Morgunblaðið - 12.03.2019, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2019
12. mars 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 121.31 121.89 121.6
Sterlingspund 158.73 159.51 159.12
Kanadadalur 90.11 90.63 90.37
Dönsk króna 18.231 18.337 18.284
Norsk króna 13.805 13.887 13.846
Sænsk króna 12.82 12.896 12.858
Svissn. franki 120.1 120.78 120.44
Japanskt jen 1.0907 1.0971 1.0939
SDR 168.18 169.18 168.68
Evra 136.02 136.78 136.4
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.5464
Hrávöruverð
Gull 1294.1 ($/únsa)
Ál 1846.0 ($/tonn) LME
Hráolía 66.08 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Hlutur launafólks í verðmætasköpun
hótela sem yfirstandandi verkföll ná yfir
var 76% árið 2017. Þetta kemur fram á
vefsíðu Viðskiptaráðs Íslands. Segir þar
að á sama tímabili hafi hlutdeild rekstr-
arhagnaðar dregist saman sem því nem-
ur og því hafi uppgangur í ferðaþjónustu
að meirihluta til runnið til starfsfólks
fremur en eigenda. Launakostnaður
launþega hækkaði að raunvirði um 28%
á árunum 2014-2017 hjá þeim hótelum
þar sem nú standa verkföll yfir. „Sú
hækkun endurspeglar að langmestu
leyti aukningu kaupmáttar launa.“ Segir
einnig að kaupmáttur launa í gisti- og
veitingarekstri hafi hækkað frá árinu
2008 um 18% eða meira en í nokkrum
öðrum atvinnugreinahópi. Frá árinu 2014
nemur hækkunin 23% og er einungis
meiri á meðal opinberra starfsmanna.
Um 23% hagnaðar hótelanna sem verk-
föllin ná yfir hefur verið greiddur út sem
arður frá 2010 til 2017. Afgangurinn hef-
ur verið endurfjárfestur í uppbyggingu
þeirra.
Raunvirði launakostn-
aðar hækkað um 28%
STUTT
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Ljóst var strax við opnun markaða í
gær eftir hið mannskæða flugslys í
Eþíópíu, þar sem ný Boeing 737
MAX 8-vél fórst og með henni 157
manns, að traust í garð hinnar nýju
vélartegundar úr verksmiðjum Bo-
eing er lítið. Raunar gáfu utanþings-
viðskipti með bréf Boeing, áður en
markaðir opnuðu vestanhafs til
kynna að félagið ætti í vök að verjast
í kjölfar þess að önnur vélin af fyrr-
nefndri tegund ferst á fimm mánaða
tímabili. Við opnun markaða nam
lækkunin um 12% og er það mesta
lækkun sem félagið hefur horft upp á
frá því að hryðjuverkaárásir voru
gerðar á Bandaríkin 11. september
2001. Eftir því sem leið á daginn náði
markaðurinn þó meira jafnvægi og
nam lækkun við lok viðskipta í Kaup-
höllinni í New York (NYSE) ríflega
5%. Í viðskiptunum þurrkaðist því
jafnvirði tæplega 1.500 milljarða
króna af markaðsvirði félagsins út.
Icelandair tekur á sig högg
Verri útreið fengu hlutabréf Ice-
landair Group en félagið tapaði tæp-
lega 10% af markaðsvirði sínu í
Kauphöllinni í gær í viðskiptum sem
námu 306 milljónum króna. Inn í þá
verðþróun kann þó, auk slyssins í
Eþíópíu, að spila tilkynning sem
barst í gegnum Kauphöllina í Stokk-
hólmi á laugardag þess efnis að
bandaríski fjárfestingarsjóðurinn
Indigo Partners hygðist leggja allt
að 90 milljónir dollara inn í rekstur
WOW air og að nú lægi fyrir tillaga
þess efnis að skuldabréfaeigendur að
síðarnefnda félagið gæfu eftir 50% af
50 milljóna höfuðstól skuldabréfaút-
gáfunnar.
Stækkandi MAX-floti
Icelandair Group hefur í rekstri
þrjár Boeing 737 MAX vélar. Eru
þær hluti af mun stærri flugvéla-
pöntun sem félagið gerði árið 2012
og felst í kaupum á níu 737 MAX 8-
vélum og sjö 737 MAX 9-vélum.
Þannig komast 3 MAX 8-vélar í flug-
flotan í ár til viðbótar við þær þrjár
sem fyrir eru, tvær á næsta ári og
ein árið 2021. Opinbert listaverð fyr-
ir Boeing 737 MAX 8-vél er 121,6
milljónir dollara, jafnvirði 14,7 millj-
arða króna. Icelandair mun þó, líkt
og önnur flugfélög, hafa fengið veru-
legan afslátt af listaverði við kaupin.
Í lok janúar síðastliðins höfðu flug-
félög og fjármögnunarfyrirtæki lagt
inn pantanir fyrir 5.100 vélum af Bo-
eing 737 MAX-gerðinni og hafði Bo-
eing þá afhent 350 slíkar vélar úr
Renton-verksmiðjunni í Seattle í
Bandaríkjunum.
MAX 8-vélarnar geta borið allt að
210 farþega en vélarnar sem Ice-
landair hefur í rekstri sínum eru
búnar 160 sætum fyrir farþega.
Fólk hræðist vélarnar
Viðskiptavinur sem á flug nú í vik-
unni með vél Icelandair af gerðinni
Boeing MAX 8 óskaði eftir því að fá
miðanum breytt yfir á flug þar sem
notast væri við vélar af annarri gerð.
