Morgunblaðið - 12.03.2019, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2019
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Báðir flugritar Boeing-farþegaþot-
unnar sem hrapaði í Eþíópíu í fyrra-
dag fundust í gær. Flugfélagið Ethi-
opian Airlines, sem og
samgönguyfirvöld í Kína og Indóne-
síu, kyrrsettu í gær allar vélar af
sömu gerð, Boeing 737 Max 8. Þetta
er í annað sinn á hálfu ári sem flug-
vél þeirrar gerðar hrapar stuttu eft-
ir flugtak, en flugvél Lion Air hrap-
aði í Indónesíu í október
síðastliðnum.
Stjórnvöld í Eþíópíu lýstu yfir
sorgardegi í gær, en ljóst er að far-
þegar og áhöfn vélarinnar voru frá
35 mismunandi löndum. Á meðal far-
þeganna 149 voru að minnsta kosti
22 starfsmenn Sameinuðu þjóðanna,
auk nokkurra túlka sem voru á veg-
um samtakanna. Sendi Antonio Gu-
terres, framkvæmdastjóri Samein-
uðu þjóðanna, samúðarkveðjur til
fjölskyldna allra sem voru borð.
Enn óvíst um orsakirnar
Þotan hrapaði nálægt þorpinu
Tulu Fara, sem er um 60 kílómetra
frá höfuðborginni Addis Ababa.
Sjónarvottar sögðu AFP-fréttastof-
unni að svo virtist sem vélin hefði
þegar verið í ljósum logum áður en
hún brotlenti. Allar veðuraðstæður
munu hins vegar hafa verið til fyr-
irmyndar þegar vélin hóf sig á loft.
Þá sagði sérfræðingur í flugör-
yggismálum við AFP að líkindin með
þessu slysi og hrapinu í Indónesíu
væru mjög mikil. Í báðum tilfellum
hefði vélin farist stuttu eftir flugtak
og í báðum tilfellum hefði flugmaður
vélarinnar tilkynnt flugturni að hann
ætti í erfiðleikum.
Max 8 þoturnar kyrrsettar
Báðir flugritar vélarinnar komnir í leitirnar Sögð í ljósum logum fyrir hrapið
AFP
Flugslys Brak úr vélinni dreifðist
víða um staðinn þar sem hún fórst.
Japanir minntust þess í gær að átta ár voru þá liðin frá
jarðskjálftanum og flóðbylgjunni miklu sem varð til
þess að um 18.500 manns létust eða týndust, auk þess
sem kjarnorkuverið við Fukushima skemmdist.
Fulltrúar aðstandendanna lögðu meðal annars blóm
við altari sem reist var í minningu fórnarlambanna, en
auk þeirra vottuðu Shinzo Abe forsætisráðherra og
Akishino prins og Kiko prinsessa virðingu sína.
AFP
Átta ár liðin frá Fukushima-hamförunum
Fórnarlambanna minnst víða
Siti Aisyah, indó-
nesískri konu sem
grunuð var um
aðild að morðinu
á Kim Jong-nam,
var sleppt úr
haldi stjórnvalda
í Malasíu í gær
eftir að saksókn-
arar ákváðu að
láta mál hennar
falla niður.
Aisyah, sem er 27 ára, sagðist
vera ánægð með ákvörðunina og að
hún hefði ekki átt von á því, en
stjórnvöld í Indónesíu höfðu þrýst á
um að tekið yrði vægt á henni.
Aisyah og Doan Thi Huong, víet-
nömsk kona sem einnig var ákærð
fyrir morðið, neituðu því báðar að
hafa vísvitandi eitrað fyrir Kim, sem
var eldri hálfbróðir Kim Jong-un,
núverandi leiðtoga Norður-Kóreu.
Mun þeim hafa verið talin trú um að
þær væru þátttakendur í hrekk í
raunveruleikasjónvarpi. Huong er
enn í haldi.
Sleppt óvænt úr
haldi stjórnvalda
Siti
Aisyah
MALASÍA
Juan Guaido,
leiðtogi stjórn-
arandstöðunnar í
Venesúela, hvatti
þjóðþing lands-
ins í gær til að
lýsa yfir neyðar-
ástandi, en raf-
magnslaust hef-
ur verið í
megninu af land-
inu síðustu fimm
sólarhringa. Unnið var að við-
gerðum á raforkukerfi landsins um
helgina, en þær náðu ekki að
tryggja stöðugt framboð af raf-
magni. Þingið kom saman í gær til
þess að ræða tillögu Guaidos um
neyðarástand en rafmagnið fór af
þingsalnum eftir um klukkustundar
umræðu. Boðaði Guaido jafnframt
til allsherjarmótmæla á morgun
vegna ástandsins.
