500 kr. 1-4 manneskjur 15.500 kr. Verð aðra leið: Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is Ekki bara jeppar 2012 -2017 Kerruöxlar og íhlutir ALLT TIL KERRUSMÍÐA Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Umhverfisstofnun telur ekki for- svaranlegt að opna fyrir umferð á svæðinu við Fjaðrárgljúfur í Skaft- árhreppi að svo stöddu. Þá hefur Umhverfisstofnun framlengt lokun á Skógaheiði meðfram Skógaá ofan við Fosstorfufoss. Á báðum svæðum er miðað við lokun til 1. júní vegna verulegrar hættu á tjóni. Ef að- stæður leyfi verði svæðin opnuð fyrr. Gönguslóða meðfram Fjaðrár- gljúfri var lokað 27. febrúar og út- tekt var aftur gerð á svæðinu á sunnudag. „Þó ástandið versni ekki á meðan frost er á svæðinu þá má búast við leysingum á svæðinu á næstu dögum. Að hafa svæðið lokað áfram er því einnig fyrirbyggjandi aðgerð til að koma í veg fyrir frekari skemmdir,“ segir á heimasíðu Um- hverfisstofnunar. Miðað er við að framlenging lok- unar geti tekið gildi klukkan níu í fyrramálið, en óskað er eftir um- sögnum og samráði fyrir kl. 10 f.h. í dag. Lokun gönguslóða á Skógaheiði var tekin 23. febrúar eftir að starfs- maður Umhverfisstofnunar gerði út- tekt á svæðinu. Viðkomandi göngu- slóði og umhverfi hans reyndust afar illa farin vegna mikils fjölda gesta á svæðinu samhliða veðrabreytingum, hlýindum og mikilli vætu, segir á vef Umhverfisstofnunar. Lokunin var bæði af öryggisástæðum og til að vernda gróður og landslag umhverf- is gönguslóðann. Loka vinsælum gönguleiðum Ljósmynd/Umhverfisstofnun Við Fjaðrárgljúfur Ekki er talið forsvaranlegt að hafa opið fyrir umferð.  Veruleg hætta á tjóni við Fjaðrárgljúfur og á Skógaheiði Valdimar Öss- urarson, formað- ur Samtaka frumkvöðla og hugvitsmanna, segist ósáttur við ákvörðun Ásbrú fasteigna ehf. að segja upp leigu- samningum við allra frumkvöðla sem voru með að- setur í Eldey, frumkvöðlasetri á Ásbrú. Hann sakar stjórnvöld um að svíkja „öll sín fyrirheit við þá hug- vitsmenn og frumkvöðla sem lofað var við opnun Eldeyjar, þegar frum- kvöðlum var heitið aðstöðu á hóflegu leiguverði til að vinna að nýsköpun í þágu þjóðarhags.“ Málið nær aftur til 2006 þegar ís- lenska ríkið tók við eignum sem bandaríski herinn skildi eftir þegar hann hvarf af landi brott. Stofnað var Þróunarfélag Keflavíkur- flugvallar sem síðar hlaut nafngift- ina Kadeco, en því var falið að fara með þessar eignir ríkisins og koma þeim í sölu. Árið 2008 var gerður samningur til þriggja ára milli fé- lagsins og Keilis, Nýsköpunarmið- stöðvar Íslands og Háskóla Íslands um uppbyggingu og rekstur frum- kvöðla- og orkuseturs á Ásbrú og var setrinu komið fyrir í byggingu sem nefnd var Eldey. Í desember árið 2016 seldi Kadeco um 80 þúsund fermetra til fjárfesta. „Maður hafði ekki miklar áhyggjur af því þar sem leigan hækkaði nú eiginlega ekkert, þannig að maður hélt að þetta verkefni myndi halda áfram,“ segir hann. „Frumkvöðlar treystu því að stjórnvöld stæðu við sín fyrirheit um nýtingu þessarar þjóðareignar,“ bætir hann við. Nú hafi hinsvegar komið í ljós að þeir sem keyptu síðan eignirnar í nóvember 2017 hafi ákveðið að segja upp öllum leigusamningum við frumkvöðlana í Eldey, að sögn Valdimars. Hann vísar til þess að í september síðastliðinn hafi leigj- endum verið tilkynnt að þeir þyrftu að yfirgefa húnæðið innan nokkurra mánaða. Þá segir hann þessa ákvörðun nýrra eigenda vera í and- stöðu við stefnu stjórnvalda um að efla frumkvöðlastarfsemi. gso@mbl.is Segir frumkvöðla svikna á Ásbrú  Frumkvöðlasetrið í Eldey lagt af Valdimar Össurarson Til stendur að hefja framkvæmdir við sýningarskála og geymslu við Ár- bæjarsafn sem mun hýsa götuvalt- arann Bríeti og eimreiðina Pionér. Áætlað er að framkvæmdir við skemmuna geti hafist í maí en einnig er áætlað að ljúka uppsetningu á vatnsúðakerfum í geymsluskemmum Árbæjarsafns og fleiru á þessu ári. Kostnaðaráætlun við þessi verk er 114,8 milljónir króna, þar af 75 millj- ónir króna fyrir sýningarskálann og umhverfi hans, segir í fréttatilkynn- ingu. Gufuvaltarinn Bríet var smíðaður í Englandi og fluttur til Íslands 1912. Þá hafði bæjarstjórn Reykjavíkur samþykkt að kaupa valtara til gatna- gerðar en göturnar í bænum þóttu þá býsna holóttar og nauðsynlegt að slétta og þjappa. Valtarinn var fljót- lega nefndur Bríet og stundum Knútsdóttir en nöfnin vísuðu til Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og Knud Zimsen, bæjarfulltrúanna sem höfðu talað mjög fyrir því að fá hann keypt- an, segir í tilkynningunni. Valtarinn var fluttur á Árbæjarsafn 1961. Eimreiðin Pionér kom hins vegar frá Þýskalandi 1913 þar sem hún hafði verið smíðuð 1892. Hún kom í samfloti með eimreiðinni Minör og voru þessar tvær eimreiðar notaðar til að flytja grjót frá Öskjuhlíð í hafn- argarðana við Ingólfsgarð (Batt- eríið), Grandagarð, Norðurgarð og í Örfirisey. Verkinu lauk 1917. Pionér hefur verið í vörslu Árbæjarsafns frá 1975 en Minör er í eigu Faxaflóa- hafna og er jafnan til sýnis á Mið- bakka gömlu hafnarinnar á sumrin. aij@mbl.is 75 milljónir í skála fyrir Bríeti og Pionér Ljósmynd/Reykjavíkurborg Bríet Gufuvaltarinn að störfum í Pósthússtræti við Austurvöll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.