Félagið gat ekki orðið við þeirri
beiðni en féllst á að endurgreiða mið-
ann þótt um hafi verið að ræða
óendurgreiðanlegt fargjald á svo-
kölluðu „economy light“-fargjaldi.
Viðbrögð fólks á samfélagsmiðlum
í kjölfar flugslyssins í Eþíópíu hafa
verið nokkuð sterk og hafa mörg
flugfélög brugðist við með því að
undirstrika traust þeirra á MAX-vél-
unum.
Forstjórinn hefur ekki
áhyggjur af vélunum
Í samtali við mbl.is í gær sagði
Bogi Nils Bogason, forstjóri Ice-
landair Group að miðað við fyrir-
liggjandi upplýsingar væri engin
ástæða til að að hafa áhyggjur af þot-
um félagsins.
Fleiri félög brugðust einnig við.
Þannig hefur t.d. bandaríska flug-
félagið Southwest Airlines, sem er
með fleiri vélar af þessari tegund í
pöntun en nokkuð annað flugfélag í
heiminum, undirstrikað þá afstöðu
kirfilega: „Við erum áfram sannfærð
um öryggi flotans okkar sem hefur á
að skipa yfir 750 Boeing-vélum og
hefur á þessum tímapunkti flota af
34 Boeing 737 MAX 8-vélum í okkar
eigu,“ sagði á Twitter-síðu félagsins.
Í gær greindi fréttaveitan Bloom-
berg frá því að viðskiptavinur South-
west Airlines hefði óskað eftir því að
fá ferð sinni breytt með félaginu svo
hann gæti komist hjá því að ferðast
með Boeing 737 MAX-vél. Félagið
brást við og án þess að til kostnaðar
kæmi fyrir viðskiptavininn. „Mann-
eskjan sem ég er að ferðast með
hafði samband fimm mínútum síðar í
sömu erindagjörðum og þeir gátu
ekki orðið við beiðni um breytingar,“
sagði viðkomandi viðskiptavinur So-
uthwest Airlines.
Á vefsíðunni http://flightstats.com
er mögulegt að sjá með nokkurri
vissu hvers konar flugvélartegund er
skráð á hvert flugnúmer hverju
sinni.
Flugslysið í Eþíópíu skekur
flugmarkaði um allan heim
Boeing lækkaði um 5,33% í viðskiptum í gær Icelandair lækkaði um 9,66%
Boeing 737 MAX 8
839 km/klst. fl ughraði
Vænghaf: 35,9 m
Lengd:
39,52 m
210 sæti að hámarki,algengur sæta-
fjöldi er 162 til 178Hreyfl ar: 2x
CFM Inter-
national
LEAP-1B
Heimild: Boeing
5.011 vélar* hafa verið pantaðarog þar af hafa
350 vélar veriðafhentar
6.570 km drægni
*Heildarfjöldi MAX 7, 8, 9 og 10
Icelandair Group hefur tekið lán að
fjárhæð 80 milljónir dollara, jafn-
virði 9,7 milljarða króna, hjá inn-
lendri lánastofnun samkvæmt til-
kynningu frá félaginu sem send var í
gegnum Kauphöll Íslands eftir lokun
markaða í gær. Heimildir Morgun-
blaðsins herma að lánastofnunin sem
um ræðir sé Landsbankinn.
Í tilkynningunni kemur fram að
lánið sé tekið til fimm ára og að gert
sé ráð fyrir að andvirði þess verði
nýtt sem hlutagreiðsla inn á útgefin
skuldabréf félagsins.
Þá er lánið veitt með veði í 10 Bo-
eing 757-vélum félagsins. Félagið er
í dag með 25 Boeing 757-200-vélar
(184 sæti) í rekstri og tvær 757-300-
vélar (225 sæti). Vélarnar eru komn-
ar til ára sinna en framleiðslu þeirra
var hætt árið 2004. Icelandair hefur
á undanförnum árum unnið að því að
endurnýja flota sinn með það að
markmiði að losa 757-vélarnar smátt
og smátt út. Það hefur m.a. verið
gert með kaupum á sextán 737 MAX-
vélum. Þá greindi ViðskiptaMogginn
frá því fyrir skemmstu að nú standi
yfir viðræður við Boeing og Airbus
um næstu skref í flotaendurnýjun fé-
lagsins. Niðurstaða mun komast í
þau mál á þriðja fjórðungi þessa árs.
Lántakan að þessu sinni er hluti af
viðbrögðum Icelandair Group við
þeirri stöðu sem upp kom á síðari
hluta árs 2018 þegar versnandi
rekstrarniðurstaða félagsins leiddi
til þess að það stóðst ekki lengur
skilmála sem settir höfðu verið í um-
fangsmikilli skuldabréfaútgáfu fé-
lagsins 2016 og 2017.
Eftir samningaviðræður við
skuldabréfaeigendur varð úr að fé-
lagið samþykkti að kaupa skulda-
bréfin til baka á tilgreindum kjörum.
Skuldabréfaflokkurinn var að fjár-
hæð 190 milljónir dollara, jafnvirði
23 milljarða króna. ses@mbl.is
Icelandair slær
10 milljarða lán
Landsbanki lánar með veði í 10 vélum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Floti Icelandair er með 27 Boeing
757 vélar í rekstri um þessar mundir.
Er bíllinn tilbúinn fyrir vetrarkuldann?
TUDOR er hannaður til þess að þola
það álag sem kaldar nætur skapa.
Forðastu óvæntar uppákomur.
Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is
Mælum og skiptum. - Traust og fagleg þjónusta alla leið.
Veldu
öruggt
start með
TUDOR