Nicolas Maduro, forseti landsins,
segir að rafmagnsleysið sé útsend-
urum Bandaríkjastjórnar að kenna.
Vill láta lýsa yfir
neyðarástandi
Juan
Guaido
VENESÚELA
Breska stjórnin kvaðst í gærkvöldi
hafa tryggt „lagalega bindandi“
breytingar á samningi sínum við Evr-
ópusambandið um Brexit, útgöngu
Bretlands úr sambandinu. Fulltrúi
Theresu May, forsætisráðherra Bret-
lands, skýrði frá þessu á breska
þinginu eftir að hún hélt til Strass-
borgar fyrr um daginn til að ræða við
leiðtoga Evrópusambandsins um
breytingar á samningnum. Neðri
deild breska þingsins á að greiða at-
kvæði í dag um endanleg örlög samn-
ingsins, og töldu breskir fjölmiðlar í
gær að nær útilokað væri að það yrði
samþykkt að óbreyttu.
Fyrirhugað er að Bretar gangi úr
sambandinu 29. mars næstkomandi.
Hafni neðri deildin samningnum í dag
er mögulegt að sá dagur renni upp án
þess að nokkurt samkomulag liggi
fyrir um viðskiptatengsl Breta og
Evrópusambandsins, en varað hefur
verið við því að slíkt gæti haft slæmar
afleiðingar.
Fari svo að þingið hafni samningn-
um í dag á neðri deildin að greiða at-
kvæði á morgun um hvort Bretland
eigi að ganga úr ESB án samnings.
Verði þeirri tillögu hafnað á þing-
deildin að greiða atkvæði á fimmtu-
dag um hvort fresta eigi Brexit.
Michel Barnier, aðalsamningamað-
ur Evrópusambandsins, og Angela
Merkel Þýskalandskanslari sögðu
fyrr í gær að Bretar ættu næsta leik
til þess að rjúfa þá pattstöðu sem
komin væri upp í viðræðunum. Sagði
Barnier að viðræðurnar væru nú í
raun á milli bresku ríkisstjórnarinnar
og breska þingsins, en Merkel sagði
að ESB hefði boðið ýmsar leiðir til
þess að skýra betur lagalega stöðu
hins svonefnda „írska varnagla“, en
hann hefur verið sagður helsta hindr-
unin fyrir samkomulagi. sgs@mbl.is
Samið um „laga-
lega bindandi“
breytingar
Kosið um skil-
yrði útgöngunnar
AFP
Brexit Theresa May hélt til Strass-
borgar í gær til viðræðna.
Donald Trump Bandaríkjaforseti
lagði fram í gær tillögur Hvíta húss-
ins að fjárlögum ársins 2020. Þar er
gert ráð fyrir að varið verði um 8,6
milljörðum Bandaríkjadala í fram-
kvæmdir á landamærum Bandaríkj-
anna og Mexíkó, en forsetinn bað um
5,7 milljarða til verksins fyrir árið
2019 en fékk ekki.
Öldungadeild Bandaríkjaþings
mun síðar í vikunni greiða atkvæði
um neyðarástandið sem Trump lýsti
yfir á landamærunum í síðasta mán-
uði, en yfirlýsingunni var ætlað að
gera honum kleift að nýta fjármagn
sem ætlað var til varnarmála í landa-
mærin.
Fjórir öldungadeildarþingmenn
repúblikana hafa lýst því yfir að þeir
muni greiða atkvæði með demókröt-
um, sem hafa sagt yfirlýsingu
Trumps í trássi við stjórnarskrána.
Standi þeir við það eru andstæðingar
yfirlýsingarinnar með 51 atkvæði af
100 í deildinni. Sagði Trump í gær að
repúblikanar þyrftu að standa sam-
an þegar kæmi að landamæraöryggi.
Vill meira
fé til landa-
mæravörslu
Greiða atkvæði
um múrinn í vikunni
LC02 hægindastóll
Leður
Verð 285.000,-
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is